Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ALFRED ROSENBERG DANÍELSSON + Alfred Rosen- berg Danielsson fæddist í Reykjavík 4. desember 1952. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 6. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Daníel Jónas- son, f. 16. janúar 1917, d. 1975, og Est- her Rosenberg Jón- asson, f. 27. desem- ber 1918. Hinn 19. mars 1977 kvæntist Alfred Guðríði Lilju Guð- mundsdóttur. Foreldrar hennar eru Guðmundur R.L. Karlsson, f. 11. september 1930, og Margrét Stella Guðmundsdóttir, f. 23. september 1934. Alfred og Lilja eignuðust saman þrjú böm. Þau em: 1) Kristín Ásta, f. 1975, gift Högna Einarssyni, f. 1974, og eiga þau eina dóttur, Andreu Sif, f. 1997. 2) Ragnar Már, f. 1979. 3) Daníel Már, f. 1986. Alfred stundaði nám við Hótel- og veitingaskólann og lauk þar námi árið 1973 sem mat- reiðslumaður. Að námi loknu hóf hann sjómennsku og var lengst af hjá Eim- skip sem matreiðslu- maður og bryti. Hann kom í land ár- ið 1992 og fór þá að vinna í Kassagerð Reykjavíkur. Eftir það vann hann hjá Samhjálp sem matreiðslumað- ur í tæp tvö ár. Hann hóf síðan störf hjá sælgætisgerðinni Mónu og starfaði þar þangað til hann lést. Útför Alfreds fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku hjartans pabbi minn. Ég yeit ekki hvernig ég á að kveðja þig þegar ég trúi ekki að þú sért farinn. Þegar mamma hringdi á miðnætti á sunnudaginn og sagði mér að þú værir uppi á spítala stöðvaðist hjart- að um stund. „Ég er á leiðinni,“ var það eina sem ég gat sagt og hljóp út. Ég fann það strax að þetta var al- varlegt. Ég brunaði upp á spítala og stuttu seinna fengum við að tala við lækn- inn, en við vorum í svo miklu sjokki að við skildum ekki orð af því sem hann sagði. Svo fengum við að sjá þig og mér fannst ég svo hjálparlaus. Þú varst svo fluttur upp á gjörgæsludeild og þar lést þú, pabbi minn. Mér finnst svo skrýtið að hugsa til + Okkar kæra, PÁLÍNA SVEINSDÓTTIR frá Stóru-Mörk, Hæðargarði 33, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 14. maí. Sigfús Sveinsson, Guðrún Sveinsdóttir, Leifur Þorsteinsson, Sturla Þorsteinsson, Áshildur Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Ketilsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Guðleif Sigurðardóttir, Soffía Steinunn Sigurðardóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA GÍSLADÓTTIR THORODDSEN, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 13. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Börkur Thoroddsen, Adda Gerður Árnadóttir, Ragnar Stefán Thoroddsen, Gísli Thoroddsen, Bryndís Þ. Hannah, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs sonar míns, bróður, mágs og frænda okkar, EINARS BALDURS ELÍASSONAR, Sléttu, Vestur-Skaftafellssýslu. Sérstakar þakkir fá Svava Ólafsdóttir og fjölskylda fyrir ómetanlega 1 hjálp. Guð blessi ykkur öll. Jónína Einarsdóttir, Elín Elíasdóttir, Ásgeir Einarsson, Páll Elíasson, Elías Ásgeirsson, Karlotta Sigurveig Ásgeirsdóttir, Jónas Freyr Ásgeirsson. þess að það er rétt rúmur mánuður síðan við fermdum Daníel Má og allt var svo yndislegt, þú í eldhúsinu með svuntuna eins og alltaf í öllum veisl- um, hlæjandi að gera grín. Engum datt í hug að þetta ætti eftir að verða í síðasta sinn. Elsku pabbi, ég sakna þín svo mik- ið og ég trúi ekki að Andrea Sif eigi ekki eftir að kynnst þér betur. Þú varst svo hamingjusamur þegar ég sagði þér að ég ætti von á bami, þú hefur alltaf verið svo mikill bama- karl og öll börn hændust svo að þér. Því var afahlutverkið þér alveg eðli- legt. Ég var bara búin að vera með