Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 43 GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON + Guðmundur Brynjólfsson bif- reiðarstjóri fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1915. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi lð.maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Gíslason sjómaður frá Skrautási í Hrunamannahreppi og Guðrún Hannes- dóttir frá Skipum í Stokkseyrarhreppi. Hjónin Brynjólfur og Guðrún eignuðust níu börn og var Guðmundur sá fjórði í röðinni en auk hans eru fimm þeirra látin. Þau eru Þor- björn Óskar (f. 19.8. 1909, d. í sept. 1910), Gísli Óskar (f. 11.11. 1910, d. 10.9. 1935), Sigurbjörg (f. 18.9.1912, d. 1924), Hannes (f .2.10. 1913, d. barn að aldri) og Vigdís (f. 19.12. 1916, d. 22.12. 1996). Eftirlifandi bræður Guð- mundar eru: Ingvar (f.11.9. 1918), Jón (f. 4.2. 1920) og Eggert (f. 4.9. 1923). Eiginkona Guðmundar var Sig- urbjörg Ólafsdóttir. Hún fæddist í Reykjavík 24. júní 1914 og lést 7. júlí 1989. Foreldrar Sigurbjargar voru Guðbjörg Guðmundssdóttir og Ólafur Þorvarðarson. Guð- mundur og Sigurbjörg eignuðust níu börn og tíu með Inga Berg- Hann var bæði heillandi og heil- steyptur. Hann var lífsglaður og skemmtilegur en fyrst og fremst traustur maður sem stóð með sínu fólki. Hann var haldreipið og festan í mínu lífi og marga annarra. Guð- mundur Brynjólfsson afi minn er einhver merkilegasti maður sem ég hef kynnst og það er þyngra en tár- um taki að geta ekki lengur notið samvista við hann hér á jarðríki. En minning hans mun lifa og vissan um að hann öðlist eilíft líf hjá himnaföð- umum deyfir sársaukann. Við mun- um njóta samvista aftur, þótt síðar verði. Guðmundur skilaði ákaflega mik- ilsverðu lífsstarfi en markverðast fannst honum sjálfum að hafa komið svo mörgum börnum til manns. Hann var sannur karlmaður sem var stoltur af því að tala um börnin sín og monta sig af þeim. Hann var aldrei karlmaður í sjálfsmyndar- kreppu. Guðmundur Brynjólfsson var 84 ára þegar hann dó en var ávallt sannur jafnréttissinni, þó hann hefði ekki mörg orð um það. Hann var maður sem lét verkin tala. Eg var nýfædd þegar ég var sett í fangið á honum afa mínum og það má eiginlega segja að ég hafi verið þar síðan, eða í rúm fjörutíu ár. Eg ólst upp hjá afa Guðmundi og ömmu Sigurbjörgu í Hlíðargerði 4 í Reykjavík og síðar í Fellsmúla 11 og er ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið að vera í nálægð við þau svo lengi. Amma dó fyrir 11 árum og það var ákaflega erfitt fyrir afa að missa hana enda höfðu þau lifað í ástríku sambandi frá 16 ára aldri og áttu alls tíu börn. Þau lifðu saman súrt og sætt, misstu lítinn dreng aðeins tveggja ára gamlan, sem markaði djúp spor í sálarlíf þeirra. Þau stóðu hins vegar þétt saman í mótlætinu og samband þeirra styrktist við hverja raun, enda var það ekki byggt á sandi. Afi var einnar konu maður. Það var sama hvað reynt var að fá hann til þess að lyfta sér upp og gera sér glaðan dag eftir lát ömmu, hann var ekki tilbúinn til þess. Hins vegar átti hann góðar stundir með börnum sínum, barnabörnum og barnabarnabörnum heima í Fells- múla og sagði gjarnan skemmtilegar sögur frá gömlu góðu dögunum. Sögurnar voru fullar af kímni og fróðleik um fortíðina og sagðar á þann hátt að yngstu börnin höfðu líka gaman af og drukku í sig allt sem sá gamli sagði. Það var ákaflega gott að vera í návist afa. Hann var yfirvegaður og hlýr. Hann var sáttur við lífið og tilveruna og var ekki að mann (f. 24.1. 