Morgunblaðið - 11.05.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. MAI 2000
MINNINGAR
SIGRIÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
i
+ Sigríður Krist-
jánsdóttir fædd-
ist á Seljalandi undir
Eyjafjöllum 1. maí
1920. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans í Kópavogi 12.
aprd síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Stóradals-
kirkju 22. aprð.
Mig langar til að
minnast með nokkr-
um orðum tengda-
móður minnar, Sigríð-
ar Kristjánsdóttur,
húsfreyju á Ytra-Seljalandi, sem er
nýlega látin. Ég man það svo vel
þegar við hittumst í fyrsta sinn. Þá
var ég nýlega komin inn í líf sonar
hennar og var komin austur undir
Eyjafjöll til að fara með þeim hjón-
um, Siggu og Hálfdani, og flestum
barna þeirra á þorrablót í sveitinni.
Að sjálfsögðu var ég svolítið
kvíðin að hitta þau öll í fyrsta sinn,
en sá kvíði reyndist algjör óþarfi.
Öll tóku þau mér einstaklega vel,
ekki síst Sigga sem upp frá þessari
stundu var ekki einungis móðir
sambýlismanns míns og síðar
tengdamóðir, heldur ekki síður vin-
kona. Já, þótt bakgrunnur okkar
væri ákaflega ólíkur þá tókst fljótt
með okkur einlægur vinskapur og
gagnkvæm virðing.
Stundum sátum við einar saman
og spjölluðum um hvernig líf
kvenna var í sveitinni, enda þetta
fyrstu kynni mín af lífi í sveit. Ég
fylltist aðdáun og virðingu fyrir
henni og þeirri kynslóð kvenna sem
hún tilheyrði. Slíkan dugnað og
slíka fórnfýsi er ekki sjálfsagt að
finna nú til dags.
Já, margar og góðar eru minn-
ingarnar. Vil ég þakka henni fyrir
að taka þannig á móti eldri bömum
mínum að þau líta á hana sem
þriðju ömmu sína.
En þegar minnst er á minningar,
má ekki gleyma þeim sem mér eru
kærastar, en það eru þær sem
tengjast Rómarferðinni sem við
Ómar fórum í með þeim hjónum
haustið 1998. Nutum við öll ferðar-
innar til fulls, enda vorum við
heppin með veður og borgin eilífa
hefur upp á margt að bjóða. Eftir
því var tekið hversu glæsileg eldri
hjón Hálfdan og Sigga voru. Einn
ferðafélagi okkar hélt að Hálfdan
væri ítalskur greifi þegar hann sá
hann fyrst, svo glæsilegur var
hann. Það sama átti við um frúna
sem þjónustustúlka á hótelinu kall-
aði la donna alta eða háu frúna,
enda Sigga há og glæsileg á velli.
Þau voru ákaflega ung í anda í
þessari ferð, létt og kát og nutu
þess að sjá fornar minjar jafnt og
að sitja á hlýlegum veitingastöðum
og njóta rólegra samverustunda.
Yndislegri ferðafélaga er ekki
hægt að hugsa sér og ekki var
hægt að finna fyrir neinu kynslóða-
bili.
Það verður einkennilegt að koma
að bænum og sjá ekki Siggu í dyr-
unum með opinn faðminn til að
bjóða mann velkominn. Megi hún
hvíla í friði.
Blessuð sé minning Sigríðar
Kristjánsdóttur.
Þuríður
Þorbj arnar dóttir.
Hún amma mín á Seljalandi er
dáin. Þótt hún hafi lengi barist við
illvígan sjúkdóm finnst mér skrítið
að hún sé farin því alltaf vonaðist
ég til að hún myndi ná sér á ný. Frá
því að sjúkdómurinn tók sig upp
aftur fyrir um tveimur árum lét
hún aldrei deigan síga. Ég heim-
sótti hana og afa nokkrum sinnum í
Bólstaðarhlíðina og þar áttu þau
saman fallegt heimili sem var
þeirra dvalarstaður yfir vetrartí-
mann. Þegar ég heimsótti þau síð-
ast var amma orðin mjög veik en
eins og alltaf spurði hún mig um
mína líðan og hvað á daga mína
hafði drifið. Hún fylgdist alltaf
mjög vel með okkur
barnabömunum og
þótt oft hafi langur
tími liðið milli þess að
við hittumst virtist
hún alltaf vita nýjustu
fréttirnar og mér þótti
alltaf svo vænt um það.
Hún hvatti mig alltaf
áfram, sama hvað ég
var að gera og ég veit
að var alltaf stolt af
mér. Ég á margar ynd-
islegar minningar úr
sveitinni á Seljalandi.
