Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 1 3 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda Meira en 2000 hugmyndir bárust Morgunblaðið/Amaldur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhendir verð- iaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda við athöfn í Gerðubergi. Reykjavtk NÝSKÖPUNARKEPPNI grunnskólanemenda var hald- in nú i vor í nýunda sinn og hefur þátttaka aldrei verið jafn mikil. Meira en 2000 hug- myndir bárust frá nemendum úr um 60 skólum, en til saman- burðar má geta þess að fyrsta árið sem keppnin var haldin bárust alls 75 hugmyndir. Úrslit voru kynnt í keppn- inni um helgina og voru veitt þrenn verðlaun í tveimur flokkum, annars vegar fyrir bestu uppfinningarnar og hins vegar fyrir besta útlit og formhönnun. Gelpúðar, skógrind, kart- öfluholari og vinstri handar hjálp Fyrstu verðlaun fyrir bestu uppfinningu hlaut Arni Þór Finnsson, 12 ára nemandi úr Hjallaskóla, fyrir gelpúða, sem eru hnjáhlífar fylltar sílí- koni. Önnur verðlaun hlaut Lilja Karen Þrastardóttir, tíu ára nemandi úr Hamraskóla, fyrir skógrind sem er þannig úr garði gerð að hún leggst auðveldlega saman og tekur lítið sem ekkert pláss þegar hún er ekki í notkun. Tvær uppfinningar fengu þriðju verðlaun. Annars vegar kart- öfluholai-i Önnu Margrétar Sigurðardóttur, 14 ára nem- anda úr Kópavogsskóla, sem er kassi með átta keilulaga stöngum sem búa til holur þegar þeim er þrýst niður í mold. Þannig býr eitt handtak til átta holur. Hins vegar Vinstri handar hjálp, sem er uppfinning þeirra Elísabetar Agnar Jóhannsdóttur og Berglindar Sunnu Stefáns- dóttur, 11 ára nemenda úr Lækjarskóla. Vinstri handar hjálpin er armband með kúlu sem rennur eins og hjól og er ætlað örvhentum þegar þeir ei-u að skrifa. Kúlan lyftir höndinni frá blaðinu og hindr- ar að hún dragist eftir því og klessi það sem búið er að skrifa. Túnhlið, orgelpíanóbekk- ur og skeiðastoppari Fyrstu verðlaun fyrir besta útlit og formhönnun hlaut Hákon G. Þorvaldsson, 12 ára nemandi úr Andakilsskóla, fyrir túnhlið með strekkjara. Túnhliðið er búið tannhjóli sem sett er milli túnhliða þannig að auðveldara sé að loka þeim. Önnur verðlaun hlaut Birkir Örvarsson, 11 ára nemandi úr Laugamesskóla, fyrir orgelpíanóbekk, sem er þannig úr garði gerður að ofan á hefðbundinn orgelbekk hef- ur verið sett sæti á hjólum til að orgelleikarinn eigi auðveld- ara með að leika með á pedal- ana með fótunum. Þriðju verðlaun hlaut Thehna Rún Sigfúsdóttir, 14 ára nemandi úr Öldutúnsskóla, fyrir skeiðastopparann sem er lítill hanki sem settur er á skeið til að koma í veg fyrir að hún renni til dæmis ofan í skál eða krukku. Vorhátíðir í Háteigs- og Langholtsskóla VORHÁTÍÐIR voru haldnar í nokkrum grunnskólum borgarinnar um helgina, m.a. í Háteigs- og Langholtsskóla á laugardaginn, en tilgangur slíkra hátíða er að efla sam- skipti og samveru foreldra og nemenda og skapa vettvang þar sem allir geta fundið ein- hverja skemmtun við hæfi. Ema Sveinbjarnardóttir, skólastjóri Langholtsskóla, sagði að það væri hefð fyrir því í Langholtsskóla að for- eldrafélagið stæði fyrir vor- hátíð í byrjun maí á hverju ári. Hún sagði að mjög vel hefði tekist til að þessu sinni. „Þetta var mjög góður dagur, sagði Erna. „Við mun- um ekki eftir öðmm eins mannfjölda og þarna var og allt gekk samkvæmt áætlun.