Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Styrkþegar Menningarmálanefndar HafnarQarðar. Styrkir menningarmála- nefndar Hafnarfjarðar MENNINGARMÁLANEFND Hafn- ar(jar<lar úthlutaði styrkjum til lista- og menningarstarfsemi að upphæð 3 millj. kr. að afloknu málþingi sl. Iaugardag. Styrki hlutu að þessu sinni Gestur Þorgrímsson, Sigurður Örn Brynjólfsson, Ólafur Árni Ólafs- son og Libia Pérez de Siles, Sjóferð- ir Amars, Foreldrafélag Lúðrasveit- ar Tónlistarskóla Hafnarfjaröar, Gaflarakórinn, Magnús Einarsson, Kór Öldutúnsskóla, Ólafur B. Ólafs- son, Nanna B. Buchert og Kristín Ómarsdóttir, Pétur G. Kristbergs- son, Þórunn Bjömsdóttir, Guðmund- ur R. Lúðvíksson, Gunnar Eyjólfs- son, Tónlistarhópurinn Kawal, Gallerí Hár og list, Almiðlun, Hrönn Axelsdóttir, Eydís Franzdóttir, Öm Hrafnkelsson, Varieté Film, Bað- stofa Hafnarfjaröar, Gunnar Bjami Ragnarsson og Karolina Helga Egg- ertsdóttir, Stefán Ómar Jakobsson og Carl Möller, Leikfélag Hafiiar- Qarðar, Landnám ehf., Kór Flens- borgarskólans, Birgir Sigurðsson, Tríó Reykjavíkur, Einar M. Guð- varðarson og Susanne Christensen og Sjóminjasafn íslands. Á athöfninni söng kór Öldutúns- skóla undir stjóm Egils Friðleifsson- ar, Öm Hrafnkelsson las upp úr handritinu „Stuttur siðalærdómur fyrir góðra manna böm“ og tónlist- arhópurinn Kawal lék. Menningarmálanefnd Hafnar- fiarðar skipa Kristinn Andersen, Olöf Pétursdóttir, Gísli Valdimars- son, Guðmundur Rúnar Ámason, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir og menningarfulltrúi er Marín Hrafiis- dóttir. Norrænt söngvakvöld TðJVLIST í s 1 e n s k a ó p e r a n SÖNGUR OG PÍANÓLEIKUR Sólrún Bragadóttir og Einar Stecn-Nökleberg fluttu söngverk eftir norræn tónskáld og frum- fluttu söngverk eftir Atla Heimi Sveinsson við kvæðið Útsær eftir Einar Benediktsson. Sunnudagur 14. maí 2000. FYRIRTÆKI er nefnir sig Nordvest Musik er nýr aðili í tón- leikahaldi hér á landi er ætlar að hasla sér völl á norðvesturhluta Norðurlandanna og eru tónleik- ai-nir í íslensku óperunni sl. sunnudag þeir síðustu í þriggja landa tónleikaferð um Færeyjar, Grænland og síðast Island. Tónleikarnir hófust á laginu „Æbleblomst" eftir Carl Nielsen og þá komu tvö lög úr Tann- háuser-ljóðunum, op. 12, eftir Em- il Sjögren, sem em gerð við sex ljóð eftir Julius Wolff. Áður hafði Sjögren samið sjö lög við ljóða- flokkinn „Tannháuser" eftir Drachmann, en með þeim söngv- um „sló hann í gegn“. Á norræna sönghefð sló skugga af þýskri ljóðahefð og það er ekki fyrr en á síðari árum að norræn tónskáld hafa fengið að njóta sannmælis. Nokkrir hafa þó staðið upp úr með einstaka verk, eins og t.d, Carl Leopold Sjöberg (ekki Sjögren, eins og stendur í efnisskrá), með meistaraverkinu „Tonerna", sem ásamt nokkrum sönglaga Sibel- iusar hafa náð heimsfrægð, svo sem „Sáf, sáf susa“ og „Var det en Dröm“, er voru einnig á efnis- skránni. Flutningur Sólrúnar og túlkunin, t.d. á Tonerna og lögum Sibeliusar, var glæsileg og leikur Steen-Nökleberg frábærlega mót- aður, sérstaklega í lögum Sibelius- ar sem eru meðal dýrustu perlu- verka í safni norrænna söngva. Söngverkið „Utsær“, við hið stórbrotna kvæði Einars Bene- diktssonar, samdi Atli Heimir Sveinsson sérstaklega fyrir Sól- rúnu Bragadóttur og var það frumflutt í Færeyjum 10. maí sl. Verkið er samfellt í gerð, þótt merkja megi kaflaskil, þar sem rithátturinn, sérstaklega í píanó- inu, tekur ýmsum breytingum við hver vísnaskil. Hann