1931) sem Guðmundur gekk í föðurstað. Auk Inga eru þau: Bryndís (f. 3.7. 1933), Gísli Óskar (f. 20.9. 1934, d. 1936), Jón Vilberg (f. 28.9. 1935, d. 31.5. 1997), Ágúst Guðjón (f. 25.12. 1936), Guðrún Hulda (f. 17.6. 1938), Guðbjörg Ólöf (f. 15.10. 1939), Hrafn- hildur (f. 15.1. 1941), Birgitta Kolbrún (f. 2.3. 1943) og Sævar Orn (f. 20.9.1948). Guðmundur og Sigurbjörg hófu búskap að Bergstaðastræti 17 í Reykjavík árið 1932. Við Berg- staðastræti bjuggu þau til ársins 1940 en fluttu þá að Hverfisgötu 76b. Árið 1942 eignaðist Guð- mundur sinn fyrsta vörubíl og gekk í Þrótt. í framhaldi af því urðu þau hjónin með áræði og eljusemi ein af frumbyggjum Smáíbúðahverfisins. Þau byggðu Hlíðargerði 4, þar sem þau hjónin bjuggu í velsæld þar til börnin voru komin til manns. Þá fluttu þau í Fellsmúla 11. Útför Guðmundar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkju- garði. flækja málin mikið. Enda var það svo að ég vildi hvergi annars staðar vera en hjá honum afa. Það var ekki til í honum hroki og ekki heldur snobb. Þó hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á flestum málum og ef hann einu sinni tók eitthvað í sig varð hon- um ekki haggað. Hann var skapstór en alltaf réttlátur. Ef honum mislík- aði framkoma fólks eða einhver gerði á hans hlut sat það lengi í hon- um. Hann varði sitt fólk en sagði óhikað álit sitt á þeim sem honum líkaði ekki við. Orðið fals var ekki til í hans orðabók og heldur ekki hug- takið smjaður. Eftir að ég komst til vits og ára gerði ég mér fljótlega grein fyrir því að hann var mikill stuðningsmaður jafnréttis kynjanna án þess þó að vera að tala mikið um það. Ég ólst upp við þá hugsun að konur og karl- ar ættu að njóta sama réttar til náms og vinnu. Mér er það minnisstætt að afi var eini maðurinn í minni æsku sem ávallt tók til hendinni á heimil- inu. Hann gekk hljóðlaust til allra heimilisverka. Og það vera ekki ver- ið að þrasa um það hver gerði hvað á því heimili. Einna helst ef afi var of duglegur í eldhúsinu að amma kvartaði yfir því að hafa ekki nóg að gera. Seinna hlustaði ég á yngri menn státa sig af því að aðhyllast jafnrétti kynjanna, en það var bara í ræðum á tyllidögum og síðan ekki söguna meir. Afi gerði allt til að létta mér lífið þegar mikið gekk á. Hann stóð þétt við hlið mér bæði í gleði og sorg og fyrir það verð ég honum eilíflega þakklát. Og það eru líka allir litlu hlutirnii' sem skipta svo miklu máli og gleymast ekki. Til dæmis er mér það minnisstætt að í próflestri í Há- skóla íslands koma hann ávallt á bílnum og sótti mig í mat. Klukkan fimm mínútum fyrir sjö á kvöldin var hann mættur og beið þar til ég gekk út úr skólanum á slaginu sjö. Svona höfðum við það og vorum stolt af því. Afi minn, þú hefur fengið hvíldina, sáttur við þitt ævistarf. Eg mun allt- af vera hreykin af þér og allri þeirri fegurð sem streymdi frá þér bæði í orði og verki. Katrín Baldursdóttir. Hvað er að vera maður? Heim- spekingar segja að það sé ekki hægt að svara spumingum sem hefjast svona: Hvað er? Engu að síður