Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 53 MINNINGAR GUÐBJÖRG ÁRNADÓTTIR + Guðbjörg Árna- dóttir fæddist í Tungu á Húsavík 3. febrúar 1919. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 18. apr- fl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Jósefsdóttir og Ámi Bjarnason. Systkini hennar voru Friðfinnur, Guðrún, Baldína og Bjarni, sem öll eru látin, eftir lifír yngsta systirin, Ásdís. Guðbjörg giftist Guðmundi Aðalsteinssyni og áttu þau eina dóttur, Hörpu. Guðmund- ur drukknaði 9.2. 1946. Seinni maður Guðbjargar var Svavar Sig- urjónsson frá Flatey á Skjálfanda og hann lést 30.9. 1989. Harpa giftist Sævari Straumland og áttu þau tvö böm, Guðbjörgu og Björn Grétar, Guðbjörg er gift Guðlaugi Magga Einarssyni og eiga þau bömin Hörpu, Heru og Einar Elías, unnusta Bjöms Grét- ars er Þóra Björk og á hún dótturina Þór- eyju Helgu. Seinni maður Hörpu var Birgir Harðarson, hann lést 20.6.1987. Guðbjörg útskrifaðist frá Hús- mæðraskólanum á Laugum. Hún vann sem ung kona við ýmis störf. Útfór Guðbjargar fór fram frá Langholtskirkju 27. aprfl. Fátt er erfiðara en að kveðja þann sem manni þykir vænt um og hefur þekkt alla sína ævi. Elsku mamma mín, það er margs að minnast og þakka. Penninn verð- ur stirður og augun fyllast af tárum og ég veit ekki hvar ég á að byrja. Hugurinn reykar fyrst til barn- æsku minnar, ég var aðeins eins árs gömul þegar sorgin bankaði á dyrn- ar hjá okkur en þá drukknaði eigin- maður þinn og pabbi minn í einu mannskæðasta óveðri á Islandi. Þessa nótt fórust margir sjómenn og ungar konur urðu ekkjur og lítil börn föðurlaus og vorum við í þess- um hópi. Þrátt fyrir þessa miklu sorg kom styrkur þinn fljótt í ljós. Þarna stóðstu eftir ung kona nýgift, með litlu dóttur þína, allir þínir draumar að eiga hamingjusama framtíð með manninum sem þú elskaðir og litlu dótturinni hurfu á augnabliki. Mamma mín, þú varst hetja á þessum árum, þú brást mér ekki, ég fékk alla þína ást og blíðu, fal- legt heimili og gott uppeldi. I 16 ár vorum við tvær, þú varst til fyrir mig og ég fyrir þig. Seinni maður þinn var Svavar Sigurjónsson frá Flatey á Skjálf- f LEGSTEINAR Granít HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is anda en þá varst þú búin að vera ekkja í 16 ár og hafðir bara hugsað um mig og aldrei hugleitt að kannski ættirðu eftir að finna ham- ingjuna með öðrum manni. En það gerðist svo sannarlega 1960, ég man ennþá hvað ég var hamingjusöm fyrir þína hönd þegar þið Svavar giftust, hann fyllti líf okkar umhyggju, trausti og gleði og hann gekk mér í föðurstað, sem var vandalaust fyrir hann, jafnvel þótt ég væri á viðkvæmum aldri, seinna varð hann afi barnanna minna og besti vinur minn. Mamma mín, þú áttir gott líf með Svavari, hann bar þig á höndum sér ° S. HELGASOIM HF STEINSMIÐJA Skemmuveqi 48, 200 Kop. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is Varanleg minning 6f meitlub ístein. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS V Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Eiitarsson útfararsljóri, simi 896 8242 Sverrir Olseti útfararsljóri. FrrJmJtspi Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is allt til þess dags er hann var kallað- ur burt fyrirvaralaust. Það var okk- ur mikil sorg og ekki síst börnunum mínum en hann var í þeirra augum besti afi í heimi þótt skyldleikann vantaði. Heimili ykkar Svavars í Glaðheimum 24 var alltaf fasti punkturinn í lífi okkar og þangað var gott að koma. Glaðheimarnir voru annað heimili barnanna minna, þar máttu þau borða og sofa þegar þau óskuðu þess, það var líka nóg rúm fyrir leik og gleði. Það var sérlega gott að vera hjá ömmu þeg- ar þau voru veik, þá fengu þau sér- staka umönnun, eitthvað sem amma gerði betur en allir aðrir. Síðan eru liðin níu ár, á þessum tíma missti ég manninn minn og aftur stóðum við tvær í sömu stöðu og þá komu okkur til hjálpar þessi sterku bönd sem voru á milli okkar alla tíð. Elsku mamma mín, þegar litið er um öxl er minningarbrunnurinn ótæmandi en hér læt ég staðar numið. Eg kveð þig með söknuði um leið og ég þakka fyrir hvað við áttum langa samleið. Þakka þér fyrir allt. Hver þekkir mátt, er móðir veitir mild og kærleiksrik? Allri sorg í unað breytir, engin er henni lík. Hvar finnst vinur hlýr, svo góður hjartans mýkja sár? Hvað er betra en bh'ðrar móður bros og hygðartár? Þín dóttir, Harpa Guðmundsdóttir. □mnmiiimiir H H H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur *■- P E R L A N Sími 562 0200 Kjossar á (eiði Otyðfrítt stáí - varanCegt eftii ‘Krossamir em framCeiddir úr fivítfiúðuðu, ryðfríu stáfi. Minnisvarði sem endist um ókomna tíð. Sótfross m/fjeisium. Síœð 100 smfrájörðu. ‘Tvöfaídur ifoss. 'Tíæð 110 smfrájörðu. Ttringið í síma 431-1075 oy fáið íitabækíing. BLIKKVERKsf Dalbraut 2,300 Akranesi. Sími 431 1075, fax 431 1076 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, sr. HEIMIR STEINSSON, Þingvöllum, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi aðfaranótt mánudagsins 15. maí. Dóra Erla Þórhallsdóttir, Þórhallur Heimisson, Ingileif Malmberg, Arnþrúður Heimisdóttir, Þorlákur Sigurbjörnsson, Dóra Erla, Rakei, Hlín og Heimir Sindri. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KARL LÚÐVÍK MAGNÚSSON, Sólheimum 25, lést á Landspítalanum föstudaginn 12. maí. Kolbrún Thorlacíus, Hrefna Margrét Karlsdóttir, Einar Hreinsson, Selma Karlsdóttir, Guðmundur Hugi Guðmundsson, Birta Hugadóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGURLAUG ÓLAFSDÓTTIR, Steinagerði 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 12. maí. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstu- daginn 19. maí kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítalans (s. 560 1300). Óskar K. Ólafsson, Ólafur M. Óskarsson, Hólmfríður Pétursdóttir, Rúnar Óskarsson, María Antonsdóttir, Valdimar Ó. Óskarsson, Kristín S. Guðmundsdóttir og barnabörn. Faðir okkar, er látinn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HJÁLMAR BERNHARD KJARTANSSON, Dalbraut 1B, Hnífsdal, lést á heimili sínu fimmtudaginn 11. maí. Helga Ingvarsdóttir og aðstandendur. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, PÁLLJÓNSSON, Hátúni 6, Vík í Mýrdal, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, laugardaginn 13. maí. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 20. maíkl. 11.00. Sigríður Sveinsdóttir, Anna Sigríður Pálsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ása Pálsdóttir, Sveinbjörg Pálsdóttir, Sveinn Pálsson, Bjarni Jón Pálsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.