Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 80
80 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KANAÐAMAÐURINN David Cron- enberg (1943-) var lengi vei bjart- asta von hrollvekjufíkla, þær hafa því miður brugðist um sinn því fátt umtalsvert hefur komið síðasta áratuginn frá „blóðbaróninum", eins og hann var kallaður á sínum velmektardögum. Cronenberg kom . inn í kvikmyndaheiminn um og eft- ir miðjan áttunda áratuginn með nokkrum athyglisverðum B- hrollvekjum - líkt og starfsbræður hans, Tobe Hooper og George A. Romero. Hcfur hann þó sýnu meira úthald og getu en þeir sem eru nánast orðnir endurminningin ein. Annars er ekki sanngjarnt að bera leikstjórann saman við þá tvo sem einungis hafa gert hrollvekjur og þær flestar í ógeðfelldari kantin- um. Cronenberg hefur hins vegar tekið skemmtilega útúrdúra og hryllingurinn margvíslegur; mað- ur veit aldrei hvað kemur næst frá þessum sérstæða kvikmyndagerð- armanni og stílista. Cronenberg gerði að vísu tvo - smáhrolla 1969, Crime of the Fut- ure og Stereo, sem vöktu litla at- hygli. Fyrsta „alvöru" myndin, Shi- vers (’75), vakti hins vegar feiknaviðbrögð og naut um- talsverðra vinsælda, einkum í heimalandinu. Getur þó tæpast verið mjög merkileg; segir af íbú- um fjölbýlishúss sem smitast af frygð og ofbeldisáráttu af sníkju- dýri nokkru í rcðurlíki. Rabid (’77), er kunn „cult-“mynd, um mótor- hjólaknapa sem fær ýmsa nýja eig- jrdeika eftir að hafa verið tjaslað * saman með plasti. Þyrstir m.a. í mannablóð. Klámdrottningin Mar- ilyn Chambers fer með aðal- hlutverkið og gefst hér fágætt tækifæri á að sjá dömuna í fötum - ef einhver hefur áhuga. Tvær B- myndir, Fast Company (’78) og The Brood (’79), munu vera á svipuðum nótum. 1981 kemur Scanners, myndin sem braut ísinn. Hlaut góða aðsókn og dóma. Gekk vel og lengi í Gamla bíói og gagnrýnend- ur Mbl., að vonum hrifnir af frum- legum hrolli með Michael Ironside, nokkuð sérstökum leikara sem lengst af hefur leikið Jack Nichol- son fyrir auralitla framleiðendur. Patrick McGoohan, Jennifer Dead Zone var skínandi góð kvikmyndagerð rómantískrar hrollvckju eftir meistara Stephen King. Walken hefur tæpast verið betri eftir The Deer Hunter en í hlutverki fórnarlambs umferðarslyss. Hér ásamt lækni sinum (Herbert Lom). David Cronenberg að Ieikstýra stórleikaranum Jeremy Irons í Dead Ringers. Utkoman besta mynd leikstjórans. O’Neill, o.fl. frambærilegt fólk kemur við sögu þar sem hausar fljúga eða öllu frekar springa af boluin. Tveim árum síðar kom hin metn- aðarfulla Videodrome, sem Cron- enberg leikstýrði og skrifaði hand- ritið að, Iíkt og öllum öðrum myndum að M Butterfly undan- skilinni. Hugmyndaríkur hrollur um náunga (James Woods), sem kemst að því að kapalstöð nokkur sendir út klámefni, hættulegt lík- amlegri heilsu manna. Onotaleg mynd um ógnir myndbandatækn- innar. Aðþeim ófögnuði loknum er röðin komin að kvikmyndagerð The Dead Zone (’83), einni af hæg- látari og rómantískari sögum Stephens Kings. Leikstjórinn/ handritshöfundurinn afgreiðir hana á sömu nótum, útkoman ein besta og langviðkunnanlegasta mynd Cronenbergs. Þessi Ijúfa mynd er engan veginn dæmigerð fyrir höfundinn, Hollywood taldi að hann væri allur að mýkjast og bauð honum að gera m.a. bæði Flashdance og Top Gun. Hrollasmiðurinn lét ekki til leið- ast en tókst næst á við endurgerð The Fly (’86), hálfklassískrar B- myndar í vísindahrollvekjugeiran- um. Afraksturinn önnur toppmynd, s_em aukinheldur malaði gull. Áfram hélt Cronenberg á beinu brautinni. Dead Ringers var frumsýnd ’88, ein besta ef ekki langbesta mynd hans fyrr og