“ Erna sagði að vorhátíðin nú hefði verið svolítið lituð af menningarárinu, en í allan vetur hafa listamenn unnið með nemendum skólans. Á hátíðinni var m.a. glerlista- verk, sem 10 til 12 ára nem- endur unnu í samvinnu við Jónas Braga, afhjúpað, en það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem gerði það. Þá vora einnig frumflutt tvö tónverk sem elstu nemendur skólans sömdu í samvinnu við Hilmar Þórðarson tónlistarmann. Að sögn Emu var, auk þessa, boðið upp á ýmis skemmtiatriði. Hestar voru á lóðinni og 8. og 9. bekkur Morgunblaaið/Kristinn Nemendur í Langholtsskóla syngja fyrir gesti vorhátíðar. Mikið var um að vera í Háteigsskóla á laugardaginn en þá var haldin vorhátíð í skólanum, þar sem nemendur og for- eldrar skemmtu sér saman. bakaði pönnukökur handa gestum og gangandi. f Háteigsskóla tókst hátíð- in einnig mjög vel. Þar hafði hver bekkur ákveðið hlut- verk, t.d. sá 1. bekkur um að skipuleggja sígilda vor- og sumarleiki s.s. teygju-tvist, snú-snú og parís, 3. bekkur annaðist blöðrasöhi og fékk lögregluna til að skoða reið- hjól nemenda og 7. bekkur sá um flóamarkaðinn, þar sem hægt var að finna ýmiskonar dót og fatnað. Nemendur Háteigsskóla sýndu einnig atriði úr leikrit- inu „Gullna hliðinú' og nokkrar stelpur sýndu fram- saminn dans. Reykjavík . Morgunblaðið/Golli Arni Þór Finnsson, 12 ára nemandi úr Hjallaskóla, hlaut verðlaun fyrir bestu uppfinninguna. Gelpúðar fyrir þá sem eru mikið á hnjánum ÁRNI Þór Finnsson, 12 ára nemandi úr Hjallaskóla, hlaut fyrstu verðlaun fyrir bestu uppfinninguna í Ný- sköpunarkeppni grunnskóla- nemenda, en hann fann upp gelpúða, sem eruhnjáhlífar fylRar silíkoni. Árni Þór segir gelpúðana ætlaða þeim sem þurfa að kijúpa mikið við vinnu sína. „Þetta er púði sem er fest- ur utan um hnén og ég hugs- aði þetta fyrir þá sem eru mikið á hnjánum; til dæmis byggingamenn, múrara og dúkalagningamenn." Hann segir púðana fyrirferðalitla og að tilgangur þeirra sé að hlífa hnjánum þannig að fólk þreytist síður við vinnu sína. Var að segja konunni sinni hvað honum væri illtíhnjánum Árni Þór var á leiðinni á fótboltaæfingu þegar hann fékk hugmyndina að gelpúð- unum. „Ég sá mann sem var að gróðursetja tré. Hann var að tala við konuna sína og segja hvað honum væri illt í hnján- um. Þá datt mér í hug að það væri hægt að búa til ein- hveija rnjúka hlíf fyrir hnén og þar sem gelið er mjög mjúkt fannst mér það tilvalið efni.“ Það kom Árna Þór mjög á óvart að hann skyldi fá fyrstu verðlaun, en hann segist ekki hafa hugsað sér að verða uppfinningamaður að at- vinnu. Hann segist ekki búinn að ákveða hvað hann ætli að vinna við í framtíðinni en vill gjarnan halda áfram að finna upp hluti í frístundum sínum. „Það væri alveg gaman að finna upp hluti ef maður þyrfti ekki að hafa neitt sér- staklega mikið fyrir því. Ég held að það sé nefnilega ekki skemmtilegt að siija allan daginn við skrifborðið og reyna að finna eitthvað upp, “ segir Árni Þór. Morgunblaðið/Kristinn Auður Brynjólfsdóttir og Daníel Brynjólfsson skoða sýn- ingu yngstu barnanna í Hvaleyrarskóla. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Foreldrafélag Vfðistaðaskóla bauð gestum upp á grillaðar pylsur og gos á afmælishátíðinni. Afmæli hafnfirskra skóla Hafnarfjördur AFMÆLISHÁTÍÐIR vora haldnar í tveimur skólum í Hafnarfirði um helgina. Hald- ið var upp á 30 ára afmæli Víðistaðaskóla og 10 ára af- mæli Hvaleyrarskóla. Afmælishátíðin í Víðistaða- skóla hófst klukkan 11 á laug- ardagsmorgun með fánahyll- ingu og leik Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Leiktæki voru á skólalóðinni t.d. hoppkastali og stór rennibraut auk þess sem boðið var upp á stuttar hestaferðir sem börnin kunnu vel að meta. Sigurður Björg- vinsson, skólastjóri Víðistaða- skóla, sagði í samtali við Morgunblaðið að hátíðarhöld- in hefðu tekist mjög vel. „Þetta tókst alveg stórkost- lega, sagði Sigurður. „Ég veit ekki alveg hvað það komu margir en skólinn var troð- fullur af fólki þegar mest var og jdlr þúsund pylsur vora grillaðar. Þá fengum við blómasendingar og góðar kveðjur frá öðrum skólum, bæjaryfirvöldum og fyrir- tækjum hér í bænum.“ Sig- urður sagði að foreldrafélagið hefði staðið að hátíðinni með skólayfirvöldum og að sam- 8131410 hefði gengið mjög vel en það voru foreldrarnir sem buðu upp á grillaðar pylsur og gos. I íþróttahúsi skólans var haldin menningarvaka og gat þar að líta ýmislegt forvitni- legt, t.d. verkefni sem börnin höfðu unnið í vetur, mynd- bandsupptökur frá ýmsum at- burðum í skólalífinu á liðnum áram vora sýndar, sem og myndir af öllum nemendum 1. bekkjar skólans frá upphafi. Vegleg listgreinasýning Sigurður sagði að i tilefni afmælisins hefði skólinn gefið út veglegt afmælisblað sem dreift hefði verið inn á hvert heimili í skólahverfinu. Hann sagði að í blaðinu væri að finna brot úr sögu skólans sem og ljóð og greinar eftir nemendur Á Hvaleyrarholtinu var önnur afmælishátíð en þar héldu nemendur upp á 10 ára afmæli Hvaleyrarskóla. Skól- inn er töluvert yngri en Víði- staðaskóli enda staðsettur í tiltölulega nýbyggðu hverfi. Skólinn hefur hinsvegar stækkað ört, en haustið 1990 voru 140 nemendur í 9 bekkj- ardeildum í skólanum saman- borið við 540 nemendur í 27 bekkjardeildum nú. Skólinn varð heildstæður grannskóli árið 1996 með nemendur í 1- 10. bekk og er því verið að út- skrifa nemendur úr skólanum í fimmta skiptið. Afmælishótíð skólans, sem stóð í tvo daga, hófst á föstu- daginn með ávarpi Helgu Friðfinndóttur skólastjóra. Vegleg listgreinasýning var sett upp í miðrými skólans og einnig var hægt að sjá sýnis- horn af vinnu nemenda í heimastofum þeirra. Þá sýndu nemendur leikþætti á sviði skólans og tónlistaratriði. Boðið var upp á afmælistertu og kaffi og fulltrúi foreldra af- henti skólanum gjöf frá for- eldrafélaginu. Helga sagði að það hefði verið einkar höfð- ingleg gjöf, en skólanum var gefinn örbylgjuofn, sem á að nýtast nemendum,og gjafa- bréf fyrir leiktæki á skólalóð- ina. Helga sagðist vera mjög ánægð með það hvernig til hefði tekist. „Þetta tókst lveg ljómandi vel,“ sagði Helga. „í raun hefði þetta varla getað tekist mikið betur. Það viðraði vel á okkur, börnin tóku virkan þátt í hátíðarhaldinu og for- eldrarnir virtust mjög ánægð- ir með það hvemig til tókst.“ Helga sagði að líklega hefðu rámlega 1.000 manns komið á afmælishátíðina, en allir gestirnir voru látnir skrifa nafn sitt með tússpenna á lítinn trékubb og vora kubb- arnir síðan límdir saman og mynda nú rámlega tveggja metra háa vörðu í skólanum. Helga sagði þetta vera mjög skemmtilega gestabók, sem ætlunin væri að lakka og varðveita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.