Morgunblaðið - 23.05.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 23.05.2000, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Könnun á aðgengi unglinga að tóbaki Fengu afgreiðslu á níu stöðum af tíu Morgunblaðið/Kristján Undirbýr jarðveginn fyrir sumarið KRABBAMEINSFÉLAG Akur- eyrar og nágrennis í samvinnu við Afengis- og vímuvarnarnefnd og íþrótta- og tómstundaráð gekkst í liðinni viku fyrir könnun á aðgengi 15 til 17 ára ungmenna að tóbaki á Akureyri. Farið var í tíu verslanir í bænum sem valdar voru í tilviljun- arkenndu úrtaki en um var að ræða stórmarkaði, myndbandaleigur og sjoppur. Beðið um skilriki á einum stað Af þessum tíu sölustöðum fengu ungmennin keypt tóbak hjá níu þeirra. Aðeins á einum stað var beðið um skilríki og unglingurinn ekki afgreiddur. Lögum samkvæmt má ekki selja unglingum undir 18 ára aldri tómbak og leiki minnsti vafi á aldri ber sölufólki að spyrja um skilríki. Slíkt var aðeins gert í einu tilviki eins og áður greinir. I öðru tilfelli var unglingurinn spurð- ur um aldur sem hann gaf upp að væri 17 ár en fékk afgreiðslu engu að síður. Niðurstöður þessarar athugunar voru sendar Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra sem jafnframt hefur eftirlit með útsölustöðum tób- aks og fylgist með að virt séu ákvæði um sölu tóbaks. í frétt frá Krabbameinsfélagi Ak- ureyrar og nágrennis um könnun- ina kemur fram að samkvæmt rann- sóknum um nýgengi krabbameina á Norðurlöndum fram til ársins 2010 sé þróun krabbameins óhagstæð og er búist við um 76% aukningu á krabbameinstilfellum á komandi árum. Stærsti hluti hennar skýrist af hækkandi aldri þjóðarinnar en um fjórðungur af áhættuþáttum. Telji sérfræðingar að fræðilega sé hægt að koma í veg fyrir 20-30% krabbameina og í þeirri baráttu muni mest um tóbaksvarnir. Eftirliti verður haldið áfram Þeir sem að umræddri könnun stóðu munu halda eftirlitinu áfram og gera sölumönnum tóbaks grein fyrir afleiðingum þess að selja ungl- ingum undir 18 ára aldri tóbak, en mestu skipti að lög séu haldin og aðgengi unglinga að tóbaki sé heft. Það sé ein af mikilvægari forvörn- um, sem eigi að vera sívirk. I framhaldi af þessum niður- stöðum hafa vaknað spurningar um aðgengi ungmenna undir 20 ára aldri að áfengi á vínveitingastöðum og hvernig eftirliti sé háttað i þeim efnum, segir ennfremur í frétt frá félaginu. KRISTÍN Jónsdóttir starfsmaður umhverfisdeildar Akureyrarbæjar var að undirbúa jarðveginn fyrir sumarið, en hún var með tætara í hönd í blómabeði á horni Kaup- vangsstræti og Eyralandsvegar. Þess verður væntanlega ekki langt að bíða að litskrúðug sum- arblómin fari að skarta sínu feg- ursta í beðinu, ibúum í nágrenn- inu og vegfarendum til augnayndis. Fyrirlestur í Háskól- anum á Akureyri Tengsl mannfræði og forn- leifafræði CHRIS Gosden fornleifafræðingur flytur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri miðvikudaginn 24. maí kl. 17. Fyrirlesturinn fjallar um tengsl fornleifafræði og mannfræði, eink- anlega í Bretlandi, og breyttar hug- myndir um samstarf þessara greina. I fyrirlestri sínum mun Gosden m.a. víkja að rannsóknum á vík- ingatímum og ferðum norrænna manna og samstarfi fornleifafræð- inga og almennings. Fyrirlesturinn verður fluttur í salnum á Sólborg og eru allir velkomnir. Chris Gosden er breskur og ástralskur ríkisborgari og stai’far sem lektor og safnvörður við Pitt Rivers-safn Oxford-háskóla. Hann lauk doktorsprófi í fornleifafræði frá Sheffield-háskóla árið 1983. Hann hefur ritað nokkrar bækur og fjölmargar fræðigreinar um rann- sóknir sínar. Koma hans til landsins er á veg- um Mannfræðistofnunar Háskóla íslands en til Akureyrar kemur hann á vegum Háskólans á Akur- ejTÍ og Minjasafnins á Akureyri. I sóknarhug Hádegisverðarfundur með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Fiðlaranum, Skipagötu 14, miðvikudaginn 24. maí frá kl. 12.00 til 13.00 • Á aö beita sértækum lausnum í byggðamálum? • Hve langt á aö ganga í aö