Við systurnar dvöldum
mikið á Seljalandi þeg-
ar við vorum litlar ásamt hinum
frændsystkinum okkar og þar var
oft mikið brallað. Ég man sérstak-
lega vel eftir búinu þar sem ég lék
mér svo oft niðri í sandi. Þar var ég
með alls kyns bein og var búin að
byggja bæi úr torfi og spýtum og
gat leikið mér þar svo tímunum
skipti. Heyskapurinn var líka alltaf
fjörugur. Þá komu allir í sveitina til
að vinna erfitt verk og ég man að
stundum var maður niðri á túni frá
morgni til kvölds því auðvitað vildi
maður hjálpa til. Eftir langan og
strangan dag tók amma alltaf vel á
móti okkur með brauði og kræsing-
um. Kvöldkaffið er mér sérlega eft-
irminnilegt en þá sátum við inni í
eldhúsi og fengum köku og mjólk
og stundum sátum við með ömmu
og spiluðum veiðimann. Það var svo
gott að getað slappað af eftir erfið-
an dag. Þegar ég eltist fækkaði
ferðunum í sveitina til ömmu og afa
en síðustu ár hef ég komið þangað
oftar, því auðvitað kom maður við á
Seljalandi á leið sinni austur á
ferðalagi. Þá var amma ekki til í að
sleppa okkur fyrr en hún var búin
að raða í okkur kræsingunum. Það
hefur alltaf verið notalegt að koma
í sveitina og alltaf stóð amma við
eldhúsgluggann þegar maður
renndi í hlað. Núna verður tómlegt
að koma við á Seljalandi.
Elsku amma mín. Nú hefur þú
öðlast frið og ég veit að Snati hefur
tekið vel á móti þér. Ég veit líka að
þú vakir áfram yfir okkur öllum
eins og þú hefur alltaf gert. Elsku
afi, pabbi, systkini, frændsystkini
og börn. Guð veri með ykkur öllum.
Mig langar til að kveðja þig,
elsku amma mín, með þessu fallega
ljóði Ingibjargar Sigurðardóttur:
Hver minning dýrmæt perla
að liðnum iífsins degi
hin ljúfu og góðu kynni
að alhug þökkum vér.
Þinn kærleikur í verki
var gjöf sem gleymist eigi
og gæfa var það öllum
sem fengu að kynnast þér.
Guðríður og Jón Ingi.
Elsku amma okkar.
Þú tókst svo vel á móti okkur
þegar við komum til þín á Selja-
land. Þú prjónaðir á okkur lopa-
peysur sem voru alveg eins, og við
vorum alltaf í þeim þegar við kom-
um til þín á Seljaland. Alltaf þegar
við komum úr gönguferðum varstu
tilbúin með kökur og brauð handa
okkur og öllum hinum. Peysurnar
prjónaðir þú alltaf uppi í sveit og
þegar við komum til þín að máta
þær pössuðu þær alltaf. Garðurinn
þinn var svo flottur og rifsberja-
runnarnir og rabarbararnir sér-
staklega. Við fengum oft hjá þér
rabarbara og dýfðum þeim ofan í
sykur.
Við munum alltaf hugsa til þín.
Anna Þyrí og Erla María.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf-
ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
IJað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
STEINUNN
GISS URARDÓTTIR
ÁSA ÞURÍÐUR
GISS URARDÓTTIR
+ Steinunn Giss-
urardóttir fædd-
ist á Kröggólfsstöð-
um í Olfusi 23.
nóvember 1906.
Hún lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði 5.
mars síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kapellu 25. mars.
Jarðsett var í
Skarðskirkjugarði í
Landsveit.
Ása Þuríður Giss-
urardóttir fæddist á
Gljúfri í Ölfusi 27.
apríl 1901. Hún lést á Hrafnistu í
Reykjavík 8. aprfl siðastliðinn og
fór útför hennar fram frá Foss-
vogskapellu 14. aprfl í kyrrþey.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum systranna Ásu Þu-
ríðar Gissurardóttur og Steinunnar
Gissurardóttur sem báðar létust
nýlega.
Jónína Ásgrímsdóttir og Gissur
Sigurðsson, foreldrar Steinunnar
og Ásu Þuríðar, bjuggu lengst af í
Ölfusinu, síðast í Reykjahjáleigu.
