Morgunblaðið - 24.05.2000, Side 36

Morgunblaðið - 24.05.2000, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 %------------------------ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Vinsæl- asta ráðið Við séum búin að kjósa rétt undanfarin ár og uppskerum nú eins og við sáðum. Við megum þess vegna vera góð við okk- ur núna og launa okkur sjálfum póli- tísku skynsemina með því að syndga. Hlutverk leiðtoga er oft vanþakklátt starf, þeir eru skotspónn okkar, við skömmum þá og gerum grín að þeim en ætl- umst líka til þess að þeir standi sig í stykkinu - og stundum er gott að þeir gefi ráð ef við erum í vafa. Ekki í skipunartón eða með bendifingur á lofti, ekki með allt of miklum skólameistarasvip en ráð samt. Eigum við hiklaust að setja okkur í skuldir, er það verjandi? Ef almenningur er of varkár og sparar um of, eins og gerst hefur í Japan, dregur úr umsvifum vegna minni neyslu. Uppsagnir hefjast, ládeyða og kreppa taka við af of- þenslunni. En VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson ef við gefum neyslunni of lausan taum- inn getur allt farið á hvolf í verðbólgu og ann- arri botnleysu. Erfiðast hlýtur að vera fyrir vinsæla leiðtoga að þurfa að segja okkur eitthvað sem þeir vita að við viljum helst ekki heyra, veita óvinsæl ráð og loforð. Leiðtogi Breta á stríðsárunum, Winston Churchill, hét þjóð sinni „blóði, svita og tárum“ eins og frægt er orðið. Hann er nú lofaður fyrir að segja fólki óþveginn sannleikann. Nú eru allt aðrir tímar. Til allr- ar hamingju þurfa leiðtogar okkar ekki að berjast við stríðsæsinga- menn í útlöndum og hvetja okkur til að hætta lífinu fyrir frelsi og lýðræði. Viðfangsefnin eru önnur en samt hlýtur að vera rétt að | velta fyrir sér hvort hugtakið var- úð sé orðið eins og hverjar aðrar fomleifar í augum ráðamanna. Maður gengur undir manns hönd til að fá forsætisráðherra, ríkisstjórnina alla, sjálft Alþingi, til að draga saman seglin í út- gjöldum. Viðskiptahallinn sé orð- inn geigvænlegur, segja hagfræð- ingar Þjóðhagsstofnunar, Aiþýðusambandsins, Verslunar- ráðs og fleiri gagnmerkra aðila. En ekkert stoðar. Varla eiga fræðingarnir hagsmuna að gæta sem fá þá til að hrella okkur að óþörfu. Eitthvað annað hlýtur að ráða för, til dæmis að samanlögð reynsla þeirra af sveiflum í efna- hagslífinu, ráðstafanir sem mælt er með í öðrum löndum við svip- aðar aðstæður og fleira fái fræð- ingana okkar til að vara fólk við. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra segir hagfræðingana ganga of langt í svartsýni. Þeir átti sig ekki á því að með auknu frjálsræði hafi losnað úr læðingi svo mikill kraftur í atvinnulífinu að þensla sé ekki jafn hættuleg og hún hefði verið hér áður fyrr, meðan spennitreyja ríkisafskipta og einangrunarstefnu hélt aftur af framförum. Auk þess bendir hann á að þótt við, þ.e.a.s. fyrirtæki landsmanna, skuldi nú mikið erlendis, hafi líf- eyrissjóðir og einstaklingar fjár- fest tugi milljarða króna á síðustu árum í erlendum sjóðum. Draga verði þá fjárfestingu frá þegar menn horfi á skuldabunkann, hún sé ekki eyðsla út í loftið. Hvað eiga nú venjulegir, ís- lenskir þurfalingar og neyslu- sjúklingar að gera? Við erum van- ir því að ráðamenn og helstu ráðgjafar þeirra, embættismenn í seðlabanka og Þjóðhagsstofnun, séu í stórum dráttum sammála um að við launþegar séum ólík- indatól sem ekki sé alveg treyst- andi fyrir peningaveski. Aratugareynsla okkar af að- draganda samninga um kaup og kjör er nokkuð einsleit. Við rifjum upp