Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 79 FÓLKí FRÉTTUM MYNDBÖND Daninn Peter Aalbek Jensen á kvikmyndahátíðinni í Cannes Drepfynd- inn fegurð- arfarsi Sláandi fegurð (Drop Dead Gorgeous) gamaivmyivd ★★% Leikstjóri: Michael Patrick Jann. Handrit: Lona Williams. Aðal- hlutverk: Kirstie Alley, Kirsten Dunst, Denise Richards. (98 mín.) Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Öllum leyfð. HÁÐSÁDEILUR á bandarískt út- hverfa- og smábæjarlíf haíi verið mildð í tísku undanfarið og má hæg- lega flokka þessa nieð þeirri bylgju. Á yfirborðinu fá fegurðarsam- keppnir háðulega meðferð og meint- ur hégóminn sem þeim fylgir ræki- lega undirstrikað- ur. Hér er þó enn meira kjöt á bein- inu því undir niðri er einnig verið að bauna á klíkuskapinn alræmda, smá- borgarahátt, trúarhræsni og ofbeld- isdýrkun svo eitthvað sé nefnt. Mað- ur þarf ekki að vera sérfræðingur í vestrænu stjómmálalandslagi til þess að sjá að hér er tekin ramm- pólitísk afstaða ftjálslyndisins gegn meintum viðhorfum og lífsháttum þeirra sem jafnan eru bendlaðir við íhaldssama hægristefnu. Þetta kann eflaust að trufla suma og satt að segja er á köflum skotið vel yfir markið í þessum efnum og aðstandendur ein- faldlega að setja sig á háan hest eins og t.d. í kvikindislegum viðhorfum til smábæjarlífsins. Myndin er samt þrátt fyrir þá vankanta alveg drep- fyndin á köflum og jafnast þegar best lætur á við hina óborganlegu Simp- son-fjölskyldu og South Park. Skarphéðinn Guðmundsson Sama súpan Frá vöggu til grafar 3: Dóttir böðulsins (From Dusk Till Dawn 3: The Hangman’s Daughter) HROLLVEKJA ★Vfe Leikstjóri: P.J. Pesce. Handrit: Alvaro og Robert Rodrigues. Aðal- hlutverk: Marco Leonardi, Michael Parks og Temuera Morrison. (90 mín.) Bandai'íkin, 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. VAMPÍRUMYNDIN Frá vöggu til grafar sem Quentin Tarantino stóð meðal annarra að, virðist ætla að eiga sér þó nokkurt framhaldslíf en hér er komin út þriðja myndin. Líkt og önnur myndin er Dóttir böðulsins framleidd beint íyrif' myndbands- markað og veltir sér meðvitað upp úr eigin lélegheit- um. Hún er þó talsvert metnaðar- fyllri en mynd númer tvö, en farið er aftur í tímann og sagt frá forsögu vampírubarsins. Rithöfundurinn Ambrosa Pierce birtist hér sem ein persóna verksins en hann slæst í fór roeð ungum elskendum á flótta und- an brjáluðum fóður stúlkunnar. Þau verða síðan ásamt fleirum innlyksa í hýbýlum vampíranna og blóðbaðið sem á eftir fylgir er lítið annað en endurtekning úr hinum myndunum. Heiðarlegar tilraunir eru gerðar til tilbrigða, m.a. með óvæntum fjöl- skyldutengslum aðalvampírunnar og stúlkunnar í hópnum, en utan þess er þetta sama súpan og síðast. Heiða Jóhannsdóttir / / Eg er Islendingur í skápnum Peter Aalbek Jensen hefur komið Danmörku á kortið sem stórveldi í margslungnum heimi kvikmynda. Pétur Blöndal ræðir við hann um íslenska kvikmynda- gerð, Björk og Dancer in the Dark. PETER Aalbek Jensen hef- ur fleytt Danmörku inn á heimskortið í kvikmynd- um. Hann er kunnastur fyrir samstarf sitt við Lars Von Trier, sem hefur leitt af sér mynd- ir á borð við Brimbrot og Dancer in the Dark. Fyrirbærið dogma kemur einnig úr smiðju Zentropa. Hann er nýbúinn að stofna al- þjóðlegt framleiðslufyrirtæki og hefur tryggt sér rétt á myndum á borð við Don’s Plum, með Leon- ardo DiCaprio, auk þess að vera framleiðandi fjögurra íslenskra kvikmynda af þeim fimm sem kynntar eru á markaðnum í Cann- es. Peter verður að teljast með skemmtilegri mönnum og fullur af tiktúrum sem hafa í gegnum tfðina orðið hálfgert vörumerki sam- starfs hans við annan öllu meiri sérvitring, Lars Von Trier. Þegar blaðamaður hittir danskan nafna sinn á skrifstofu Norðurlandanna er hann eins og alltaf brosandi út að eyrum: „Ég var mest hissa á því að Trier tækist að koma hingað." Er hann kominn til Cannes? „Já, hann liggur á hótelherberg- inu sínu enda búinn að taka mikið af róandi lyfjum. Það var krökkt af fólki á þeirri leið sem honum var ekið á hótelið og það er ein af hans mörgu fóbíum.