Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdastjórar á nýstofnuðum Landspítala - háskólasjúkrahúsi Morgunblaðið/Ámi Sæberg Framkvæmdastjóm Landspítala - háskólasjúkrahúss. Efri röð frá vinstri: Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga, og Anna Stef- ánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Neðri röð: Ólöf Ema Adamsdóttir, ritari framkvæmdastjómar, Ing- ólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, Magnús Pétursson forstjóri og Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri kennslu og fræða. Mikil vinna fram- undan RÁÐIÐ hefur verið í fimm fram- kvæmdastjórastöður við hinn ný- stofnaða Landspítala - háskóla- sjúkrahús. Anna Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri hjúkrunar, Gísli Einarsson framkvæmdastjóri kennslu og fræða, Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga, Anna Lilja Gunnarsdóttir fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upp- lýsinga og Ingólfur Þórisson fram- kvæmdastjóri tækni og eigna. Áætlanagerð og kostnaðargreining í samtali við Morgunblaðið sagði Anna Lilja Gunnarsdóttir að fyrsta verkefni framkvæmdastjóranna yrði án efa að ljúka við skipurit sjúkrahússins. Sem framkvæmda- stjóri fjárreiðna og tekna hyggst hún leggja áherslu á nokkur verk- efni. „í fyrsta lagi vil ég efla áætlana- gerð og eftirlit tengt því. I öðru lagi hyggst ég leggja áhersla á að kostnaðargreina þjónustuna, þannig að verð á ýmsum þáttum hennar liggi fyrir. I þriðja lagi vil ég skoða rekstrarform hinna ýmsu deiida; halda áfram á þeirri braut að gera einingar fjárhagslega sjálfstæðar og auka notkun þjón- ustusamninga. Þá verður nauðsyn- legt að tengja kostnaðargreining- una við fjármögnun, og þegar komin er niðurstaða í þá vinnu er hægt að fá samanburð við sam- bærileg sjúkrahús erlendis, sem ég tel mikilvægt," segir Anna Lilja. Anna Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar, segir að fyrsta verkefni hins sameinaða sjúkrahúss verði að sameina svið hinna gömlu. „Framkvæmda- stjórnin vinnur saman að því, en það verkefni var reyndar aðeins hafið. Nú verður að ráða yfírmenn hinna sameinuðu sviða. Þetta er meginverkefni okkar á næstu vik- um,“ segir Anna. Ný rekstrarform í bígerð Anna segir það vera sér hugðar- efni að ný rekstrarform verði skoðuð. „Ég hef verið að vinna að því og mun halda því áfram. Sem dæmi má nefna sjúkrahústengda heimaþjónustu, sem vísir er kom- inn að á Hringbraut og í Fossvogi. Ég hef einnig mjög mikinn áhuga á því að stofnað verði sjúkrahótel við Landspitala - háskólasjúkra- hús. Þá mun ég beita mér fyrir því að dag- og göngudeildarstarfsemi verði efld. Nú er til að mynda unn- ið að því að efla göngudeild fyrir krabbameinssjúklinga. Ég hef mikinn áhuga á því að skoða það fyrirkomulag nánar að tengja saman legu-, dag- og göngudeild," segir Anna Stefánsdóttir. Mikið verkefni Jóhannes M. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga, segir að framkvæmdastjórnarinnar bíði býsna flókið og umfangsmikið verkefni, sem sé að skilgreina svið hins nýja spítala og ráða yfirmenn þeirra. „Vonandi verður hægt að leggja línurnar fljótlega, en hvort það verður áður en sumarleyfis- tíminn gengur í garð er ekki gott að segja,“ segir hann, „Samhliða þessari skipulagningu verður auð- vitað að huga að daglegum rekstri hins nýja sjúkrahúss," bætir Jó- hannes M. Gunnarsson við. Gísli Einarsson hefur tekið við nýrri stöðu sem framkvæmdastjóri kennslu og fræða. „Hún er tilkom- in vegna tilurðar háskólasjúkra- húss. Ætlunin er að verkefnið verði að koma á og skipuleggja samskipti sjúkrahússins og háskól- ans, “ segir Gísli. Spennandi staða Gísli segir það vera mjög spenn- andi að taka við þessari nýju stöðu. „Mótun hennar er í minni hendi, að öðru leyti en því að auðvitað er lagt upp með ákveðnar væntingar og fyrirmæli um stöðuna, sem eru sem fyrr segir að koma