hefst á hörkulegu tóntaki, sem undir lok verksins verður þýðara, breytist í einskonar sátt, þar „Sem leikandi börnin á ströndu, er kætast og kvarta, með kufung og skel frá þínu banvæna fangi, ég trega þinn óm frá stormsins og straumanna gangi, stimandi, klökka djúp, sem átt ekkert hjarta“. Flutningurinn var framfærður af öryggi en nokkuð vantaði á skýrleika í framburði textans. Þetta er tilkomumikið og stórtækt verk, sem ekki verður að fullu meðtekið við eina hlustun, ekki frekar en ljóðið, og er fengur að þessu verki, sérstaklega vegna þess að fáir tónsmiðir hafa treyst sér að glíma við stórbrotið málfar Einars. Hápunktur tónleikanna var flutningurinn á lagaflokknum „Haugtussa" eftir Grieg, því þar glampaði á í túlkun og tónmótun, bæði hjá söngvara og ekki síður píanóleikaranum, sem lék frábær- lega vel. Það þarf ekki að nefna neitt sérstaklega af þeim átta klingifögru lögum, því flutningur- inn í heild var án þess að nokkuð skyggði á þá fjallafegurð og mann- legu elskulegheit, sem er aðal þessa meistaraverks. Tónleikunum lauk með fjórum lögum eftir Ture Rangström. Hann var að mestu sjálfmenntað- ur, en lærði tónsmíð hjá Hans Pfitzner og starfaði bæði sem hljómsveitarstjóri og tónlistar- gagnrýnandi og var afkastamikið tónskáld, samdi m.a. um 200 söng- verk, sem sum hver hafa notið vaxandi vinsælda. Lögin, sem Sól- rún og Steen-Nökleberg fluttu eftir Rangström, voru „Vingar i natten“, „Flickan under nymán- en“, „Bön til Natten" og „Sköld- mön“ og voru Bön til Natten og lokalagið Sköldmön einstaklega áhrifamikil í frábærum flutningi Sólrúnar og Steen-Nökleberg. Það tók til hjartans að heyra sem aukalag „Draumlandið" eftir Sig- fús Einarsson, hve þetta snilldar- fagra lag hljómaði fallega í sérlega fínlegum flutningi listafólksins og var fallegt niðurlag á þessu nor- ræna söngvakveldi. Jón Ásgeirsson Að hafa sína sin- fóníuhlj óms veit TOALIST Langhult,skirkja SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flutti verk eftir Manuel de Falla og Johannes Brahms. Einleikari: Helga Bryndís Magnúsdóttir. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Sunnudagurinn 14. maí 2000. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands hefui- með tónleikunum í Langholtskirkju sl. sunnudag sann- að sig að vera vaxandi hljómsveit og hljómsveitarstjórinn, Guðmundur Óli Gunnarsson, hefur vaxið með henni sem stjómandi. Hvorttveggja, að koma saman leikhæfri hljómsveit tekur tíma og einnig að verða hljóm- sveitarstjóri og varðandi uppbygg- ingu Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands, á tónlistarskóli Akureyrar drjúgan hlut að máli, bæði kennarar og þeir nemendur sem náð hafa árangri og hlýtt því kalli að verða tækir sem hljóðfæraleikarar. Tónleikar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, undir stjóm Guðmund- ar Óla Gunnarssonar, hélt í Lang- holtskirkju sl. sunnudag, voru haldn- ir á vegum menningarborgar Reykjavíkur árið 2000. Þeir hófust á ballettverkinu Ástir töframannsins eða Ástargaldur, eins það er nefnt í efnisskrá, eftir Manuel de Falla. Sagt er um de Falla að ekkert af stóra tón- skáldunum hafi samið eins fá verk en einnig að honum hafi þar á móti ekki verið eins mislagðar hendur og mörgum öðram meisturam. Ástargaldurinn fjallar um ekkjuna Candelu og elskhuga hennar Car- melo. Hinn látni eiginmaður Candelu gengur aftur og lætur elskenduma ekki í friði þar til Candelu kemur það ráð í hug að fá Lúsíu, fallega