Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Börn eiga rétt á aö búa viö ástríki foreldra Eyrún Ósk Kristján Hans Inga Dóra A. Jónsdóttir Óskarsson Gunnarsdóttir FIMMTUDAGINN 4. maí síðast- liðinn birtist grein í Morgunblaðinu eftir Katrínu H. Stefánsdóttur, þai' sem hún gagnrýndi harðlega þá sem styðja ættleiðingar samkyn- hneigðra. Katrín segir í grein sinni að ætt- leiðingarmál séu eingöngu réttinda- mál bama en ekki réttindamál sam- kynhneigðra eða gagnkynhneigðra. Við erum sammála Katrínu í þessum efnum. Það er réttindamál bama að fá að búa við ástríki foreldra og finna fyrir öryggi heimilisins. Það er aftur á móti réttindamál samkynhneigðra, að litið sé á þá sem einstaklinga, en ekki tölfræðilegt hugtak, eins og allra annarra. Katrín segir í grein sinni að langlíf sambönd samkynhneigðra séu mjög sjaldgæf og vitnar þar í konu sem staðhæfði að langlíf lesbísk sambönd væra goðsögn. Fyrir utan það hversu röng þessi fullyrðing er kem- ur þetta málinu einfaldlega ekkert við. Þeir einstaklingar sem ætla að ættleiða bam þurfa að vera í traustu og stöðugu sambandi. Ættleiðingar- ferlið er mjög strangt og heimilisað- stæður era kannaðar í þaula, þar af leiðandi getur par, sem ekki er í traustu sambandi (í staðfestri sam- búð), ekki ættleitt bai-n. Katrín og fleiri virðast ganga út frá þeirri hugmynd, að samkyn- hneigð gangi út á kynlíf, alla vega bendir röksemdafærsla þeirra til þess, þar sem sífellt er verið að benda á hinar og þessar rannsóknir á kynlífsvenjum samkynhneigðra sem forsendu fyrir því að samkynhneigð- ir ættu ekki að fá að ættleiða börn. Hennar helstu rök era meint laus- læti samkynhneigðra, og almenn hegðun í kynlífi, ásamt því að börn samkynhneigðra séu líklegri til að verða samkynhneigð en böm gagn- kynhneigðra. Máli sínu til stuðnings vitnar hún í rannsóknir, sem útgáfufélagið „Homosexuality", sem stofnað var að framkvæði Alfred Kinsey, gaf út. Samkvæmt þessum rannsóknum áttu 60% samkynhneigðra karla meira en 250 elskhuga um ævina og önnur 28% höfðu átt yfir 1.000 elsk- huga um ævina. Til þess að sýna samanburð staðhæfði Katrín að rannsóknir sýndu að gagnkyn- hneigðir karlmenn ættu að meðaltali samneyti við 5-9 konur um ævina. Þegar tölfræði er skoðuð verður ætíð að hafa varann á, því að tölur geta auðveldlega blekkt fólk þegar það þekkir ekki bakgranninn. Þær rannsóknir sem útgáfufélagið „Homosexuality" hefur gefið út era lang flestar byggðar á ævistörfum Alfreds Kinsey. Það vora rannsóknir á kynlífi bandarískra karlmanna sem vora birtar 1948 og rannsóknir á kynlífi bandarískra kvenna sem vora birtar 1953. Við verðum að leiða hug- ann að því, að þessar rannsóknir vora gerðar í fordómafullu banda- rísku þjóðféiagi, á áranum eftir seinni heimstyrjöldina, þar sem kyn- líf var bannorð. Þetta leiddi til þess Ættleiðingar Þeir sem bera velferð barna fyrir brjósti, segja Eyrún Ósk Jóns- ddttir, Kristján Hans Oskarsson og Inga Ddra A. Gunnarsddttir, ættu frekar að kapp- kosta að uppræta fordóma hér á landi. að Alfred og félagar hans áttu í mikl- um erfiðleikum með að fá fólk til þess að taka þátt í rannsókninni. Það var því mjög sérstæður hópur sem samþykkti að taka þátt í rannsókn- unum og þar af neitaði meira en helmingurinn að svara sumum spurninganna. Þeir sem svöraðu vora því eingöngu þeir frjálslynd- ustu. Þessar rannsóknir eru því eng- an veginn tölfræðilega marktækar, en gefa hinsvegar ágætis mynd af kynlífsvenjum þeirra frjálslyndustu í kynlífsmálum á 5. og 6. áratugnum í Bandaríkjunum. Það er mjög erfitt að fá einhverja heildarmynd af kynlífsvenjum mannkynsins og það er erfiðleikum bundið að fá einhvers konar þver- skurð af staðreyndum. Þó að rann- sóknir Alfreds væru ekki töl- fræðilega marktækar voru þær einar metnaðarfyllstu rannsóknir sem gerðar hafa verið á kynlífsvenj- um, og era flestar seinni tíma rann- sóknir byggðar á þeim. Þegar Katrín ætlar sér að sýna samanburð við gagnkynhneigða seg- ir hún að aðrar rannsóknir sýni að gagnkynhneigðir karlar eigi að með- altali samneyti við 5-9 konur um æv- ina. En hún segir ekki hvaða rann- sóknir það eru. Það er allavega ekki niðurstaðan í rannsóknum Alfreds. En í þeim rannsóknum var sama svarahlutfall og í rannsókn hans á samkynhneigðum. Þar kemur í Ijós að 70% svarenda stunduðu vændis- konur, 50% héldu fram hjá konum sínum og önnur 25% töldu líklegt að til þess kæmi. Við efum stórlega, að þessar tölur séu algild staðreynd, rétt eins og við efumst um réttmæti rannsókna Al- freds á samkynhneigðum. Katrín gengur einnig út frá því sjónarmiði í röksemdafærslu sinni, að börn samkynhneigðra séu líklegri til þess að verða samkynhneigð en börn gagnkynhneigðra, og aftur era birtar staðreyndir án þess að segja hvað liggur að baki þeim. Katrín seg- ir: „... böm feta oft í fótspor foreldra sinna, það era meiri líkur á að böm alkóhólista verði alkóhólistar [...] þetta gildir einnig um menntun o.fl. I þessu er samkynhneigð engin und- antekning.