skipulagi á samskipti sjúkrahússins og háskól- ans,“ segir Gísli. Gísli segir að mikil verkleg kennsla fari fram á spítalanum. Ekki sé vel ljóst, eins og staðan er nú, hver hlutfóll spítalans og há- skólans séu í kostnaði vegna henn- ar. Þetta þurfi að kortleggja og skipuleggja. Gísli segist leggja áherslu á að Landspítali - háskólasjúkrahús sé þekkingarfyrirtæki. „Áðal- verkefnið í þessari stöðu hlýtur því að vera að skipuleggja virkari dreifingu þekkingarinnar en nú er raunin,“ segir Gísli Einarsson. Ingólfur Þórisson er fram- kvæmdastjóri tækni og eigna. „Fyrsta skrefið verður að sameina þær deildir sem voru eins á báðum sjúkrahúsum, eða auka samvinnu," segir Ingólfur. Hann segir að stefnt sé að því að stofna fasteignafélög um bygging- ar spítalans, sem verði sjálfstæðar rekstrareiningar innan hans og leigi þá húsnæðið til deilda sjúkra- hússins. Það sé heilmikil vinna fóigin í því að greiða úr þessu verkefni og kostnaðargreina, en vonir standi til að henni verði lokið á næsta ári. Bændur kynni sér verklags- reglur EMBÆTTI yfirdýralæknis hyggst efla eftirlit með kjúkl- ingaframleiðslu í kjölfar þess að aukning varð á campyl- obacter-mengun í kjúklingum í þessum mánuði. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Sigurð Örn Hansson að- stoðar-yfirdýralækni en hann sagði að fundað hefði verið með fulltrúum kjúklingabænda í síðustu viku og staðan málsins rædd. „Við lögðum áherslu á að þeir skoðuðu verklagsreglur í kjúkl- ingaeldinu til þess að tryggja að smit berist ekki inn í eldis- húsin og nái að dreifa sér,“ sagði Sigurður Örn. „Við mun- um síðan halda áfram okkar eftirliti í sláturhúsunum og taka þar sýni og á þeim munum við marka hvort þessar aðgerð- h' skili árangri og það ætti að koma í ljós strax um mánaða- mótin.“ Kjúklingarnir smituðust ekki í sláturhúsinu Sigurður Örn sagði rétt að það kæmi fram að þau smit sem komið hefðu upp núna hefðu ekki komið upp í sláturhúsinu, heldur hefðu fuglamir líklega smitast í eldishúsunum eða á leið í slátrun. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að þrif og hreinlæti í sláturhúsinu sé í lagi og að fugl- arnir mengist því ekki þar,“ sagði Sigurður Öm. Bjarni Ásgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs hf., sagði það alveg ljóst að kjúkl- ingamir smituðust ekki í slát- urhúsi fyrirtæksins á Hellu en þar var menguðu kjúklingun- um slátrað. „Við fengum stóran skell í haust en höfum síðan þá tekið okkur á og því er bagalegt ef aðrir komast upp með það að vinna ekki sína vinnu því það spillir fyrir okkur hér,“ sagði Bjarni Ásgeir. Hvorki Sigurður Öm né Bjarni Ásgeir vildu segja frá hvaða búi menguðu kjúkling- arnir komu. Álit Tölvunefndar um skráningu fyrirtækja og stofnana sem veita netþjónustu Bankar segjast ekki geta skráð netferðir STOFNANIR og fyrirtæki, sem veita netþjónustu, virðast ekki þurfa að gera miklar breytingar á starfs- háttum sínum í kjölfar álits tölvun- efndar um að aðeins sé heimilt að geyma upplýsingar um netferðir viðskiptavina séu þær nauðsynlegar vegna reikningsgerðar og uppgjörs fyrir kostnað vegna aðgangs að tölvupóstkerfi og Netinu og til að tryggja öryggi. Sögðust viðskipta- bankarnir ekki hafa möguleika á að fylgjast með netferðum viðskipta- vina. Nokkrir þeirra sem leitað var til vildu ekki fullyrða um það hvort starfshættir þeirra fullnægðu skil- yrðum nefndarinnar þar sem þeir höfðu ekki séð álitið, en töldu þó að svo væri. Alla tíð lagt áherslu á traust Ólafur Stephensen, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningarmála Landssíma Islands, sagði að hjá fyr- irtækinu væri safnað upplýsingum um netnotkun og tölvupóstsending- ar, en Landssíminn býður upp á net- þjónustu og hefur netþjónusta Skímu verið sameinuð rekstri Sím- ans internets. „Við höfum farið yfir álit tölvu- nefndar og þótt við höfum ekki farið ofan í kjölinn á því sýnist okkur í fljótu bragði að við að þurfum engu að breyta,“ sagði hann. „Það eru eingöngu skráðar upplýsingar, sem eru nauðsynlegar vegna reiknings- gerðar og uppgjörs, og við höfum í raun alla tíð lagt mikla áherslu á að fullkomið traust ríki gagnvart við- skiptavininum og við höfum langa hefð fyrir því sem gamalt fjarskipta- fyrirtæki að fullur trúnaður ríki um innihald samskipta og hvenær ákveðin samskipti áttu sér stað.