sjónvarpsviðtöl við for- sætisráðherra á hverjum tíma, fjármálaráðherra, ábúðarmikla talsmenn Seðlabankans, þung- búna fulltrúa atvinnurekenda, óháða sérfræðinga. Þeir sögðu alltaf að við eyddum um efni fram, værum óráðsíubelgir. Við hin vissum upp á okkur skömmina, sættum okkur við aðhald öðru hverju en fengum stundum að ímynda okkur í nokkra mánuði að við værum búin að fá góða kaup- hækkun. Verðbólgan sá til þess að sælan varð skammvinn. En nú erum við eyðslusamari en nokkru sinni og sjálft valdið fullvissar okkur um að allt sé í lagi. Svona eigi þetta að vera. Við séum búin að kjósa rétt undan- farin ár og uppskerum nú eins og við sáðum. Við megum þess vegna vera góð við okkur núna og launa okkur sjálfum pólitísku skynsem- ina með því að syndga. Er nema von að við séum ráð- villt? Og klofningurinn birtist í gerólíkum skilningi á gi-undvall- arhugtökum eins og neyslu og græðgi. Forsætisráðherra segir okkur að honum finnist biskupinn yfir íslandi nota klisjur þegar hann fordæmi neysluhyggjuna. Þetta sé alls engin synd heldur bara eðlileg viðleitni hjá venju- legu fólki til að hafa það betra. Og gefur í skyn að biskupi væri nær að vera sjálfum sér samkvæmur og taka ekki þátt í að eyða og spenna hundruðum milljóna króna á Kristnihátíð í sumar. Vafalaust er það rétt að allir ættu að tala varlega um græðgi í heilu samfélagi en vandinn er sá að græðgi og botnlaus hlutadýrk- un eru staðreyndir, ekkert síður en forsjárhyggja og hræsni. Þó að freistandi geti verið að strjúka okkur með hárunum og segja að þetta sé allt í lagi er það varla svo að ráðherranum finnist að aldrei geti verið rétt að hvetja fólk til að hafa taumhald á sér. Reyndar þarf ekki að leita Iangt til að rifja upp ágætt dæmi um að honum of- byði með réttu hófleysi í peninga- græðgi. Þegar sagt var frá því í febrúar að stjóm Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hefði tryggt ráða- mönnum fyrirtækisins kaupauka upp á tugi milljóna króna var for- sætisráðherra spurður álits í út- varpinu. „Mér finnst óeðlilegt að menn gangi svo hratt um gleðinn- ar dyr eins og þama var gert,“ svaraði hann. Varla er hægt að skilja þessi orð á annan veg en þann að hann hafí átt við peninga- græðgi. Hún hafi gengið of langt þegar samið var um kaupaukann sem umræddir stjórnendur hafa að sjálfsögðu getað reiknað út að yrði býsna myndarlegur ef góð- ærið héldi áfram. Græðgi er til og sama á líka við um neysluæði. Ofremdarástand í heilsuvernd starfsmanna ÞAÐ var óvænt og gleðileg uppákoma, að fyrrverandi lögmaður Vinnueftirlits ííkisins og nýskipaður yfir- læknir atvinnusjúk- dómadeildar Vinnueft- irlitsins skyldu taka sér fyrir hendur að vekja athygli á því ófremdar- ástandi, sem að þeirra mati og ýmissa annarra hefur ríkt í starfs- mannaheilsuvernd á ís- lenskum vinnumarkaði um langa hríð, sbr. um- fjöllun í Morgunblaðinu 19. mars sl. Það em 20 ár síðan það var bundið í lögum, að rækja skyldi starfs- mannaheilsuvernd á vegum heil- brigðiskerfisins við öll fyrirtæki á Islandi. Vinnueftirlit ríkisins átti að skipuleggja þessa starfsemi og koma á samningum á milli fyrirtækjanna og þeirra stofnana, sem skyldu ann- ast þessa þjónustu. Er skemmst frá því að segja að ekkert hefur gerst í málinu. Lögin hafa verið samþykkt, ákveðið hverjir skuli vinna verkið og hverjir skuli skipuleggja það, en það gerist bara ekkert í málinu. Hvergi hefur verið stofnað til starfsmanna- heilsuverndar í því formi, sem gert er ráð fyrir í lögunum. Þess í stað hafa fyrirtækin ráðið