Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Tryggvi Gíslason pípulagninga- meistari, Hraunbæ 103, Reykjavfk fædd- ist á Bergstaðastræti 41 í Reykjavík 19. febrúar 1922. Hann lést í Landspítalan- um 16. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjðnin Gísli Þorkelsson, f. 26.9. 1857, d. 26.6. 1943, steinsmiður og múr- ari, og kona hans Rannveig Jónsdóttir, f. 23.9. 1898, d. 1.9. 1978, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Systkini Tryggva eru: 1) Sigurður Svavar, f. 81.1. 1920, d. 12.6. 1988, hótelstjóri. Maki hans var Jóna Salvör Eyjólfsdóttir, látin. Þau áttu sex böm. 2) Guðríð- ur Sigrún, f. 28.12. 1924, d. 2.10. 1998, húsmóðir. Maki hennar var Helgi Hjörleifsson, látinn. Þau áttu þrjú börn. 3) Guðrún Ester, f. 13.10. 1926. Maki hennar var Val- týr Guðmundsson, látinn. Þau áttu fjögur böm. 4) Gísli Þorkell, f. 30.7. 1928, d. 24.10. 1943. 5) Þor- » kell Jón, f. 9.1. 1934, d. 9.7. 1998, borgarfógeti. Maki hans var Mar- grét Davíðsdóttir. Þau áttu þrjú böra. 6) Garðar, f. 10.5. 1938, d. 15.4. 1941. Guðrún Ester er nú ein systkinanna sem eftir lifir. Tryggvi kvæntist hinn 30. sept- ember 1944 Oldu Jónu Siguijóns- dóttur, f. 3.2.1924, húsmóður. For- eldrar hennar voru Sigurjón Stefánsson sjómaður, f. 21.3.1895, d. 16.8. 1970, og Ólafía Kristjáns- dóttir, f. 2.11. 1902, d. 3.3. 1979. Þau voru búsett í Reykjavík. Börn Öldu og Tryggva eru: 1) Gísli Þór, f. 5.4. 1945, húsvörður. Maki hans er Ingibjörg Steina Guðmundsdóttir. Gísli á einn son og tvö barnaböm. 2) Ölafur Þór, f. 29.9. 1946, pípulagningameistari. Maki hans er Svanhvít Hlöðversdóttir. Þau eiga þijú börn og þrjú barnabörn. 3) Sigur- jón Þór, f. 1.7. 1950, verkamaður. Hann á einn son. 4) Tryggvi Þór, f. 20.5. 1952, fulltrúi. Maki hans er Guð- finna G. Guðmundsdóttir. Þau eiga einn son. Einnig á Tryggvi Þór tvö börn frá fyrra hjónabandi. 5) Rannveig, f. 13.8. 1955, leirlista- kona. Hún á tvo syni. 6) Heimir Þór, f. 23.1. 1960, íþróttakennari. Maki hans er Ólafía Gústafsdóttir. Þau eiga tvö börn. Tryggvi Gíslason stundaði nám í Austurbæjarskólanum og lauk þaðan fullnaðarprófi. Hann vann öll algeng störf sem til féllu á ungl- ingsárunum. Var m.a. í Bretavinn- unni við byggingu Reykjavíkur- flugvallar. Þá sótti hann námskeið í rafsuðu hjá Gunnari Brynjólfs- syni rafsuðumeistara og var ráð- inn eftir það sem rafsuðumaður við lagnir hitaveitunnar frá Reykj- um í Mosfellssveit að hitaveitu- tönkunum á Eskihlíð í Reykjavík. Tryggvi stundaði síðan vinnu sem rafsuðumaður, meðal annars í vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík, eða allt þar til hann hóf nám í pípu- lögnum hjá Lúther Salómonssyni hinn 5. des. 1945. Hann stundaði bóklegt nám í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk þaðan burtfar- arprófi á tveimur árum. Á námsár- unum var Tryggvi kosinn fulltrúi pípulagninganema í fulltrúaráð iðnnemafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði frá 1946-1949. Var hann síðan kosinn formaður Iðn- nemasambands íslands 1948. Hann sat á þingum Alþýðusam- bands íslands og Sveinasambands byggingarmanna sem fulltrúi Sveinafélags pípulagningamanna árin 1950 til 1953 og var kosinn formaður Sveinasambandsins 1953-54. Frá