Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Senegal-buinn Youssou N’Dour spilar a Tonlistarhatiðinni i Reykjavik ITOIBB Hlakkar til að kynnast ís- lenskri tónlist Vinsælasti tónlistarmaður Afríku, Youssou N’Dour, kemur til landsins á næstunni og verður meðal flytjenda á Tónlistarhátíðinni í Reykjavík. Skarphéðni Guðmundssyni gafst tækifæri á dögunum til að kynnast þessum geðþekka manni ögn betur. TÓNLIST frá Senegal hefur ekki fengið mikla kynn- ingu hér á landi frekar en önnur tónlist sem á rætur sínar að rekja til Afríku. Þó hefur einn tónlistarmaður frá þessu Vest- ur-Afríkuríki komist til vegs og virð- jngar á Vesturlöndum og undanfar- 'inn áratug eða svo hefur Youssou N’Dour verið talinn meðal allra fremstu heimstónlistarmanna. Ekki nóg með það heldur hefur honum einnig tekist að skapa sér nafn í heimi dægurtónlistarinnar, annars vegar vegna samvinnu sinnar og frægra poppstjama á borð við Peter Gabriel og Paul Simon og hins vegar vegna lagsins „7 seconds", sem hann söng með Neneh Cherry, en það varð stórsmellur um gervalla heims- byggðina og var m.a. kosið lag ‘Evrópu fyrir árið 1994. Færri vita að Youssou N’Dour hefur fengist við tónlist frá 12 ára aldri. Hann fæddist árið 1959 í höf- uðborg Senegal, Dakar. Hann er af- komandi gríóta-þjóðflokksins, sem um aldir alda hefur leitt sagnahefð Senegala, og tónlistin og söngurinn honum því í blóð borinn. Ferillinn hófst á 8. áratugnum með Star Band De Dakar en hann yfirgaf þá sveit til að stofna Etoile de Dakar og síðan hina nafntoguðu Super Etoile de Dakar. Það var síðan í gegnum Pet- er Gabriel og starf sitt í þágu Amn- esty International sem Youssou barst fyrst Vesturlandabúum til eyrna. Þetta var um miðbik 9. ára- jtugarins, um það leyti sem Grace- ‘iand Paul Simons hafði hrundið af stað heimstónlistarvakningu meðal almennra tónlistarunnenda. Youss- ou vann sér hægt og bítandi sess sem einn fremsti heimstónlistar- maður samtímans og í Frakklandi þar sem sú tónlist hefur löngum átt upp á pallborðið á hann sér t.a.m. stóran og dyggan hóp unnenda enda syngur hann annað veifið á frönsku þegar hann víkur frá wolof, móður- máli Senegala, og enskunni, sem hann hefur brugðið fyrir sig æ oftar síðustu árin. Youssou hefur sent frá V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest V/SA VISA ISLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. sér fjölda breiðskífna en hans mest selda er „The Guide“ frá 1994. Þegar blaðamaður hitti Youssou var hann að hefja kynningu á nýj- ustu breiðskífu sinni „Joko“ og í þann mund að stíga á svið í Bridge- water Hall, virðulegu tónlistarhúsi í miðborg Manchester í Englandi. Erfitt var þó að merkja að hann væri að fara að troða upp því hann var í fullkomnu jafnvægi og alveg ein- staklega ljúfur viðmóts. Eftir að blaðamaður hafði kynnt sig tók hann að viðra þessar vangaveltur sínar upphátt. „Mér líður líka al- veg stórkostlega," segir þá Youssou glaðlega. „Ég er loks- ins farinn að gera á ný það sem ég hef mesta yndi af; að bera á borð tónlist mína og boðskap fyrir allan heiminn." Hvað kom þér fyrst í hug þegar hugmyndin um að spila á Islandi var viðruð við þigl „Ég varð strax mjög spenntur fyrir því að koma til Is- Iands. Ég hef séð margar Ijósmyndir og sjónvarpsþætti um landið og nátt- úru þess sem virðist afar fallegt og tilkomumikið. Þar að auki fæ ég mik- ið út úr því að spila tónlist mína á nýjum og framandi stöðum. Ég veit samt alltof lítið um ísland nema það að íslensk tónlist er algjörlega frá- brugðin tónlistinni sem ég fæst við.“ Verður þetta nyrsti staður sem þú hefur spilað á? „Já, alveg örugglega. Ég hef spil- að víða í Norður-Evrópu en ekki svona norðarlega að ég held.