Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sameining Is- landsbanka og FBA samþykkt Hluthafafundir íslandsbanka og FBA sam- þykktu sameiningu bankanna í gær. Að þeim loknum var fyrsti hluthafafundur hins -----------------------------------------------------------------7--------------------------------------------------------------------------- sameinaða banka, Islandsbanka-FBA hf. haldinn. Guðrun Hálfdánardóttir og Steingerður Olafsdóttir sátu fundina. Morgunblaöið/Ásdís FYRIRLIGGJANDI samrunaáætl- un og samþykktir fyrir hið nýja félag Íslandsbanka-FBA hf. voru sam- þykktar á hluthafafundum beggja banka í gær. Á hluthafafundi Fjár- festingarbanka atvinnulífsins sem haldinn var fyrir hluthafafund í ís- landsbanka-FBA hf. var mætt fyrir 79,55% atkvæða, einn hluthafi, full- trúi um 300 þúsund atkvæða af 6,3 milljörðum, greiddi atkvæði á móti sameiningunni. Sameining íslands- banka við Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins var samþykkt einróma á hluthafafundi íslandsbanka en full- trúar eiganda 67% atkvæða voru á fundinum. Eins og fram hefur komið verður heildarhlutafé í nýjum banka 10 millj- arðar króna, samkvæmt samruna- áætlun. Hluthafar í íslandsbanka fá 51% í nýju félagi og hluthafar FBA 49%. Hluthafar í FBA fá hlutabréf að nafnverði 4.900 milljónir króna fyrir allt hlutafé sitt að nafnyerði 6.371,5 milljónir og hluthafar í íslandsbanka hf. fá hlutabréf að nafnverði 5.100 milljónir fyrir allt hlutafé sitt að nafn- verði 3.851,5 milljónir. Valur Valsson, annar forstjóra ís- landsbanka-FBA hf., segir að það gleðji sig óneitanlega að sameiningin hafi notið jafn eindregins stuðnings og raun bar vitni á hluthafafundum bankanna og það sé mikill styrkur fólginn í því fyrir stjórnendur hins sameinaða banka að finna það að hluthafarnir standi við bakið á þeim. Þann 30. mars var tilkynnt til Verðbréfaþings fslands að íslands- banki og FBA ættu í óformlegum sameiningarviðræðum. Að kvöldi annars aprO náðu bankaráð bank- anna samkomulagi um sameiningu bankanna tveggja og 2. júní tekur sameining bankanna formlega gildi. Að sögn Vals verður ferlinu lokið jafn hratt og það hófst og þann 2. júní verði sameining orðin að veruleika og allir starfsmenn komnir á sínar starfsstöðvar. „Það verður býsna þröngt setinn bekkurinn víða á Kirkjusandi en starfsmenn bankanna hafa almennt tekið þessum tilfærsl- um mjög vel. Þetta þýðir hins vegar að ekki verður auðvelt að fjölga starfsmönnum bankans á næstunni en það þyrfti frekar að fjölga starfs- fólki en fækka við sameininguna. Eins verður engin breyting á úti- búaneti bankans," segir Valur. Aðspurður segir Valur að augljóst sé að það hafi haft áhrif á fundarsókn að kjósa þurfti til bankaráðs þar sem átta frambpð hefðu borist í sjö manna bankaráð Íslandsbanka-FBA en það hafi ekki breytt afstöðu hluthafa til sameiningarinnar. Stór áf angi í ísf enskri fjármálasögu Bjarni Armannsson, annar for- stjóra Íslandsbanka-FBA hf., segist í samtali við Morgunblaðið fyrst og fremst ánægður með hversu margir hluthafar sóttu fundi félaganna og samþykktu samrunann. „Samþykkt samrunans er afskaplega stór áfangi í íslenskri fjármálasögu og ég held að þetta sé heillaspor fyrir hluthafa bankanna beggja, starfsfólk og við- sMptavini." Hann segist sannfærður um að sátt ríki um nýja stjórn íslands- banka-FB A hf. og þakkar bankaráðs- mönnum stórhug og mikla vinnu við samrunann. Stefnt er að því að stærstur hluti starfsemi FBA verði fluttur í næstu viku og flutningum verði að fullu lokið í byrjun júní. Aðspurður segir Bjarni að EVA- greiningin, sem m.a. tengir laun starfsmanna við afkomu fyrirtækis- ins, og notuð hefur verið hjá FBA leggist sjálfkrafa niður þar sem fé- lagið hefur verið lagt niður. Ekki sé Ijóst hvort sama kerfi verði notað hjá sameinuðum banka, en einhvers kon- Kynningarfundur um rafrænar undirskriftir Iðnaðar- og viöskiptaráðuneyti heldur kynningarfundum rafrænar undirskriftir í Borgartúni 6, miðvikudaginn 17. maí kl. 15:00. Dagskrá: Inngangur: iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir; Rafrænar undirskriftir: Gunnar Jónsson, formaður nefndar um rafrænar undirskriftir; Frumvarp um rafrænar undirskriftir: Birgir Már Ragnarsson, lögfræðingur. Umræður og fyrirspurnir. Samantekt: Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri. Fundurinn er öllum opinn. Drög að frumvarpi um rafrænar undirskriftir er að finna á vef ráðuneytanna: www.stjr.is/ivr undir „Nýtt efni". Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Frá hluthafafundi Fjárfestingarbanka atvinnulífsúis sem haldinn var f gær. 111 ul i bankaráðsmanna Islandsbanka á hluthafafundi bankans í gær. Einar Sveinsson, Guðmundur H. Garðarsson, Haraldur Sumarliðason, Helgi Magnússon og Orri Vigfússon. Frá hiuthafafundi Islandsbanka-FBA hf. í gær. Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs, Eyjólfur Sveinsson varaformaður, Bjarni Ármannsson og Valur Valsson, forstjórar sameinaðs banka. að markaðsvirði tæpir 56 milljarðar króna. „Eigið fé verður yfir 18 miHJ- arðar króna og eiginfjárhlutfallið verður í heild 11,2%, sem er mjög sterkt. Heildareignir eru um 226 milljarðar og fjármunir í vörslu um 93 milljarðar. Bankinn verður lang- stærsti lánveitandinn til íslensks at- vinnulífs og næststærstur í lánum til einstaklinga. Hann verður leiðandi á fjármagnsmarkaðinum og mun gegna lykilhlutverki á verðbréfa- og gjaldeyrismarkaði. Markaðshlut- deild bankans verður á bilinu 20-45%. Hann verður nær alls staðar leiðandi en hvergi yfirgnæfandi." Stærri fy rirtæki kalla á stærri banka Kristján Ragnarsson, stjórnarfor- maður íslandsbanka sagði í erindi sínu á hluthafafundi bankans í gær að mörg rök hnigju að því að fækka bönkum á íslandi og þar með stækka þá. „Breytt sparnaðarmynstur al- mennings kallar á heildarþjónustu með breytt þjónustuval. Fyrirtæki eru að stækka og það kallar á stærri banka til að geta veitt þeim sam- keppnishæfa fjármálaþjónustu. Sam- keppni fer harðnandi í alþjóðlegu um- hverfi og sívaxandi þörf er fyrir fjárfestingar í upplýsingatækni. Allt þetta kallar á að íslenskir bankar, sem eru mjög smáir í alþjóðlegu sam- hengi, snúi bökum saman." Að sögn Kristjáns hefur hann ítrekað lýst þeirri skoðun bankaráðs á aðalfundum íslandsbanka að þörf væri á uppstokkun í íslenska banka- kerfinu og að íslandsbanki væri reiðubúinn til að taka þátt í henni. „Við höfum bent á ýmsa aðra kosti en þó fyrst og fremst sameiningu við aðra viðskiptabanka. Reynsla okkar við sameiningu fjögurra banka í einn með stofnun íslandsbanka sýndi að hægt er með sameiningu viðskipta- banka að ná verulegri hagræðingu í rekstri, fyrst og fremst í útibúanet- inu. Við höfum oft rætt þessi mál við stjórnvöld, enda ríkið langstærsti hluthafinn í Landsbanka og Búnaðar- banka. Þótt margir ráðherrar hefðu skilning á málinu var þó orðið Ijóst á fyrstu mánuðum þessa árs að áhugi stjórnvalda fyrir sameiningu við- skiptabanka var ekM mikill og málið gæti dregist um ófyrirsjáanlegan tína. I þessari stöðu var því ástæða til að horfa til annarra kosta." Kostir sameiningar íslandsbanka og FBA eru aðallega tveir að sögn Kristjáns. í fyrsta lagi skapi hún ný tækifæri til tekjuöflunar vegna þess að stærri eining er betur hæf til að þjóna síbreytilegum þörfum við- skiptavina sinna. Með stærri einingu opnast einnig ný viðskiptatækifæri, ekki síst erlendis. í öðru lagi geti sameiningin leitt til lægri kostnaðar. Margvíslegur tví- verknaður sparast og fjárfestinga- sparnaður er umtalsverður. Íslandsbanka-FBA hafa verið sett fjármálaleg markmið. Að sögn Krist- jáns er stefnt að því að arðsemi verði sambærileg við vexti óverðtryggðra ríkisbréfa að viðbættum 5-8%, þ.e. 16-19%. Stefnt sé að því að arð- greiðslur geti numið 25-50% af hagn- aði. Áformað er að eiginfjárhlutfall verði yfir 