Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 3------------------------ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HEIMIR STEINSSON + Sr. Heimir Steinsson fædd- ist á Seyðisfirði þann 1. júlí 1937. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steinn Stefánsson, skólastjóri á Seyðis- firði, f. 11. júlí 1908, d. 1. ágúst 1991 og Arnþrúður Ingólfs- dóttir, húsfreyja, f. ' 14. ágúst 1916, d. 25. júní 1964. Systkini Heimis eru Iðunn, rithöfundur, f. ö.janúar 1940, Kristín, rithöfundur, f. ll.mars 1946, Ingólfur, ritstjóri og tónlist- armaður, f. 25. janúar 1951 og Stefán, læknir, f. 18.janúar 1958. Eftirlifandi eiginkona Heimis er Dóra Erla Þórhallsdóttir, fulltrúi, fædd þann 19. júní 1941. Þau gengu í hjónaband 9. september 1961. Foreldrar hennar voru hjón- in Þórhallur Þorkelsson, hús- gagnasmiður í Reykjavík, f. 3. ágúst 1910, d. 4.' desember 1977, og Ilalldóra Ólafsdóttir, hús- freyja, f. 16.aprfl 1914, d. 4. júní v 1999. Eignuðust Heimir og Dóra tvö börn. a) Þórhallur, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, f. 30. júlí 1961. Kona hans er Ingileif Malm- berg, sjúkrahúsprestur, f. 31. júlí 1964 . Eiga þau þijár dætur, Dóru Erlu, f. 22. júni 1987, Rakel, f. 15. mars 1991 og Hlín, f. 25.janúar 1993. b) Amþrúður, f. 6. september 1971, kandídat í búvfsind- um. Eiginmaður hennar er Þorlákur Magnús Sigurbjörns- son, búfræðingur, f. 2. janúar 1973. Eiga þau einn son, Heimi Sindra, f. 14. desem- ber 1999. Heimir varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 17. júní 1957. Hann stundaði nám í forn- leifafræði við Kaup- mannahafnarháskóla 1958-59 og í íslenskum fræðum við Háskóla Islands 1959-61. Heimir lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 27. maí 1966 og stundaði hann framhaldsnám í trúfræði og almennri kirkjusögu við University of Edinburgh 1968- 69.Heimir var settur sóknarprest- ur í Seyðisfjarðarprestakalli frá 1. júní 1966 og vígður 12. júní sama ár. Hann gegndi því kalli til 30. september 1968. Var hann kenn- ari við Haslev udvidede Hajskole í Danmörku 1969-72 og við Ut- garden folkehöjskole í Noregi vor- ið 1972. Heimir var Rektor Lýðhá- skólans í Skálholti, síðar Skál- holtsskóla, frá stofnun haustið 1972 til 15. júlí 1982. Einnig var Heimir stundakennari í kirkju- sögu við guðfræðideild Háskóla Is- lands 1981. Hann var skipaður sóknarprestur í Þingvallapresta- kalli og þjóðgarðsvörður á Þing- völlum frá 1. janúar 1982 og gegndi þeim embættum til 1. októ- ber 1991. Heimir var skipaður út- varpsstjóri Ríkisútvarpsins frá 1. október 1991 til 15. desember 1996. Var hann síðan skipaður sóknarprestur í Þingvallapresta- kalli og staðarhaldari á Þingvöll- um frá 15. desember 1996 og gegndi þeim embættum til ævi- loka. Hann var og framkvæmda- stjóri og ritari Þingvallanefndar 1982-91 og ritari nefndarinnar frá 1996. Gegndi Heimir fjölmörgum trúnaðar- og nefndarstörfum fyrir kirkju og þjóð og starfaði á marg- víslegum vettvangi. Heimir var meðlimur í Reglu musterisriddara (9. stig) frá 1985. Eftir Heimi liggja fjölmörg ritverk, bækur, ljóð, bókakaflar, greinar og þýð- ingar. Má þar m.a. nefna ljóðabók- ina „Haustregn" frá 1986, hug- vekjusafnið „Á torgi himinsins“ frá 1999, þýðingu hans á „Þriðju bæn heilags Anselmusar til Maríu guðsmóður“ er kom út 1998 og sálma í