Högna í nokkra mánuði þegar þú byrjaðir að spyrja hvenær bama- bamið kæmi og það leið ekki nema eitt og hálft ár þangar til Andrea Sif fæddist. Hún spyr svo oft um þig og ég er búin að segja henni að þú sért hjá Guði á himninum og að þér líði vel en hvernig útskýrir maður fyrir þriggja ára telpuhnokka að hún eigi ekki eftir að sjá hann afa Rósa sinn aftur. Það er svo erfitt. En minningarnar em margar og góðar, eins og við brúðkaup okkar Högna þegar þú leiddir mig inn kirkjugólfið. Ég veit ekki hvort okk- ar var meira stressað ég eða þú enda hlógum við mikið að því seinna og ræðan sem þú hélst var svo innileg og tala allir ennþá um það hve hún var góð. Þetta var svo góður dagur. Mamma og strákarnir sakna þín sárt, heimilið verður ekki eins án þín, allt er svo tómt. Þið mamma elskuð- uð hvort annað svo heitt enda búin að vera gift í 23.ár. Pabbi minn, vonandi líður þér vel þar sem þú ert. Viltu vaka yfir okkur og passa okkur. Ég elska þig svo mikið. Þín dóttir að eilífu Kristín Ásta. Elsku pabbi. Við ætlum að reyna að skrifa nokkur orð til þín, en það er svo erfitt að koma því á blað hvemig okkur líður. Minningarnar verða alltaf í hjarta okkar eins og þegar við fórum í ferðalög til útlanda eða í úti- legur. Þú kenndir okkur margt, t.d að veiða sem okkur þótti svo gaman að gera saman. Þú fórst svo oft með Daníel í bíltúra því hann er svo mikill bílakarl. Hann á eftir að sakna þess mikið að geta ekki rúntað með þér á bílasölurnar og rætt við þig bílamál. Við elskum þig svo mikið og trúum ekki að þú sért dáinn, þetta gerðist allt svo fljótt, allt í einu varst þú far- inn frá okkur og eftir situr tómleik- inn. Elsku pabbi, vertu alltaf hjá okkur og passaðu líka mömmu því að hún saknar þín svo mikið. Þínir synir Ragnar Már og Daníel Már. Elsku Rósi. Yfir okkur flæða minningar um góðar stundir sem við áttum saman fjölskyldan. Um góðan tengdason sem var alltaf boðinn og búinn þegar gera skyldi góða veislu. Það var sama hvað stóð fyrir dyrum, afmæli eða brúðkaup og allt þar á milli. Við ferðuðumst oft saman, inn- anlands og utan og margar stundir áttum við í sumarbústaðnum við Apavatn. Þú varst sem einn af okkar börnum og vinur í raun. Við vorum alltaf velkomin á heimili ykkar Lilju og barnanna. Það er erfitt að kveðja, tíminn er svo stuttur. Nú ertu farinn, alltof snemma. Við biðjum góðan Guð að vera með dóttur okkar og barnabörnum. „En öllum þeim sem tóku við Hon- um, gaf Hann rétt til að verða Guðs böm.“ (Jóh.1,12.) Stella og Guðmundur. Mig langar til að kveðja þig Rósi minn með nokkrum orðum. Ég sit héma í Noregi og á erfitt með að átta mig á því að þú sért farinn frá okkur úr þessum heimi. Við hittumst síðast um jólin og þá varstu svo hress. Ekki gmnaði mig að það yrði í síðasta skipti sem ég sæi þig. Maður tekur lífinu allt of mikið sem sjálfsögðum hlut. Ég á eftir að sakna þín mikið, elskulegi mágur minn. Þú varst allt- af tilbúinn að hjálpa ef maður bað þig um aðstoð. Hvað sem það var, þá gastu alltaf bjargað málunum. Ef það var fermingarveisla, skírn eða annað, þá gastu alltaf hrist fram úr erminni dýrindis mat, enda listamað- ur á því sviði. Elsku Rósi minn, ég bið Guð um að blessa þig og varðveita. Elsku Lilja mín, Kristín Ásta, Ragnar Már, Daníel Már, Högni og Andrea Sif, ég bið góðan Guð um að blessa ykkur og hjálpa í þessari miklu sorg. Ég kveð með þessum orðum. Hve dýrðleg er sú vissa aðvitaað Jesúser sá vinur sem á himninum biðurfyrirmér. Hann fyrigefur misgjörðir, sjúka læknar sál. Hann sér og skilur ávallt hin leyndu hjartans mál. Hann elskar mig, hann elskar, hann