til sín trúnaðar- lækna sem era starfsmenn fyrirtækj- anna og starfa á þeirra forsendum, og er það kallað heilsuvernd, en hef- ur víða snúist upp í fjarvistaeftirlit, sem sumir hafa kallað fjarvistalögr- eglu. Slík starfsemi er ekki heilsu- vernd, en getur aftur á móti í vissum tilvikum haft neikvæð áhrif á heilsu starfsmanna, og verkað sem þrýst- ingur á starfsfólk í veikindatilfellum. Það er eðlilegt að spurt sé, hvað valdi þessu „ófremdarástandi“, hvers vegna þessum lögum sé ekki fram- fylgt. Magnús Ingi svarar því til, að „framkvæmd þessara reglna hafi taf- ist vegna þess að uppbygging heilsu- gæslustöðva í landinu hafi ekki verið af þeim krafti, sem reiknað hafi verið með.“ Þetta er ekki fullnægjandi skýring. Rétt er, að uppbygging heilsugæslustöðva hefur gengið seint, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en það þurfti ekki að hindra upp- byggingu starfsmannaheilsuvemd- ar. Sú starfsemi þarfnaðist sérstaks skipulags og aðstöðu, sem tengst gat þeim heilbrigðisstofnunum, sem fyrir vora í land- inu, heilsugæslustöðv- um eða sjúkrahúsum eða jafnvel starfað sjálfstætt. Það sem skipti máh, var að þjónustan væri framkvæmd af opin- bera heilbrigðskerfinu, en ekki rekin sem hags- munagæsla fyrirtækj- anna. Orsök „ófremdar- ástandsins" er því ekki skortur á heilsugæslu- stöðvum. Það er hins vegar íyrir hendi mjög ákveðin and- staða í samfélaginu gegn þessu máli. Er þar annars vegar virk andstaða af hendi atvinnurekenda og hins vegar óvirk andstaða eða vanræksla af hendi ríkisvaldsins. Þeir, sem ætla sér að ráða bót á „ófremdarástand- inu“, verða að gera sér grein íyrir þessari andstöðu og vinna bug á henni. A sínum tíma var reynt að koma á samningum um heilsuvemd milli Heilsugæslustöðvarinnar á Sólvangi annars vegar og ÍSAL, álversins í Straumsvík hins vegar. ÍSAL sleit þeim samningum, trúlega vegna þrýstings frá samtökum atvinnurek- enda, og hélt áfram að reka sína „heilsuvemd“ á eigin vegum og for- sendum og gerir enn. Það mun vera eina tilraunin sem gerð hefur verið til slíkra samninga. Ekki er hægt að ræða um heilsu- vemd starfsmanna án þess að minnst sé á verkalýðshreyfinguna. Lög um vinnuvernd vora á sínum tíma sett fyrir atbeina verkalýðshreyfingar- innar og vinstri aflanna á Alþingi, enda er það fyrst og fremst hags- munamál launþega, að vernda starfs- menn fyrir heilsutjóni af völdum vinnunnar. Framkvæmd heilsu- verndar á vinnustað hlýtur alltaf að fela í sér hagsmunatogstreitu á milli starfsmannanna og fyiirtækjanna, vegna þess að það kostar peninga að halda uppi trúverðugri heilsuvernd og heilsusamlegu vinnuumhverfi. Af þeim sökum vilja fyrirtækin hafa töglin og hagldirnar í þessum efnum, reka heilsuverndina sjálf og ráða því, hvemig hún er rekin. Heilsuvernd Ég held að það megi með nokkrum sanni halda því fram að það „ófremdar- ástand“, segir Guðmund- ur Helgi Þórðarson, sem Magnús Ingi Erlingsson talar um, stafí að stórum hluta af því að verkalýðs- hreyfíngin og félags- hyggjuöflin á Alþingi hafa sofið á verðinum. Þarna er sem sagt tekist á um pen- inga. Slík átök era oft hörð og óvæg- in, og þá er jafnvel ekki vflað fyrir sér að hundsa lög, ef því er að skipta. í slíkum slag þarf launþeginn stuðning og hvatningu frá samtökum sínum og ennfremur frá félagshyggjuöflunum á löggjafarþinginu. Ég held að það megi með nokkram sanni halda því fram að það „ófremdarástand“, sem Magnús Ingi Erlingsson talar um, stafi að stóram hluta af því, að verka- lýðshreyfingin og félagshyggjuöflin á