sálmabókunum 1972, 1997 og sérútgáfu söngmálasfjóra Þjóðkirkjunnar vegna kristnitöku- afmælis . Einnig samdi hann „Ann- ál Prestafélags íslands 1918-1988“ er koma mun út sumarið 2000 með hinu nýja Guðfræðingatali. Auk þessa hefur Hcimir flutt fjölda fyr- irlestra er tengjast kirkju, trú og sögu lands og þjóðar. Heimir hlaut margvísleg heiðursmerki um æv- ina, m.a. veitti forseti íslands hon- um riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1991. títför sr. Heimis fer fram frá Dómkirkjunni í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsungið verður í Þing- vallakirkjugarði. Ástkæri faðir. ^ Egminnistþínívorsinsbláaveldi, er vonir okkar stefndu að sama marki, þær týndust ei í heimsins glaum og harki, og hugann glöddu á björtu sumarkveldi. Nn sál var öll hjá fógrum lit og línum, og ljóðsins töfraglæsta dularheimi. þú leiðst burt frá lágum jarðarseimi, í ljóssins dýrð, á hugar-vængjum þinum. Eg sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur-glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinarr.) _, Orða er vant. ' Minn ástríki faðir er horfinn frá mér, minn góði vinur. Skarð hefur myndast sem verður aldrei fyllt, en óbrotgjarnar minningamar um þig eru dýrmætar. Þú varst svo sérstakur maður, og allir þættir persónunnar órjúfanlega samtvinnaðir. Þú hafðir mikla löngun til þess að bæta heiminn, og að vera þess megnugur að viðhalda og auka við menningarverðmæti okkar. Tungumálið, sagan, bókmenntimar og trúin, þetta urðu homsteinar í lífi þínu, og gleði þín og trú á þessum manngildum snart fjölmarga. Sið- ferðisgildi þín voru mjög skýr, hver maður skyldi hafa þá sjálfsvirðingu að hefja sig yfir hegðan sem ekki er 'Sæmandi. Enda væri okkur ætlað að láta óhagganlegan veruleika ævarandi Guðs móta allt atferli vort hér í heimi. Þú trúðir því einnig statt og stöðugt, að hinir breysku menn sem byggja þessa jarðarkringlu væru í eðli sínu Guði þóknanlegir. Að hver maður þráði í raun að vera góð- ur, með reisn, menntaður og trúaður. Eins og sáðmaður gekkst einnig þú út að sá fræjum þínum, þau féllu sum í grýttan jarðveg, önnur uxu upp þar sem enginn hefði búist við að lífvæn- legt væri, og enn önnur þroskuðust <<jg döfnuðu og dreifðu fræjum sínum afram. Stundum olli þessi trú á manninn þér miklum sársauka, því oft er mannleg vera svikul. Mér, eins og mörgum öðrum, varðst þú hvati til að gera mitt fremsta til að vera menntuð persóna, sem færi gegnum lífið með reisn. Við vorum líka gæfu- söm feðgin, okkur varð aldrei sund- ^gfcorða. Þú varst trúr sannfæringu þinni, ávallt tryggur því fólki og þeim manngildum sem þú trúðir á, hvikað- ir aldrei. Byrði betri berratmaðrbrautuat an sé manvit mikit Vinnuharka þín var afspymu mik- il. Vakinn og sofinn varstu yfir þeim verkefnum sem þér voru falin, og ekkert mátti frá þér fara sem ekki var fullkomið. Þú sagðir við mig, að í lífinu væri ekki hægt að gera betur en sitt besta, en í þeim orðum var einnig fólgin hógværð þín, ekki væri viðunandi að gera minna en sitt besta. Þú hafðir líka einstakan hæfileika, sem var næmi þitt á texta. Það olli þér engum erfiðleikum að muna heilu kvæðabálkana orðrétt, eða endur- segja góðar bækur, án þess að nokk- ursstaðar væri farið rangt með. Það voru þvílík auðæfi íyrir lítinn krakka- stubb að hlusta á og reyna að læra. Aldrei leiddist mér