“ Hvað ætlarðu að dveljast lengi á íslandi? „Ég hugsa að ég nái ekki að vera lengur en í sólarhring eða svo. Dag- skráin á tónleikaferð minni er svo ströng. En ég ætla að reyna að nýta tímann vel.“ Hvað hefurðu íhyggju aðgera? ,jÉg hefði eiginlega þurft tvo daga á Islandi því mig langar mest að spóka mig, skoða mannlífið í róleg- heitum og kynna mér íslenska tón- list.“ Hvers mega gestir tónlistahátíð- arínnar vænta af þér? sýmr Prinsessuna í hörpunni sýnt íTjarnarbíói 24. og 25. maí kl. 18.00 LijtaUlIi í Revkja»í IBYKJAVIK H TMl T«A» >••• ára - -• I Youssou N’Dour gaf nýverið út breiðskífuna Youssou „Joko“. „Þeir munu sjá Youssou N’Dour bæði taka lög af nýju plötunni „Joko“ og einnig gefa innsýn í feril- inn. verða nýir áhorfend- ur og því ætla ég að nota tæki- færið til að kynna mig og afríska tónlist.“ Hefurðu gaman af því að spila á tónlistarhátíðum ? „Já, ég kann mjög vel við það vegna þess að sá vettvangur býður vanalega upp á svo margbreytilega tónlist. Ég hef einstaka unun af því að heyra eitthvað nýtt og frábrugðið því sem ég er að gera.“ Tónlist án landamæra Þú ert sérlegur sendiherra fyrír Sameinuðu þjóðirnar og hefur komið fram á mörgum tónleikum til styrkt- ar Amnesty International. Hvaða þýðingu hefurþað fyrír þig? „Ég er sannfærður um að tónlistin er áhrifaríkur tjáningarmiðill og betur fallinn en flest annað til að vinna að batnandi heimi. Auðvitað er hún fyrst og fremst gleðigjafi en um leið og ég reyni að vekja gleði í brjósti fólks reyni ég af mesta megni að hvetja það til að vera réttlátt í hví- vetna og gera eitthvað jákvætt fyrir sig, umhverfi sitt og umheiminn all- an. Það gefur mér einfaldlega ekki nógu mikið að dúsa á einum stað og flytja tónlist heldur vil ég breiða hana út sem víðast og reyna að afmá landamæri tónlistar og hugmynda.“ Þér hefur ætíð veríð mjög annt um velferð Afríkubúa. Hvað þykir þér um það ófremdarástand sem þar hefur ríkt undanfarið í löndum eins og Sierra Leone og Zimbabwe? „Þetta er náttúrlega alveg ömur- legt ástand og ég harma það mjög. Ég verð þó að segja að vestrænir fjölmiðlar eru allt of duglegir við að velta sér upp úr neikvæðum málum er varða Afríku. Það er margt já- kvætt að gerast í öðrum löndum um þessar mundir sem svo að segja eng- inn gaumur er gefinn. Mér finnst mikilvægt að ungt fólk í Afríku horfi jákvæðum augum fram á við.“ Geturðu lýst tónlist þinni í örfáum orðum ? „Tónlist mín er ein stór blanda. Áhrifin koma svo víða að að það er vart lengur hægt að tengja mig einni stefnu. En það er kannski best að skilgreina hana sem afrísk-evrópska tónlist. Ég hef dvalist lengi í Evrópu og óhjákvæmilega orðið fyrir mikl- um áhrifum frá vestrænni dæg- urtónlist sem hefur síðan blandast gömlu Mballax- rótunum mínum sem sam- anstanda af afríska arfin- f um, kúbverskum takti og djass- og sálaráhrifunum sem eru svo áberandi í afr- ískri dægurtónlist." Hafa vinsældir lagsins „7 • seconds" hjálpað þér eða gefur það ranga mynd af tónlist þinni almennt? „Nei, lagið hefur tvímælalaust opnað mér dyr sem annars hefðu verið harðlæstar. Ég lít fyrst og fremst á lagið sem prýðis inngang og kynningu á tónlist minni og reyndar allri afrískri tónlist.“ Tónlistarmaður aldarinnar í Afríku Var erfitt fyrir tónlistarmann frá Senegal að skapa sér nafn í vestræn- um tónlistarheimi? „Já, það var talsvert erfitt í fyrstu því þegar ég var að stíga mín fyrstu skref var heimstónlistin ekki nándar nærri eins útbreidd og hún er í dag og fólk þekkti lítið til afrískrar tón- listar. Nú er heimur tónlistarinnar mun hömlulausari og það er miklu auðveldara fyrir tónlistannenn sem flytja nýstárlega tónlist að koma sér á framfæri. I dag er mun síður spurt um stefnur og strauma; hvort um sé að ræða heimstónlist eða popptón- list. Við erum blessunarlega laus við alla dilka og því eru allir að fást við það sama sem er tónlist.11 Þegar þú varst að byrja í tónlist- inni hvarflaði nokkurn tímann að þér að þú ættir eftir að spila í landi eins ogíslandi? „Nei, aldrei. Þegar ég var að byrja voru væntingarnar ekkert of miklar og draumurinn lítið stærri en að fá tækifæri til að spila í heimaborg minni Dakar.