Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 55 MINNINGAR + Magiica Guðný Guðraundsdóttir fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1912. Hún lést í Seljahlíð, Hjallaseli 55, 7. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- mundur Magnússon og Sigríður Helga- dóttir. Magnea var ein af níu systkinum, átta komust upp og eru fjögur þeirra á lífi. Þau eru María, Magnús, Sigur- munda og Halldóra. Eiginmaður Magneu var Bjarni Guðmundsson, f. 7.11.1910, d. 3.4. 1978. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru Elvar, Jóna, Ester, Sigur- geir og Bjarni Már. Magnea eignaðist 14 bamaböm og 21 langömmubarn. Utfor Magneu fer fram frá Að- ventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma. Þær eru margar minningarnar sem koma fram í hugann, nú þegar við kveðjum þig. Okk- ur langar að minnast á nokkrar þeirra. Hádegisverðir á hvíldardögum eftir kirkju, en þá var alltaf á borðum nautahakk og spaghettí, kartöfl- ur (fyrir þig og pabba), fanta, Libbys- tómatsósa, ís, ískex og góð íssósa. Þegar líða tók á hádegisverðinn bættust oft fleiri fjöl- skyldumeðlimir í hóp- inn og allir gæddu sér á því sem á boðstólum var. Stundum settist þú niður við píanóið og spilaðir sálma. Jóna frænka og mamma gauluðu með. Verslunarferðir í Hagkaup á föstudögum þar sem þú gladdir okkur alltaf með súkklaði-staurum þegar út í bíl var komið. Þegar þú fékkst okkur til þess að hlæja með því að taka út úr þér tennurnar og spjalla. Þegar við sátum með þér í kirkju og fengum að rannsaka veskið þitt, oft fannst eitthvað gotterí á botn- inum og svo allt hitt sælgætið sem við komumst í heima í Hólmgarði. Skemmtilegu stundirnar úti á bletti, þú þurftir nú aðeins að ganga út að snúrustaur og þá varstu orðin fallega brún. Þú sagð- ir að ástæðan væri sú að þú værir komin af indíánum. Þegar við tvær eldri systurnar vorum að læra á píanó og fengum að æfa okkur heima hjá þér, þá fylgdistu vel með og leiðbeindir okkur. Við vorum svo heppnar að búa í sömu götu og þú og gátum því oft leitað til þín. Hvort sem við vorum litlar stelpur eða eftir að við urðum stórar stelpur og Magga eignaðist Hjálmar Þór. Þú varst alltaf tilbúin til að líta eftir honum og þurftir eitt sinn að spretta úr spori þegar hann ákvað, tveggja ára, að athuga hvað langamma væri létt á sér. Þú varst alltaf ljúf og góð og hafðir ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni. Elsku amma, sofðu rótt. Hlökk- um til að hitta þig og afa síðar. Kær kveðja. Magnea Guðný, Jóna Björk og Hildur Yr Hjálmarsdætur. Elsku langamma. Takk fyrir allt. Sofðu rótt. Kær kveðja. Þinn Hjálmar Þór. MAGNEA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, DRÖFN FRIÐFINNSDÓTTIR myndlistarmaður, Hindarlundi 6, Akureyri, sem iést á heimili sínu að kvöldi fimmtu- dagsins 11. maí verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. maí kl. 13.30. Guðmundur Óskar Guðmundsson, Kristín Petra Guðmundsdóttir, Birgir Snorrason, íris Guðmundsdóttir, Sigþór Gunnarsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Fjölnir Þór Árnason og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdmóðir, amma og langamma, MAGNEA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, Seljahlíð, Hjallaseli 55, áður til heimilis í Hólmgarði 20, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. maí. Útför hennar fer fram frá Aðventkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 16. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Systrafélagið Alfa. Fyrir hönd aðstandenda, + Kristinn H. Beck fæddist að Kollaleiru á Reyð- arfirði 27. október 1944. Hann lést á heimili sínu á Reyð- arfirði 5. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hallfrfður Guðmun- dsdóttir og Hans Ríkharð Beck en þau eru bæði iátin. Systkini Kristins eru: Þuríður, búsett í Reykjavík, Inge- borg, búsett á Reyðarfirði, Guðmundur Már, búsettur á Reyðarfirði og Þor- björg, búsett á Reyðarfirði. Kristinn stundaði fyrst sjó- mennsku en vann svo við smíð- ar. Utfór Kristins var gjörð frá Reyðarfjarðarkirkju föstudag- inn 12. maí og fór fram í kyrr- þey. Hinzta kveðja skal send sveit- unga mínum og góðvini þegar lífs- göngu hans er lokið. Eigi má sköp- um renna og undarlega ólíka örlagaþræði spinna skapanornir okkur mannanna börnum á ævinn- ar leið. Kristinn vinur minn hefur kvatt þetta mannlíf og minningar margar sækja munans heim. Hann fæddist og ólst upp á næsta bæ við mig, faðir hans og fósturfaðir minn systrasynir og mæt vinátta milli foreldra hans og okkar í Seljateigi. Síðar varð hann nemandi minn um hríð og þá vorum við lengi sam- sveitungar og honum náði ég því að kynnast allvel, en hann var dul- ur maður og fengu fá- ir að skyggnast um í hugarheimi hans. Auðna hans ekki alltaf sem skyldi en góða átti hann mannkosti og kom það víða fram á vegferð hans. Hann var eðlis- greindur vel og þegar hann tók sig til að læra þá skilaði hann ágætum einkunnum svo sem öll efni stóðu til. Hugur hans hneigðist snemma til smíða, hann var löng- um áhlaupamaður við verk hvert sem hann tók sér fyrir hendur, af- ar hagur og velvirkur, smiðsaugað glöggt eins og hjá svo mörgum í hans ættum. Hann gat auðveldlega á gleðinnar strengi slegið og var bæði orðhagur og orðheppinn, hann las mikið og hafði margan mætan fróðleik á takteinum, gæddur var hann leikhæfileikum, hermdi svo vel eftir að unun var á að hlýða, enda athyglisgáfan og eftirtektin allt til smáatriða ríkar. Kristinn átti sínar ákveðnu lífs- skoðanir og hélt þeim fram af festu og ærinni rökvísi, hreinskipt- inn í fálæti sínu oft á tíðum, hann var fjarri því að vera allra en glað- astur í góðra hópi og lék þá oft á als oddi, hann var fastlyndur og trygglyndur, þar sem hann tók því. Hann fékk eflaust aldrei notið sinna góðu eðliskosta sem skyldi, en þá átti hann sannarlega innst inni þó oft væru duldir bak við harða skel kaldranans. Hann var barngóður mjög og vinur vina sinna og fáir honum slíkir sem fólkið hans í Trévangi þar sem hann vann svo lengi við smíðar. Hlý verður því hinzta kveðjan nú og vorsólu vermd. Að leiðarlokum er honum kært þökkuð samfylgd um langa leið, fyrir allar þær góðu stundir er við áttum saman og rifjast nú upp ein af annarri. Aðstandendum hans sendum við Hanna einlægar sam- úðarkveðjur. Kristni er sannrar blessunar beðið á þeim leiðum ei- lífðarinnar er hann nú fær fetað. Blessuð sé minning hans. Helgi Seljan. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR PÁLSDÓTTIR frá Vinaminni, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, fimmtudaginn 18. maí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á kvenfélagið Líkn, Vestmannaeyjum. Guðgeir Matthíasson, Lovísa Sigurðardóttir, Þorsteinn Matthíasson, Guðný Helga Grvar. KRISTINN HANSSON BECK Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Eivar, Jóna, Ester, Sigurgeir og Bjarni Már Bjarnabörn. t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ÞÓRBJÖRG E. MAGNÚSDÓTTIR KVARAN frá Sæbóli, Aðalvík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 18. maí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknardeild Landspítalans, sími 560 1300. Jón Kvaran, Hrafnhildur Eik Kvaran Egilson, Björn N. Egilson, Gunnar Ó. Kvaran, Sigríður Þorvaldsdóttir Kvaran, Bergþóra Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNALÍSA H. SIGURÐARDÓTTIR, Þórunnarstræti 118, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 5. maí 2000. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks H-deildar FSA fyrir frábæra aðhlynningu og vina og vandamanna fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Stefán Sigurðsson, Lilja Stefánsdóttir, Karl J. Guðmundsson, Helga Stefánsdóttir, Sóldís Stefánsdóttir, Aðalsteinn S. Sigfússon, barnabörn og barnabarnabarn. t Alúðar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, NJÁLS INGJALDSSONAR, Hagamel 33, Reykjavík. Hjördís Jónsdóttir, Guðrún Njálsdóttir, Þóra Hrönn Njálsdóttir, Sigurjón Pétursson, Ragnheiður Njálsdóttir, Magnús R. Dalberg, Helga Bestla Njálsdóttir, Björn Hermannsson, Laufey Ása Njálsdóttir, Baldvin Valtýsson, Sigríður Hulda Njálsdóttir, Gunnar Guðni Tómasson, Edda Njálsdóttir, Örn Kr. Arnarson, barnabörn og barnabarnabarn. ff- r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.