á ferðalögum eða öðrum samverustundum okkar tveggja, því lindin var óþijótandi, sögur af sterkum fornköppum eða gáfumönnum, ævintýri og þjóðsögur sem tengdust þeim stöðum sem ferð- ast var um, kvæði sem þú fluttir svo fallega af þinni styrku rödd, þannig að ókleift var annað en að elska þau. Við lékum okkur líka að orðum, kjamyrt íslenska í máli og á blaði voru þarnagull mín. Ég varð líka þeirrar gæfu aðnjót- andi að geta og mega vera mikið í kringum þig við vinnu þína. Þú varst óhemju mikilvirkur maður, og sífellt að nema, fræða eða vinna. Þegar þú varst rektor í Skálholti rölti ég (þótt ég stæði vart út úr hnefa) oft inn í kennslustund og hlýddi á, eða inn í skrifstofu þína, ég var ávallt velkom- in. Okkur leið báðum vel að sýsla hvoru í návist annars. Bókin, sá gnægtabrunnur, varð einnig okkur báðum töm. Bókin var alltaf í nálægð þinni. Ég sé þig svo oft fyrir mér að lesa bók, að leita í bókum og ræða um þær, og ekki sá í heilu veggina heima fyrir bókunum þínum. Ef ekki var bók í hendi, þá var það penninn, að semja góðan texta og Ijóð, og uppfræða heiminn. Enda átt- uð þú og Þingvallastaður eins vel saman og nokkur kostur er, þar sam- tvinnaðist þú við fræðin, trúna, sög- una, náttúruna, fjölskylduna og fræðsluna. Það var mikil gæfa, bæði þín og staðarins. Bamgóður varstu og máttir ekkert aumt sjá, og bömum sem hafa kynnst þér vel þykir öllum óhemju vænt um þig. Þegar mér fæddist lítill drengur þennan vetur, þá var hann umvafinn kærleika þínum frá því fyrir fæðingu, og hver stund sem gafst þegar ég var með drenginn fyrir sunnan var nýtt til að hjala við nafna, og syngja kvæði fyrir hann. Það var dásamlegt að vera bam og alast upp með þér. Ótímabær missir afabamanna er átakanlegur og sár. Ég er svo þakklát fyrir ástirnar sem þú gafst mér. Astina á bókum, ástina á íslenskri tungu og fallegu málfari, ástina á Ijóðum, ástina á sög- um, ástina á söng, ástina á trúnni, ástina á náttúrunni, ástina á þér, ást- ina á mér. Þú byggðir mig upp á svo ótal vegu. Og þótt ég tæki svo allt aðra stefnu en þú í lífinu gerði það ekkert til, þú studdir mig samt af al- hug, og ég á veganestið frá þér. Fyrst og fremst var þó ein þunga- miðja alls lífs þíns: Trúin og út- breiðsla fagnaðarerindisins. Nú hvíl- ir þú í faðmi hins alvalda Guðs, nýtur að eilífu friðar, kominn til hins æðsta leyndardóms. „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauð- synleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri luöfu.“ (Halldór Laxness.) Heimir Sindri Þorláksson kveður afa sinn með þessari vísu: Deyrfé, deyjafrændr, deyrsjalfretsama. En orðstírr deyr aldrigi, hveimssérgóðangetr. Amþrúður Heimisdóttir. Elsku afi. Það er svo skrýtið að þú skulir ekki vera héma hjá okkur lengur. Þú passaðir okkur svo oft og varst alltaf svo góður við okkur. Þakka þér fyrir allar sögurnar sem þú sagðir okkur og allar vísumar og öll lögin sem þú kenndir okkur. Það var svo gott að fá þig í heimsókn þeg- ar við vorum veikar, þá hugsaðir þú svo sérstaklega vel um okkur. Þá sagðir þú okkur sögumar um Gunn- laug Ormstungu og drauminn um hrafnana tvo og svaninn, söguna um Helgu og gullskóinn og fleiri og fleiri sögur og söngst fyrir okkur öll fal- legu lögin þín. Það var líka svo gaman að heimsækja þig og ömmu á Þing- völl. Þá fómm við í göngutúra, dróg- um upp fánann