“ Timaritið Folk Roots valdi þig tónlistarmann aldarinnar í Afríku á dögunum. Hvaða þýðingu hefur það fyiir þig? „Það er að sjálfsögðu mikill heiður en ég tel mig þó einungis vera full- tma fyrir þá miklu uppsveiflu sem verið hefur í afrískri tónlist undan- farna áratugi því aðrir listamenn á borð við Manu Dibango og Lady- smith Black Mambazo hafa einnig verið að gera stórmerkilega hluti. Ég hef lagt mikla vinnu í að öðlast þetta orðspor og gleðst yfír því að fólki finnist ég hafa haft erindi sem erfiði.“ Að lokum. Einhver skilaboð til þeirra sem ætla að sjá þig á sviðinu í Laugardalshöllinni lO.júní? „Já, haldið ykkur fast því þig eigið von á alvöru afrískri veislu þar sem dansinn, gleðin og glaumurinn mun ráða ríkjum.“ MYNDBOND Kveif eða kjark- menni? GUNGAN (The Last Yellow) GAMAIV/DRAMA ★★ Leikstjóri: Julian Farino. Handrit: Paul Tucker. Aðalhlutverk: Mark Addy, Alan Atheral, Samantha Morton. (93 mín.) Bretland 1999. Háskólabió. Bönnuð innan 12 ára. ANDHETJURNAR eru í aðalhlut- verki þessarar gráglettnu og mjög svo bresku gaman- myndar. Ég er að tala um hina svok- ölluðu „losera“ (vantar gott ís- lenskt orð yfir þá ógæfusömu mann- gerð), auðnuleys- ingja eða þá sem orðið hafa undir í lífinu. Frank er aumkunarverður aumingi sem stendur á krossgötum í lífi sínu. Hann er bæði atvinnu- og vinalaus en þegar móðir hans kær gefst loks upp og sparkar honum út nær hann end- anlega botninum. Þá kynnist hann ungum, óöruggum og enn ógæfusam- ari manni sem hefur það hlutskipti í lífinu að hugsa um fjölfatlaðan bróður sinn og ofbeldisfullan og drykkfelldan foður. Hans heitasta ósk er að koma árásarmanni bróður síns fyrir kattar- nef en hefur ekki kjark til þess og fær því Frank til þess að vinna verkið fyr- ir smápening. Auðvitað gengur þó ekki allt samkvæmt áætlun hjá slík- um óheillakrákum. Hér lekur grámyglaður hversdags- leikinn af hverjum ramma og útkom- an er því fremur þunglamaleg. Aftur á móti er frammistaða leikara fyrsta flokks, eins og við er að búast af Bret- um og enginn betri en Samantha Morton í litlu en þýðingaiTniklu hlut- verki. Skarphéðinn Guðmundsson Ferðalag á framandi slóðir Brjálaði aðkomumaðurinn (Gadjo Dilo) I) r a m a ★★★ Leikstjórn og handrit: Tony Gatlif. Aðalhlutverk: Romain Duris, Rona Hartner og Isidor Serban. (102 mín.) Frakkland, 1998. Bergvík. Bönnuð innan 12 ára. BRJÁLAÐI aðkomumaðurinn er þriðja mynd leikstjórans Tony Gatlif um samfélög síg- auna í Evrópu. Hér kynnumst við íbú- um sígaunaþorps í Rúmeníu, en þang- að kemur Parísar- búinn Stephane í leit sinni að óþekktri söngkonu. Honum er tekið opnum örmum af hinum fátæku og söngelsku þorpsbú- um og ílendist hjá þeim um tíma. Myndin ber vott um djúpstæðan, allt að því mannfræðilegan áhuga kvik- myndagerðarmannsins á viðfangs- efninu. Góðum tíma er varið í að sýna líf og tilveru sígaunanna, sem er ákaf- lega ólíkt lífsvenjum Evrópubúa. Þetta gerir myndina áhugaverða út af fyrir sig, en auk þess er hún prýðilega vel gerð. Frásagnarstíllinn er látlaus og leikarar mjög eðlilegir. Unun er að horfa á tónlistar- og dansatriðin sem gegna stóru hlutverki í myndinni. Það er mikil tilbreyting í þessari kvikmynd sem fer með áhorfandann í einstakt ferðalag á framandi slóðir. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.