Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Baráttumaður fyrir réttindum kúgaðra stéttleysingja á Indlandi Stj órnvöld og fj ölmiðl ar hundsa gagnrýni Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og dr. Raman Sridhar á blaðamannafundi í Kirkjuhúsinu í Reykjavík í gær. GRUNDVOLLUR samfélagsins á Indlandi er enn sem fyrr erfðastétt- skipting hindúatrúarinnar og traðk- að er á þeim sem ekki teljast til neinnar stéttar, hinum ósnertanlegu stéttleysingjum eða dalítum, að sögn dr. Ramans Sridhars, læknis og bar- áttumanns fyrir mannréttindum dal- íta, á blaðamannafundi hjá Hjálpar- starfi kirkjunnar í gær. Hann segir að í landinu sé í reynd rekin aðskiln- aðarstefna og stjórnvöld og helstu fjölmiðlar séu samtaka um að þegja um herfilegt hlutskipti dalíta, sem eru um 200 milljónir eða fimmtungur landsmanna. Gagm-ýni sé svarað með grafarþögn. Dalítar séu að jafn- aði blásnauðir, hafi lítil sem engin raunveruleg áhrif í stjórnmálum, sé meinað að kjósa eða tryggt með belli- brögðum að úr röðum þeirra séu að- eins kosin þæg verkfæri ráðandi stétta. Svo langt sé gengið í að niður- lægja dalíta að þeir megi oft ekki jarðsetja látna ættingja. Sjálfur er Sridhar dalíti í föðurætt sem er sjaldgæft vegna þess hve samskipti æðri stéttanna eru yfirleitt sáralítil við stéttleysingja. Hann seg- ir að ef fólk efist um að stéttskipting- in sé enn ráðandi í hugsunarhætti Indverja sé nóg að líta á einkamála- dálka blaðanna. „Þar er alltaf nefnt strax í upphafi af hvaða stétt viðkom- andi sé, önnur atriði eru neðar í for- gangsröðinni.“ Gandhi og réttindi dalíta Sridhar er spurður hvernig standi á því að tiltölulega lítið sé fjallað um þessar skuggahliðar indversks sam- félags á Vesturlöndum. Hann svarar því til að þótt krytur geti verið milli stéttanna fimm, sem myndi samfé- lagið, séu þær einhuga um að hindra að stéttleysingjarnir komist til nokk- urra áhrifa. Hann minnir á að sjálf- stæðishetja Indverja, Mahatma Gandhi, sem á Vesturlöndum sé tal- inn hafa verið hálfgerður dýrlingur, hafi verið eindreginn stuðningsmað- ur erfðastéttakerfisins. Hafi Gandhi beitt sér gegn því að áhrif dalíta á þingi yrðu tryggð með því að þeir kysu sér sérstaka þingfulltrúa úr eigin röðum í samræmi við hlutfall meðal kjósenda en þannig hefði verið hægt að bæta aldagamla stöðu þeirra sem þjakaðs minnihlutahóps. Vissulega hafi samsteypustjóm gert dalítann Kocheril Raman Nara- yanan að forseta fyrir nokkrum ár- um en embættið sé valdalaust og þegar hann hafi reynt að beita áhrif- um sínum hafi þing, ríkisstjórn og öflugustu fjölmiðlar einfaldlega virt hann að vettugi. „Eg get nefnt sem dæmi að eitt sinn var lagður fyrir hann listi yfir nýja dómara sem hann átti að stað- festa með undirritun sinni. Forsetinn vildi að fleiri konur yrðu á listanum en þá var bara sagt að hann færi með tóma vitleysu. Nýlega sagði hann í ræðu, og hefði einhvers staðar þótt saga til næsta bæjar, að það væri daglegur viðburð- ur í þorpum og bæjum Indlands og talið eðlilegt að konur úr röðum dal- íta væru klæddar úr hverri spjör og þeim síðan nauðgað. En fjölmiðlarnir sögðu ekkert frá þessum ummælum, þögðu þau í hel. En staðreyndin er að þetta er satt og dalítar eru rændir og jafnvel myrtir unnvörpum án þess að lög- reglan skipti sér af því. Og það er kaldhæðnislegt að hindúamir skuh nauðga konum sem samkvæmt trúarsetningunum eru óhreinar og útskúfaðar, líkamleg samskipti við þær menga þann sem það gerir. Dómari, sem átti að úrskurða í máli dalítakonu, sem hópur lögreglu- manna hafði nauðgað, og félagsráð- gjafa, sem var tekinn sömu fantatök- um, notaði þá röksemd að þar sem lögreglumennimir væm hindúar gæti þetta ekki hafa gerst. Mennirn- ir hefðu ekki getað hagað sé þannig vegna þess að þeir hefðu þá um leið saurgað sig sjálfa!