Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Si^fúsarsjóður styrkir áfram Alþýðubandala^ið ] Nýir fulltrúar i * L stjórn sjóðsins SIGFÚSARSJÓÐUR, sem er sjálfs- eignarstofnun og hefur það hlutverk að styðja fjöldahreyfingu sósíalista á íslandi, mun áfram styrkja Alþýðubandalagið við að losa sig við skuldir, að sögn Sigurjóns Péturssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Þær nema nú um 30 milljón- um kr. að því er fram kom í samtalið við Margréti Frímannsdóttur fyrir skömmu. Siguijón segir aðspurður að ekkert hafi verið rætt hvemig stuðningi sjóðsins verður háttað í framtíðinni m.t.t. til þeirra breytinga sem orðið hafa með stofnun Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns- framboðs. Framkvæmdastjóm Alþýðubanda- lagsins kýs meirihluta stjómar sjóðs- ins og er hún nýbúin að kjósa fulltrúa sína í stjóm, að sögn Sigurjóns. Komu fjórir nýir fulltrúar inn í níu manna stjóm sjóðsins, þau Jóhann Arsæls- son, Guðrún Sigurjónsdóttir, Haukur Már Haraldsson og Ari Skúlason. „Það hefur verið rætt um að sjóður- inn muni áfram styrkja Alþýðubanda- lagið við að losa sig við þær skuldir sem það er í og það verður væntan- lega næsta verkefni. Það er sam- komulag um þetta,“ sagði Siguijón. Sigfúsarsjóður var stofnaður á sín- um tíma sem stuðningsafl Sameining- arflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins. Þegar hann var lagður niður var stofnskrá sjóðsins breytt þannig að sjóðurinn skyldi styðja hvern þann sósíalískan fjöldaflokk sem taki við hlutverki Sósíalistaflokksins að dómi sjóðsstjómar eða að vinna að fram- gangi sósíalismans á annan átt og var samþykkt að sú hreyfing skyldi vera Alþýðubandalagið. VG hefur ekki gert tilkall til sjóðsins Sigfúsarsjóður á í dag tvær hús- eignir, við Síðumúla 37 og húsnæði við Austurstræti 10, sem Alþingi er nú með á leigu. Sjóðurinn seldi fyrir nokkm eign sína í hluta hússins að Laugavegi 3. „Við höfum í sjálfu sér ekki gert neitt tilkall til hans [Sigfúsarsjóðs] og það er ekkert á okkar könnu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. „Mér er að vísu alveg kunnugt um stofnskrá Sigfúsarsjóðs og eftir hvaða reglum hann á að starfa en lít svo á að það sé frekar þeirra sem fara þar með forsvar að tryggja að vilji stofnandans sé virtur og að sjóðurinn starfi sam- kvæmt stofnsamþykkt sinni og hug- sjón sem hann var grundvallaður á,“ segir Steingrímur. „Alþýðubandalagið er jú til ennþá, a.m.k. að nafninu til og það var á sin- um tíma samkomulag um að það væri sá flokkur sem hefði yfirteídð hlut- verk Sósíalistaflokksins og það félli því að verkefni Sigfúsarsjóðs að leggja því til húsnæði. Nú geta menn svo sem velt því fyrir sér hvemig ætti að túlka aðstæður líðandi stundar en við höfum ekkert aðhafst í þeim efti- um og ekki gert neitt tilkall í sjálfu sér til að hann fari að leggja okkur lið,“ sagði Steingrímur. Tólf skip á kolmimna- veiðum ígær TÓLF skip voru á kolmunnaveið- um í gær en ekki var farið að reyna á það í gær hvort skipin fengju löndun vegna verkfalls starfsmanna í fiskimjölsverksmiðj- um á Norður- og Austurlandi. Sáttafundur í kjaradeilunni verður haldinn í dag. Freysteinn Bjarnason, útgerðar- stjóri hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, segir að það muni skýr- ast síðar í vikunni hvort þau skip sem nú eru á veiðum fái að landa. í gær voru eftirtalin skip á kol- munnamiðunum: Jón Kjartansson, Hólmaborg, Sunnuberg, Börkur, Beitir, Sveinn Benediktsson, As- grímur Halldórsson, Sighvatur Bjarnason, Þorsteinn EA, Hákon ÞH, Bjarni Ólafsson og Óli í Sand- gerði. Að sögn Emils Thorarensen hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. var Hólmaborgin komin með 600 tonna afla í gær og Jón Kjartansson um 300 tonn en óvíst hversu