10% og þar af verði eigin- fjárþáttur A yfir 8%. Kostnaðarhlut- fall verði innan við 55% sem er að sögn Kristjáns mjög gott í alþjóðleg- um samanburði og að afskriftir út- lána verði að jafnaði innan við 0,5% af útlánum. Gert er ráð fyrir því að tekjur og hagnaður geti vaxið um 7- 15%áári. ar afkomutengt launakerfi verði tekið upp innan skamms. „í samþykktum nýs félags er gert ráð fyrir heimild bankaráðs til að auka hlutafé um allt að 200 milljónum króna í þeim til- gangi að gefa starfsmönnum félags- ins kost á að kaupa hluti í félaginu. Þar er verið að undirbúa jarðveginn fyrir árangurstengt launakerfi en það er nýkjörins bankaráðs að fjalla um með hvaða hætti það verður. Það er áfram stefna bankans að hagur hluthafa og starfsmanna fari saman," segir Bjarni. í samþykktum samein- aðs banka er gert ráð fyrir að hlut- hafar afsali sér forkaupsrétti sínum á þeirri hækkun hlutafjár. FBA hefur skilað 15 mílljörðum í ríkiskassann Aðspurður segir Bjarni það sitt mat að hluthafar séu að fá mun meira en þeir missi við samrunann. „Fram- tíð FBA sem sérstaks fyrirtækis hefði getað orðið góð en það er mat okkar að hún verði betri í sameinuðu félagi vegna þess að við höfum ýmis- legt fram að færa sem við getum nýtt okkur betur í íslandsbankaumhverf- inu. Við fáum jafnframt ýmislegt sem tæki okkur langan tíma að byggja upp og væri óvissa um árangur." Fram kom í máli Magnúsar Gunn- arssonar, fráfarandi stjórnarfor- manns FBA á hluthafafundi FB A að mat á skiptihlutfalli hlutabréfanna hafi m.a. verið ákvarðað með hliðsjón af markaðsverðinu en einnig hafi tillit verið tekið til fjárhagslegrar stöðu, afkomu, markaðsstöðu og framtíðar- horfa. Samrunaáætlunin er gerð með fyrirvara um samþykki viðskiptaráð- herra en í lögum um viðskiptabanka er áskilið að ráðherra samþykki sam- runa banka, eins og fram kom í máli Magnúsar. Gíengi hlutabréfa íslandsbanka stóð í stað í viðskiptum á Verðbréfa- þingi íslands í gær en gengi bréfa FBA hækkaði um 1,2% í 12,8 millj- óna króna viðskiptum. Gengi FBA var við lok dagsins 4,35 en Islands- banka 7,35 eftir 4,5 milljóna króna viðskipti. I ræðu sinni sagði Magnús m.a. að með lokum einkavæðingar FBA hefði ríkið náð fram öllum þeim markmið- um sem sett voru fram við stofnun bankans. ,Á þeim tíma sem bankinn hefur starfað hefur hann óumdeilan- lega sannað tilverurétt sinn og til- koma hans inn á íslenskan fjármála- markað hefur hleypt nýju blóði í íslenska fjármálamarkaðinn og orðið til þess að auka samkeppni, lækka verð og flýta fyrir og auka hagræð- ingu í atvinnurekstri í landinu. Á sama tíma hefur sala bankans og arð- ur skQað tæplega 15 milljörðum króna í ríkiskassann, sem jafngildir nær öllum tekjuskatti félaga á íslandi yfir tveggja ára tímabil." Magnús sagðist oft hafa verið spurður að því eftir að fréttir af sam- einingarviðræðum bárust, hvað varð til þess að viðræður á milli bankanna hófust. „í stuttu máli má segja að stjórn og stjórnendur bankans hafi lengi gert sér grein fyrir því að til þess að halda samkeppnisstöðu sinni á innlendum og erlendum mörkuðum þá þyrfti bankinn að stækka. Um- ræðan um bankasameiningar á inn- lendum markaði undirstrikaði að framundan væri harðnandi sam- keppni. Þegar tækifæri skapaðist til viðræðna við íslandsbanka var það nýtt. Það var æðstu stjórnendum fé- laganna Ijóst að starfsemi bankanna passaði vel saman." Ennfremur sagði Magnús: „Bæði fyrirtæMn eru einka- fvrirtæki, hægt er að ná ákveðinni kostnaðarhagræðingu með sparnaði í fjárfestingum, menning fyrirtækj- anna er ekki ólfk, með sameiningunni er náð fram miHlli stærðarhag- kvæmni sem m.a. mun nýtast í fjár- mögnun bankans og síðast en ekki síst yrði sameinaður banki ótvírætt leiðandi afl á íslenskum fjármála- markaði." Magnús gerði grein fyrir stærð sameinaðs banka sem er stærsta fé- lag skráð á Verðbréfaþingi íslands,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.