Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 53 IDAG Arnað heilla BRUÐKAUP. Gefín voru saman 18. september sl. í Lágafellskirkju af sr. Ragn- ari Fjalari Lárussyni Hall- ddra Anna Ragnarsddttir og Orri Páll Ormarsson. Heimili þeirra er að Lauf- engi 156, Reykjavík. BRIDS Dmsjón (iiiðmuiidiir Páll Arnarsnn „ÉG var klaufi í þessu spili," sagði Odddur Hjaltason þeg- ar spilið að neðan kom til tals að lokinni landsliðsæfíngu í síðustu viku. Oddur var í suð- ur, sagnhafí í fjórum hjört- um: Suður gefur; enginn á hættu. Norður *I?2 v AG10762 ♦ 85 + G94 Vestur ♦ K84 »D985 ♦ K2 *Á1086 Austur ♦ G10753 v— ♦ D643 *KD75 Suður 4>Á96 ♦ K43 ♦ ÁG1097 *32 Spilafélagi og bróðir Odds, Hrólfur Hjaltason, var í norð- ur, en Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Armannsson í AV: Vestur Norður Austur Suður AðalsL Hrólfur Sverrir Oddur 1 grand Pass 2 tíglar* Pass 2 hjörtu Pass Pass 2 spaðar 3 tíglar 3 spaðar 4 hjörtu Pass Pass Dobl AlUrpass Grandopnun Odds er veik og því passar Hrólfur í hjartabút eftir yfirfærslu, en fer svo í geimið þegar Oddur sýnir stuðning og tígullit með frjálsri sögn yfír tveimur spöðum. Aðalsteinn fór óheppilega af stað þegar hann kom út með spaða frá kóngnum. Oddur átti þann slag á drottninguna í borði og spil- aði strax tígli á gosann og kóng vesturs. Vörnin spilaði næst laufi þrisvar og neyddi Odd til að trompa heima. „Nú gerði ég mistökin," sagði Oddur. „Ég lagði niður hjartakónginn. Pað var ótímabært, því nú var ekki lengur hægt að ná tromp- bragði á vestur og Aðalsteinn fékk fjórða slag vamarinnar á hjartadrottningu." Vinningsleiðin er sú að geyma hjartakónginn og spila hjarta blákalt á gosann. Taka svo spaðaás og trompa spaða, síðan tígulás og trompa tígul. Nú eiga blindur og vestur jafnmörg tromp, og suður á eftir innkomuna heim á hjartakónginn til að spila tígli að ÁIO í trompi í gegnum D9vesturs. Þetta er vissulega skemmtileg vinningsleið, en hitt hefði þó verið afleitt að gefa austri trompslag á blanka drottningu, því auð- vitað var engin vissa fyrir því að vestur ætti öll trompin fjögur. p' /A ÁRA afmæli. í dag, Omiðvikudaginn 24. maí, verður fímmtugur Jón Hörður Elíasson, rekstr- arstjóri Vegagerðarinnar í Strandasýslu, Kvíabala 4, Drangsnesi. Af því til- efni munu Jón Hörður og eiginkona hans, Jenný Jensdóttir, taka á móti gestum í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi, laug- ardaginn 27. maí kl. 20.30. r A ÁRA afmæli. í dag, O U miðvikudaginn 24. maí, er fimmtugur Þórir Ágúst Þorvarðarson, ráðn- ingarstjóri hja Pricewater- house Coopers. Eiginkona Þóris er Iflördís Harðar- dóttir, skólaliði í Árbæjar- skóla. Þau eru eriendis í til- efni afmælisins. Með morgunkaffinu Nú verðurðu að hætta í tölvuleiknum. Pabbi þarf að setja heimilis- bókhaldið hennar mömmu á tölvutækt form. Raddir framtíóar Hvað er eldgos? Þegar það verður til eldgos þá er stór eldhnött- ur lengst nlðrí íjörðinni sem býr sér til göng til eldfjallanna og eldurinn kemur svo upp um sprungu á jörðinni og þá verðureldgos. Halldór Hulduheimum. Alþjóðlegt stærðfræðiár Á Islandi er starfandi samstarfsnefnd um Alþjóðlega stærð- fræðiárið en í henni eiga sæti fulltrúar frá Hi, KHÍ, Félagi raun- greinakennara, íslenska stærðfræðafélaginu og Fleti, sam- tökum stærðfræðikennara. Nefndin stendur fyrir mörgum viðburðum á árinu s.s. útgáfu bóka, ráðstefnu, greinaskrifum, fyrirlestrum og fleiru. Einn af þeim er þessi dálkur sem nú mun verða birtur vikulega út árið. Ein stærðfræðiþraut verður lögð fyrir lesendur í viku hverri og í næstu viku á eftir kemur lausnin og ný þraut. Við munum einnig I þessum dálki vekja athygli á þeim viðburðum sem eru á döfinni hverju sinni. Tilgangurinn er að vekja athygli almennings á stærðfræði og vonum við að sem flestir hafi gaman af. Þraut 4. Meðaltalið af a og b er 10, og meöaltalið af b og 10 er c/2. Hvert er meðaltal a og c? Svar við þraut 3. 2L + 2B = LB =L 4x4 og 3x6 2B = L(B-2) 4 L~2 + B-2 Þannig að B = 3, 4 eða 6 Nú hefur verið opnuð íslensk vefsíða fyrir Alþjóðlega stærð- fræðiárið 2000. Slóðin er: http://wmy2000.khi.is UOÐABROT ALASKA Ég hvíli í svölum skugga grænna greina í grasi mjúku sjávarhamra við. Hér finnur hjartað fró og létti meina við fuglasöng og mararbáru nið. Mér finnst ég þekkja að fornu þennan klið, mér finnst ég útlegð minni læri að gleyma, mér finnst, að hér ég geti fundið frið, mér finnst, að hér sé gott að eiga heima. En stundum nærri sýnist mér það synd með solli byggðar landsins tign að skerða og hinni fornu eyðiró að raska. - Ó, ekki’, ef þín hin munarfagra mynd vill móðurlausum íslands börnum verða framtíðarból og fóstra ný, Alaska! Jón Ólafsson STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake * TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert gæddur góðri eðlisávísun sem efþú treystir henni mun leiða þig farsællega í gegnum lífið. Hrútur (21.mars-19. apríl) Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. En þegar myndin er Ijós þarftu að bregðast skjótt við. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér kann að finnast þú færast hratt úr stað en staðreyndin er nú sú að hlutirnir gerast ósköp rólega. Það er hið besta mái því sígandi lukka er best. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) AA Allir þurfa að finna hugsun- um sínum farveg hvort sem menn skrifa nú fyrir sjálfan sig eða leyfa öðrum að njóta afrakstursins með sér. Krdbbi (21. júní - 22. júlí) Það getur reynst fyrirhafnar- samt að láta drauminn rætast en þó er engin ástæða til þess að ieggja árar í bát. Einbeittu þér að aðalatriðunum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Það eru mörg handtökin sem þarf til þess að koma heilu verki í höfn. En láttu það ekki aftra þér heldur brettu upp ermarnar og gakktu rösklega fram. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (SSL Allir uppskera svo sem þeir hafa sáð til og þú auðvitað líka. Sýndu því umhverfi þínu umhyggju og hún mun skila sér margföld til þín aftur. Vo£ rrv (23. sept. - 22. okt.) Þótt miklu skipti að aði-ir kunni að meta störf þín er það þó þýðingarmest að þú sért sáttur við sjálfan þig og legg- ir þig fram eftir bestu getu. Sþorðdreki (23. okt.-21.nóv.) Einhverjar spurningar kunna að vakna um heilsufar þitt. Hlustaðu því vel á líkama þinn og leggðu þig fram um að rækta líkama og sál. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) AO Það verður ekki bæði sleppt og haldið svo þú þarft að gera það upp við þig hvað þú raun- verulega vilt. Láttu annað lönd og leið og stefndu ótrauður að takmarkinu. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4K Varastu að gagnrýna aðra um of því þú ert nú svo sem hvorki betri né verri sjálfur. Mundu að allir hafa eitthvað til síns ágætis. Vatnsberi , . (20. jan. -18. febr.) Það getur reynst nauðsynlegt að ieita víða til þess að finna sannleikann og þá kann margt miður fallegt að koma í Ijós. En sannleikurinn gerir þig frjálsan. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þínir nánustu velta því fyrir sér hvert þú stefnir . Vertu einlægur og segðu hug þinn allan því þá munu þeir standa með þér í gegnum þykkt og þunnt. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRETTIR Vinstri grænir vilja aðgerðir vegna húsnæðismála ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs kom saman til fundar til að ræða þann vanda sem uppi er í húsnæðismál- um og stöðu efnahagsmála. Þing- flokkurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: „Þingflokkur Vin- strihreyfingarinnar - græns fram- boðs varar við afleiðingum þess ástands sem skapast hefur að und- anförnu í efnahagsmálum. í annað sinn á nokkurra ára tímabili eru hundruð fjölskyldna að verða fyrir stórfelldum áföllum vegna affalla á markaðsvæddum húsnæðislánum. I stað lána úr hús- næðislánasjóðum á föstum vöxtum til langs tíma eru húsbyggjendur eða kaupendur nú ofurseldir sveifl- um á skuldabréfamarkaði með sín- ar fjárfestingar, sem yfirleitt eru þær stærstu á lífsleið venjulegra fjölskyldna. Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð mun berjast fyrir því að koma á fót á nýjan leik félagslegu hús- næðislánakerfi og fjölga úrræðum almennings í húsnæðismálum, ekki síst auka framboð á tryggu leigu- húsnæði á góðum kjörum. Undanfarna daga hefur komið glöggt í ljós að einkavæddar fjár- málastofnanir setja hagnaðarkröf- ur nýrra eigenda í öndvegi og taka þær fram yfir þjónustuhlutverk við almenning eða framlag sitt til að viðhalda stöðugleika á innlend- um verðbréfamarkaði." KBrúdargjafir teppi, sœngurver og púdar ■ Barónsstíg 59 k*551 3584 Textílkjallarinn ONDUNAR GRÍMUR ARVIK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 EYRNA- HLÍFAR ARVIK ÁRMÚLA 1 • SfMI 568 7222 • FAX 568 7295 Dagana 23.-25. maí verða sófar á tilboði 10-50% afsláttur Dæmi: Sófi + stóll 148.000 án afsl. Tilboðsverð: 74.000 kr. Þú sparar 74.000 kr.! Hverfisgötu 37, sími 552 0190 Opið kl. 11-18. Lau. kl. 12-16 Grecia iriraia Fæst í apótekum og hársnyrtistofum og Þín verslun Er hárið að grána og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin. Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískan blæ. Einfaldara getur það ekki verið. Haraldur Sigurðsson ehf., heildverslun, símar 567 7030 og 894 0952 fax 567 9130 E-mail landbrot@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.