“ Alkóhólismi er arfgengur sjúk- dómur og þar af leiðandi liggur það í augum uppi að börn alkóhólista era líklegri til þess að verða alkóhólistar en aðrir. Hinsvegar er samsvöranin milli menntunar bama og foreldra af allt öðram meiði. Menntaðir foreldr- ar era líklegri til þess að hvetja böm sín til frekara náms og þau era einn- ig í betri stöðu til þess að aðstoða þau við námið en lítt menntaðir foreldr- ar. Þegar kemur að rannsóknum á fylgi samkynhneigðar foreldra og barna þeirra vitnar Katrín í rann- sókn sem sýndi fram á að börn sem ólust upp á heimili samkynhneigðra vora í 8,9% tilfella samkynhneigð á móti 2,4% barna sem ólust upp hjá gagnkynhneigðum foreldrum. I fyrsta lagi þarf að athuga að meirihluti samkynhneigðra ólst upp hjá gagnkynhneigðum foreldram. í annan stað er gengið út frá því í þessari rannsókn, að samkynhneigð sé lærð hegðun, þar sem ekki er gerður greinarmunur á erfðafræði- legu þáttunum og uppeldinu, genin era einfaldlega ekki tekin inn í myndina. Katrín bendir einnig á að 47% bama sem áttu samkynhneigt for- eldri töldu sig ekki algjörlega gagn- kynhneigð. I þessu samhengi er heldur ekki gert ráð fyrir erfðaþátt- unum. Ef við beram þetta svo saman við niðurstöður rannsókna sem út- gáfufélagið „Homosexuality" gaf út, kemur í ljós, að 50% aðspurðra töldu sig ekki vera alveg gagnkynhneigð; svarendur vora einstaklingar aldir upp hjá gagnkynhneigðum foreldr- um. Það er endalaust hægt að kasta fram hinum og þessum tölum sem í raun og vera segja okkur ekki neitt. Niðurstöðurnar eru alltaf bundnar við þá sem svöraðu og segja því ekk- ert um líf allra hinna. Við vonum innilega að fólk gæti sín á því að ganga að tölfræðilegum niðurstöðum með varúð og gagnrýnni hugsun. Við verðum að líta á fólk sem ein- staklinga. Með velferð barna í huga vonum við innilega að ættleiðingar hér á landi muni ávallt snúast um það að finna börnum heimili hjá ást- ríkum foreldram en ekki hjá töl- fræðilega heppilegu formi. Þeir sem bera velferð bama fyrir brjósti ættu frekar að kappkosta að uppræta fordóma hér á landi, og skapa börnum okkar heim byggðan á mannúð og umburðarlyndi. Eyrún Ósk ernemi, Kristján Hans er starfsmaður á bamagcðdeild Landspítalans og Inga Dóra er starfsmaður hjá ÆTH1 Hafnarfirði. HASKOLANAM I LÍFTÖLVUNARFRÆÐI... ...gefur einstaka menntun í tölvunar- fræðum framtíðarinnar. Aðalefnið er tölvunarfræði en einnig gefst góð undir- staða í líffræði áður en kafað er dýpra í sérsviðið, líftölvunarfræði. Líftölvunar- fræði er eitt af þeim sviðum tölvunar- fræðanna sem þróast hvað hraðast í dag. Innan iíftölvunarfræðinnar þróast að- ferðafræði og hugbúnaður ætlaður til greininga á líffræðilegum gögnum. í náminu er lögð áhersla á þróun hug- búnaðar til greiningar á DNA-sam- böndum, próteinum og þróunarsögu- legum tengslum. Nám í líftölvunarfræði við Háskólann í Skövde í Svíþjóð er laust til um- sóknar til 31. maf fyrir íslendinga. Nánari upplýsingar á íslensku fást á slóðinni www.his.se/ida/island/liftolv.html eða í símum 0046 500 486175 eða 0046 073 641 3575. HOGSKOLAN SKÖVDE www.his.se Multivitamin i TuitlefruttiÍMJ Apótekin Jf > GOLFBUDIIVI.IS www.golfbudin.is - Email: golfbudin@golfbudin.is \ ÞITTFE I Maestro hvar sem _______ ÞÚ ERT ....... ....T_ Rósa Ingólfsdóttir er yfir sig hrifin Rósa Ingólfsdóttir er mjög hrifin af Karin Herzog súrefniskremunum og segir aö þau henti sér af- skaplega vel. „Þessi frábæru krem samræmast al- veg mínum lífsstíi en ég leitast við að nálgast upp- runann sem mest. Ég er með blandaða húð en er heldur betur búin að finna lausn á því með Vita-A- Kombi 2 og 3. Þau vinna vel á þurrki í húð og líka bólum. Eins er mjög gott að bera það á húðina þegar maður er þreyttur, því það er endurnærandi. Ég nota kremin alltaf undir farða og þá helst hann vel á allan daginn. Með fullri virðingu fyrir öðrum merkjum þá er ég á þeirri skoðun að Karin Herzog vörurnar séu húðsnyrtivörur framtíðarinnar." Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Rósa Ingólfsdóttir kynnir vörurnar í Lyf og heilsu, Kringlunni, laugardaginn 20. maí kl. 13 til 17. ..ferskir vindar í umhirðu húðar 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.