halda öllu landinu í byggö? • Er ekki höfuðborgin aö springa? • Er þaö ekki byggðastefna að lofa henni að vaxa meö eðlilegum hraöa? • Hvað þarf til að fólksfjölgun á Akureyri verði yfir meðaltali landsins? • Er í vændum einhver stefna í því að flytja ríkisstofnanir út á land? • Er byggöakvóti lausnarorð fyrir sjávarþorp sem hafa misst frá sér aflaheimildir? • Eigum við yfirleitt að horfa til orku/stóriðju þegar við hugum að uppbyggingu svæðisins eöa einbeita okkur að öðrum lausnum? • Eða er virkjun og stóriðja forsenda framtíðaruppbyggingar á svæðinu? • Enn frekari uppbygging háskólamenntunar á landsbyggðinni? • Getur stórfellt laxeldi orðið stóriðja Eyjafjarðar? Þetta, og ýmislegt fleira, mun Valgerður fjalla um og svara spurningum fundarmanna. Fjölmennum á síöasta fundinn „í sóknarhug" að sinni. Verð kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn) Allir velkomnir Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 461 2740 eða á netfangi benedikt@afe.is. Arsfundur Fjdrðungssjúkrahússins á Akureyri Flutningi nýrrar barna- deildar frestað til hausts NÚ ER orðið ljóst að ekki verður af flutningi barnadeildar í nýtt hús- næði í nýbyggingu við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri fyrr en í haust að því er fram kom í ræðu Halldórs Jónssonar forstjóra á árs- fundi FSA í gær. Hann sagði að unnið hefði verið af töluverðum krafti við nýbygg- ingu sjúkrahússins á liðnu ári, en framkvæmdir við innréttingar á barnadeildinni voru boðnar út í apr- íl á síðasta ári og áttu verklok að vera í janúarmánuði síðastliðnum. Nokkur seinkun hefur orðið á þess- um framkvæmdum en í tengslum við verkefni á fyrirhugaðri barna- deild sagði Halldór að nauðsynlegt hefði einnig verið að ganga frá ýms- um öðrum verkum í nýbyggingunni, bæði utanhúss og innan. Fram kom í máli Halldórs að þess hefði verið vænst að mögulegt yrði að flytja barnadeildina nú í maí í nýbygging- una, en þeim flutningum verið sleg- ið á frest og verður starfsemi deild- arinnar ekki flutt fyrr en í haust. Alls var framkvæmt fyrir 75,5 millj- ónir króna í nýbyggingunni á síð- asta ári. Skilgreina þarf hvaða þjón- ustu á að veita á hverjum stað Halldór sagði rekstur sjúkra- hússins hafa verið í jafnvægi á síð- asta ári, en 3,9 milljóna króna halli varð af rekstrinum. Heildargjöldin voru 2.123 milljónir króna en þar af námu launagreiðslur um 1,5 millj- örðum króna. Sagði Halldór föst fjárlög ekki æskileg þar sem tölu- verðar sveiflur verða bæði í þjón- ustumagni og eðli þeirrar þjónustu sem veitt er. „Það er nauðsynlegt að tekjumar tengist að hluta til föstum grunni og að hluta til þeirri starfsemi og þeirri þjónustu sem innt er af hendi á hverjum tíma, sagði Halldór og einnig að brýnt væri orðið að skilgreina betur hvaða þjónustu skyldi veita á hverj- um stað og í hvaða mæli. Að því gætu heilbrigðisstofnanir á skil- greindum landsvæðum unnið sam- eiginlega og styrkt þannig upp- byggingu heilbrigðisþjónustunnar á svæðinu í heild. „Það er og verður erfiðara og erfiðara að tryggja nægilega mönnun fagfólks á öllum stöðum en breytt og aukin tækni gefur möguleika til þess að endur- skipuleggja þjónustuna, veita hana í öðru formi og afstýra því að hún flytjist öll á sama svæði þessa lands, sagði Halldór. Fundir Vinstri grænna í Norðaustur- kjördæmi ÞINGMENNIRNIR Árni Steinar Jóhannsson og Þuríður Bachmann, Vinstri hreyfing- unni - grænu framboði eru nú að hefja fundaferð um Norð- austurkjördæmi og verður fyrsti fundur þeirra á Vopna- firði í kvöld, þriðjudagskvöldið 23. maí. Alls munu þau halda tíu fundi í kjördæminu, en frá Vopnafirði verður haldið um Austfirðina og síðan verða fundir fyrir norðan. Á fundun- um munu þau kynna stefnu Vinstri hreyfingarinnar og græna atvinnustefnu. REYKIAVIK-AKUREYRI-REYKIAVIK ...fljúgðufrekar i Atta sinnuní Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 t ' verð frá 8.730 kr . meí fluyvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.