Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Maximus S Islendingur Augljóst er, ad þessi svokallaði Maxim- us var Islendingur, því að nafnið Max- imus hljómar næstum alveg eins og ís- lenska najhið Magnús, ogþvíþarfekki frekari heimilda við. Það er full ástæða til að hvetja íslendinga til að sniðganga kvik- myndina „Skylm- ingaþrællinn" (Gladiator), sem nú er komin upp á tjaldið hérlendis. í mynd- inni eru sagnfræðilegar stað- reyndir að engu hafðar, og spánskur maður settur í sögu- frægt hlutverk sem íslensk hetja í raun hafði í falli Rómarveldis. Er þarna rétt eina ferðina ver- ið að eigna Spánverjum mann- kynssöguhlutverk sem íslenskar hetjur unnu, líkt og þegar Kristófer Kólumbusi, sem líka var Spánverji (eða þama sunna- nað), var löngum hampað sem manninum sem fann Ameríku, þegar staðreyndin er sú, að það var Leifur VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson heppni sem fann nýja heiminn, eins og greint hef- ir verið frá í virtum, útlendum blöðum, og verður þar af leiðandi ekki dregið í efa. Kvikmyndin Skylmingaþræll- inn greinir frá Maximusi, sem var herforingi í liði Rómverja og vann mikla sigra gegn germön- um í norðri, og vildi Markús Ar- elíus Rómarkeisari að hann tæki við völdum og gerði Róm að lýð- veldi. En svo fór, að illviljaður og óvandaður sonur Markúsar, Kommódus, ætlaði sér keisara- embættið að föður sínum gengn- um, og með samsæri bolaði hann Maximusi í útlegð og hélt til Rómar og tók völdin. En Maximus, sem eins og flestum réttþenkjandi íslending- um hlýtur þegar að vera orðið ljóst, hét í raun og veru Magnús, -hófst til virðingar sem skylm- “ingaþræll í útlendum Rómar- veldis, og síðan lá leið hans til sjálfrar Rómar þar sem skarst í odda með honum og Kommódusi. Augljóst er, að þessi svokallaði Maximus var íslendingur, því að nafnið Maximus hljómar næst- um alveg eins og íslenska nafnið Magnús, og því þarf ekki frekari heimilda við. Það er aldeilis óskiljanlegt að bandarískir kvikmyndaframleið- endur skuli ekki vita betur en svo, að þeir trúi því að þetta hafi verið spánskur maður. Vita þess- ir myndagerðarmenn ekki að sendiherra íslands í Banda- ríkjunum, Jón Baldvin Hanni- balsson, lýsti því yfir nýverið að sjálf Smithsonian-stofnunin bandaríska hefði úrskurðað að það hefðu verið fslendingar sem fundu nýja heiminn, en enginn herjans Kólumbus? Reyndar dettur manni í hug að þeir hafí vel vitað þetta en um samsæri sé að ræða. Leikstjóri myndarinnar heitir Ridley Scott og er Breti, og aðalleikkonan í myndinni heitir Connie Nielsen og er dönsk. Þarna komu því greinilega saman tveir erki- fjendur Islendinga og ákváðu að hefna fyrir annars vegar sam- bandsslitin við Danakóng og hins vegar töpuð þorskastríð, með því að gera Magnús að Spánverja. Þessi Ridley er reyndar vel þekktur um allan heim fyrir að hafa gert myndir á borð við „Blade Runner“ og „Alien“, og er sagt að þessi nýja mynd hans standi þeim tveim hvergi á sporði. Skal hér viðurkennt að þetta er í alla staði rétt. í þessari mynd ber fyrir augu einhver flottustu atriði sem sést hafa í bíó, og þau hafa allt það yfír- bragð sem aðdáendur þessa ann- ars svikula kolabreta hafa kunn- að svo vel að meta síðan þeir féllu í stafi við að