Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 117. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Moskvusljórnin Hdtað árásum á Afgan- istan Moskvu. AFP. TALSMAÐUR rússneskra stjórn- valda, Sergei Jastrzhembskí, sagði í gær að til greina kæmi að gera loft- árásir á staði í Afganistan þar sem talið væri að þjálfaðir væru liðsmenn íslamskra skæruliða. Myndi Mosk- vustjórnin ekki hika við að grípa til slíkra aðgerða ef talið væri að um væri að ræða ógn við mikilvæga þjóðarhagsmuni Rússa. Talsmaðurinn sakaði Talebana- stjórnina í Afganistan um að styðja uppreisnarmenn í Tsjetsjníu með vopnum og mannskap. Að sögn Rússa áttu fulltrúar Talebana ný- lega leynilegan fund með Osama bin Laden, auðugum Saudi-Araba, sem Bandaríkjamenn álíta að hafi staðið að baki mannskæðum sprengjutil- ræðum gegn sendiráðum þeirra í Austur-Afríku 1998. Hafi á fundin- um verið samþykkt að veita Tsjet- sjenum aðstoð. Bin Laden dvelst í Afganistan en Bandaríkjamenn gerðu á sínum tíma flugskeytaárásir á skæruliðabúðir í Afganistan til að hefna fyrir tilræðin. Barist var af hörku sunnarlega í Tsjetsjníu í gær og fullyrtu Tsjet- sjenear að þeir hefðu fellt yfir 20 Rússa í bardögum um bæinn Zhani- Vedeno. Rússar vísuðu fullyrðingun- um um mannfallið þegar á bug. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Björk valin besta leikkonan Björk Guðmundsdóttir var kjörin besta leikkon- an á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær fyrir hlutverk sitt í mynd Danans Lars Von Triers, Dancer in the Dark. Myndin hlaut Gullpálmann á hátíðinni. Björk sagði á blaðamannafundi að eft- ir Ijóra mánuði af tökum hefði sér liðið „eins og fiski á þurru landi, vegna þess að ég hafði verið of lengi í heimi orða, en of lítið í heimi söngva". Á hinn bóginn gæti hún nú gleymt öllum erfíðu dögunum og væri mjög hamingjusöm. Á mynd- inni sést Björk á leið upp á sviðið er búið var að skýra frá valinu, lengst til hægri er Von Trier. ■ Takk, Björk/20 ■ Verðlaunin til/37 Sir John Gielgud látinn í Bretlandi Einn fremsti leikari aldarinnar EINN fremsti skapgerðarleikari heims, Bretinn Sir John Gielgud, lést í gær á heimili sínu í Ayles- bury, norðvestan við London, 96 ára að aldri. Hann var meðal ann- ars þekktur fyrir túlkun sína á Hamlet Danaprins, Lé konungi og fleiri persónum í leikritum Shake- speares en einnig lék hann í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í gamanmynd Dudley Moore, Aithur, árið 1981. Gielgud var virkur listamaður fram á síðustu ár. Trevor Nunn, sem stjómar breska þjóðleikhús- inu, sagði að með andláti Gielguds yrðu þáttaskil í leikhússögunni og leikkonan og þingmaðurinn Glenda Jackson sagði hann hafa verið „einstakan mann og þar að auki frábæran leikara“. Gielgud þótti hafa einstaklega hrífandi framburð, röddin var í senn myndug og fáguð. Honum tókst vel upp í túlkun sinni á bresk- um hefðarmönnum í kvikmyndum og var oft senuþjófur í smáhlut- verkum. Gielgud lék Prosperó í AP Gielgud í hlutverki Hamlets á Broadway 1936. kvikmynd sem byggðist á Ofviðr- inu og kom þá fram allsnakinn, en hann var þá 87 ára gamall. A sviði varð hann aftur á móti frægastur fyrir Hamlet. „Ég held að Gielgud muni ávallt verða talinn hinn eini, sanni Hamlet,“ sagði Ned Sherrin, sem ritað hefur mik- ið um breskt leikhúslíf. „Hann var fremstur allra leikara og líf hans var í reynd saga breskrar leiklistar á öldinni.