“ Handritin í skaðabætur Mér skilst að þú hafir fjórar ís- lenskar kvikmyndir á þínum snær- um hér í Cannes. „Já, að minnsta kosti,“ svarar hann og fer að telja á fingrum sér: „101 Reykjavík, Englar alheims- ins, Ffaskó, Myrkrahöfðinginn.“ Hvernig stendur á þessutn áhuga þínum á íslenskri kvik- myndagerð? „Ég spyr mig ansi oft að því.“ Færðu svör? „Ég er íslendingur í skápnum." Taparðu ekki Ijármunum á þessu? „Nánast í hvert einasta skipti,“ svarar hann og hlær. „Friðrik Þór lofaði mér fálkaorðunni. Það væru viðunandi skaðabætur fyrir tapið fram að þessu. Svo lofaði hann að skila íslendingasögunum til Dan- merkur í skaðabætur fyrir hegðun Bjarkar í myndinni [Dancer in the Dark]. Hann ætlar að hafa uppi á skipinu sem flutti þær til Islands á sfnum tíma og láta það flylja þær til baka með afsökunarbeiðni.“ Voru samskipti Lars og Bjarkar svona stirð? „Zentropa mun fjármagna upp- setningu safnsins og umgangast handritin af mikilli nærgætni," svarar Peter án þess að svara. Er það rétt að hún hafí fengið nóg og gengið út af tökustað? „Þú verður að spyija Friðrik Þór að því,“ svarar Peter og kím- ir, ekki á því að koma með fleiri athugasemdir um þetta málefni. Kæmi þér á óvart efhún yrði valin besta leikkonan hér í Cann- es? „Það kæmi mér á óvart ef hún Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Peter Aalbek sólar sig þessa dagana í Cannes. Morgunblaðið/Kristinn „Það kæmi mér á óvart ef hún yrði það ekki. Ég ætla að ganga svo langt að spá því að hún verði til- nefnd til Óskarsverðlauna," segir Peter. yrði það ekki,“ svarar Peter. „Ég ætla að ganga svo langt að spá því að hún verði til- nefnd til Óskars- verðlauna." Á Dancer in the Dark eftir að höfða til þorra al- mennings? „Ég mun varla nokkurn tíma geta sagt um minn elsku vin, Lars, að hann hafi almenna skírskot- un, þrátt fyrir að þetta sé hans að- gengilegasta kvik- mynd. Ég hef ekki enn getað horft á fyrstu myndina hans, Elements of Crime, til enda, þrátt fyrir að hafa gert nokkrar tilraunir. Hann hefur því skánað. Þegar ég las handritið að Dancer in the Dark óskaði ég honum til hamingju, vegna þess að sagan jaðraði við að vera í anda Bamba eða Dumbo. Að vissu leyti er hann að róast.“ fslenskar myndir á alþjóðlegan mælikvarða Hvernig líst þér á stöðu ís- lenskrar kvikmyndagerðar? „Mér finnst engin ástæða til svartsýni. Þegar inaður skoðar myndir cins og Engla alheimsins og 101 Reykjavík eru þær á al- þjóðlegan mælikvarða sem er mik- ilvægt. Ef þessi þróun heldur áfram hefur það ótal möguleika í för með sér; Islendingar verða að að flytja út kvikmyndir til þess að koma upp kvikmyndaiðnaði. Það er jákvætt að myndirnar eru orðn- ar áhugaverðari en áður fyrir al- þjóðlegan markað, án þess að hafa tapað íslenskum sérkennum sín- um. Auk þess er gott að vinur minn, Friðrik Þór, fær smávegis samkeppni. Hann þarf á því að halda. Ég keypti réttinn að Engl- unum fyrir mörgum árum og er stoltur af því að hafa stuðlað að því að hann gerði myndina. Ég ráðlagði honum það eftir að hafa lesið bókina sem mér fannst frá- bær.“ Það hlýtur að vera vænlegt fyrir framleiðanda að hafa sett á lagg- irnar reglur eins og dogma sem nánast fela það í sér að myndirnar verði ekki tjárfrekar. „Reglurnar koma ekki í veg fyr- ir að myndir kosti 100 milljónir dollara," svarar Peter. „En af ein- hveijum skrítnum ástæðum hafa dogma-reglurnar virkilega styrkt söguna, leikinn og leikstjómina. Héðan í frá munum við ekki ein- beita okkur að dogma í markaðs- setningu. í Danmörku er farið að kenna arkitektúr, leikhús, tónlist og jafnvel húsgögn við dogma og allir eru búnir að fá nóg af þessu fyrirbæri. Okkar heimspeki er sú að öllum sé sama hvaða uppskrift kokkurinn notar, svo lengi sem maturinn er frábær. Frá mínum bæjardyrum séð nýtist dogma helst sem uppskrift í eldhúsi leik- stjórans og virðist ganga vel ofan í fólk.