Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 44
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RAFRÆN STJÓRNSÝSLA ÞÆR öru tæknibreytingar, sem átt hafa sér stað síð- ustu árin, bjóða upp á óendanlega möguleika. Hingað til hefur hvað mest farið fyrir umræðu um það, hvaða áhrif netvæðingin muni hafa á viðskipti. Þeirra áhrifa er þegar farið að gæta í ríkum mæli og má nefna að töluverður hluti bankaviðskipta almennings fer nú fram við tölvu á heimili eða vinnustað. Þeim fjölgar ört, sem kaupa flugfarseðla og bóka hótel á Netinu. Það er hins vegar ekki síður ljóst að einstök tækifæri eru að opnast til að gera alla stjórnsýslu gegnsærri og aðgengilegri. I viðamikilli úttekt í Morgunblaðinu um helgina kemur í ljós, að markvisst og skipulega er unnið að því á vegum sérstakrar verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið, sem er ráðgefandi fyrir forsætisráðuneytið, að netvæða stjórnsýsluna og auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum samskipti við hið opinbera. Síðastliðin tvö ár hafa ein- staklingar til dæmis getað talið fram á Netinu og 80% allra innflutningsskýrslna eru afgreidd með rafrænum hætti. Salvör Gissurardóttir, deildarsérfræðingur hjáverkefn- isstjórn um upplýsingasamfélagið, segir að í auknum mæli geti einstaklingar sinnt erindum sínum gagnvart stofnun- um í gegnum vefinn. Stjórnsýslunni berist stöðugt fleiri erindi í gegnum tölvupóst og þannig megi sinna fjölda mála. Það hái helst netvæðingunni að rafræn undirskrift hefur enn ekki hlotið lagalegt gildi og því ekki hægt að skila inn umsóknum og eyðublöðum í gegnum Netið þó svo að umsóknareyðublöð séu á vefnum. „Rafræn stjórnsýsla fer vaxandi og mun aukast veru- lega þegar rafræn undirskrift er orðin lögleg. Segja má að rafræn stjórnsýsla felist nú aðallega í formi upplýsinga- gjafar á heimasíðum aðila og stofnana og hægt sé að sækja þangað gögn, senda fyrirspurnir og fá svör jafnharðan,“ segir Salvör í Morgunblaðinu á sunnudag. 011 ráðuneyti er hægt að nálgast á hinum svokallaða stjórnarskrárvef og einnig hefur Alþingi sett upp um- fangsmikinn og vandaðan vef, þar sem jafnt er hægt að setja sig í samband við stofnunina sem og fylgjast með störfum hennar. Hægt er að leita í þingræðum, skoða þau mál, sem liggja fyrir þinginu hverju sinni, og kynna sér dagskrá þingsins. Þess gefst jafnvel kostur að fylgjast með beinum útsendingum í gegnum Netið, þegar þing- fundur er í gangi. Uppsetning vefjarins er einföld og að- gengileg og má segja að þar sé í raun hægt að nálgast upp- lýsingar um flest það, er viðkemur Alþingi og störfum þess. Svipaða sögu er að segja af Hæstarétti, sem setur alla dóma sína á Netið eftir að þeir hafa verið kveðnir upp, auk þess að hægt er að nálgast dagskrá Hæstaréttar, upp- lýsingar um dómsuppkvaðningar og annað á vefnum. Víða annars staðar í stjórnsýslunni er markvisst unnið að netvæðingu. Það á til að mynda við um sveitarstjórnir. Hafnarfjörður hefur greinilega tekið forystu á þessu sviði og rekur myndarlegan vef, þar sem m.a. er að fínna fund- argerðir nefnda og ráða bæjarins. Einnig hefur verið sam- þykkt að beintengja alla bæjarfulltrúa við starfsemi bæj- arins. Hafnarfjörður er þar með kominn fram úr öðrum sveitarfélögum landsins, til dæmis höfuðborginni Reykja- vík, hvað rafræna stjórnsýslu varðar. Það kemur þó fram í samtali við Halldóru Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra upp- lýsingamála hjá Reykjavíkurborg, að verið sé að endur- skoða þessi mál og að ný heimasíða verði