Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 118. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjórn Sri Lanka biðlar til íbúanna Coiombo, Nýju Delí. AFP. CHANDRIKA Kumaratunga, for- seti Sri Lanka, sagði í sjónvarps- ávarpi í gær að mikil ógn stafaði að landinu vegna baráttunnar við skæruliða tamfla og fór þess á leit að almenningur léti fé af hendi rakna svo her landsins gæti barist af full- um mætti gegn klofningsöflum. Stjórnarherinn hefur að undan- förnu þurft að verjast mikilli sókn skæruliða á norðurhluta eyjunnar nærri borginni Jaffna og hefur kostnaður vegna stríðsreksturs hersins aukist mjög. Kumaratunga mæltist til þess í ávarpi sínu að al- menningur sparaði fé og léti and- virði tveggja daga launa renna til hersins svo tryggt yrði að Jaffna félli ekki í hendur skæruliða. „Þjóð- aröryggi Sri Lanka er í húfl og við verðum að berjast saman svo sigur náist,“ sagði forsetinn í gær. Talið er líklegt að ef svo fer fram sem horfír þá muni skæruliðar ná borginni á sitt vald á næstu tveimur vikum. Ríkisstjórn Indlands lýsti því yfir í gær, að indverski herinn væri reiðubúinn að flytja hermenn stjórn- arhers Sri Lanka á brott frá norður- hluta eyjunnar ef boð um það bær- ust frá Kumaratunga. Þjóðarörygg- isráðgjafi indversku stjórnarinnar, Brajesh Mishra, sagði í gær, að full- ur skilningur ríkti á ástandinu við Jaffna hjá Behari Vajpayee forsæt- isráðheiTa Indlands og yfirmönnum hersins og að eftir sérstakan fund í gær sé ljóst að indverski flotinn muni grípa til björgunaraðgerða ef stjórnvöld í Colombo fari fram á það. Sérleg sáttanefnd ríkisstjómar Noregs er væntanleg til Nýju Delhí í dag en í gær fundaði hún með ráða- mönnum í Colombo um ástand mála á eyjunni. Samkvæmt heimildum AFP hafa Norðmenn sagst reiðu- búnir að skipuleggja formlegar frið- arviðræður milli stjórnarinnar og skæruliða. Likur á að yfír tveggja áratuga hernámi ísraela í suðurhluta Líbanons sé lokið Israelsher yfirg’efur lykilherstöðvar í skyndi Beirút, Sameinuðu þjóðunum, Jerúsalem. AFP, Reuters, AP. ALLT vii-tist benda til þess í gær- kvöldi að hemám ísraela á öryggis- svæðinu í suðurhluta Líbanons, til meira en tveggja áratuga, væri á enda er ísraelskar hersveitir eyði- lögðu lykilherstöðvar sínar nærri landamæram Sýrlands áður en þær yfirgáfu svæðið. Liðsmenn Suður-líb- anska hersins (SLA), sem era hlið- hollir Israel, höfðu í allan gærdag hörfað frá hinu 15 km breiða öryggis- svæði sem skilur rfldn að og réðust skæraliðasveitir Hizbollah og amal- shíta inn á svæðið í kjölfarið og fylgdu þúsundum líbanskra borgara sem fögnuðu ákaft endalokum hersetu Israela. I gærkvöldi var talið að brott- flutningi Israelshers gæti verið lokið í dagrenningu. Hefur hin hraða at- burðarás gærdagsins valdið áhyggj- um um framtíð svæðisins og hættuna á að hernaðarlegt tómarúm myndist. Mikil spenna ríkti við landamæri Israels og Líbanons í gær er skæra- liðar streymdu inn á öryggissvæðið og almenningur réðst á fangelsis- byggingar undir stjóm SLA og frels- aði fanga sem hafa verið í haldi SLA. Víða kom tfl bardaga milli andstæðra sveita. Á sömu stundu og skæraliðar Hizbollah héldu inn á svæðið, streymdu Israelar og Líbanar hlið- hollir Israelum út úr öryggissvæðinu enda kunna liðsmenn SLA að eiga yf- ir höfði sér dauðadóm ef þeir nást. Og seinni part dags var ljóst að skæra- liðasveitir Hizbollah höfðu náð fjöl- mörgum skriðdrekum og öðram þungavopnum SLA, sem ísraelski flugherinn hafði ekki náð að eyða er hersveitir höríúðu. Þrátt fyrir niðurlæginguna sem ísraelsher varð fyrir í gær sagði Ephraim Sneh, aðstoðarvamarmála- ráðherra ísraels, sem staddur