Bærinn stóð þar sem Ólfusborgir
eru nú. Þau eignuðust sex börn,
eitt þeirra, Guðmundur, dó á
barnsaldri, en fimm komust til full-
orðinsára. Jónína var kát og gam-
ansöm svo heimilisbragurinn var
léttur. Þau hjónin lögðu mikla alúð
við öll sín störf, bústofninn var lítill
en þau hlúðu að skepnunum af
kostgæfni og bundust þeim jafnvel
tilfinningaböndum. Jónína kenndi
börnum sínum að gleðjast yfir feg-
urð náttúrunnar.
Amma mín, Guðríður, var systir
Jónínu en þær voru úr tuttugu og
tveggja systkina hópi, barna Þuríð-
ar og Ásgríms sem síðast bjuggu á
Gljúfri í Ölfusi. Amma fór ung í
vinnumennsku en átti alltaf athvarf
hjá Jónínu og Gissuri. Þangað leit-
aði hún þegar hún varð barnshaf-
andi og fæddist móðir mín hjá
þeim. Réttur einstæðrar móður var
lítill fyrir nær 90 árum en Gissur
stóð vörð um að ekki væri á henni
brotið og studdi hana dyggilega.
Jónína var móður minni sem
önnur móðir og allar björtustu
minningar mömmu frá uppvaxtar-
árum hennar eru frá heimili Jónínu
og Gissurar og samneyti við börn
þeirra. Þau voru henni sem systk-
ini og hennar nánustu vinir alla tíð.
Jónína og Gissur brugðu búi og
fluttust til Reykjavíkur þegar
börnin fluttu að heiman. Steinunn
og Ása réðust í vist og Steinunn
vann um tlma við afgreiðslustörf.
Þær voru báðar kátar og gamans-
amar svo það var líf og fjör í kring-
um þær. Þær voru afburða verk-
manneskjur og húsbændur þeirra
héldu kunningsskap við þær löngu
eftir að þær voru hættar að vinna
hjá þeim.
Ása giftist Helga Eyleifssyni
sjómanni. Þau eignuðust eina dótt-
ur, Ásbjörgu. Ása og Helgi bjuggu
lengi í litlu húsi á Grettisgötu 32.
Húsið var ekki nema um 30 fm að
grunnfleti og skiptist í eldhús,
stofu og kames inn af stofunni. Úr
eldhúsinu var stigi upp í risið, en
þar voru tvö herbergi. Húsið stóð
við götuna en gengið var inn í það
frá fallegri lóð.
Ása annaðist garðinn sinn af
natni og þar voru blómabeð, stór
reynitré og rifsberjarunnar. Minn-
isstæðastur er mér ilmurinn af
næturfjólunum þegar ég kom að
húsinu á haustkvöldum.
Þar sem er hjartarými þar er
húsrými. Það átti sannarlega við á
heimili þeirra Ásu og Helga. Ég
held að allir frændur og vinir
þeirra utan af landi hafi gengið að
því vísu að geta gist hjá Asu í
kaupstaðarferðum.
Auk þeirra og Ásbjargar bjuggu
Jónina og Gissur, foreldrar Asu,
þar í mörg ár. Guðrún systir Ásu
flutti til hennar og dvaldi þar um
tíma þegar maður hennar veiktist
og þau urðu að bregða búi. Sigur-
björg systir Ásu kom til hennar
þegar hún veiktist af sínu bana-
meini og lá banaleguna í kamesinu
og Ása annaðist hana.
Ég var heimagangur hjá Ásu og
Helga öll mín uppvaxtarár. Við Ás-
björg vorum nær jafnaldra og lék-
um okkur mikið saman. Ég minnist
Þingvallaferða með Ásu, Helga og
Ásbjörgu ásamt Þorgeiri bróður
Ásu og Vilborgu konu hans.
Við fórum í bodybíl og á leiðinni
sungu systkinin gamlar gamanvís-
ur. Svo var tjaldað í Vatnsvík,
Helgi og Þorgeir veiddu í vatninu
en við röltum um staðinn og lékum
okkur. Við keyptum mjólk í Vatns-
koti og Ása og Villa elduðu á prím-
us. _
Ég dvaldi oft sem unglingur um
lengri og skemmri tíma hjá Ásu.
Heimili Ásu var alltaf gullhreint og
mér eru sérstaklega minnisstæðir
hvítskúraðir þröskuldar sem aldrei
mátti sjást á. í minningunni var
Ása alltaf heima, en frændur og
vinir litu inn og fengu kaffisopa.
Ása átti alltaf heimabakað með
kaffinu og við krakkarnir fengum
kakó og kleinur eða pönnukökur.
Ása var kankvís og skemmtileg, af-
ar fróð um menn og málefni og
kunni ógrynni af kvæðum og vís-
um.