með þér, gengum á Lögberg og gáfum gæsunum að borða. Nú höfum við þig ekki lengur hjá okkur elsku afi og söknum þín mikið. En við vitum að þú ert hjá Guði og að þú hugsar alltaf til okkar og fylgist með okkur. Elsku afi. Við kveðjum þig með einni af hinum mörgu vísum sem þér þótti svo vænt um: Þóaðkaliheiturhver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa.) Já elsku afi. Við biðjum Guð og alla englana hans að passa þig. Þín afaböm, Ddra Erla, Rakel og Hlín. Enn hverfur bróðir og vinur af velli. Séra Heimir Steinsson, best kenndur við Skálholt og Þingvelli, er genginn eftir þræðinum veika sem strengdur er yfir djúpið mikla á vit aftureldingarinnar. Við séra Heimir kynntumst fyrst 1984 um þær mundir er börnin okkar tóku saman og gengu í heilagt hjóna- band, hann gaf þau saman í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Þetta var upphaf nýrra tíma. Bæði þá og síðar var eins og leyndur strengur tengdi okkur. Þessi minningarorð verða e.t.v. svolítið óræð, þannig voru áhrif séra Heimis á mig. Stundir okk- ar saman vora tíðum stundir þagnar eða fárra orða í dulinni leit að sann- leika sem er ofar öllu, fagur og skær. Myndmál, táknmál eða „symbolik", fráhvarf frá bókstafnum, eins og ljóð fárra orða með djúpri merkingu og hrifum. Séra Heimir var mikill trúm- aður, en í honum bjó einnig mikil togstreita og þrá, metnaður og bar- átta góðs og ills. Guðsmaðurinn tók sjálfan sig til bæna í kvæðinu „Mála- lok“ þegar hann horfir til baka til þeirra sem fundu glætur í lófa sér „til þess að veijast ógn og ofboði til þess að gleyma því að þeir gengu í svarta- myrkri“ og hann bætir við „ eins og öll við hin“, og er yfir lauk bað hann „hvers vegna gerði ég það? Bróðir minn smár og systir, fyrirgefið mér“. í umfjöllun um ljóðabók séra Heimis „Haustregn“ (A.B.1986) segir reynd- ar að engrar fyrirgefningar væri þörf, hann hafði haft á réttu að standa (Ami Bergmann). Þar fyrir skal ekki gert lítið úr auðmýktinni að lokum og bæn um fyrirgefningu. Ég á margar bjartar minningar um séra Heimi. Hann stækkaði litlu kirkjuna á Þingvöllum með trúar- styrk og andagift sinni, raddstyrk og söng. Hann var mikill unnandi íslenskr- ar náttúru og kunni á henni góð skil, ekld síst á Þingvöllum. Sagan var honum einnig hugleikin. A vordögum 1984 á Þingvöllum líkti hann með miklu dálæti tengdadóttur sinni, sem gekk hljóðlát og afskiptalaus í túni umhverfis Þingvallabæinn með ófæddan frumburð sinn, við á eða heimalning í haga. Seinna var bamið skírt á eftirminnilegum hátíðardegi í Þingvallakirkju að viðstöddum ætt- ingjum og vinum. Séra Heimir lagði þá áherslu á að „kærleikurinn væri þeirra mestur“ og kom þannig til móts við þá kærleiksríku sem stóðu í anddyri kirkjunnar. Seinna minnist ég einnig helgistundar í kirkjunni á Þingvöllum með séra Heimi við und- irbúning fyrir brúðkaup sem síðar varð á öðru höfuðbóli hans, í Skál- holti. Árin liðu, það kom að páskum 1999, mér var boðið til dvalar á Þing- völlum hjá þeim Dóru og séra Heimi. Miklar væntingar bjuggu með okkur. Séra Heimir prédikaði á fostudaginn langa, svolítið reikandi, en lítt áber- andi þó. Dró svo af honum um kvöldið, á sjúkrahús í Reykjavík daginn eftir, langt og strangt stríð sem lauk með sigri lífsins að sinni. Séra Heimir efldist og hóf störf að nýju m.a. með miklum væntingum til