var í norðurhluta landsins í gær, að að- gerðir Hizbollah myndu aðeins takast til skemmri tíma og að ef ísraelskir þegnar yrðu fyrir árásum yrðu við- brögðin mun harðari en áður og fyrir- varalaus, sagði ráðherrann. Öryggisráð SÞ samþykkti í gær yf- irlýsingu um að tillögum Kofi Ann- ans, framkvæmdastjóra SÞ, um eftir- lit með brotthvarfi ísraela og aðstoð við Líbanonsstjóm við yfirtöku svæð- isins, verði strax hrint í framkvæmd. Sérlegur sendifulltrúi SÞ, er væntan- legur til Beirút í dag og mun hann leitast við að fá skuldbindingar allra aðila um að halda íriðinn. Um 4.500 friðargæsluliðar SÞ era nú á öryggis- svæðinu og segja talsmenn liðsins að öryggisskuldbindinga sé beðið áður en það aðstoði Líbanon við að koma stjórn á svæðið. Stjórn Líbanons lýsti í gær yfir andstöðu sinni við fyrirætl- anir SÞ á svæðinu og getur það sett framtíð friðargæsluliðsins í uppnám. AP Libönsk böm að leik ofan á skriðdreka sem liðsmenn suður-líbanska liersins skildu eftir á hröðu undanhaldi sínu frá öryggissvæðinu í suðurhluta Líbanons í gær. Reuters Merkur fornleifa- fundur í Egyptalandi Qryggis- og varnarmál ESB Þátttaka NATO- ríkja utan ESB sögð vera tryggð Siðmenn- ing eldri en talið var? Chicago. AP. FORNLEIFAFRÆÐINGAR á vegum Chicago-háskóla hafa fundið 6.000 ára gamlar rústir við hæð í norðausturhluta Sýr- lands og benda þær til þess að siðmenning sé eldri en talið hef- ur verið. Hæðin nefnist Tell Hamouk- ar og fundust þar leifar borgar- múrs. Fram til þessa hafa ein- göngu fundist svo gamlar borgarrústir frá tímum súmera er bjuggu í Mesópótamíu, milli ánna Efrat og Tígris þar sem nú er írak. Að sögn McGuire Gibs- on við Austurlandastofnun Chicago-háskóla getur uppgötv- unin valdið því að endurskoða þurfi fyrri hugmyndir um upp- rana siðmenningar og borga. Hún eigi sér ef til vill rætur í annarri og eldri menningu en þeirri sem kennd er við súmera. EGYPSKIR fornleifafræðingar sögðu frá því í gær að þeir hafi fundið gröf Gad Khensu Eyufs, eins valdamesta leiðtoga faraóanna á árunum 598-570 f. Kr. og að fund- urinn sé einn sá merkasti í seinni tíð. Leitað hefur verið að gröfínni linnulítið alla þessa öld og segja fornleifafræðingar að fundurinn muni varpa ljdsi á gátuna um það hvernig Eyuf, sem var hdraðssljóri, hafi öðlast öll sín völd í óþökk kon- unga Egyptalands, en talið er að Eyuf hafi látið þegna sína koma fram við sig sem jafningja kon- ungs. Auk grafar Eyufs fundust 102 grísk-rómverskar múmíur sem, sumar hveijar, voru klæddar gullslegnum grímum. Á myndinni sést hvar einn fornleifafræðing- anna hreinsar ryk í salarkynnum þar sem ein múmían fannst. AÐILDARRÍKI Evrópusambands- ins (ESB) vora í gær sögð hafa kom- ist að samkomulagi um hvemig haga beri þátttöku þeirra ríkja, sem standa utan sambandsins en eru aðil- ar að Atlantshafsbandalaginu (NATO), í nánara öryggis- og varn- armálasamstarfi á vegum ESB. Norska blaðið Aftenposten greinir frá þessu í frétt sinni í gær og segir að NATO-ríkin, sem standa utan ESB, sem auk íslands eru Noregur, Tyrkland, Pólland, Tékkland og Ungverjaland, muni árlega fá að sitja a.m.k. fjóra ráðherrafundi ESB á sviði öryggis- og varnarmála og að undir vissum kringumstæðum muni ríkin geta tekið þátt í fundum þar sem ákvarðanir á hemaðarsviði ESB verði teknar. Að sögn blaðsins verður þetta fyrirkomulag stofnanabundið og munu fulltrúar ESB-ríkja hafa ákveðið að hefja viðræður og skoð- anaskipti við NATO ríkin sex, sem utan sambandsins standa. Opinber ákvörðun verði síðan tekin á leiðtoga- íúndi ESB í Portúgal í næsta mánuði. MORGUNBLAÐIÐ 24. MAÍ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.