Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Skólameistari YMA um auknar kröfur til ungs fólks Æ fleiri leita aðstoðar vegna þunglyndis HJALTI Jón Sveinsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akureyri, gerði þær miklu kröfur sem tíð- arandinn gerði til ungs fólks að um- talsefni í ræðu sinni við skólaslit um liðna helgi. „Neysluþjóðfélag sam- tímans er grimmt í garð unglinga, sem gerir mörgum þeirra erfítt fyrir og getur komið í veg fyrir vellíðan þeirra og námsgengi í framhalds- skólum,“ sagði Hjalti Jón. Kröfumar sem bæði samfélagið og skólinn gerði til unga fólksins hefðu reynst mörgum um megn og ættu æ fleiri við depurð eða þunglyndi að stríða. Skólinn hefði því gert samn- ing við íyrirtæki á sviði sálfræðiþjón- ustu og hefði allmörgum nemendum verið vísað þangað á liðnum vetri. Þurfum að laga okkur að breyttum þjóðfélagsháttum Hann sagði býsna dýrt að vera ungur um þessar mundir og vand- kvæðum væri bundið að standa undir hinni miklu neyslu sem talin væri lífsnauðsynleg. Ekkert væri sjálf- sagðara en að eiga bíl og auðvelt væri að slá bflalán, lánastofnanir kepptust um að greiða götu unga fólksins svo það gæti líkt og þeir sem eldri væru ekið um á nýjum bifreiðum. Greiðsl- ur af lánunum sem og rekstur bflsins kostuðu skildinginn. Þá þyrfti að eiga og reka farsíma og skemmtistaðir bæjarins kepptust við að fanga til sín unga fólkið strax á fimmtudags- kvöldum. Og til þess að tryggja að- sóknina væri slegið af bjómum þetta kvöld og brennivíninu líka, sagði skólameistari. Skásti kosturinn væri að fara út á fímmtudagskvöldum, því mjög margt ungt fólk væri í vinnu allar helgar enda þyrfti að fjármagna neysluna. Auk þess þyrftu margir að standa sjálfir undir öðrum kostnaði við uppi- hald sitt meðan á námi í framhalds- skóla stæði, fæði og húsnæði. „Við stöndum frammi fyrir þeim vanda að þurfa að laga okkur að breyttum þjóðfélagsháttum og enn sem komið er höfum við ekki gert það sem skyldi. Við megum ekki og vilj- um ekki slaka á kröfunum en það er vissulega auðveldasta leiðin. Okkur er Ijóst að æ stærri hluti nemenda- hópsins hefur ekki tíma til þess að sinna heimanáminu sem skyldi og kemur því oft ólesinn í kennslustund- ir,“ sagði Hjalti Jón. Hann sagði enn óljóst hvemig bmgðist yrði við þessum vanda en tæplega væri það á valdi skólans að snúa þróuninni við. Sá veruleiki sem hann hefði lýst gerði það jafnframt að verkum að margir framhalds- skólanemar gengju ekki heilir til skógar. Samningur við sálfræðiþjónustu Kröfumar sem bæði samfélagið og skólinn gerðu til þeirra reyndust mörgum um megn. „Óregla þarf ekki að koma til en þróunin hefur verið sú upp á síðkastið að æ fleiri nemendur leita sér lækninga vegna þunglyndis og illrar andlegrar líðanar. Þeir eru að guggna á tilverunni og eiga orðið í mesta basli með að mæta nýjum degi þegar vekjaraklukkan vekur þá á morgnana. Þeir sjá ekki fram úr deginum eða vikunni, tilkynna sig veika og leita síðan til læknis fullir depurðar og ráðaleysis, sagði skólameistari, og nefndi einnig að nemendumir leituðu í töluverðum mæli aðstoðar umsjón- arkennara sinna eða námsráðgjafa. Nú væri svo komið að skólinn hefði gert samning við starfandi sálfræði- þjónustu á Akureyri og hefði nem- endum í talsverðum mæli verið vísað þangað á Iiðnum vetri. Það segði sína sögu um að andleg heilsa og forvarn- ir af öllu tagi þyrftu að vera fastur liður í skólastarfinu. Því kalli myndi Verkmenntaskólinn hlýða og yrði í fararbroddi