Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 23 Spurt og svarað um neytendamál Blóðþrýstingslyfíð Darazid Af hverju er ekki hægt að fá blóðþrýstingslyfíð Darazid í apótekum um þessar mundir? Er hætt að framleiða það? „Við erum ekki hætt að fram- leiða Darazid,“ segir Olafur Ól- afsson, lyfjafræðingur og deildar- stjóri markaðsdeildar Delta. „Þetta lyf vantar um þessar mundir vegna þess að við höfum verið að bíða eftir hráefni í lyfíð erlendis frá. Darazid er í raun tvö lyf sem sett eru í eina töflu; Aquazid og Daren. í staðinn fyrir að gefa lyf- in í einni töflu undir nafninu Darazid er hægt að gefa þetta í tveimur töflum. Darazid var þróað á sínum tíma af Delta í samvinnu við ís- lenska sérfræðinga í hjartasjúk- dómum og eftir því sem við vitum best var það fyrsta samsetning sinnar tegundar í heiminum. Apótek eiga greiðlega að geta leyst úr þessum vanda og upplýst fólk hvað hægt er að gera þar til Darazid kemur aftur í apótekin en það verður vonandi í næstu viku. Hráefnið er nú komið til landsins og framleiðsla hefst eins fljótt og tök eru á. Daren og Aq- uazid eru til á markaðnum núna og hafa sömu virkni og Darazid. Okkur þykir mjög miður að birgðir skuli hafa klárast, því það hefur valdið sjúklingum óþægind- um,“ segir Ólafur. Evrópumet í gosneyslu Af hverju er mikil neysla gos- drykkja óholl? Hvað er það í gosdrykkjum sem er skaðlegt? „Gosdrykkjaneysla er mikil hér á landi,“ segir Laufey Stein- grímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs. „Hver íslending- ur drekkur að meðaltali um 140 lítra af gosi á ári og neysla hefur því meira en þrefaldast frá árinu 1968. Eftir því sem ég best veit eigum við Islendingar Evrópu- metið í neyslu gosdrykkja en margt ungt fólk drekkur allt að einn lítra af gosi á dag. Gos er u.þ.b. 10% sykur sem þýðir að í hálfum lítra eru fimmtíu grömm af sykri en það samsvarar 22 syk- urmolum. Sykur er engin skaðræðisvara en þegar magnið er orðið þetta mikið þá fer óhollustan að segja til sín. Sykurinn gefur tómar hitaeiningar og því verður minna um hollustuefni í fæðunni þegar sykurinn kemur í staðinn fyrr hollan mat. Svo skemmir sykur- inn tennurnar eins og allir vita. Gosdrykkir hafa annarskonar slæm áhrif á tennur, en þeir, eins og aðrir súrir drykkir, eyða gler- ungnum á tönnunum. Þarna er það ekki sykurinn sem er skaðvaldurinn heldur sýr- Morgunblaðið/Kristinn an og þess vegna eru jafnvel syk- urlausir gosdrykkir ekki alveg meinlausir þótt þeir séu mun skárri en sykruðu drykkirnir. Aðrir súrir drykkir, eins og hreinn appelsinusafi, hafa meira að segja jafn slæm áhrif á gler- unginn og gosið, jafnvel verri ef eitthvað er. Sýran úr þessum drykkjum endist lengi í munnin- um, munnvatnið, sem er basískt, reynir að vega upp á móti sýr- unni en nær ekki að eyða henni og gera hana hlutlausa þannig að tennurnar eru í sýrubaði klukku- tímum saman eftir neyslu súrra drykkja og glerungurinn stenst ekki slíkt álag til lengdar. Það er farið að bera töluvert á glerungseyðingu meðal ungs fólks á íslandi og hún er rakin til gosdrykkja- og safaneyslu. Það er ástæða til að benda fólki á að þótt safi sé hollur í litlu magni þá er hann ekki drykkur sem er æskilegur oft á dag. Miklu betra er að borða ávexti og drekka mikið vatn,“ segir Laufey. Balsamic-edik Hvað er balsamic-edik og hvert er næringarinnihald þess? „Balsamic-edik er gert úr vín- þrúgum sem yfirleitt hafa verið látnar gerjast í stórum tréílátum, en í það er stundum bætt litar- efnum og rotvarnarefnum að auki,“ segir Bryndís Eva Birgis- dóttir, næringarfræðingur. „Næringarinnihald þess í 100 grömmum er 8 kcal, 2 g kolvetni og 34 mg af natríum. Balsamic- edik er mjög góður kostur t.d. sem salatdressing, í marinering- ar, með físki og á grænmeti. Balsamic-edik er hvorki salt, sætt né feitt, heldur einfaldlega mjög gott og ekki þarf mikið af því, þar sem það er bragðsterkt. Þá hentar það ágætlega þeim sem eru með sykursýki," segir Bryndís. Matarolíur mun heilsusamlegri en smjör og smjörlíki Jafnt hlutfall ein- og fjöl- ómettaðra fítusýra best NÆRINGARFRÆÐINGAR mæla með því að fólk noti matar- olíur í matargerð frekar en smjör og smjörlíki þar sem olíurnar eru til muna heilsusamlegri. Feitt fæði, og þá ekki síst matvara með háu hlutfalli af mettuðum