“ Þagað um vandann En hver em viðbrögð stjórnvalda í Nýju-Delhí við frásögnum hans og annarra talsmanna stéttleysingja í erlendum fjölmiðlum? „Stefnan er sú að hundsa vandann með öllu og þess vegna láta indversk stjórnvöld slíka gagnrýni ávallt sem vind um eyrun þjóta. Þau hafa kom- ist upp með þetta lengi og hafa í þessu sýnt mikil klókindi." Sridhar er staddur hér á landi í boði Hjálparstarfs kirkjunnar en hann starfar fyrir samtökin Social Action Movement, SAM, og heldur fyrirlestur um málefni dalíta í Korn- hlöðunni á morgun klukkan 16:15. Hann er yfirmaður fjölmiðlamið- stöðvar SAM, Dalit Media Network, en einnig sjálfstætt starfandi blaða- maður og kvikmyndagerðarmaður. Hafa greinar eftir hann birst í fjöl- miðlum á borð við Time og Inter- national Herald Tribune en illa geng- ur að fá indverska fjölmiðla til að birta þær. SAM hefur aðalstöðvar í Madras og hefur meðal annars beitt sér fyrir því að stofnuð séu verkalýðsfélög í hefðbundnum atvinnugreinum dahta er annast að jafnaði erfiða og óþrifa- lega vinnu. Olæsi er enn um 50% á Indlandi og meðal dalíta er það ríkj- andi, liklega um 99%, að sögn Sridh- ars og hafa samtökin stutt börn og fullorðna til mennta. Mikið er um að dalítabörn séu í ánauð og samtökin hafa skipulagt svonefnt Þrælabarna- verkefni sem Hjálparstarf kirkjunn- ar hefur safnað fyrir undanfamar vikur. Stofnunin hefur nú stutt SAM um 12 ára skeið og að sögn fram- kvæmdastjóra þess, Jónasar Þóris- sonar, hefur verið rætt við Ara Skúlason, hagfræðing Alþýðusam- bands íslands, um að taka réttinda- mál dalíta upp á vettvangi alþjóða- samstarfs verkalýðsfélaga. Sridhar segir aðspurður að vest- ræn stórfyrirtæki, sem fjárfesta á Indlandi, ættu að beita sér fyrir fé- lagslegum réttindum og starfsþjálf- un dalíta, jafnvel þótt þau mæti þá andstöðu af hálfu háttsettra hindúa. Þetta hafi fyrirtæki á borð við Ford og Coca Cola ekki gert en auka þurfi þrýsting á stórfyrirtæki um að þau taki tillit til félagslegra aðstæðna í þriðja heiminum og reyni eftir megni að efla mannréttindi. Sridhar segist ekki hafa ástæðu til að vera bjartsýnn um að úr rætist. Sér virðist sem vestrænar þjóðir hafi yfirleitt meiri áhuga á að hagnast á viðskiptum við millistéttina á Ind- landi og notfæra sér lág vinnulaun en bæta kjör hinna útskúfuðu. Forseti íslands fer í opinbera heimsókn til Indlands í október. Ætti hann að ræða þar opinskátt um hlut- skipti dalíta, t.d. í beinni sjónvarps- sendingu? „Mér er ljóst að forseti íslands verður að taka tillit til hefða og reglna í milliríkjasamskiptum en ég vænti þess að hann segi við ind- verska ráðamenn: Þið ættuð að binda enda á neyðina, kúgunina og misrétt- ið sem nú er hlutskipti dalíta." Tveggja ára skilorð fyrir líkamsárás TVÍTUGUR karlmaður hefur í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 40 daga fangelsi fyrir lík- amsárás, en dómurinn var skilorðs- bundinn til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í nóvembermánuði á liðnu ári skallað jafnaldra sinn í andlitið á skemmtistaðnum Venusi á Akureyri með þeim afleiðingum að tvær tenn- ur gengu inn og niður úr tannholun- um auk þess sem hann hlaut bólgur og sár. Játaði maðurinn greiðlega þann verknað sem honum var gefinn að sök. Hefur maðurinn frá 18 ára aldri 5 sinnum hlotið refsingu, m.a. vegna umferðarlagabrots og brota gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf, síðast í febrúarmánuði síðastliðnum. Refs- ing hans nú þótti því hæfilega ákveð- in 40 daga fangelsi, en rétt þótti að fresta fullnustu refsingar og verður hún látin niður falla að tveimur árum liðnum haldi hann almennt skilorð þann tíma. Maðurinn var dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. -----HH-------- Kærð fyrir að titla sig sem næringar- ráðgjafa MATVÆLA- og næringarfræðifélag íslands hefur kært konu til Land- læknisembættisins fyrir að auglýsa sig sem næringarráðgjafa, en félagið telur að hún hafi ekki tilskilin rétt- indi til að nota þann starfstitil. Samkvæmt upplýsingum frá Mat- væla- og næringarfræðifélaginu mega þeir einir kalla sig næringar- ráðgjafa eða næringarfræðinga, sem lokið hafi námi og þjálfun í þeim fræðum. Félagið hefði farið þess á leit við konuna að hún láti af notkun starfsheitisins, en að hún hefði ekki sinnt þeim tilmælum og því hefði verið ákveðið að kæra hana. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að leitað hafi verið skýringa konunnar og málið verði skoðað. Konan væri ekki á skrá yfir næringarráðgjafa á Islandi. Landspítali - háskólasjúkrahús Ráðið í þrjár fram- k v æ m d a stj ó ra st ö ð u r INGIBJORG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu stjórnar Landspítala - há- skólasjúkrahúss að Anna Stefánsdóttir verði ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar eða hjúkrunarfor- stjóri, Gísli Einarsson verði framkvæmdastjóri kennslu og fræða og Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga eða lækningafor- stjóri. Anna Stefánsdóttir var áður hjúkrunarforstjóri Landspítala. Hún lauk námi frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1968, framhaldsnámi í gjörgæslu- hjúkrun í Edinborg árið 1975 og M.Sc.