Þegar Ásbjörg giftist byrjaði
hún að búa heima hjá foreldrum
sínum og átti sitt fyrsta barn í litla
húsinu við Grettisgötu. Það var
ekki fyrr en von var á öðru barna-
barni að þau stækkuðu við sig hús-
næði og keyptu íbúð við Snorra-
braut þar sem þau Ása og Helgi
bjuggu þar til heilsan gaf sig. Þá
fluttu þau á dvalarheimili aldraðra
sjómanna á Hrafnistu í Reykjavík.
Þar studdu þau hvort annað og var
umhyggja þeirra hvors fyrir öðru
aðdáunarverð. Það var yndislegt að
heimsækja þau þar og finna hvern-
ig þau umvöfðu mann góðvild og
hlýju. Síðast þegar ég kom til Ásu
sagði hún mér fréttir af öllum sín-
um afkomendum og gladdist yfir
því sem vel gekk. Þótt líkamleg
heilsa væri léleg var hugsunin al-
veg skýr. Ása átti bara eina dóttur
en afkomendurnir voru orðnir ell-
efu og hún átti næga ást fyrir þau
öll. Gæfa þeirra og gleði var henn-
ar gleði.
Steinunn giftist Guðmundi Jóns-
syni frá Hvammi í Landsveit og
hófu þau búskap þar. Þau eignuð-
ust tvo syni, Jón og Þóri. Hvamm-
ur stendur á mjög fögrum stað
undir Skarðsfjalli. Þar bjuggu þá
a.m.k. fjórar fjölskyldur. I fram-
bænum bjuggu feðgarnir Eyjólfur
og Ágúst og í norðurbænum bræð-
umir Guðmundur og Ásgeir, en
Ásgeir var giftur Sigurbjörgu syst-
ur Steinunnar. Þá bjó Guðrún syst-
ir þeirra á Minnivöllum í sömu
sveit.
Systrunum var mikils virði að '
búa svona nálægt hver annarri,
enda voru þær mjög samrýndar.
Ég var í sumardvöl hjá Steinku
og Mumma þegar ég var sjö ára og
naut þar öryggis og hlýju. Það er
ævintýraljómi yfir minningunum
frá Hvammi.
Hænsnakofarnir voru rétt ofan
við bæinn, maður vaknaði við hana-
gal og skrautlegar hænurnar
gengu um í túninu. Ég minnist
þess að þegar Steinka skokkaði
léttstíg upp að hænsnakofa að gefa
pútunum eltu þær hana og ung-
arnir ráku lestina. í fjósinu var
Steinka í essinu sínu, hún klappaði
og strauk kúnum og talaði við þær
áður en hún fór að mjólka þæi^
Steinunn og Guðmundur voru
bændur af lífi og sál, en þegar syn-
irnir voru fluttir til Reykjavíkur
var þeim meira virð; að vera ná-
lægt þeim og þau brugðu því búi.
Þegar Steinunn og Guðmundur
höfðu keypt sér hús og komið sér
fyrir tóku þau Jónínu og Gissur,
foreldra Steinunnar, til sín. Hún
annaðist þau þar til þau létust í
hárri elli og hjúkraði þeim í bana-
legu þeirra. Steinunn var mjög fé-
lagslynd og skemmtileg, hún
þatt í felagsstarfi aldraðra og
rækti vel vináttu við frændfólk sitt
og gamla vini. Það var mjög gott
að koma til hennar, ekki síst með
börn, því hún var barngóð og gaf
sér tíma til að ræða við þau ekki
síður en þá fullorðnu. Þess nutu
dætur mínar og barnaböm, sem
eiga skemmtilegar minningar frá
samneyti við Steinku. Ekki var
síðra að fá Steinku frænku í heim-
sókn. Hún var létt á fæti, hafði
óvenju fallegar hreyfingar, bar sig
vel og hafði mikla útgeislun. Stein-
unn reyndist fjölskyldu minni afar
vel. Hún gladdist með okkur á
gleðistundum og þegar sorgin
barði að dyrum var hún alltaf til
staðar þar sem hún gat orðið á&~
liði. Steinka var svo heppin að
halda góðri heilsu fram yfir nírætt
og gat því fylgst með barnabörnum
sínum og barnabarnabömum og
veitti það henni mikla gleði.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
samleið með þeim systmm Stein-
unni og Ásu Þuríði og þakka þeim
af einlægni fyrir samveruna.
Helga Karlsdóttir.
SÖLSTEINAR við Nýbýlaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
UTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útf ararþ j ónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einarsson
útfararstjórij
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfamrstjóri.
<s
Baldur
Frederikseti
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
j