Morgunblaðið - 11.05.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.05.2000, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Umræðuþátturinn frægi: Þú berð ábyrgð á þessu. Þingprestuirnn segir að það þurfi ekkert að fara eftir því sem stendur í biblíunni, góði. Þú kaupir Luxor, Beko eða Sharp sjónvarp hjá okkur fyrir söngvakeppnina, veðjar á sætið sem þú heldur að íslenska lagið lendi í og færð tækið endurgreitt ef þú hefur rétt fyrir þér. Þannig er næsta víst að einhver fagnar á laugardaginn, hvernig sem fer. www.ormsson.is Námstefna um vistferilsgreiningu Umhverfisþætt- ir kannaðir Helga R. Eyjólfsdóttir NORRÆN nám- stefna um vistfer- ilsgreiningu verð- ur haldin dagana 15. til 16. maí á Grand Hótel í Reykjavík. Fjölmargir er- lendir og innlendir fyrirles- arar munu halda erindi sem tengjast vistferli vöru. Helga R. Eyjólfsdóttir gæðastjóri hjá Rf (Rann- sóknastofnun fiskiðnaðar- ins) hefur ásamt Evu Yngvadóttur haft með höndum undirbúning fyrir ráðstefnuna. En hvert skyldi markmið hennar vera? „Markmiðið er að kynna vistferilsgreiningu (Life Cycle Assessment), sem er nýstárleg rannsóknarað- ferð, fyrir fulltrúum nor- ræns fiskiðnaðar í von um að vekja áhuga þeirra fyrir aðferðafræðinni og fyrir hugsuninni sem að baki býr.“ - Hvað er vistferilsgreining nánar til tekið? „Vistferilsgreining er aðferð sem miðar að því að greina heildai- umhverfisáhrif í framleiðsluferli tiltekinnar vöru og þetta er gert með því að greina aðföng (orku- og efnanotkun) í öllu ferlinu sem þarf til að framleiða ákveðna einingu, eins og t.d. eitt kílógramm af sjó- frystum þorskflökum. Markmiðið með þessu er að finna þá þætti í ferlinu sem mest neikvæð áhrif hafa á umhverfið og finna leiðir til að minnka þá. Þetta gildir allt frá hráefnisöflun, vinnslu, pökkun, flutningum, dreifingu og til förg- unar.“ - Er þetta ný aðferð? „Þetta er tiltölulega ung rann- sóknaraðferð eða vísindagrein en hún hefur rutt sér til rúms víða um heim í kjölfar aukinnar vitundar almennings um umhverfi sitt og sí- fellt fleiri alþjóðleg fyrirtæki nota hana sem verkfæri til þess að framleiða umhverfisvænni vörur. Neytendur gera í síauknum mæli kröfur um að fá að vita að fram- leiðsla þessarar ákveðnu vöru skaði ekki umhverfið og þess vegna teljum við að umhverfis- merkingar á sjávarafurðum muni koma og forsenda fyrir slíkum merldngum er að vita nákvæmlega hver heildarumhverfisáhrif vöru eru og þar getur vistferilsgreining gefið mikilvægar upplýsingar.“ - Hafíð þið unnið við umhverfís- verkefni af þessu tagi fram til þessa? „Rf hefur í samstarfi við Iðn- tæknistofnun unnið undanfarin ár að verkefnum sem tengjast um- hverfisvænu atvinnulífi og þar ber helst að nefna þróun hreinni fram- leiðslutækni sem er verkefni sem sex stór fiskvinnslufyrirtæki tóku þátt í á árunum 1994 til 1998. Þar var haft að markmiði að nýta betur hráefni, minnka vatns- og orku- notkun og minnka úrgang. Og núna hafa þessar stofnanir fengið styrk frá Rannsóknarráði til þess að vinna að verkefni um vistferilsgreiningu á þorskafurðum. Rf sér um verkefnastjómun í þessu verkefni. Til- gangurinn er að finna þá þætti í ferlinu sem hafa neikvæðust áhrif á umhverfið og finna leiðir til þess að draga úr þeim með því eins og fyrr sagði að greina orku- og efnanotk- un vörunnar frá „vöggu til graf- ar“.“ - Hvaða umfjöllunarefni ber hæst á ráðstefnunni nk. mánudag ogþriðjudagá Grand Hótel? „Fyrri dagur ráðstefnunnar er ► Helga R. Eyjólfsdóttir fæddist í Reylgavík 12. apríl 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1984 og mastersprófi í efnaverkfræði frá háskólanum í Lundi 1991. Hún starfaði á umhverfisdeild Volvo eftir námslok og einnig hjá sænsku matvælastoftiuninni SIK í Gautaborg. Hún hóf störf hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins 1995 og hefur verið gæða- stjóri hjá stofnuninni frá 1999. Helga á tvær dætur, sex og átta ára. tileinkaður fiskiðnaði og ætlaður fulltrúum frá honum, en seinni dagurinn er meira hugsaður fyrir vísindamenn sem starfa á þessu sviði eða hafa áhuga á því. Við höf- um fengið til okkar fiilltrúa nor- ræns fisMðnaðar, t.d. Svante Svensson frá OrMa Foods í Noregi og Kristofer Sune frá Abba í Sví- þjóð, til þess að segja frá hvemig þessi aðferðafræði hefur nýst í stórfyrirtækjum eins og t.d. Abba til þess að gera fyrirtæMð um- hverfisvænna og einnig mun Alda Möller matvælafræðingur og ráð- gjafi tala um atriði er tengjast markaðssetningu sjávarafurða, þessir fyrirlestrar verða fyrri dag ráðstefnunnar. Seinni daginn munu vísindamenn sem hafa starf- að að vistferilsgreiningu um skamma eða lengri tíð ræða um stöðu vistferilsgreiningar í fisMðn- aði, möguleika hennar og þörfina á rannsóknum.“ - Eru umhverfísmál að fá aukna þýðingu í sambandi við markaðs- setningu á íslenskum sjávarafurð- um? „Mín skoðun er sú að almenn- ingur er orðinn vel meðvitaður um umhverfisvemd í víðu samhengi. FyrirtæM sjá sér orðið hag í að bæta ímynd sína með framleiðslu umhverfisvænna vara og styrkja ímynd sína á markaðnum á þann hátt. Umhverfismerldngar á vör- um verða æ algengari en þær em ætlaðar til að kaupendur geti gert sér betri grein fyrir hvemig varan er framleidd og það er engin spuming um að á næstu ámm verða gerðar auknar M-öfur í þessum efnum. Erlendir aðilar, sem miMa reynslu hafa í þessu fagi, hafa bent á að íslendingar hafi alla burði til að vera til fyr- irmyndar í umhvei-fismálum, það sem helst skortir á er fræðsla og upplýsingar og ráðstefna okkar er t.d. kjörinn vettvangur til að reyna að bæta úr þessu. Skráning á ráð- stefnuna er hjá Úrvali-Útsýn og einnig má sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Rf, sem er www.rfisk,- Vistferils- greining er tii- tölulega ung rannsóknar- aðferð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.