-gráðu í hjúkrunarstjórnun frá háskólanum í Edinborg ár- ið 1988. Hún varð hjúkrunarframkvæmdastjóri á handlækningasviði spítalans árið 1984 og hjúkrun- arforstjóri 1995. Auk hennar sóttu um stöðuna Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Sæmundur Knútsson viðskiptafræðingur. Gísli Einarsson hefur verið yfirlæknir endur- hæfingar- og hæfingardeildar Landspítalans. Hann lauk læknaprófi frá Gautaborgarháskóla ár- ið 1976 og doktorsprófi þaðan 1990. Arið 1982 lauk Gísli framhaldsnámi í almennum skurðlækningum í Svíþjóð og framhaldsnámi í endurhæfingarlækn- ingum þar árið 1986. Hann hefur starfað sem end- urhæfingarlæknir á Borgarspítalanum, hjá Heilsuhæli NLFI, Reykjalundi og frá árinu 1994 verið yfirlæknir á endurhæfingar- og hæfíngar- deild Landspítalans. Auk Gísla sóttu um stöðuna Auðna Ágústsdóttir hjúkrunarfræðingur, Eríkur Örn Arnarson sálfræðingur, Gísli Ragnarsson að- stoðarskólameistari, Helga Bragadóttir hjúkrun- arfræðingur, Ólöf Sigurðardóttir læknir og Steinn Jónsson læknir. Jóhannes M. Gunnarsson var lækningaforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla Islands árið 1973 og ameríska lækna- prófinu sama ár. Hann stundaði sérfræðinám í al- mennum skurðlækningum í Örebro í Svíþjóð 1977 til 1982 og starfaði eftir það fyrst í Svíþjóð og síðar á Borgarspítalanum þar sem hann var yfirlæknir. Hann hefur verið lækningaforstjóri frá árinu 1995. Um stöðuna sóttu auk hans læknarnir Birgir Guðjónsson, Birgir Jakobsson, Bjarni Valtýsson, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Kristján Sigurðsson, Þorvaldur Ingvarsson og Þórarinn Gíslason. Erfítt val milli hæfra einstaklinga Stjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur að undanförnu unnið að ráðningu fimm fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar, samkvæmt nýju skipuriti hennar. Tveir þeirra, sem ráðn- ir voru fyrir nokkru, eru teknir til starfa: Anna Lilja Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga og Ingólfur Þórisson framkvæmdastjóri tækni og eigna. í frétt frá stjórninni segir að við ráðningu í stöður framkvæmdastjóra hafi stjórnin staðið frammi fyrir erfiðu vali milli margra hæfra einstaklinga. „Nýrrar framkvæmdastjórnar bíða mörg verkefni við mótun öflugs háskólasjúkrahúss. Miklu skiptir að framkvæmdastjórnin verði samhent og þeir sem í henni sitja veiti nauð- synlega leiðsögn í uppbyggingarstarfinu og virki hugvit og þrótt starfsmanna spítalans. Nýir framkvæmdastjórar eru valdir eftir vandaðan undirbúning þar sem vegnar hafa verið saman umsagnir matsnefnda og mat stjórnar spítalans. Til þess að kynnast sem best skoðunum og stefnumiðum umsækjenda voru þeir allir teknir til ítarlegs viðtals af stjórnarmönnum og forstjóra. Rætt var aftur við þá umsækjendur sem helst þóttu koma til greina í viðkomandi starf til að fá enn betur fram viðhorf þeirra.“ Stofnfundur Landspítala í dag ÁRS- og stofnfundur Landspít- ala - háskólasjúkrahúss verður haldinn í Borgarleikhúsinu í dag og hefst hann klukkan 16. Spítal- inn og heilbrigðis- og trygginga- málai'áðuneytið standa sameig- inlega að fundinum. Ávörp flytja Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra, Guð- ný Sverrisdóttir, formaður stjórnarnefndar spítalans, Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala, og Einar Oddsson, formaður sameiginlegs starfs- mannaráðs spítalans. Kynnir og sögumaður verður Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Auk ávarpanna verðui; flutt tónlist og koma fram Ólafur Kjartan Sigurðsson og Six-Pack Latino sem Jó- hanna Þórhallsdóttir stýrir. Einnig kemur Landspítalakór- inn fram en til hans er sérstak- lega stofnað vegna fundarins. Einnig mun Steinunn Sigurðar- dóttir rithöfundur ávarpa fund- argesti og lesa upp. Fundurinn byrjar klukkan 16 og er áætlað að honum ljúki um klukkan 17:30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.