Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Davíð Oddsson forsætisráðherra í opinberri heimsókn í Liechtenstein EES hefur styrkt stöðu beggja ríkjauna Davíð Oddsson hóf á sunnudag opinbera heimsókn sína til Liechtenstein. Sigrún Davíðsdóttir fylgdist með heimsókninni. ÞAÐ er ekki alltaf sól í Liechten- stein, þessu litla fjallaríki milli Sviss og Austurríkis, en hún skein glatt í gær er Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Astríður Thoroddsen, kona hans, voru þar í opinberri heimsókn. Mario Prick forsætisráðherra og kona hans tóku á móti forsætisráð- herrahjónunum á sunnudagskvöld, en fylgdu þeim síðan í gær á ferðum um ríkið. Farið var í hádegisverð hjá Hans-Adam II, fursta af Liechten- stein, og litið á iðnað og menningar- stofnanir ríkisins. í gærkvöld sátu forsætisráðherrahjónin og fylgdar- liöþeirra svo veislu Frick-hjónanna. I dag heldur forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Slóveníu, sem stendur fram á fimmtudag. En þó allt sé rólegt á yfirborðinu í Liecthenstein eru þó stórmál, sem hvfla þungt á landsmönnum þessa dagana. Á föstudaginn var þingmað- ur handtekinn ásamt fjórum öðrum, sakaður um peningaþvætti og óhjá- kvæmilega bar þetta mál á góma á blaðamannafundi forsætisráðherr- anna tveggja í gær. Sameiginlegir hagsmunir tveggja EES-landa í gærmorgun tók Mario Frick á móti forsætisráðherra í stjórnar- byggingunni í Vaduz, höfuðborg Liechtenstein. Byggingin er ein af elstu byggingunum í bænum, þar sem annars er ekki mikið af gömlum byggingum. Þær hafa vikið fyrir nýjum húsum, ekki síst byggingum fjármálafyrirtækja, sem spretta upp eins og gorkúlur í þessu ríki, sem að miklum hluta Ufir á fjármálastarf- semi. í stjórnarbyggingunni er þingið einnig til húsa. Þótt langt sé á milli landanna og aðstæður ólíkar þá er náin samvinna milli landanna tveggja, sem bæði eru aðilar að Evrópska efnahags- svæðinu, EES. Um þetta snerust viðræður forsætisráðherranna með- al annars í gær eins og fram kom á blaðamannafundi þeirrra tveggja síðdegis. Á fundinum sagði Frick að þrátt fyrir að Liechtenstein þekkti ekki til vandamála tengdum fiskveiðum væri samband landanna náið vegna EES. Alltaf væri gott að þekkja samstarfsaðila sína sem best og því væri heimsóknin kærkomin. Frick rifjaði upp menningar- samstarf landanna, en í fyrra voru haldnir íslenskir kvikmyndadagar í Liechtenstein og íslendingar tóku þátt í Ólympíuleikum smáþjóða þar. Þá dagana hljómaði íslenski þjóð- söngurinn oft, því íslendingar voru einkar sigursælir á leikunum. Báð- um löndum vegnar almennt mjög vel. Rétt eins og á íslandi er velsæld í Liechtenstein, hagvöxtur, lítið at- vinnuleysi en Frick nefndi einnig að bæði löndin væru á varðbergi gegn ofhitnun efnahagslífsins. Davíð Oddsson tók undir að lönd- in ættu ekki við nein tvíhliða vanda- mál að glíma og bæði löndin hefðu styrkt stöðu sína með þátttöku í EES. Bæði löndin fylgjast af áhuga með hvað önnur EES-lönd gera varðandi hugsanlega aðild að Evrópusambandinu, ESB. Greini- legt væri að bæði Noregur og Sviss veltu aðildarmöguleikum fyrir sér, líklega væri töluvert í að af slíku yrði. Tengslin milli Sviss og Liechten- stein eru mjög náin og sem dæmi um það er að engin landamæravarsla