miðju ári 1954 starf- aði Tryggvi sem sjálfstæður verk- taki í pípulögnum. Hann sat fjölda iðnþinga frá árinu 1955 og var heiðraður á degi iðnaðarins 1977 af stjórn Landssambandsins. Þá var hann sæmdur heiðursmerki Landssambands iðnaðarmanna 1982. Tryggvi sat í stjórn Félags pípulagningameistara frá árinu 1959-1984 sem varaformaður, en þó lengst af sem ritari. Tryggvi var formaður löggildingarnefndar félagsins, sat í prófnefnd frá 1960 og sem formaður hennar frá 1987- 1996 er hann hætti fyrir aldurs sakir. Árið 1984 hætti Tryggvi sjálfstæðum atvinnurekstri og hóf störf á Mælingastofu pípulagn- ingamanna. Tryggvi er höfundur félagsmerkis Félags pípulagn- ingameistara. Tryggvi var sæmd- ur gullmerki félagsins með borða árið 1980 og kosinn heiðursfélagi þess á aðalfundi 1984 fyrir frábær störf í þágu félagsins. Þá var hann formaður Tafl- og bridgeklúbbsins (TBK) frá 1968-1978 og sat í stjórn Bridgesambands íslands 1970- 1978. títför Tryggva fer fram frá Kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 15. TRYGGVI GÍSLASON Tryggvi Gíslason hóf nám í pípu- lögnum 1945, fyrir tilviljun eins og hann sagði síðar. Hann hafði á stríðsárunum unnið hjá dönskum verktökum sem lögðu hitaveitu- lögnina frá Reykjum til Reykjavík- ur og öðlaðist þar þá leikni í raf- og logsuðu sem hann bjó að síðan. Strax á námsárum kemur fram eitt aðalsérkenni Tryggva, félags- lyndi og félagslegur dugnaður, sem hélst til hinstu stundar. Það er ekki nema rúmur mánuður síðan við sátum aðalfund Félags pípulagn- ingameistara þar sem Tryggvi lét til sín heyra og setti fram skoðanir sínar á skorinorðan hátt sem jafn- ,>an. Sem nemi hóf hann einarða bar- áttu fyrir kjörum iðnnema, fyrst með því að samfylkja iðnnemum í byggingariðnaði, síðan sem einn af forystumönnum Iðnnemasam- bandsins og eftir að hann lýkur sveinsprófi í pípulögnum í forystu og sem formaður Sveinasambands- ins um skeið. Eftir að Tryggvi gerist starfandi meistari gengur hann í Félag pípu- lagningameistara og þó ekki sé nema stiklað á því helsta sem hann vann því félagi, er það alllangur listi. Það leið ekki á löngu áður en Tryggvi var kominn í stjórn Félags , nípulagningameistara og í stjórn 1 var hann í samfellt 30 ár og mun það met örugglega seint verða slegið. Félag pípulagningameistara varð 70 ára fyrir tveimur árum og þegar farið var yfir fundargerðar- bækur félagsins kom í ljós að þær voru allar til og geyma geysimikinn fróðleik um félagið, pípulagna- iðnina og þróun hennar og þjóð- félagið í heild. Allar fundargerðir eru ítarlegar og segja frá orðræð- um manna og átti Tryggvi ekki _______________________________ tMómabiaðin Öarð skom v / F o s s v o g s 1< i r Uj m g a r ð Símh 554 0500 minnstan þátt í því, enda lengst af stjórnarsetu sinnar ritari félagsins. Flestir lagnamenn munu í dag halda að reglugerðir um lagnir hafi verið settar að frumkvæði veitu- stofnana en svo er alls ekki. Þær voru settar að frumkvæði pípu- lagningamanna og þar stóð Tryggvi í fylkingarbrjósti. Hann átti einnig frumkvæðið að stofnun Styrktarsjóðs félagsins, sem mörg- um hefur hjálpað á erfiðum tíma og lengst af í stjórn sjóðsins, hann fékk því framgengt að félagið eign- aðist sitt eigið merki og gerði