horfa á Blade Runner. Þá verður að nefna að Richard gamli Harris (annar Breti til!) leikur Markús Árelíus af sérdeilis grípandi snilld. Svo er þessi mynd og saga öll slík að ljóst er að hún er undir sterkum áhrifum frá íslenskum fornsögum. Þarna skylmast menn og höggva mann og annan (og annan og annan og annan...) í herðar niður. AJlt er þetta þó jafn smekklega gert og ef sjálfur Snorri Sturluson hefði um vélað. Má mikið vera ef Ridley þessi er ekki í raun og veru afkomandi Snorra. Slík er frásagnarsnilldin að hann hlýtur eiginlega að vera íslendingur. Ekki má gleyma drullunni, óhreinindunum og svitanum sem allar persónur eru ataðar, svo að segja frá upphafi til enda. Það rennur upp fyrir manni, að þetta er myndin sem Hrafn Gunn- laugsson er búinn að vera að reyna að gera frá þvi hann fyrst filmaði menn ataða auri, og hérna kemur líka vel í ljós hvað það er sem Hrafni hefir aldrei tekist að gera; það er að segja mynd með persónum sem manni stendur ekki nákvæmlega á sama um. Nú verður sendiherra Islands í Bandaríkjunum að bregða sér án tafar til Hollywood og hitta Steven Spielberg, aðaleiganda DreamWorks filmuverksmiðj- unnar sem stóð að gerð Skylm- ingakappans, og fá úrbót þess- ara mála. Ekki er að efa, að Spilbergur tekur vel í að leið- rétta þær misfærslur sem greinilega hafa átt sér stað. Getur Jón Baldvin sendiherra einfaldlega leitt Spilberg um sali Smithsonian og sýnt honum að það voru íslenskar víkingahetjur sem gerðu heiminn að því sem hann er í dag. Eins og Jón hefir bent á rengir enginn Smithsoni- an og þar af leiðandi mun Spil- bergur ekki efast. Svo er bara að vinda sér í að finna einhverjar heimildir um Magnús þennan, svo sagan megi skrifast í nákvæmum smáatrið- um. Síðan þarf að fá eriend blöð til að fjalla um þessa íslensku hetju og ísland yfirleitt. Þá munu útlendingar vita að ísland er mest og best í heiminum - eins og íslendingar hafa alltaf vitað. Reyndar hafa einhverjir menn með annarlega heilastarfsemi verið að sífra um að sagan um Maximus skylmingakappa gerist árið 180, og þess vegna geti Maximus ekki hafa verið íslend- ingur, því að á því ári hafi engir íslendingar verið til. En mönn- um sem láta svona verður hik- laust að svara með staðreyndum, og munu þeir þá fara að hugsa rétt, og vita að allar heimsins hetjur hljóta að vera íslending- ar. Háskólinn i Reykjavík - Væntanlegir kerfísfræðingar kynna loka- verkefnin sín í HR fram á miðvlkudag. Þeir hafa undanfarið unnið myrkranna á milli að hugbúnaðargerð. Gunnar Hersveinn spurði nokkra nemendur um verkefnin og forsvarsmenn um námið. Morgunblaðið/Golli Védís Siguijónsdóttir var í hópi sem hannaði vefverslun með léttvín. N etforritun áber- andi í kerfisfræði s % Arlega þarf að skipta um 30-40% námsgagna á nám- skeiðum 1 tölvunarfræðideild. % Verkefni eru oft unnin í fyrirtækjum og verða síðar fullgild vara á alþjóðlegum markaði. STARFIÐ í Háskólanum í Reykjavík við Ofan- leiti umbreytist síðustu vikur hverrar annar. Nemendur safnast saman í hópum til að vinna verk- efnin sín og skilrúmum er slegið upp á stofum og göngum. Síðustu dagana fyrir verkefnaskil er svo unnið langt fram á nótt og jafnvel sofið í skólanum. Verkefnum verður að skila á réttum tíma en þau eru annaðhvort raunveruleg verkefni í samstarfi við fyrirtæki eða þá að látið er eins og þau væru raunveruleg. Allt þarf að standast og virka. Nemendum finnst þetta vera mikil vinna en jafnframt skemmtilegasti og mest krefjandi tími annarinnar. „Mér líkar mjög vel í svona törn- um,“ segir Védís Sigurjónsdóttir á 1. ári í tölvunarfræðideild HR, „þá notum við það sem við höfum lært, fáum að nýta þekkinguna.