elskar mig svo heitt. Hann veit hvað hjartað þráir ogsynjarekkineitt Hann frá mér voða víkur ogvotaþerrarbrá. Egveitumeilífðalla éguni Jesúhjá. (Kristrún Soffía Jónsd.) Þín mágkona, Erla. Margar góðar minningar eigum við um góðan mann sem var okkur sem bróðir. Við vorum óviðbúin þeiiri frétt að þú værir á förum frá okkur. Það er erfitt að kveðja, sérstaklega þegar ekki er hægt að faðma þig eins og alltaf þegar við kvöddumst. Þú vandaðir til þeirra verka sem þú tókst að þér. Má þar nefna brúðkaup Kristínar Ástu og Högna sem var í alla staði glæsilegt. Eink- anlega er okkur minnisstæð ræðan sem þú hélst sem faðir brúðarinnar, ræðu um hjónabandið og fjölskyldu- böndin. Elsku Rósi. Við viljum þakka þér fyrir þennan tíma og þær góðu stundir þegar öll fjölskyldan var saman. Við biðjum Guð að blessa og styrkja Lilju okkar og fjölskyldu. Helga og Einar, Ólafur og Elín, Ómar og Cassia, Karl Emil og Kristín. Hann Alfred Rósenberg (Rósi) er látinn. Hjá honum er dagur að kveldi kominn. Sú stund sem við öll eigum fyrir höndum, og ávallt er blandin sársauka og trega. En þá koma upp í huga manns allar gleðistundirnar. Minningar sem eiga eftir að lifa með manni um ókomin ár. Þannig hef ég upplifað það sem mín elskulega tengdadóttir hefur ætíð rætt um föð- ur sinn, sem af guðs náð var besti bryti sem hún þekkti. Það fór enginn í sporin hans hvort heldur í brauð- tertugerð eða er baka þurfti fínar af- mælistertur. Smá brot af yndisleg- um hugsunum um elskulegan föður. Það var miður hversu kynni okkar Rósa voru stutt, en þó eru minning- amar margar. Fyrst þegar börnin okkar taka saman, flytjast búferlum til Noregs, koma heim fyrr en skyldi vegna heimþrár. í kjölfarið fæddist svo prinsessan okkar, hún Andrea Sif. Gifting þar sem Rósi stóð eins og hetja og stjórnaði eins og honum var lagið. I afmælisveislum og nú síðast um páskana í fermingu hjá Daníel, yngsta syni Lilju og Rósa. Þannig hlaðast upp minningar um kynni af góðum dreng sem burtu var kvaddur langt um aldur fram frá ástkærri fjölskyldu. Ég og fjölskylda mín viljum þakka Rósa fyrir samfylgdina og biðjum al- góðan Guð honum blessunar. Lilja mín, við biðjum Guð að veita þér, bömunum og aldraðri móður Rósa þrek og styrk á þessari erfiðu stund. Einar Högnason. Við hugsum mikið til Lilju og barnanna hennar þessa dagana. Á litlum vinnustað eins og Hótel íslandi þekkist starfsfólk vel, og auk þess að vera maðurinn hennar Lilju okkar, leysti Rósi úr mörgum vanda- málum hótelsins. Hann gekk í störf matreiðslumanna með meiru, og lagði á sig mikla vinnu og tilfæringar til þess. Hann var tilbúinn að gera hvað sem var fyrir okkur og okkur þótti vænt um hann. Við sendum Lilju, Kristínu, Ragn- ari og Daníel okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Vinir á Radisson SAS Hótei íslandi. + Ástkær móðir okkar, NANNA BJÖRNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, lést að morgni laugardagsins 13. maí. Vigdís Esradóttir, Dóra Hjálmarsdóttir, Björn Hjálmarsson, Ólafur Hjálmarsson, Eiríkur Hjálmarsson, Helgi Hjálmarsson. + Ástkær eiginmaðir minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINN GUÐLEIFUR KRISTJÁNSSON leigubílstjóri, Álftahólum 6, Reykjavík, lést laugardaginn 6. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Erna Marteinsdóttir og fjölskylda. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, BERGLJÓT H. GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu aðfaranótt laugardagsins 13. maí. Júlíus Pétursson, Torill Holte, Bergljót Júlíusdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.