tekin í gagnið með haustinu. Kostir hinnar rafrænu stjórnsýslu eru gífurlegir, jafnt fyrir hið opinbera sem þá er þurfa að leita eftir þjónustu. Ekki síst blasir við að hægt er að draga verulega úr öllum þeim kostnaði er fylgir útgáfu á skýrslum, ræðum, dóm- um, eyðublöðum, umsóknum og öðru því sem hæglega má setja á Netið. Samhliða minni kostnaði verður aðgengi al- mennings og fyrirtækja að upplýsingum og þjónustu mun meira. Það sparar jafnframt tíma og umstang ef hægt er að afgreiða mál rafrænt og öll úrvinnsla gagna verður mun skilvirkari og einfaldari. Ekki ber heldur að gleyma því að með því að nýta mögu- leika hinnar rafrænu stjórnsýslu er hægt að opna stjórn- kerfið á fyrirhafnarlítinn hátt og auðvelda þar með al- menningi að fylgjast með því sem fram fer á opinberum vettvangi. Auðvitað styrkir það lýðræðið verulega ef kjós- endur geta með beinum hætti séð hvar mál eru á vegi stödd og hvernig afgreiðslu þau fá. Það er Ijóst að unnið er að netvæðingu stjórnsýslunnar á þann veg, að til fyrirmyndar er. Eins og í stríðs- mynd Bjarni Ketilsson og Arianne Bos sluppu naumlega úr sprengingunni í flugelda- verksmiðjunni í Enschede en heimili þeirra í 50 m fjarlægð frá verksmiðjunni er í rjúkandi rúst. Freysteinn Jóhannsson er í Hollandi og tók þau tali í gær. ÞAÐ var ekkert á yfirborðinu sem minnti á ógnarsprenginguna í flug- eldaverksmiðjunni í Enschede, þegar við sátum í gær í sólskinsgarði hjá þeim Bjarna Ketilssyni, myndlistar- manni, og Arianne Bos, sjúkraþjálf- ara. Undir niðri bjó minningin um sprengingar sem skóku líf þeirra, eyðilögðu heimili þeirra og halda enn fyrir þeim vöku. Þau bjuggu við Nachtegaalstræti, um 50 metra frá flugeldaverksmiðj- unni og voru að koma heim úr verzlun- ai’leiðangri á laugardaginn, með birgðir til Eurovisjónkvölds, sem skyldi haldið upp á íslenzkan máta. „Þegar við komum heim að húsinu, þá blasti við okkur reykjarbólstur," segir Bjami. „Ég segi svona við Ari- anne að þetta sé eitthvað sérkennilegt, hljóp inn og sótti vídeóvélina og út aft- ur að mynda. Þegar ég kom nær, fóru flugeldamir að fljúga og ég snéri við, en þá kom fyrri sprengingin og fleygði mér einhverja metra. Ég man að ég skreið inn í húsasund og ég sá þakplöt- unum rigna allt í kring um mig. Ég hugsaði um það eitt að komast heim til Arianne og ég var rétt kominn inn úr dymnum, þegar seinni spreng- ingin varð. Þetta var ógnarkraftur, sem skellti mér flötum og henti Ari- anne út í vegg. Ég skil ekki enn, hvað hún var róleg.“ Tryggingapappírarnir Og Bjarni lítur til konu sinnar, sem brosir og látbragðið gefur til kynna að ekkert sé sjálfsagðara en kona, sem er komin á níunda mánuð, láti ekki hagg- ast, þótt heimurinn sé að farast í kring um hana. „Hún sagði mér að fara upp á loft og ná í kistuna með tryggingapappírun- um og þegar ég kom upp, var þakið nánast horfið af húsinu. Svo lagði reykjarmökkinn yfir og allt varð svart. Við ákváðum að forða okkur, en í sömu svipan kom kona inn af götunni með blóðugt barn og grátandi. Við tókum kistuna, myndaalbúm, peysu og eitt- hvað af bamafötum og fórum út úr húsinu.“ Af hverju kistuna með trygginga- pappírunum? spyr ég Arianne. „Það er ágætt að hafa þá núna,“ segir hún hógvær. „Það getur tekið tímann sinn að fá svona pappíra hér í Hollandi. Þetta er svo stórt land! Og svo tókum við húslyklana með okkur, hann sína og ég mína. En nú er ekkert hús til þess að opna.