“ „Við erum orðnir ansi lúnir,“ seg- ir Jónas Sigurðsson, eftir að hafa skilað verkefni um rafrænt sam- þykktarkerfi, um sig og félaga sína sem útskrifast í núna í sum- ar sem kerfisfræðingar frá HR, en þeir hafa unnið verkefni fyrir Fakta. Geta má þess að 3. júní útskrifast einnig fyrstu BS-nem- endur Háskólans í Reykjavík. skólar/námskeiö nudd Leiðarijós í starfi HR eru ný- sköpun, tölvu- og tæknivæðing og alþjóðavæðing. Hlutverk hans á að vera að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Nemendur eru núna um 430 en gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra verði tæp: lega 600 á næsta háskólaári. í HR eru tvær deildir auk Símenntar; tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. í undirbúningi er MBA-nám í rafrænum viðskipt- um. Nefna má að hægt er að taka 1. árið í tölvunarfræði í fjarnámi. Guðfinna S. Bjarnadóttir, rekt- or Háskólans í Reykjavík, segir mikla stemmningu ríkja í skólan- um þegar verkefnin eru leyst, en hefðbundin kennsla fellur niður á meðan. Verkefnavinnan er skyld hugmyndinni um „Problem based learning" - eða að nema með því að leysa verkefni/vandamál. Guðfinna segir tilganginn m.a. vera eftirfarandi, að: Vekja at- hygli á gagnsemi fræðilegra námsgreina, stuðla að verkþekk- ingu og verklagskunnáttu, þálfa „Gott að læra að vinna í hóp“ „Við erum alltaf að gera eitt- hvað nýtt,“ segir Védís Sigur- jónsdóttir, en hún er á 1. ári í kerfisfræði við tölvunar- fræðideild Háskólans í Reykja- vík, „þetta er ny'ög krefjandi svið vegna þess að það þarf að fylgjast vel með.“ Hún er stúd- ent frá Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi og var í eitt ár í almennu tölvunámi í Banda- ríkjunum. „Mér líka verklegu tarnimar vel, að fá að nota það sem mað- ur hefur lært og nýta þekking- unu. Það er gott að fá að spreyta sig upp á eigin spýtur í skjóli kennaranna." Henni finnst einnig gott að iæra að vinna í hóp, enda er það mikilvægt þegar út í at- vinnul/fið er komið. „Hiuti af náminu er að spjara sig f hóp,“ segir hún, „við fáum krefjandi verkefni sem við þurfum að leysa saman. Við þurfum að skipuleggja tíma okkar vei og standast áætlanir." Védís og hópurinn hennar hannaði vefverslun með léttvín, og þurftu þau að huga að öllu frá A-Ö: Smíða kerfið og einn- ig ýmisskonar viðbætur eins og til að svara spumingum um hvaða vín henti með tilteknum mat eða hvað aðrir hafi keypt sem hafi valið svipað og sá sem er að velja. Afgreiðslan þarf að virka og einnig umsjón með viðskiptavinum. Hópurinn fékk svo einkunn fyrir verkið og þurfti einnig að sýna vöruna; virkni hennar og fiæði lfkt og á sölusýningum. Védís segir cinna erfiðast að velja sér svið innan kerfísfræð- innar. Eftir það sé svo aðal- málið að fylgjast vel með. ■ www.nudd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.