“ Hann sagði að þegar farið væri fram á upplýsingar um samskipti hjá Landssímanum, til dæmis vegna rannsóknar, væri farið fram á dóms- úrskurð. Ólafur sagði að persónu- vemdin væri i hávegum höfð hjá fyrirtækinu og sagðist hallast að því að skrá frekar minna en meira. Þá væm allir starfsmenn bundnir al- gerri þagnarskyldu og í þeim efnum væri horft á ákvæði fjarskiptalaga um að allir þeir, sem starfa við fjarskiptavirki, skuli bæði meðan þeir starfa og eftir starfslok virða þagnarskyldu varðandi allt það, sem um fjarskiptavirkin fer. í áliti tölvunefndar er sérstaklega vikið að bönkum og sagt að þeim og öðmm aðilum, sem veita ,,„frían“ að- gang að Netinu á gmndvelli samn- inga við tiltekin fjarskiptafyrirtæki [sé] óheimilt að skrá upplýsingar um netferðir viðskiptavina sinna nema sérstök heimild komi til“. Því er bætt við að netþjónustu banka sé því óheimilt að skrá og fylgjast með því hvað viðskiptavinurinn aðhefst á Netinu, til dæmis hvort hann nýti heimabanka annarra banka. Hjá stóm viðskiptabönkunum þremur fengust þau svör að þeir hefðu ekki aðgang að slíkum upplýsingum. Engar upplýsingar um netferðir hjá bönkunum Frank Hall, vefstjóri hjá Lands- banka Islands, sem veitir viðskipta- vinum og öðram ókeypis netþjón- ustu eins og Búnaðarbanki og íslandsbanki, sagði að öll umferð viðskiptavina á Netinu færi um net- þjón, sem væri hýstur hjá Lands- símanum, og því hefði bankinn eng- an möguleika á að fylgjast með ferðum þeirra á Netinu. „Við höfum ekki einu sinni mögu- leika á að fylgjast með netferðum þeirra,“ sagði hann. „Allt, sem fer í gegnum tölvur Ll-notenda, fer þangað, en kemur ekki hingað inn. Við sjáum aðeins um skráningu og að halda utan um þetta “ Hann sagði að í Landsbankanum væri því ekki hægt að fylgjast með því hvort þeir sem nota netþjónustu Landsbankans væru í viðskiptum við aðra banka, enda væri það „á mörkum þess að vera siðlaust". Ingi Örn Geirsson, forstöðumaður tölvudeildar Búnaðarbankans, sagði að þar væri heimsóknum á heima- síðu bankans ekki safnað saman á kerfisbundinn hátt. Bankinn veitti einnig aðgang að Netinu gegnum svokallað „binet“, en það væri vistað hjá Landssímanum. „Við höfum því ekki safnað upp- lýsingum um viðskiptavini og höfum engar áætlanir um að fara út í slíkt,“ sagði hann. ,A.ð því leyti snertir [álitið] okkur ekki mikið.“ Hann sagði að þeir gætu haldið utan um upplýsingar um notkun á heimilisbankanum, en ekki notkun viðskiptavina á öðrum bönkum því þjónustan væri ekki veitt á vefþjón- um Búnaðarbankans. Allar fjár- hagslegar færslur viðskiptavina á heimabankanum væm skráðar, rétt eins og hjá viðskiptavinum sem lí koma í bankann í eigin persónu, en ekki væri til dæmis skráð þegar við- skiptavinur nær í yfirlit yfii' stöðu reikninga eða færslur. Hann kvaðst ekki sjá að nein ástæða væri til að breyta starfsháttum varðandi skráningu upplýsinga vegna þessa álits. Sigurveig Jónsdóttir, upplýsinga- |g fulltrúi Íslandsbanka-FBA, sagði að rekstur netþjónustu bankans væri j§ að öllu leyti hjá Íslandssíma. „Við þurfum því engu að breyta og fylgjumst ekki með því hvað fólk er að gera.“ Hún sagði að hlutafélag væri um þennan rekstur og þar væri aðeins veittur frír aðgangur að Netinu. Það eina sem væri skráð væri á valdi við- skiptavina, sem gætu gefið upp áhugasvið og fengið tilboð eða upp- , lýsingar sem tengdust því sviði, hvort sem það væru íþróttir eð.i tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.