kristnitökuhá- tíðar sumarið 2000. Eina minningu aðra frá þessum tíma ber þó jafnvel hæst, leikur hans á gólfi við baraa- börnin sín suður í Hafnarfirði, stúlk- ur tvær, léttur og reifur í hispurs- lausum heimafatnaði. Andstæðan við hátíðlega framkomu og skrúðann í starfi var mikil, en maðurinn þó hinn sami. Stelpur mínar þrjár í Fálkahrauni í Hafnarfirði og strákur og nafni hans í Fljótum í Skagafirði, þið hafið misst mikið, en viðhaldandi minning um góðan og kærleiksríkan afa mun fylgja ykkur til styrktar veginum fram eftir lífinu. Svo kom er nálgaðist páska 2000 að aftur varð séra Heimir veikur. Að þessu sinni varð hann undan að láta eftir erfitt stríð. Og enn eykst ein- semd okkar hinna með minningar um allt sem við áttum ósagt, en í von um að nálægð og tilfinning hafi komið einhverju til skila. Berum boðskap okkar vitni í orðum og gerðum. Séra Heimir steig upp frá táradalnum og breytti „honum í vatnsríka vin“. Ég tjái hug minn á tregastundum, þann- ig er veik trú mín um veginn, sann- leikann og lífið. Mín persónulega reynsla af séra Heimi er að hann vakti af blundi, gaf og skýrði. Að lokum vil ég votta elskulegri Dóru, eiginkonu séra Heimis, börn- um þeirra þeim Þórhalli og Arnþrúði, barnabömum, tengdabörnum, bræðrum og systrum, og vinum og vandamönnum öllum sem og Þing- vallasöfnuði, dýpstu samúð mína vegna fráfalls séra Heimis Steinsson- ar. Guð blessi minningu hans. Kona missir maka, börn föður og afa, hvar er ljós í myrkri? Jú, í upp- risu til eilífs lífs. Að lokum skal hér enn skírskotað til séra Heimis sjálfs með síðasta ljóðinu í ljóðabókinni „Haustregn" (A.B.1986): Leystarerufestar: Hefstogrís úr nausti, landið, landið eina. Gotteraðlifa og elska landið í hafinu, böminílandinu ogGuðvorslands. Landið siglir ofarskýjum. Krossinn blaktir yfir landinu. Með trega og þakklæti. Svend-Aage Malmberg. Okkur langar í fáum orðum að minnast vinar okkar, sr. Heimis Steinssonar, sem við vorum svo lán- söm að fá að kynnast í starfi sem leik. Minnisstæð eru sumrin þrjú á Þing- völlum þar sem við unnum undir hans stjóm, á Þingvöllum var sr. Heimir á heimavelli og leyndi sér ekki að þar var sannur leiðtogi á ferð sem ávallt gaf mikið af sér. Það voru forréttindi að fá að starfa á Þingvöllum með sr. Heimi og munum við lengi búa að þeirra reynslu. Einnig eru minnis- stæðar aðrar stundir sem við áttum með sr. Heimi og fjölskyldu hans og bera þar hæst áramótafagnaðimir sem við komum saman á í nokkur ár. Nú er komið að kveðjustund en hlýj- ar minningamar um sr. Heimi munu alltaf lifa. Elsku Dóra, Þórhallur, Ingileif, Arnþrúður, Þorlákur og böm, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Páll Jakob Malmberg og Ingibjörg Amardóttir. Elskulegur frændi minn, Heimir Steinsson, hefur nú kvatt þessa jarð- vist eftir mikil og erfið veikindi. Allt hefur sinn tíma. Ein kynslóð fer og önnur kemur í staðinn, en jörðin stendur að eilífu. Við Heimir vorum systkinaböm og þótt aldursmunurinn væri mikill þá kynntumst við vel þegar hann var sóknarprestur á Seyðisfirði og stundakennari við Bama- og ungl- ingaskólann. Þar var ég svo heppin að vera nem- andi. Hann var frábær kennari, ólatur við að miðla okkur unglingun- um frá sínu brjósti fróðleik um sögu og fomleifafræði, landafræði og ensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.