eru menn sífellt að takast á við spum- ingar af þessu tagi. Hvað er að vera maður? Hvað er að vera góður mað- ur? Guðmundur Brynjólfsson var góð- ur maður. Sannur og heill. Hann barst ekki á heldur hlúði að þeim sem honum þótti vænst um. Var stólpinn. Við hann var hægt að styðj- ast hvenær sem í nauðir rak. Frá því ég kynntist honum fyrst hafði hann fastmótuð og ákveðin markmið: Ég sé um mitt fólk. Lífsbarátta Guð- mundar helgaðist af þessu háleita viðfangsefni. Þegar leiðir okkar Hrafnhildar dóttur hans skildu, neitaði hann lengi vel að taka það gilt. Það var mér því fagnaðarefni að eiga þess kost að faðma hann að mér nú skömmu fyrir andlátið. Og þótt hann segði það ekki beram orðum skynj- aði ég vel þau skilaboð sem hann vildi koma á framfæri: Sonur minn, syndir þínar eru fyrirgefnar. Baldur Óskarsson. Elsku afi, það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann þegar við setjumst niður til að skrifa þessar línur, en fyrst og fremst er það þakklæti fyrir allt það sem þú varst okkur systkinunum. Þú hafðir sér- stakt lag á börnum, enda sóttumst við systkinin eftir að fá að vera með þér og ógleymanlegar eru stundirn- ar þegar við fengum að fara með þér í vinnuna. Þá sátum við í vörubílnum og horfðum á þig með aðdáun stjórna þessu stóra farartæki. Það er eins og alltaf hafi verið sól í minn- ingunni um þessa daga, aldrei varstu pirraður eða óþolinmóður, nei, við voram alltaf velkomin enda komstu fram við börn af mikilli virðingu. Mikið var gott að koma heim til ykkar ömmu, þar var alltaf svo glatt á hjalla og tekið á móti manni af svo mikilli hlýju og seinna þegar barna- barnabörnin komu til sögunnar sótt- ust þau líka eftir að fara til lang- ömmu og langafa. Þá voru leikföngin tekin fram og þú, elsku afi, settist á gólfið og lékst við börnin. Svona varstu, alltaf svo ótrúlega barngóð- ur. Þegar þú varst orðinn veikur á sjúkrahúsinu glaðnaði alltaf yfir þér þegar yngri kynslóðin kom í heim- sókn og þrátt fyrir mikil veikindi slóstu á létta strengi og gerðir að gamni þínu. Það er svo undarlegt að þið séuð bæði farin, elsku afi og amma, en við trúum því að nú séu þið saman og kannski lítið þið yfir þennan ótrú- lega stóra afkomendahóp. Þú varst alltaf svo ánægður og þakklátur með fólkið þitt, afi, og oft sagðir þú við okkur hvað þú værir mikill gæfu- maður. Við kveðjum þig, elsku afi, full þakklætis fyrir þann tíma sem þú gafst okkur og minningarnar munu ylja okkur um ókomin ár. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ (Sálm. 23:1.) Guð geymi þig, elsku afi. Rósa, Halldór, Guðmundur Þór og fjölskyldur. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingai'dag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. KRISTOFER GUÐMUNDUR ARNASON + Kristófer _ Guð- mundur Árnason fæddist á Kringlu í Torfalækjarhreppi, A-Húnavatnssýslu, hinn 31. janúar 1916. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi hinn 10. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Árni Björn Kristó- fersson bóndi, f. 29.11. 1892, d. 11.10. 1982 og kona hans, Guðrún Sigurlína Teitsdóttir ljósmóðir, f. 26.10. 1889, d. 17.6. 1978. Syst- kini Kristófers eru: Aðalheiður Hulda, f. 1917, Elínborg Ásdís, f. 1920, d. 1979, Guðrún Anna Guðmunda, f. 1921, Teitný Birna er lést í æsku og Teitur Birgir, f. 1925. Einnig ólu foreldrar Kristó- fers upp Ingvar Karl Sigtryggs- son, en hann er látinn. 