Alþingi hafa sofið á verðinum. Yfirlæknirinn talar um, að það hafi „ekki myndast neinn þiýstingur frá sjúklingum veikum af atvinnusjúk- dómum“. Þessi þrýstingur átti að koma frá samtökum launafólks eða pólitískum forsvarsmönnum þeirra á Alþingi. Það átti ekki að bíða eftir því, að fólk yrði veikt af atvinnusjúk- dómum, þetta er forvarnarstarf. Það hefur ekki árað til þess, hin síðari ár, að einstakii' launþegar geti þrýst á um eitt eða neitt. Það er máttur sam- takanna, sem einn dugii', til að sigr- ast á þeirri andstöðu, sem áður er minnst á. Það er rétt sem Magnús Ingi segir að málið er í hörðum hnút. Ég vona, að útspil hans verði til þess, að sá hnútur verði leystur, eða höggvið verði á hann. Höfundur er fyrrv. heilsugæslulæknir. Guðmundur Helgi Þórðarson U ndir skr iftaár átta Islendinga ÞAÐ er rneð ólíkind- um hvað við íslendingar eram ákafír í að skrifa undir nánast hvað sem er. Tvö nýleg dæmi era varðandi forsetaem- bættið og gamla Borgar- spítalann. Hvað varðar undir- skriftasöfnun Ástþórs Magnússonar til að kom- ast í framboð til forseta- kjörs, era þeir tilburðir ekki annað en ómerki- legt tiltæki til að láta á sér bera og væntanlega líka til að geta snapað út fé hjá hryðjuverkaleið- togum. Það er að minnsta kosti mín skoðun. Hin undirskriftayfirlýsingin birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag til stuðnings Sigríði Snæbjörnsdóttur, hjúkranarfræðingi. Ég bara spyr: Var formálinn ef til vill skrifaður eft- irá? Svo mikið oflof kom fram í þeim formála að mér var næstum óglatt við lesturinn. Væntanlega á Sigríður eitthvað af því lofi skilið, en hver get- ur sett fram fullyrðingar á borð við „að hafrmhæfasta hjúkranarfræðingi sem litla ísland á“, svo vitnað sé beint í formálann. í framhaldi af þessu vil ég að gefnu tilefni minnast á grein, sem ég skrifaði í Morgun- blaðið 21. mars 1997, og nefndi „Köld era kvennaráð“. Þar drap ég á mál sem snertir hjúkran og skipulag hjúkrunar á einni af geðdeildum Sjúkra- húss Reykjavíkur, Arnarholti á Kjalar- nesi. Einn þeirra starfsmanna sem ég gagnrýndi þar, var Sigríður Snæbjöms- dóttir hjúkranarfor- stjóri. Við þá gagnrýni stend ég og vil bæta því við, að Sigríði og Guðnýju Önnu Arnþórsdóttur, hjúkranarframkvæmdastjóra geð- sviðs, tókst sameiginlega að brjóta niður mest af þeirri jákvæðu starf- semi sem þar hafði farið fram, og endanlega var sjúkrahúsið orðið að geymslustað í október 1997. Þetta get ég fullyrt vegna þess að ekki einasta var ég kvæntur deildarstjóra þaraa á staðnum, heldur átti ég líka heima þar í nokkur ár, kynntist mörgum sjúklingum og sá hversu mikil áhrif það hafði á líðan þeirra til hins verra Undirskriftir Sameiginlega hafi tekist að brjóta niður mest af þeirri jákvæðu starf- semi, segir Einar G. Ól- afsson, sem þar hafði farið fram. þegar þeir höfðu sífellt íyrir eyranum fréttir um breytingar og tilfærslur á staðnum, sem var heimili þeirra. Ég hef gert mér far um að fylgjast með þessum stað með atbeina góðs starfs- fólks, sem enn starfar í Amarholti. Síðast þegar ég spurðist fyrir fékk ég ekki góðar fréttir. Vonandi, í Guðs bænum, verður nú tekið á málum þar. I nefndri grein minni gagnrýndi ég einnig Ingibjörgu Pálmadóttur ráð- herra og stend við þá gagnrýni. Hins- vegar þykir mér Ingibjörg hafa vaxið mjög í stai'fi á liðnu hálfu öðra ári eða svo og tel ekki annað að ætla en fram- hald verði á góðum verkum í mjög svo erfiðu starfi. Höfundur er heildsali. Einar G. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.