“ Opna skrifstofur í Bandaríkjunum Þií sagðir í nýlegu viðtali að Danmörk væri skitið smáríki. „Svo sannarlega," svarar Peter. „Og um það held ég að allir ís- lendingar séu mér sammála." Þannig að þú ert að færa út kvíarnar og framleiða kvikmyndir á heimsvisu. „Þetta er okkar menningar- heimsvaldastefna. Nú ætlum við að opna skrifstofur í Bandaríkjunum og kenna þeim að gera kvikmynd- ir.“ Hvað fínnst þér um kvikmynda- gerð í heiminum í upphafí nýrrar aldar? „Útlitið er bjart, ekki síst vegna þess að gamli valdastrúktúrinn er að hryiya. Nú er hægt að taka upp myndir á ódýrar stafrænar upp- tökuvélar og dreifa þeim um síma- Iínu, enda er orðið vinsælt hjá ungu fólki með listrænar taugar að leggja fyrir sig kvikmyndagerð. Framtíðin er því stórkostleg fyrir kvikmyndir en því miður veit ég ekki hvað valdasjúkir menn á borð við mig eiga að gera þegar al- menningur getur gert allt sjálfur." STUTT Indversk ung-frií alheimur ► UNGFRÚ Indland, Lara Dutta, var kosin ungfrú alheimur á laugar- daginn í keppni sem fór fram á Kýpur. Dutta, sem er 21 árs gömul, þótti feg- urst þeirra 78 stúlkna frá jafn- mörgum þjóð- löndum sem tóku þátt að þessu sinni. Dutta seg- ist hafa mikinn hug á að vinna öt- ullega að ýmiss konar hjálparstarfi og að hún ætli sérstaklega að beita sér fyrir aukinni alnæmisfræðslu fyrir konur. Margir heimamenn voru afar ósáttir við að yfirvöld á Kýpur sól- unduðu fjármagni í annan eins „óþarfa“ og „hégóma" og fegurðar- samkeppni. Öflug mótmæli voru fyrir utan keppnisstaðinn þar sem mótmælendur veifuðu fánum með harðorðri gagnrýni á yfirvöld og hrópuðu: „Við þurfum skóla og spít- ala, ekki fegurðarsamkeppni!" Hipparnir snúa aftur! ► MARGIR telja vegamyndina Easy Rider liippamynd allra hippa- mynda. Þar fóru þeir Peter Fonda og Dennis Hopper, sem einnig leik- stýrði, á kostum sem útúrreyktir mótorfákakappar á ferðalagi yfír endilöng Bandaríkin. Myndin var frumsýnd í Cannes árið 1969 en nú 31 ári síðar á sömu hátíð hefur verið tilkynnt um gerð fram- haldsmyndar. Ekki hefur verið gefið upp hvort Fonda og Hopper verði með en sá síðarnefndi mun allavega ekki sitja í leikstjórastóln- um því hann hefur verið tekinn frá fyrir Mikki Allen Willis nokkurn. Ricky Martin í Dirty Dancing 2? ► ÞAÐ HEFUR staðið til nokkuð lengi að gera framhaldið af Dirty Dancing sem gerði allt vitlaust fyrir 13 árum. Aðalvandamálið hefur ver- ið að finna rétta leikarann til þess að fara í föt Patricks Swayzes, ein- hvem sem jafnast á við hann að kynþokka, söng- og danshæfileik- um. Nú loksins telja menn sig hafa fundið þann rétta og hver skyldi það nú vera? Haldið ykkur, stúlkur, því verið er að tala um að fá rómanska kyntröllið Ricky Martin! Einnig hefur verið rætt um að Natalie Portman muni leika á móti honum. Hvorugt þeirra hefur gefið svar um hvort þau hafi áhuga en talið er líklegt að Martin muni grípa gæsina og taka hlutverkið sem yrði hans fyrsta alvöru kvikmyndahlutverk en hann hefur áður leikið í sápunni General Hospital. Önnur nöfn sem nefnd hafa verið í tengslum við myndina eru Jennifer Lopez og Britney Spears. Augljós- lega sjóðheit mynd á leiðinni! Ritchie 1 5ive sparkar Billie ► SÖNGVARI 5ive Ritchie Neville er búinn að segja upp kærustunni, söngkonunni Billie Piper. Þau voru búin að vera saman í 15 mánuði en upp á síðkastið hafa þau bæði ver- ið svo upptekin að þau hafa lítið gctað verið saman. Neville sagði um sambandsslitin í samtali við The Sun: „Við höfum einfaldlega þroskast hvort í sína áttina og neistinn var farinn. Ég gat ekki haldið áfram í slíku sambandi og lét hana því flakka."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.