sér lítið fyrir og teiknaði það sjálfur, átti drjúgan þátt í stofnun Mæl- ingastofu pípulagningamanna og starfaði sem mælingafulltrúi um tíu ára skeið. Og ekki má gleyma starfi hans í sveinsprófsnefnd, en í þeirri nefnd sat hann um árabil. Áður fyrr tíðkaðist það að fund- argerðir hvers fundar voru lesnar í heyranda hljóði á þeim næsta og gat það tekið sinn tíma þegar ná- kvæmlega var bókað. Ég spurði Tryggva eitt sinn að því hvort við ættum ekki að taka upp skráningu fundargerða í knappara formi, en hann aftók það með öllu, þó mönnum fyndist ekki mikil speki í öllu sem sagt væri kynni að leynast í flestu fróðleikur fyrir síðari tíma. Þetta sannreyndi ég svo sannar- lega þegar ég tók saman söguágrip Félags pípulagningameistara á 70 ára ferli og þar með sögu pípu- lagna hérlendis. Þó Tryggvi væri að berjast fyrir réttindum stéttarinnar og framför- um í iðninni á líðandi stundu, hafði hann bæði fortíð og ekki síður framtíð í huga eins og fram kemur í því að gæta þess að skila fróðleik til þeirra sem á eftir koma og við taka. Tryggvi var og sterkasti bar- áttumaður fyrir því að fortíðin gleymdist ekki og að yngri menn fengju jafnan sögulegan fróðleik um pípulagnaiðnina. Þess vegna vann hann stöðugt að því að safna munum og minjum úr pípulögnum og tókst þannig að bjarga mörgu sem ella hefði glatast. Þetta vann Tryggvi með fáum en áhugasömum félögum, en því mið- ur hefur nokkuð skort á almennan skilning pípulagningamanna á gildi sögulegra minja, það sem er einsk- is virði í dag kann að hafa gildi eft- ir hálfa öld. Þrátt fyrir öll þessi yfirgrips- miklu félagsmálastörf náði Tryggvi því að verða einn af sterkustu bridsspilurum landsins, keppti á fjölmörgum Reykjavíkur- og ís- landsmótum. I dag telja margir sig vera þess megnuga að standa einir, ekki þurfa að taka þótt í neinni hags- munabaráttu, ekki þurfa að vera í neinum félögum. Þetta er að vissu leyti rétt, þetta geta menn í dag. En það er aðeins vegna ötullar og óeigingjarnrar vinnu og baráttu félagsmálamanna eins og Tryggva Gíslasonar og um þetta eigingjarna sjónarmið manna sagði Tryggvi þetta í „Vatnspósti“, afmælisriti Félags pípulagningamanna á 70 ára afmæli félagsins: „Ég skal segja þér eitt, ég skil ekki þá sem segja þetta og kannski éta þeir þetta hver eftir öðrum. Ef þeir halda að þeir geti verið einir ein- hvers staðar úti í horni þá er það mikill misskilningur. Allar framfar- ir hafa komið í gegnum félögin og við komum engu til leiðar nema að standa saman. Ef við hefðum ekki gert það hverjar hefðu þá framfarirnar orð- ið?“ Við pípulagningameistarar erum í dag ekki einungis að kveðja einn svipmesta og félagslyndasta félaga okkar, við erum einnig að kveðja einn af heiðursfélögum okkar en í sjötíu ára sögu Félags pípulagn- ingameistara hafa ekki margir ver- ið kjörnir heiðursfélagar. Persónulega kveð ég góðan vin og félaga sem er mér kannski minnisstæðastur fyrir hreinskilni og að setja ætíð fram sínar skoðan- ir og berjast fyrir þeim og fyrir þá algjöru óeigingirni sem kom fram í öllum hans störfum, hér er einnig genginn góður og fær iðnaðarmað- ur. Við Helga sendum eftirlifandi konu hans, Öldu, dóttur þeirra og sonum okkar samúðarkveðjur. Sigurður Grétar