fitusýr- um, eykur kólesteról í blóði og stuðlar bæði að hjartasjúkdómum og offitu. Olíur innihalda mun lægra hlut- fall af mettuðum fitusýrum en smjörvörumar auk þess sem þær eru ein aðaluppspretta tveggja tegunda af lífsnauðsynlegum fitu- sýmm, svonefndum omega-3-fitu- sým og omega-6-fitusýru. Lík- aminn getur ekki framleitt þessar fitusýrur. Samsetning matarolíunnar, þ.e. hlutfall mettaðra fitusýra og hlut- fall fjölómettaðra fitusýra, hefur áhrif á það hversu mikið kólesteról neytandans lækkar, segir Birgit Eriksen, næringarfræðingur á Landspítalanum. Æskilegt er að hlutfall mettaðra fitusýra sé lágt en ef hlutfall fjölómettaðra fitu- sýra verður mjög hátt lækkar hlut- fall æskilegs kólesteróls í blóðinu ekki síður en hlutfall þess óæski- lega. „Best er ef ákveðið jafnvægi ríkir á milli hlutfalls ein- og fjöl- ómettaðra fitusýra," segir Birgit. Olíur með og án bragðs Mikið úrval af matarolíum mgl- ar marga í ríminu sem vilja draga úr notkun smjörlíkis og smjörs við matargerð. Olífuolía, sem inniheld- ur 17% mettaðar fitusýrur, hefur verið notuð í Miðjarðarhafslöndum frá ómunatíð og er sú staðreynd ásamt því að Miðjarðarhafsbúar borða mikið af grænmeti talin ástæða þess að kólesteról íbúanna er almennt lágt. Næringarfræð- ingar hafa því óhikað mælt með notkun hennar. En ólífuolían hefur ákveðið bragð sem menn vilja stundum sneiða hjá. Þá getur verið gott að velja aðra og bragðminni olíu, svo sem sólblómaolíu, sojaolíu og raps- olíu. Þá er nýlega komin á markað frönsk olía, Isio 4, sem þykir góður kostur. Samkvæmt rannsóknum framleiðanda olíunnar hefur neysla hennar svo til eingöngu lækkandi áhrif á magn óæskilega kólesterólsins (sem stundum er nefnt LDL-kólesteról) og á hún það, að sögn Birgitar, sameiginlegt með ólífuolíunni. „Rannsóknir benda til þess að matarolía, sem hefur hátt hlutfall einómettaðra fitusýra eins og t.d. ólífuolía, lækki LDL-kólesteról ekki jafn mikið og olíur með jafn- ara hlutfall á milli einómettaðra og Sólvarnarkrem skemm- ast með tímanum Hlutfall mettaðra fitusýra í Smjöri Smjörva Ólífuolíu | 117% Sojaolíu I l 15% Sólblómaolíu I | 12% Rapsolíu l 110% ISIO 4 olíu I I 10% 58% [ fjölómettaðra fitusýra," segir Birgit enn fremur. EF sólvarnarkrem hefur verið geymt frá í fyrra í kulda, eða í miklum raka, t.d. inni á baðher- bergi, má búast við að kremið geri ekki tilætlað gagn, segir í aprflhefti norska neytendablaðs- ins Forbruker Rapporten. Sól- varnarkrem innihalda efni sem hvorki þola kulda né raka vel, segir í blaðinu. Er fólki sérstak- lega bent á að kaupa ný krem ef þau eiga að berast á húð barna enda er húðin á þeim viðkvæmari en húð fullorðinna. Þá er fólki ráðlagt að kaupa síður sólvarnar- krem sem kunna að vera frá því í fyrra. „Nánast allar snyrtivörur eru rotvarðar," segir Níels Jónsson, efnafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins og bætir við til fróðleiks að strangar reglur gildi um notk- un rotvarnarefna, bæði tegundir og magn. Markmiðið með notkun- inni er vitanlega að auka geymsluþol vörunnar. „En allt skemmist með tíman- um og við óheppileg skilyrði, t.d. hita, raka og kulda sem rýra geymsluþol," segir hann. Náttúrusalt Herbamare kryddsalt er blanda af hafsalti, kryddjurtum og lífrænt ræktuðu grænmeti. Ljúffengt og hollt kryddsalt á matarborðið og ímatargerðina. Heilsa ehf. S:5B3 3232 EVENINC , miMROSE Oit WAtecmft^ II.HRCWM tA CINKCO BltOBA ECHINACFA GINSENG (SMRIAM VITAMIN C *5óthattur SúteH’i 'Stn'ss Stytkur Héfárftar Hötviö timböitina Vðm Utlimit Mmni kcöldVóvnSsíU'ðtia HúíS. liðí* tjr'cytmqaskeið ■\|vd(’\un farmhotd Upptakö jáms Vega dagur í Lyfju Lágmúla - Ráðgjöf frá kl. 14-17 í dag vega Vega kemur þér beint að efninu! í Vega fæðubótarefnum er hvorki matarlím (gelatína) né tilbúin aukefni, litarefni, bragðefni eða rotvarnarefni. Ennfremur innihalda þau ekki korn, hveiti, glúten, sykur, sterkju, salt, ger eða mjólkurafurðir. KELP hjálpar til við að ná kjörþyngd. Kelp eru þaratöflur sem innihalda m.a. spirulina, chlorella og grænt te. Einstök samsetning, auðug af vítamínum og steinefnum, sérstaklega gott fyrir húð og hár. £h LYFJA Lyf á lágmarksverði Lyfja Lágmúla *Lyfja Hamraborg* Lyfja Setbergi »Útibú Grindavík • J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.