sígaun: astelpu, til að táldraga drauginn. I þessum ballett er frægasta verk de Falla, Elddansinn. Flutningur Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands var að mörgu leyti mjög góður þó að nokkuð hafi vantað á hinn spænska blóðhita þai’ sem ástin er ávallt upp á líf og dauða. Besti kaflinn var Eldd- ansinn svo og nokkur fallega mótuð blæbrigði í öðram köflum verksins. í heild var flutningurinn vel mótaður af hálfu stjórnandans. Seinna verk tónleikanna var hinn stórbrotni píanókonsert nr. 2, eftir Johannes Brahms. Bæði er hlutur hljómsveitarinnar erfiður og ekki síst einleikshlutverkið sem Helga Bryn- dís Magnúsdóttir flutti af töluverðu öryggi þótt flutningurinn, bæði af hálfu einleikara og hljómsveitar bæri þess merki að allir væra að fram- vinna verkið á þessu starfsári. Þá ber að hafa í huga að annar konsertinn eftir Brahms er meðal efiðari verka og því djarft telft að taka hann til meðferðar en það stælir horska hugi að velja sér erfiðustu þrautina. Guðmundur Óli og Helga Bryndís völdu það að fara frekar gætilega með tónmál verksins svo að í heild skorti nokkuð á þá skerpu í tóntaki sem býr í stórlátum tónvefnaðinum sem oftlega er stefnt fram á ögur- brún hraða og þrunginna átaka, eins og t.d. í öðram þætti „Allegi-o app- assionato“. í hæga þættinum hefði mátt leggja meiri áherslu á „syngja- ndina“ en þar vantaði nokkuð á hæfni flytjenda til að leika sér með „tón- inn“, sérstaklega í nokkram einleik- slínum, þessa sérlega rómantíska kafla. Helga Bryndís er öraggur píanó- leikari þótt hana vanti þá skerpu í tóntaki til að skapa þessum stór- brotna konsert verðugan búning, sérstaklega í „brotnu" hljómferli sem var einum of mjúklega útfært og vildi hverfa um of inn í tónvef hljómsveit- arinnar. Guðmundur Óli stýrði hljómsveitinni af öryggi, þótt á köfl- um gætti nokkurrar mishljómunar í styrk og hljómsveitin væri á stund- um of sterk fyrir einleikarann, var leikur sveitarinnar ótrúlega hnökra- laus og hreinn, nema aðeins á stöku stað í hæga kaflanum. Tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands vora um margt eftirtektarverðir og árang- ur sá, sem Guðmundur Óli hefur náð í með uppbyggingu sinfóníuhljóm- sveitar, er hreint ótrúlegur, svo að bjart ætti að vera framundan með starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, ef norðanmenn vilja hafa sína sinfóníuhljómsveit. Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Jón Einarsson Gústafsson Tristan Gribbin, Brynja Benediktsdúttir, Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdúttir að lokinni sýningu á leikritinu Ferðir Guðríðar í MTYP- leikhúsinu í Winnipeg fyrir skömmu. Guðríður á ferð um Norður-Ameríku Winnipeg. Morgunblaðið. NORÐUR-Ameríku-frumsýning var á leikritinu Ferðir Guðríðar í Kan- ada fyrir skömmu. Sýningin fór fram í MTYP-leikhúsinu í Winnipeg og húsfyllir var á sýningunni. Daginn eftir var haldin önnur sýn- ing í samkomuhúsinu á Geysi sem er í norður hluta Nýja-íslands. Þeim Tristan Gribbin leikkonu og Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra og höfundi sýningarinnar, kom sam- an um að Vestur-íslendingar virtust skilja sýninguna og húmorinn betur en margir aðrir en þær hafa sýnt þetta leikrit víða um lönd. Það var Svavar Gestsson, sendi- herra og ræðismaður Islands í Kan- ada, sem kynnti sýninguna sem ferð- ast mun um Kanada og Bandaríkin á vegum landafundanefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.