Guðmundsson. Elsku afi minn. Þegar mamma tilkynnti mér með sorg í augunum að þú værir dáinn helltist það eig- inlega yfir mig. Það gat eiginlega ekki verið, í mínum huga var það á kant við hin ýmsu lög eðlisfræðinn- ar að þú gætir dáið. Fyrstu minn- ingar mínar um þig tengjast nátt- borðsskúffunni þinni. Þar voru geymdir alls kyns fjársjóðir barn- æskunnar, t.d. saltpillur og hlaup- kallar. Mitt himnaríki var að kúra í fanginu á afa mínum í stóra stóln- um á Guðrúnargötunni. Þar horfð- um við saman á Tomma og Jenna sem þú varst svo duglegur að taka upp fyrir mig, og smjöttuðum á saltpillum. Þú vissir alltaf hvernig átti að gleðja unga drengi eins og með rauða bílnum sem ég fékk árs- gamall. Hann var svo fullkominn að þegar hann var dreginn fram fyrir litla bróður gat ég bara ekki staðist að bregða mér aðeins á bak þótt ég væri orðinn ellefu ára. Þegar ég var fjögurra ára fékk ég svo flottasta hjól norðan Alpa þegar þið amma komuð heim frá Svíþjóð með rautt BMX-hjól, sko með hjálpardekkjum. Hjólið veitti mér ómælda ánægju auk þónokkurra kúlna og skráma. Þú veittir mér líka fyrstu veiði- reynsluna, ég veiddi reyndar ekki neitt en Tryggvi frændi veiddi einn smátitt sem endaði í farangrinum með honum til Svíþjóðar. Hann varð að sýna mömmu! Afi fór líka á völlinn með okkur Tryggva Rafn, á Valsleik auðvitað. Við pollarnir misstum reyndar fljótlega áhugann á fótboltaleikn- um og fórum að drullumalla. Þá uppgötvaði ég að afi gat líka orðið reiður. Það kom samt ekki í veg fyrir að hann keypti handa okkur ís á heimleiðinni. Hver annar en afi kom mér til hjálpar þegar ég lá í hlaupabólunni og leiddist ógurlega. I farteskinu hafði hann fullt af fyrsta flokks Matchbox-bílum, suma þeirra á ég enn. I seinni tíð höfum við ekki hist eins oft og þegar ég var lítill. Minningarnar um þig í Hraun- bænum tengjast tölvunni í hús- bóndaherberginu, bílskúrnum og öllu smíðadótinu þínu. Og auðvitað þér í stóra stólnum að horfa á fót- bolta, handbolta, golf eða eitthvert annað íþróttaefni. Það var alltaf svo gott að hitta ykkur ömmu og þótt við töluðum kannski ekki svo mikið saman þá var bara svo gott að hafa ykkur nálægt sér. Elsku afi, takk fyrir allt, hlýja fangið þitt, væntumþykjuna og bara fyrir að hafa verið til. Þórarinn Björn Sigurjónsson. Elsku Tryggvi, það er erfitt að kveðja, einkum þá sem hafa verið fastur hluti í lífi manns frá fæð- ingu. Megir þú eiga þökk fyrir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Ur inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem) Elsku Alda mín, megi sá sem öll- um líknar umvefja þig og fjöl- skyldu þína með ljósi og kærleika og styrkja ykkur öll í sorginni. Gréta. Fráfall Tryggva Gíslasonar kom okkur félögum nokkuð á óvart, einkum vegna þess að hann bar sig jafnan vel og kvartaði aldrei þótt á móti blési, hann var alltaf tilbúinn að takast á við hvað, sem að hönd- um bar. Tryggvi starfaði með undirrituð- um í stjórn Félags pípulagninga- meistara um árabil og fáum höfum við kynnst, sem gengu jafn heilir til verks. Væri honum falið eitthvert starf tók hann við því umyrðalaust og á næsta stjórnarfundi hafði hann jafnan lokið því, sem honum hafði verið falið. Af þessum sökum hlóðust trúnaðarstörf