síðar. Eftir velgengni siðustu mynda kúventi Cronenberg og tók fyrir þekkt, sjálfsævisögulegt ritverk jaðarskáldsins Willimas Bur- roughs, The Nakes Lunch (’91). Margir töldu það ókvikmyndar- hæft og sýnist sitt hverjum um út- komuna. Hér fær auðugt og absúrd hugmyndaflug kvikmynda- gerðarmannsins altént að njóta sín til fulls. Sýnirnar eru á köflum raunsæjar, á mörkunum eða al- gjörlcga súrrealískar. Því miður fer Peter Weller, takmarkaður leikari, með aðalhlutverk skálds- ins. M. Butterfly (’93), er döpur út- gáfa, furðuverk á ferli leikstjórans. Tekur fyrir Broadway-stykki um ástir Frakka (Jeremy Irons), í utan- ríkisþjónustunni í Kina, sem heill- ast af þarlendri óperusöngkonu sem er karl í kvenmannsgervi (John Lone). Frægðarsólin heldur áfram að falla í Crash (’96). Þó er myndinni, um afbrigðilegt kynlíf viðundra, ekki alls varnað. Vann sérstök verðlaun dómnefndar á Cannes. Hlaut mikið umtal og frekar harða dóma yfir höfuð. eXistenZ (’99), er byggð á fyrsta, frumsamda hand- riti Cronenbergs um árabil, eða frá því hann gerði Videodrome. „Gor- enmeister" Cronenberg er sagður byggja verkið á flóttamannslífi breska rithöfundarins Salmans Rushdies, sem farið hefur huldu höfði siðan Söngvar Satans, ærðu múslíma veraldar. Sama ár hneykslaði Cronenberg kvik- myndaheiminn, er hann, sem æðsti maður dómnefndar á Cannes- kvikmyndahátiðinni, tók myndir eins og Rosetta og L’Humanite (sem nú þegar eru flestum gleymd- ar), fram yfir virtar og vinsælli myndir eins og Allt um móður mína, e. Almodóvar. Cronenberg heldur jafnan sínu striki, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, og hirðir ekki um afleiðingarnar. Þor- SIGILD MYNDBOND DEAD RINGERS (1988) ★★★★ Einstaklega mögnuð spennuhroll- vekja þar sem Cronenberg beitir fyrir sig sálfræðinni frekar en gam- alkunnum bellibrögðum. Irons hefur ekki í aðra tíð verið betri en í hlut- verkum tvíbura sem missa smám saman tökin á raunveruleikanum. Byggð að mestu á sönnum atburð- um, og Jeremy Irons er hreint út sagt ótrúlegur í tvöföldu hlutverki Marcus-tvíburanna, kvensjúkdóma- lækna sem verða fórnarlömb vin- sælda, eiturlyfja og kvennamála. Martraðarkennd, illþolandi, stig- magnandi óhugnaður sem endar í óbeislaðri geðveiki. Leikmunirnir, einkum lækningatól Marcusanna, gleymast ekki svo glatt. THE DEAD ZONE (1983) ★★★Vfe Eftir að hafa rankað við sér úr langvarandi dauðadái eftir umferð- arslys kemst fórnarlambið (Christ- opher Walken) að því að hann hefur öðlast skyggnigáfu, sér inn í fram- tíðina. Þessi hæfileiki reynist honum hættulegur er hann kynnist stjórn- málamanni með geigvænlegar áætl- anir (Martin Sheen). Óvenju „mjúk“ mynd frá þeim félögum, Cronenberg og Stephen King, með vel gerðri sögufléttu og faglegum endi. Sam- hliða harðneskjulegri framvindunni er einkar falleg ástarsaga þeirra Walkens og unnustu hans fyrir slys- ið (Brooke Adams). Vel leikin og gerð í alla staði með góðum auka- leikurum eins og Anthony Zerbe, Tom Skerritt og Coleen Dewhurst. THE FLY (1986) ★★★% Einstaklega vel heppnuð og hroll- vekjandi endurgerð á gömlu hryll- ingsmyndinni. Tæknibrellurnar með því besta (og sóðalegasta) sem sést hefur og Jeff Goldblum ekki verið betri, fyrr né síðar, en í hlutverki mannsins sem smám saman breytist í flugu eftir að tilraunir hans með líkamaflutninga mistakast. Hvernig höfundi tekst að halda samúð áhorf- andans með flugumanninum er gald- ur út af fyrir sig og spennan er sér- lega mögnuð þegar líða tekur á myndina. Grundvallarmynd fyrir unnendur góðra hrollvekja. Með Geenu Davis. Sæbjörn Valdimarsson DAVID CRONENBERG fe Veröld