á því sviði. Morgunblaðið/Kristján Mor^unblaðið/ Börn og starfsfólk á Krummafæti, ánægð í nýja skolanum. Krummafótur - nýr leikskóli á Grenivík NÝR leikskóli hefur verið tekinn í notkun á Grenivík en hann heit- ir Krummafótur. Leikskólinn á staðnum hefur frá upphafi, verið til húsa í gömlu verslunarhúsi, „gömlu búðinni á Grenivík". Leikskólinn er um 150 fermetrar að stærð og er ætlaður fyrir 21 barn á einni deild. Þar starfa fimm konur, þar af tvær sem eru menntaðir leikskólakennarar, en leikskólastjóri er Regína Ómars- dóttir. Byggingakostnaður er áætlaður um 26 milljónir króna. Hönnun var í höndum Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks á Akur- eyri, en byggingaverktaki var Jónas Baldursson. Morgunblaðið/Kristján Þriðjudaginn 30. maí kl. 8:15 -12:00 á Hótel Sögu Dr. Stowe Shoemaker, prófessor við University of Nevada halda fyrirlestur um Barist við sinu í bæjarbrekkunni GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Tryggð viðskiptavina Hvernig vinnum við hjörtu þeirra og huga. Viðskiptatryggð er veigamesta hagnaðarleið í samkeppni. Fyrirtæki sem eiga fuila tryggð viðskiptavina sinna lækka kostnað og auka hagnað. Dr. Shoemaker segir í fyrirlestrinum frá kenningum um tryggð viðskiptavina og hversvegna hún er mikilvæg. Hann útskýrir muninn á ánægðum og tryggum viðskiptavinum og hvers virði þeir síðarnefndu eru. Kennir hvernig fyrirtæki geta fengið viðskiptavini til að koma aftur og aftur og unnið hlut í hugum þeirra og hjörtum. Skráning og nánari upplýsingar gsfi@gsfi.is eða í síma 533 5666. Stowe Shoemaker lauk doktorsprófi frá hinum viðurkennda Cornell háskóla í íþöku, New York. Dr. Shoemaker er þekktastur fyrir störf og rannsóknir í markaðsfræðum, en einnig fyrir greinaskrif og fyrirlestra sem hann hefur haldið um allan heim og hlotið margskonar viðurkenningar fyrir. Hann hefur verið ráðgjafi í markaðsmáium fyrir stórfyrirtæki eins og Hayatt hótelkeðjuna, Marriott fyrirtækja-samsteipuna og Taco Bell matvælaframleiðendurna. ISLANDSBANKIFBA TJÓN varð ekki á gróðri í sinu- bruna sem Slökkvilið Akureyrar slökkti i bæjarbrekkunni ofan við Samkomuhúsið, efst við Barðstún, eftir hádegi í gær. Nokkuð erfið- lega gekk að slökkva að sögn Jóns Knudsens varðstjóra vegna þess hversu mikill gróður var á svæðinu og var kappkostað að skemma hann ekki. Jón sagði slökkviliðið blessunar- lega hafa verið laust við sinubruna í ár sem og raunar tvö þau síðustu þar á undan líka. Þetta er fimmti sinubruninn sem slökkviliðið tekst á við í ár en sá fyrsti varð í blíð- viðrinu í janúarmánuði síðastliðn- um, þannig að þeir hafa einungis verið fjórir nú í vor. Töluverðan reyk lagði um allt næsta nágrenni en íbúi sem næst var í húsi við Barðstún var heima við og gat lokað gluggum áður en reykur fór að berast inn í húsið. Ekki var í gær vitað um upptök sinubrunans, en getgátur voru uppi um að annaðhvort hefði verið fikt- að með eld eða þá að logandi vindl- ingi hefði verið fleygt í sinuna með þessum afleiðingum. Innan við hálftíma eftir að slökkt hafði verið í sinunni var liðið kallað út vegna elds í ruslagámi við Strax- verslun á Byggðavegi, sem er skammt þar ofan við. Þar logaði í pappírsgámi og urðu á honum nokkrar skemmdir, en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Frá Tónlistarskólan um á Akureyri Skólaslit Tónlistarskólans á Akureyri verða í Glerárkirkju föstudaginn 26. maí kl. 17.00 Skólas^jóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.