er á milli landanna. Því er ljóst að svissnesk ESB-aðild hefði áhrif á Liechtenstein. Aðspurður hvort Liechtenstein myndi kjósa ESB-að- ild sama dag og Sviss eða daginn eft- ir sagði Frick það ekki sjálfgefið að Liechtenstein kysi aðild þó Sviss gerðist aðili. Hins vegar myndi það hafa mikil áhrif fyrir Liechtenstein og meðal annars þyrfti þá að semja um tollamál við ESB í stað Sviss. Davíð og Frick undirstrikuðu báðir að jafnvel þótt breytingar yrðu á og Noregur og eða Sviss gengju í ESB gerðist það ekki næstu árin. Peningaþvætti í brennidepli Frá því að þýska vikuritið Der Spiegel birti í fyrra greinar þar sem bent var á Liechtenstein sem mið- stöð peningaþvættis í Evrópu fyrir skipulagða glæpastarfsemi eins og rússnesku mafíuna og suður-amer- íska eiturlyfjabaróna hefur andað köldu í garð Þjóðverja. Það er þó staðreynd að með lágum sköttum og bankaleynd hefur Liechtenstein dregið að sér erlent fé. í heild séð er það þó ekki mikið miðað við það fjár- magn sem fer um land eins og Sviss. Formlega séð er löggjöf varðandi fjármálageirann ströng, en áhöld eru um hversu vel löggjöfinni sé framfylgt. Gríðarlega mikið er af fjárvörslufyrirtækjum í Liechten- stein og það er að starfsemi þeirra, sem athyglin hefur beinst. Með handtöku þingmanns og fjögurra annarra á föstudaginn hef- ur athyglin enn beinst að starfsemi fjárvörslufyrirtækjanna, en fimm- menningamir koma að slíkum rekstri. Yfirvöld hafa látið að því liggja að sjö aðrir sæti rannsókn og því megi vænta þess að fleiri verði handteknir vegna málsins. Áhugi Þjóðverja beinist meðal annars að Liechtenstein vegna þess að fjár- málafyrirtæki þar hafa komið við sögu í spillingarmálum tengdum CDU og Helmut Kohl. Eigandi stærsta fjárvörslufyrirtækisins í Liechtenstein er dr. Herbert Batlin- er, náinn vinur Kohls. Á blaðamannafundinum sagði Frick að Lichtenstein hefði verið sakað um að vera miðstöð peninga- þvættis. Hann nefndi ekki að ásak- anirnar væru frá Þýskalandi komn- ar, en aðspurður sagðist hann eiga við þýskar ásakanir. Þessar ásakanii’ væru ekki réttar, en það væri heldur ekki rétt að segja að peningaþvætti fyrirfyndist ekki þar. Hins vegar væri ekki rétt að blanda þessu máli saman við skatta- mál, eins og Þjóðverjar hafa gert. Þetta væru tvö ólík mál. Hjá þýskum yfirvöldum gætir ergelsis yfir lágum sköttum í Liechtenstein og eins halda þau því fram að fjármálafyrirtæki í Liecht- enstein hiki ekki við að taka við fé, sem Þjóðverjar komi undan skatti í Þýskalandi. í raun eru strangar reglur um að upplýsa verði við fjár- málafyrirtækin hvaðan peningarnir komi, en þýsk yfirvöld álíta að þær fyrirspurnir séu ekki nákvæmar. Einnig sagðist Frick ósáttur við að gengið væri út frá því að í löndum með lága skatta viðgengist peninga- þvætti. Um þessar mundir er OECD að taka saman skýrslu um peninga- þvætti í aðildarlöndum. Frick sagð- ist vona að aðstæðum í Liechten- stein yrðu gerð hlutlaus skil. Að- stæður væru góðar og unnið að því að bæta þær enn. Alpaferð og iðnaður Meðan forsætisráðherra ræddi við Frick fór Ástríður í gamalt hús, nokkurskonar Árbæ í Liechten- stein, þar sem varðveittur er vitnis- burður um gamla lifnaðarhætti og aðstæður. A eftir skoðuðu hjónin saman verksmiðju