grimm o g grá Scene Of The Crime: A Little Piece Of Goodnight eftir Ed Brubaker. Michael Lark teiknar. Bókin er gefin út af Vertigo/DC Comics og er samansafn af 4 blaða seríu sem kom út í fyrra. í bókinni er einnig aukasaga sem heitir „God and Sinners". Fæst í mynda- söguverslun Nexus IV. MORÐGÁTUR hafa verið vinsælar fjöl- skylduskemmtanir í áraraðir. Það er eitthvað einstaklega forvitnilegt þegar einhver dulinn einstaklingur ákveður að gera einhverjum þann leiðindagrikk að koma honum í gröfina. Það sem er enn forvitnilegra er að „skemmt- anir“ sem þessar þykja hinar heilbrigðustu, ■ og hafa jafnvel verið megininnihald sunnu- 1 dagssjónvarpsþátta um ellilífeyrisþega sem fjármagnaði húsgagnakaup á þann hátt að stökkbreyta ótímabærum endalokum kunn- ingja sinna og vina í metsölubækur. Flestir hinna dauðu höfðu aðeins framið þann sak- lausa glæp að vera í návist sakamálaömmunar og áður en þáttaröðin leið undir lok var tala látinna líklegast orðin hærri en hún var "'wmyndaflokknum um Rambó. Allt þetta var gert fyrir fjölskylduna og getur því eins manns dauði vissulega verið annars manns brauð (jafnvel þó aðeins sé um skáldaðar persónur að ræða). Scene Of The Crime: A Little Piece Of Goodnight er morðgáta sem blandar saman gamla Bogart-leynilöggubragðinu við mun rammari kokteil seinnitíma bíómynda í ætt við „Seven“ og „8mm“. í gamla daga virtust einkaspæjarar hafa meiri trú á mannskepnunni. Til dæmis myndi Bogart líklegast tilkynna skúrkinum með tíu mínútna fyrirvara að hann hygðist „smella einum á hann“, einfaldlega til að skúrkurinn gæti undirbúið sig andlega jafnt sem lík- amlega. Einkaspæjarar nútímans tilkynna einfaldlega skúrkunum að verkurinn sem þeir séu að upplifa sé eftir kröftugt spark að hætti Beckhams með stáltá í hreðjarnar. Aðalpersóna bókarinnar, einkaspæjarinn Jack Herriman, er það einstaklega óheppinn að skapari hans (Ed Brubaker höfundur) not- ar hann eins og samansafn allra þeirra helstu sálarflækna sem einkaspæjarar bíómyndanna hafa þurft að glíma við í gegnum árin. Hann er munaðarleysingi sem missti annað augað þegar hann varð vitni af morði föður síns, sem var lögreglumaður sem endaði feril sinn með látum (þ.e. þegar hann lést í bíl- sprengingu). Eftir það ieiddist hann út í ofneyslu eiturlyfja og drykkju- volæðis. Hann er með manndráp á samviskunni og missti að sjálfsögðu kærustuna sína í kjölfarið. Hann á það jafnvel til í drykkjuvolæði að elta hana uppi til að grátbiðja hana um að losa sál sína við magnað samviskubit sem hann öðlaðist við afar ósann- gjarna meðhöndlun á hennar tilfinn- ingum meðan á sambandinu stóð. I stað þess að sækja fagmannlegr- ar aðstoðar til að losa sálarflækjur sínar er hann frekar fyrir það að krækja sér í sálarflækjur annarra óhamingjusamra einstaklinga. Hann tekur því að sér að finna stúlku sem strauk að heiman vegna afar óvin- sælla aðstæðna innan fjölskyldunn- ar. Það er ekki til að gera líf hans auðveldara þegar stúlkan sem hann var ráðinn til að finna er myrt nokkr- um klukkustundum eftir að hann finnur hana. Þannig kemst hann að því að það er svo sannarlega maðkur í mysunni. Við nánari rannsóknir lærir Jack um vafasama fortíð fórn- arlambsins og verður afar óvinsæll innan illrar hippanýlendu sem teng- ist málinu. Bókin er eílaust betri lesning fyrir þá sem hafa ekki mikið dálæti á sól- arljósinu því allar myndir eru mjög gráleitar og dökkar. Helsti galli bók- arinnar er þó hvað höfundurinn of- hleður söguna með textainnskotum sem gerir bókina óþarflega fráhrindandi. Birgir Örn Steinarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.