langan tíma tæki fyrir skipin að fylla sig. Emil benti einnig á að ástandið væri að glæðast í Síldarsmugunni. Veitt í Reynis- vatni REYNISVATN er ein af úti- vistarperlum höfuðborgarsvæðis- ins, en vinsælt er að fara þangað til að renna fyrir fisk. Ekki fer neinum sögum af því hvernig veiðin gekk hjá þessu fólki en brosið leynir sér ekki og því ljóst að allir hafa skemmt sér vel. í Morgunblaðið/Ómar ■ - ■'J Tónleikar Eltons Johns Vín selt á Laugar- dalsvelli BORGARRÁÐ samþykkti í gær að veita Knattspymusam- bandi íslands tækifærisleyfi til sölu áfengis vegna tónleika með Elton John á Laugardalsvelli 1. júní. Leyfið erveittmeð því skil- yrði að áfengið verði selt í af- mörkuðum rýmum á vellinum sem einungis þeir hafa aðgang að sem náð hafa 20 ára aldri. Jafnframt óskar borgarráð eftir upplýsingum um hvemig al- mennri gæslu verður háttað. Jóhann Kristinsson, vallar- stjóri Laugardalsvallar, segir að ekki hafi enn verið ákveðið hvemig staðið verði að áfengis- sölu á vellinum meðan á tónleik- unum stendur. „Það á alveg eft- ir að útfæra veitingasöluna og þá hvar áfengið verður selt. Og eins hvort það megi fara með áf- engið upp í stúku eða drekka það á afmörkuðum svæðum á vellinum. Fundað verður um þetta á næstu dögum,“ sagði Jó- hann. Meðal annars er eftir að ræða við Knattspyrnufélagið Þrótt sem hefur rétt á veitinga- sölu á Laugardalsvellinum í sumar skv. samningi við KSI. KSÍ leyfishafi formsins vegna Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, var spurður að því hvort það væri eðlilegt að sérsamband innan ÍSÍ sækti um leyfi til áfengissölu á íþrótta- velli. Hann sagði það einungis gert formsins vegna. „Borgarráð neitaði fram- kvæmdaraðila tónleikanna um leyfið á þeim forsendum að völl- urinn yrði að sækja um. Sem rekstraraðili vallarins sótti KSÍ eða Laugardalsvöllur um áfengisleyfið að ósk leigutakans, sem sér um alla framkvæmd tónleikanna,“ sagði Geir. Steinsteypa Fagmennska BM»VaIlá í steypuframleiðslu tryggir þér betra hús. Allt um góða steinsteypu á www.bmvalla.is Söludeild i Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 www.bmvalla.is V m ÍStM > > íi rfBfl ! i ffijj - Vj ’-v, ,4 ' Wm$L M H ilHS'V wim -• ■ -f| Æ'f 'ZL Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar - FÍS Heildsöluvfsitala eina færa leiðin HAUKUR Þór Hauksson, formað- ur Samtaka verslunarinnar - Fé- lags íslenskra stórkaupmanna, vísar á bug þeim fullyrðingum sem fram hafa komið, um að heildsalar hafi tekið til sín gengishagnað vegna lækkunar erlendrar myntar og ekki lækkað verð til innlendra smásala. Haukur segir sér vera kunnugt um að fjölmargar vörutegundir hafi lækkað í verði hjá heildsölum. Davíð Oddsson forsætisráðherra lét þau ummæli falla nýlega, að rannsaka yrði, hvort innflutnings- fyrirtæki héldu verði óeðlilega háu, miðað við gengi erlendra gjald- miðla. Kostnaður hefur verið nefndur sem hindrun „Við hjá Samtökum verslunarinn- ar - Félagi stórkaupmanna höfum lengi mælst til þess að stjórnvöld taki saman sérstaka heildsöluvísi- tölu. Samantekt slíkrar vísitölu er eina færa leiðin til að meta það hvar flöskuhálsinn er ef lækkun er- lendra gjaldmiðla birtist ekki í verðlagi. Þannig kæmi í Ijós, hvort það eru heildsalar eða smásalar, sem halda verði uppi og taka til sín gengishagnaðinn ef einhver er,“ segir Haukur. Haukur segir að hvorki Hagstof- an né ráðherra Hagstofunnar, Davíð Oddsson, hafi tekið vel í Þ& hugmynd eða sýnt henni áhuga. Kostnaður hafi verið nefndur sem hindrun, en að mati Hauks yrði hann sáralítill. „Þetta er eina vís- indalega nálgunin sem er hægt að nota og mér finnst í meira lagi furðulegt að ráðast á menn sem eni bara að reyna að reka fyrirtækin sín vel,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.