“ Árið 1994 var Globe-leikhúsið í London nefnt í höfuðið á lista- manninum og þar voru Ijós slökkt í þijár mínútur til minningar um leikarann í gærkvöld. Tólf leikhús í eigu Sir Andrews Lloyds Webbers heiðruðu Gielgud með sama hætti. Gielgud kom fyrst fram á sviði 1921 og er hann var 25 ára hafði hann þegar leikið Makbeð. Hizbollah-liðar endurheimta hernumin svæði í Líbanon Israelar við landa- mærin sendir í byrgi SÞ, Kiryat Shemona í ísrael, Kafar Kila f Lfban UPPLAUSN ríkti á hernámssvæði Israela í suðurhluta Líbanons í gær og fyrradag er skæruliðar úr röð- um Hizbollah og Amal-shíta réðust inn á svæðið sem ákveðið hefur verið að ísraelsher yfirgefi 7. júní. Vitað er að tveir óbreyttir borgarar féllu og nokkrir særðust er ísra- elskir hermenn skutu á skærulið- ana á hernumda svæðinu. Víða var ákaft fagnað á svæðinu er skæru- liðarnir sóttu fram, óbreyttir borg- arar héldu í fótspor þeirra á bílum og fótgangandi, að sögn netútgáfu BBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Tugþúsundir íbúa í nyrsta hluta Israels, sem óttast að átökin í Suð- ur-Líbanon geti breiðst út með hefndarárásum af hálfu skæruliða- hópanna suður á bóginn hlýddu fyrirmælum stjórnvalda um að koma sér fyrir með börnum sínum í neðanjarðarbyrgjum. Skæruliðar og stuðningsmenn þeirra endurheimtu sex hernumin þorp á sunnudag og önnur sex í gær. í fyrstu fór allt friðsamlega fram en síðar kom til átaka við ísraela og bandamenn þeirra. i. AP, AFP, Reuters. Skæruliðahóparnir námu staðar við ísraelsku landamærin og höfðu þá klofið hernámssvæðið í tvennt. Kröfur heyrðust í Jerúsalem um að ísraelar ættu að flýta áætlunum um að draga allan herinn á brott frá Líbanon en svæðið norðan við landamærin hafa þeir hersetið í 22 ár. Dennis Ross, sáttasemjari Bandaríkjastjórnar í Miðaustur- löndum, sagði í gær að arabar ættu að gefa ísraelum ráðrúm til að hverfa frá Suður-Líbanon í friði. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, bað í gær ör- yggisráðið að fjölga í gæsluliði samtakanna í Líbanon úr rúmlega 4.500 manns í tæp átta þúsund. Hann lagði áherslu á að Israelar og vopnaðir stuðningsmenn þeirra úr samtökunum Suður-Líbanska hernum, SLA, yrðu að hverfa að fullu á brott frá hernumda svæð- inu. ísraelar og SLA-liðar á her- numda svæðinu reyndu að tefja för skæruliða með stórskotaliði en margir SLA-menn gáfust þó upp baráttulaust fyrir skæruliðunum. Rætt hefur verið um að veita öllum SLA-mönnum og skylduliði þeirra landvist í Israel. ísraelar hafa þegar styrkt mjög varnirnar á norðurlandamærum sínum. Lestir með skriðdreka sáust á leiðinni þangað í gærkvöldi. Tals- menn hersins sögðu að yrðu gerðar skæruliðaárásir á Israelsher á þessum slóðum eða byggðirnar við landamærin yrði þeim svarað af mikilli hörku og ekki látið nægja að gera árásir á átakasvæðin í Suður- Líbanon. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, sagði að Hizbollah-skæru- liðar, sem hafa árum saman gert árásir á hernámsliðið, vildu með innrásinni reyna að fá almenning til að halda að þeir hefðu rekið ísraela á brott. MORGUNBLAÐHD 23. MAÍ 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.