Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Frjálsi fjárfestingarbankinn birtir ársf]órðungsuppgjör Hagnaður 239 milljón- ir króna HAGNAÐUR Frjálsa fjárfesting- arbankans (áður Samvinnusjóðs- ins) á fyrsta ársfjórðungi nam 334 milljónum króna fyrir skatta en hagnaður að teknu tilliti til reikn- aðra skatta var 239 milljónir króna. Ekki eru til samanburðar- tölur fyrir fyrsta ársfjórðung síð- asta árs en hagnaður allt árið í fyrra var 566 m.kr. Arðsemi eigin fjár miðað við fyrstu þrjá mánuði ársins var 56,6% á móti 39,5% fyrir allt árið í fyrra sem þó var metár í rekstri bankans. Vegna sveiflna á fjár- magnsmarkaðinum gera stjórn- endur bankans þó ekki ráð fyrir að hagnaðurinn það sem eftir lifir ársins verði sambærilegur við hagnað fyrsta ársfjórðungsins. Vaxtatekjur bankans námu 268 millónum króna og hreinar vaxta- tekjur, þ.e. vaxtatekjur að frá- dregnum vaxtagjöldum, námu 44 milljónum króna. Aðrar rekstrar- tekjur námu 348 milljónum og heildarrekstrartekjur voru 392 milljónir. Rekstrargjöld voru 33 milljónir króna og á afskriftar- reikning útlána voru færðar 25 milljónir. Staða afskriftarreiknings í árslok sem hlutfall af heildar- útlánum nam 3,26%.Útlán námu 7.584 millónum króna og lækkuðu um 5% frá áramótum. Þrátt fyrir lækkun útlána á fyrsta ársfjórð- ungi er gert ráð fyrir að útlán muni aukast um 12-15% á árinu. Hlutabréfaeign nam 1.876 milljón- um og hækkaði um 588 milljónir frá áramótum. Vanskil útlána lækkuðu mikið á ársfjórðungnum og vanskil sem hlutfall á heildar- útlánum námu 2,28%. Eigið fé í árslok var 2.096 milljónir og hækk- aði um 79 milljónir frá áramótum. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD- reglum var 22,16% og lækkaði lítil- lega frá áramótum. Hluthafafundur Fjárvangs hf. samþykkti síðastliðinn föstudag samruna við Frjálsa fjárfestingar- bankann og á hluthafafundi Frjálsa fjárfestingarbankans í gær var samruninn samþykktur. Ný stjórn var kosin í hinu sameigin- lega félagi og sem aðalmenn í stjórn voru kosnir þeir Axel Gísla- son, Geir Magnússon, Haukur Már Haraldsson, Margeir Daníelsson ogHafliði Þórsson, en varamenn þeir Benedikt Sigurðsson, Guðjón Stefánsson og Vilhjálmur Bjarna- Stærstu hluthafar Frjálsa fjárfestingar- bankans hf maí 2000 Vátryggingafélag íslands hf. 33,85% Traustfang hf. 21,21% Íslandsbanki-FBA hf. 7,67% Samvinnulífeyrissjóðurinn 7,11% isoport ehf. 5,67% Olíufélagið hf. 3,86% Frjálsi fjárfestingarb. hf. 3,35% Isoport S.A 2,48% Hafliði Þórsson 1,82% Lífeyrissjóðurinn Framsýn 1,10% Búnaðarbanki íslands 0,80% Kf. Suðurnesja 0,76% Örn Gústafsson 0,70% Þróunarfélag íslands hf. 0,65% Aðrir hluthafar 8,98% 100% Hlutafé alls 1.218,6 millj. króna Afkoma Flugleiða í aprílmánuði Bætt nýting- en óhag- stætt gengi FLUGLEIÐIR sendu í gær frá sér mánaðaryfirlit yfir ákveðna þætti í rekstri félagsins, sérstaklega fram- boð og flutninga í farþegaflugi á milli landa. Einar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, sagði í samtali við Morgunblaðið að sem stendur væru helstu atriði sem máli deCODE lík- lega skráð á Easdaq LÍKLEGT er að umsjónaraðilar út- boðs bréfa deCODE Genetics í Bandaríkjunum sæki um skráningu bréfanna á hinum rafræna evrópska hlutabréfamarkaði Easdaq, að sögn Braga Smith, sérfræðings hjá