“ Hún horflr hugsi út í garðinn og strýkur kviðinn, þar sem frumburður- inn hvílir öruggur í sínu skjóli. Svo heldur Bjami frásögninni áfram: „Þegar við komum út á götu, var þar allt í fári; grjót og gler út um allt og blóðugt fólk. Rúðurnai’ í bflnum vom brotnar og ég hreinsaði úr fram- glugganum. Einhver kom og sagði að við hefðum bara mínútu til stefnu, svo við ókum burtu, tókum eitthvað af særðu fólki með okkur og forðuðum okkur í eldi og grjótregni. Svona eftir á að hyggja var þetta eins og í stríðs- mynd.“ Sváfum ekki mikið þá nótt Þau gengu svo að bflnum, þegar þau töldu sig komin á ömggt svæði, og fóm til Þýzkalands, en komu aftur til Enschede um kvöldið og fengu gist- ingu hjá vinafólki. Fólk flúði heimili sín í skelfingu þegi SPRENGINGIN í FLU Björgunarmenn segja nær enga v finna fólk á Iffi í rústum húsa í bæ þar sem a.m.k. 20 manns létust o slösuðust í gríðarlegri sprengingt flugeldageymslu „Við sváfum ekki mikið þá nótt,“ segir Arianne. ,AUtaf þegar við vomm að festa blund, hmkkum við upp aftur. Og gassprengingarnar buldu í eyr- um,“ segir Bjami. Hvernig sofa þau núna? Þau horfa hvort á annað. „Ekki vel, en þó betur en fyrstu nóttina. Þetta kemur allt saman,“ seg- íslenskur læknir tók á móti slösuðum Margir upplifðu hryllilega atburði HELGI H. Helgason læknir var á vakt í sjúkrahusinu í Enschede þeg- ar sprengingin varð í flugelda- verksmiðjunni. „Við fundum alveg þrýstinginn,“ segir hann. „Svo um fimm mfnútum síðar var ég kallað- ur niður og þá kom bara holskefla af særðu fólki og fjölskyldum þess. Ég hugsa að þetta hafi verið um hundrað manns. Við vorum þarna þrfr læknar sem tókum á móti fólk- inu; deyfðum, saumuðum og bjugg- um um, en fengum fljótt aðstoð. Við sendum fólkið svo jafnharðan frá okkur í sjúkraskýli sem komið var upp í íþróttahúsunum, því við viss- um að von var á fleirum sem hefðu meiðst í sprengingunni. Mest voru þetta skurðir og sár sem fólk hafði fengið af flugeldum, grjóti og gleri. Það slösuðust um sex hundruð manns og ætli við höfum ekki tekið á móti fast að helmingi þess hóps.“ Helgi hugsar sig um þegar ég spyr hann hvort þetta hafi verið sérstaklega erfitt. „Það var það,“ segir hann svo. „Sum börnin voru illa meidd og margir höfðu upplifað hryllilega at- burði. Ég man til dæmis eftir lög- regluþjóni sem ég saumaði. Hann hafði verið að forða sér og öðrum manni þegar hann fann allt f einu eitthvað strjúkast við hliðina á sér. Þegar honum varð litið þangað sá hann að stærðarinnar múrsteins- stykki hafði lent hjá honum og ofan á hinum manninum." Helgi H. Helgason er í sérnámi í lyflækningum við sjúkrahúsið í En- schede, sem er með stærstu sjúkra- húsum í Hollandi. Ikve Enschede, Haag. AFP, AP, Reuters. HOLLENSKA þjóðin var í gær harmi slegin vegna atburðanna í bænum En- schede á laugardag er flugelda- geymsla í miðri íbúðabyggð sprakk með þeim afleiðingum að a.m.k. tuttugu manns létu lífið, yflr 500 slös- uðust og hundruð misstu heimili sín. Enn var verið að leita að fórnar- lömbum slyssins í rústum húsa um- hverfís vörugeymsluna í gær en björg- unarmenn töldu nær engar líkur á að finna þar fólk á lífi. Margra er enn saknað. Ekki hefur verið útilokað að um íkveikju hafí verið að ræða og var tilkynnt í gær að sjálfstæð rannsókn á tildrögum slyssins hefði verið hafin. Hollensk stjórnvöld hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna tildraga og við- bragða við slysinu en þarlendir fjöl- miðlar fullyrða að íbúar í nágrenni við vörugeymsluna hafi ekki vitað að þar væru geymd 100 tonn af kínverskum flugeldum. I stað þess að forða sér í fyrstu hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.