Unaxis, sem sér- hæfir sig í húðun geisladiska og ann- arra hátæknihluta. Þessi iðnaður er dæmi um að Liechtenstein lifir á fleiru en fjármálafyrirtækjum, þótt starfsemi þeirra sé fyrirferðarmikil í hagskýrslum. Þegar forsætisráðherrahjónin komu í kastalann í hádegisverð hjá Hans-Adam fursta baðst furstinn af- sökunar á að kona hans væri ekki viðstödd. Hún brá sér af bæ til að vera hjá dóttur furstahjónanna, sem býr í Þýskalandi og var að eignast sitt fyrsta bam. Hans-Adam fursti er einn valda- mesti þjóðhöfðingi í Evrópu og hef- ur töluverð stjórnmálaleg ítök, sem ekki fara alltaf saman við sjónarmið stjórnarinnar. Um þessar mundir ríkir nokkur rígur milli stjórnarinnar og furst- ans, þar sem furstinn hefur leitast við að styrkja völd sín enn frekar. Hann hefur líka viðamikil ítök í efnahagslífínu, á banka og stundar landbúnað, bæði heima og heiman, meðal annars vínrækt. Síðdegis var listasafn furstans skoðað og síðan haldið upp í fjöllin, sem rísa upp af dalbotninum, þar sem Liechtenstein er. Þar var farið í stutta gönguferð í glampandi sól, en hitinn var bærilegri þar sem fjalla- svalinn kældi. Sídegisdagskránni lauk í Liecht- enstein-stofnuninni, sem er nokkurs konar háskólastofnun er sinnir rannsóknum er tengjast Liechten- stein sérstaklega. Stofnunin er einkastofnun, sem bæði fræðafélög og einkaaðilar standa að. Deginum lauk svo með kvöldverð- arveislu á Hotel Real. Liechtenstein LIECHTENSTEIN er fjóröa minnsta land í Evrópu. Landamæri þess liggja að Sviss og Austurríki. Landið er 160 ferkílómetrar að stærð og íbúar rúmlega 30 þúsund. Þar af eru rúmlega tíu þúsund af erlendu bergi brotnir, flestir frá Sviss. Höfuðborgin heitir Vaduz og þar búa um flmm þúsund manns. Þýska er aðalmálið. Rúmlega 85 prósent þjóðarinnar eru rómversk-kaþólsk. Skattar eru lágir í Liechtenstein. Tekju- skattur er til dæmis á bilinu 3,6-18,9 prósent. Landið býr við efnahagslegan stöðugleika og hagvöxtur er 5,7 prósent. Þjónustugreinar vega þungt í atvinnulífinu og þrátt fyrir smæðina starfa flmm bankar í landinu. Vegna hagstæðra skattskilyrða kjósa mörg fyrirtæki að skrá sig í Liechtenstein, svo þar eru skráð 70 þúsund fyrirtæki. Auk þessa eru ýmis iðnfyrirtæki í Liechtenstein. Þar eru framleidd húsgögn, hlutar í bfla og fleira. Um 45 prósent vinnuaflans starfa að iðnaði, sem er hærra hlutfall en í Þýskalandi. Þjóðhöfðinginn er Hans-Adam II. fursti af Liechtenstein, sem tók við ríki við lát föður síns 1989. Kona hans er Marie prinsessa af Liechtenstein. Furstinn er samkvæmt stjórnarskránni ekki valdamikill en er í raun áhrifamikill og hefur meiri völd en flestir aðrir þjóðhöfð- ingjar Evrópu. Forsætisráðherra er Mario Frick, sem hefur verið forsætisráðherra í sjö ár þó hann sé aðeins 35 ára að aldri. I stjórn hans sitja auk hans fjórir ráðherrar. Á þingi sitja 25 þingmenn. Ekki tíðkast að ráðherrar komi úr röðum þingmanna og þcir sitja ekki á þingi. Fyrsti vísirinn að Liechtenstein var er jarldæmi var stofnað í kringum Vaduz 1342. Liechtenstein öðlaðist sjálfstæði 1806. Stjórnarskráin er frá 1921. Landið gekk í Efta 1991 og hefur siðan 1995 verið aðili. að evrópska efnahagssvæðinu rétt, eins og fs- land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.