Verð- bréfastofunni. Hann bendir þó á að ekkert sé víst í þeim efnum. „Útboðskynning á bréfum TILKYNNING TIL HLUTHAFA OZ.COM Á aðalfundi OZ.COM, sem haldinn var 3. maí sl., samþykktu hluthafar félagsins útgáfu jöfnunarhlutabréfa til tvöföldunar á útgefnu hlutafé félagsins af gerðinni "Common Stock". Ákveðið hefur verið að breyting þessi muni taka gildi föstudaginn 26. maí nk. kl. 24:00 að íslenskum tíma. Frá og með þeim tíma munu þeir hluthafar sem þá eiga almenn hlutabréf ("Common Stock") í félaginu hljóta einn hlut til viðbótar við hvem einn hlut sem þeir þá eru eigendur að. Þessi tvöföldun gerist sjálfkrafa og án þess að þeir hluthafar þurfi nokkuð að hafast að. Þeir hluthafar sem eiga skilríki fyrir "Common Stock" hlutum sínum (sérstök hlutabréf í bréflegu formi), munu á sama tíma eiga rétt á að fá afhent skilríki fyrir tveimur "Common Stock" hlutum gegn framvísun á einu "Common Stock" hlutabréfi. Bréfunum skal framvísað á skrifstofu félagsins að Snorrabraut 54, 105 Reykjavík. Tvöföldun hlutafjár mun ekki með sama hætti taka til eigenda forgangshlutabréfa ("Series A Preferred"). ( stað þess munu þeir hluthafar eiga rétt á að skipta út hverjum einum "Series A Preferred" hlutfyrirtvo "Common Stock" hluti. Áríðandi er að hluthafar eða tilvonandi hluthafar OZ.COM geri sér fulla grein fyrir eðli og afleiðingum þessara breytinga. Líklegt er að útgáfa jöfnunarbréfanna muni hafa áhrif á gengi hlutabréfa félagsins af þeirri ástæðu að eftir breytinguna mun fjöldi útgefinna hluta verða tvöfalt meiri en áður. Breytingin hefur hins vegar ekki áhrif á hlutafallslega eign einstakra hlutahafa í félaginu. Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu OZ.COM á slóðinni http://wvwv.oz.com/investors. OZ.COM deCODE er ekki hafin og mun að öll- um líkindum ekki hefjast fyrr en eft- ir um 2-4 vikur. Kynningarferlið mun síðan taka um 1-2 vikur. Verði einnig reynt að selja bréfin í Evrópu gæti ferlið tekið lengri tíma,“ segir Bragi. Hann segist hafa eftir áreiðanleg- um heimildum að umsjónaraðilar út- boðsins telji að sala bréfanna myndi ganga betur í Evrópu en í Banda- ríkjunum núna vegna þess ástands sem ríki á hlutabréfamörkuðum. Um þessar mundir reynist erfitt að selja Bandaríkjamönnum bréf í hátækni- og líftæknifyrirtækjum. Góð verðþróun til lengri tíma Bragi segist ekki hafa upplýsingar um hvort útboðs- og skráningarlýs- ing deCODE hafi verið lögð fram á evrópskum hlutabréfamarkaði. Hann á þó frekar von á því að það verði gert þar sem Fjárfestingar- bankinn Morgan Stanley Dean Witt- er Inc., sem annast útboðið fyrir hönd deCODE, hafi mjög sterka stöðu í Bretlandi og sé í örum vexti í Evrópu. „Útboðskynningin fer fram með þeim hætti að umsjónaraðilar út- boðsins halda fundi og kynningar fyrir fagfjárfesta. Ég er ekki sjálfur viss um hvort deCODE sjálft muni senda fulltrúa sína með í þær kynn- ingar, eins og stundum er raunin í útboðum." Um verðþróun á bréfum deCODE segist Bragi vera hóflega bjartsýnn. Vegna þeirra aðstæðna sem nú ríki á mörkuðum sé erfitt að sjá fyrir hvernig hún verði, en að sínu mati hljóti hún að verða góð til lengri tíma. skipta í rekstri Flugleiða bætt nýt- ing framleiðslugetu og óhagstæð gengisþróun. Bætt nýting í apríl hefði að verulegu leyti unnið upp þann neikvæða samanburð