á Tryggva og mun það hafa verið víðar en hjá Félagi pípulagningameistara. Hann átti sæti í stjórn félagsins um tuttugu ára skeið og gegndi lengst af störfum varaformanns og ritara, og þegar staða mælingar- manns losnaði á Mælingastofu pípulagningamanna vorum við svo heppnir að Tryggvi fékkst til að taka starfið að sér. Þar nutum við enn um sinn einstakrar nákvæmni hans og samviskusemi. Ekki er því að leyna að oft gust- aði vel um Tryggva, enda var hann mikill baráttumaður, sem lét sinn hlut hvergi bardagalaust. Hann var vel máli farinn og rökfastur og hafa bæði undirritaðir og aðrir fengið að finna fyrir því, þegar hann var þeim ósammála. Þá var tækifæris- ræðum hans við brugðið og var Tryggva jafnan falið að mæla fyrir hönd félagsins á hátíðlegum stund- um. Brennandi áhuga hafði Tryggvi á sögu félagsins og stéttarinnar, og það var von okkar að honum entist aldur til að skrá hana, en hann var vel ritfær, hafði mikla þekkingu á efninu og trausta dómgreind, sem gerði hann kjörinn mann til þess verks, þá hafði hann komið upp vísi að minjasafni og haldið til haga gömlum verkfærum, sem hann hafði bjargað frá glötun. Ymis önn- ur áhugamál hafði Tryggvi og var hann í fremstu röð bridgespilara um árabil. Ekki fór hjá því að slíkur maður hlyti nokkra viðurkenningu sam- ferðamanna sinna, og þegar Tryggvi lét af störfum í stjórn Fé- lags pípulagningamanna var hann einróma kjörinn heiðursfélagi þess. Hér hefur verið stiklað á stóru um störf Tryggva Gíslasonar í þágu Félags pípulagningamanna, en enn er þó ógetið, sem meira er vert, þeirrar nánu vináttu, sem myndaðist á milli okkar og náði langt út fyrir hin daglegu störf. Á góðum stundum nutum við og kon- ur okkar samveru með honum og hans góðu konu Öldu Sigurjóns- dóttur, en það var vani okkar félag- anna að hittast nokkrum sinnum á ári til skiptis á heimilum okkar. Fátt gerir maður betra en eiga stund með vinum sínum og við minnumst með þakklæti ljúfra samverustunda með þeim hjónum. Á þessari kveðjustund sendum við Öldu og fjölskyldu hennar okk- ar innilegustu samúðarkveðju og biðjum að góður Guð sé með þeim í sorg þeirra. Axel Bender, Bjarni Guðbrandsson, Einar Guðmundsson, Elvar Bjarnason. I dag kveðjum við heiðursfélaga okkar Tryggva Gíslason, pípulagn- ingameistara. Tryggvi hefur verið félagsmaður í Félagi pípulagninga- meistara í áratugi og sinnt þar ýmsum ábyrgðarstörfum. Hann hefur verið mikill talsmaður félags- ins og barist fyrir hagsmunum pípulagningamanna. Tryggvi hafði ávallt skoðun á þeim málum sem upp voru borin og gott var til hans að leita ef upp komu mál er snertu félagið. Hann tók virkan þátt í mót- un stefnu félagsins. Slíkra manna er ávallt saknað úr félagsmála- starfi og hefur því myndast skarð sem verður vandfyllt. Tryggvi var mikill áhugamaður um sögu félagsins og tók nú síðast þátt í uppsetningu á sýningu sem verið er að opna í Árbæjarsafni, þar sem kynnt er saga iðngreina. Með þessum fáu orðum vill Fé- lag pípulagningameistara þakka Tryggva Gíslasyni fyrir störf hans fyrir félagið og samfylgdina. Við vottum fjölskyldu hans einlæga samúð okkar. F.h. Félags pípulagningameist- ara, Gísli Gunnlaugsson, formaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.