24. júní 1943 kvæntist Kristófer Þorbjörgu Jóninnu Pálsdóttur, f. 1919, frá Skagaströnd. Eignuðust þau eina dóttur, Sigrúnu, f. 28.6. 1947. Sigrún giftist Sigmari Jóns- syni, f. 1943, d. 1986. Eignuðust þau tvö börn, Onnu Krist- rúnu og Jón Kristó- fer. Sambýlismaður Sigrúnar er Skarp- héðinn H. Einarsson. Eiginmaður Önnu Kristrúnar er Unn- steinn Ingi Júlíusson og eiga þau þrjú börn, Þorbjörgu Örnu, Sigmar Darra og Kristján Orra. Unnusta Jóns Kristófers er Ólöf Birna Björnsdóttir. Fyrir á Jón Kristófer eina dóttur, Ilelgu Dögg. Börn Skarphéðins frá fyrra hjónabandi eru Hrefna, Rakel og Ágúst Ingi og fóstur- dóttir Maria. Kristófer lauk barna- og ungl- ingaskólanámi og fór síðan að vinna ýmis störf til sjós og lands. Lengst af bjó hann á Skagaströnd og var þar verkstjóri í Rækju- vinnslunni í mörg ár. Hann fluttist til Blönduóss 1984. Útför Kristófers fór fram frá^* Blönduóskirkju 20. maí. Það mun hafa verið á áranum 1968-69, að ég sem starfsmaður Pósts og síma var kallaður til Skagastrandar til viðgerðar á sím- tæki Rækjuvinnslunnar. Þar tók á móti mér Kristófer Árnason verk- stjóri með pípuna í öðra munnvikinu en glottið í hinu og með spaugsyrði á vörum. Þessari heimsókn lauk þann- ig að báðir vora ánægðir, hann að fá símann í lag og ég að finna bilunina. Kristófer hafði ég oft séð áður þá gjarnan í áhorfendabrekkunni eða á hliðarlínunni á íþróttakeppnum, hvetjandi ákaft sína menn, og þótt ég tilheyrði andstæðingunum lét öll hvatning vel eyrum. Kristófer hafði mikla ánægju af íþróttum, sótti fót- boltaleiki meðan heilsan leyfði og horfði á íþróttir í sjónvarpinu. Hann spilaði bridge og lomber og þótti klókur. Og ekki vora þær fáar ferð- irnar sem hann fór að horfa á dótt- urson sinn keppa á hestamótum. Kristófer var mikið náttúrabarn, hafði yndi af skepnum, átti lengi kindur og hross. Hin síðari ár keyrði hann gjarnan um nágrenni Blöndu- óss á sólríkum dögum og fylgdist með fuglunum og búpeningi bænda. Síðla sumars skrapp hann svo að Akri og tíndi bláber til að gefa ætt- ingjunum. Þar þekkti hann hverja þúfu frá uppvaxtarárunum á Kringlu. Kristófer kunni frá mörgu að segja og hafði skemmtilega frásagn- argáfu og alltaf var stutt í kímnirl#^- Hagmæltur var hann með afbrigð- um og kunni ógrynni vísna eftir aðra. Er ég kom inn í fjölskylduna fyrir rúmum 10 árum tókust strax góðir kærleikar með okkur. Hann hafði brennandi áhuga fyrir því sem fjölskyldan hafði fyrir stafni, og barnabarnabörnin áttu hug hans all- an. Ég vil með þessum fáu orðum þakka Kristófer fyrir þessi fáu en góðu ár sem við áttum saman. Takk fyrir allar skemmtilegu vísurnar. Takk fyrir allar sögurnar af landi og sjó. Kær kveðja. Skarphéðinn H. Einarsson. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins q með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKjUGARÐANNA EHF. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Utfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. L Svcrrir Baldur Einarsson Sverrir Frederiksen útfararstjóri, Olsen |WA M útfararstjóri, Kljí sími 896 8242 W.SÆ útfararstjóri. WIÆ sírni 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.