sem ver- ið hefði á þessum þætti fyrstu þrjá mánuði ársins við árið í fyrra. Þró- un evrunnar miðað við íslensku krónuna og Bandaríkjadalinn hefði hins vegar verið félaginu óhagstæð um skeið. Varnir gegn gjaldeyris- áhættu hefðu ekki nema ákveðna endingu og félagið væri byrjað að finna fyrir óþægindum vegna þessa. Færri viðskiptafarþegar vegna verkfallshættu Auk þessara þátta nefndi Einar að þróun farþegaflutninga til og frá íslandi hefði verið jákvæð og að sá markaður væri félaginu mikilvæg- ari en Norður-Atlantshafsflugið því tekjur af sætum á fyrrnefnda mark- aðnum væru hærri en af hinum síð- arnefnda. Á móti kæmi hátt olíu- verð og að offramboð og aukin samkeppni í flugi yfir Norður-Atl- antshafið hefði haft neikvæð áhrif. Einnig hefði samkeppni á flugleið- um til og frá Islandi aukist, til dæm- is með ferðum flugfélagsins Go. Til lengri tíma litið skiptir líka máli, að sögn Einars, að kostnaður innanlands mun fara hækkandi vegna nýgerðra kjarasamninga og að það geti gert samkeppnisstöðuna erfiðari gagnvart öðrum löndum. Loks nefndi hann að það væri skoð- un félagsins að vegna hættu á verk- föllum í aðdraganda samninganna hefði viðskiptafarþegum fækkað frá í fyrra. Þetta kæmi ef til vill að ein- hverju leyti til baka, en þó hefði verið hætt við einhverjar styttri ferðir og fundi af þessum sökum og það hefði komið sér illa fyrir félagið. ♦ ♦ ♦ i7 á Indlandi ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið i7 hefur stofnað nýtt hugbúnaðarfyr- irtæki á Indlandi, i7 India. Nýja fyr- irtækið er staðsett á austurströnd Indlands, í borginni Chennai. Sig- urður Hrafnsson hjá i7 segir að til- gangurinn með stofnun fyrirtækis- ins í Indlandi sé að efla getu i7 til þátttöku í verkefnum á alþjóðlegum vettvangi. Kröfur til hugbúnaðarfyr- irtækja um að bregðast skjótt við og hafa nægjanlegan mannafla í stærri verkefnum eru sífellt að aukast. Þetta skref er því viðbót við upp- byggingu íyrirtækisins á íslandi. Rekstur British Airways erfíður London. AFP, AP, BBC. HÁTT í 28 milljarða íslenskra króna tap varð af reglulegri starfsemi Brit- ish Airways á síðasta fjárhagsári en því lauk 31. mars síðastliðinn og er þetta í fyrsta sinn að félagið er rekið með tapi frá því að það var einkavætt árið 1987. Hagnaður British Airways fyrir skatta á þarsíðasta fjárhagsári nam liðlega 29 milljörðum króna. Að teknu tilliti til óreglulegra liða nam hagnaður félagsins á nýliðnu fjárhagsári um 575 milljónum ís- lenskra króna en sala á hlutum fé- lagsins í Galileo booking system og Equant skilaði félaginu nokkru meira en sem nam tapi af reglulegri starfsemi. Markaðssérfræðingar höfðu raunar spáð að tap af reglu- legri starfsemi yrði liðlega 32,5 millj- arðar íslenskra króna. Lord Marshall, stjórnarformaður British Airways, sagði að síðasta ár hefði verið hið erfiðasta frá því félag- ið var einkavætt; hátt verð á elds- neyti og sterk staða sterlingspunds- ins gagnvart evrunni hefði gert allan rekstur erfiðan. Kostnaðarauki vegna hækkandi verðs fyrir elds- neyti hefði numið liðlega 7,6 millj- örðum króna og gengisbreytingar hefðu kostað félagið um 15,5 millj- arða króna og auk þess hefði kostn- aður vegna endurskipulagningar numið um 10 milljörðum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.