Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.05.2000, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Maður með fjórar hendur Morgunblaðið/Árni Sæberg MYNDBOND - Kalkúnafóður KLIKKAÐAR KERLINGAR (Mad Cows) líVMWMWII o Lcikstjóri: Sara Sugarman. Hand- rit: S. Sugarman og Sasha Hails. Aðalhlutverk: Anna Friel, Joanna Lumley, Greg Wise. (93 mín.) Bret- land 1999. Háskólabíó. Öllum leyfð. j,.. TALAÐ hefur verið um endur- reisn breskrar kvikmyndagerðar og er nokkuð til í því. Þaðan hafa komið margar framúr- skarandi myndir upp á síðkastið. Þó fer því fjarri að allt sé með feldu hjá Tjallanum því hann gerir enn allt of margar hand- ónýtar myndir og hann veit það best sjálfur. Breska pressan hakkaði þessa mynd í sig og töluðu flestir um að þar færi versta mynd ársins og því er erfitt að andmæla. Skemmst er frá því að segja að það er ekki heil 'örú í myndinni og ég velti fyrir mér hvar blessaða konan sem leikstýrði henni og skrifaði fékk eiginlega fjár- magn til þess að gera hana. Þorði enginn að segja henni á hvílíkum villigötum hún var? Eina glætan kann að vera sú að til eru margir sem fá heilmikið út úr því að sjá vondar myndir og flokkast þessi hiklaust í þann flokk. En þó, ég veit ekki einu sinni hvort þeir góðu bíóunnendur fái eitthvað fyrir sinn snúð. Skarphéðinn Guðmundsson TONLEIKAR Salurinn MAGNÚS EIRÍKSSON OG KK Tónleikar Magnúsar Eiríkssonar, Kristjáns Kristjánssonar, Ásgeirs Óskarsssonar og Þóris Baldursson- ar í Salnum í Kópavogi. Magnús lék á spunagítar og Kristján á hryngít- ar, báðir sungu, Þórir á orgel og harmonikku og Ásgeir á trommur og ýmislegt slagverk. Tónleikarnir voru liður í vortónleikaröð Salar- ins, haldnir fyrir fullu húsi föstu- daginn 19. maí. ÞEIR FÉLAGAR Magnús Ei- ríksson og Kristján KK Kristjáns- son hafa starfað saman um hríð, haldið tónleika og sent frá sér breið- skífur sem hefur verið vel tekið. Þeir eru mjög ólíkir tónlistarmenn en finna samhljóm í bláum tónum þó tónlistargrunnur þeirra sé ólíkur; Magnús alinn á Chicago-blús sem breskir bleiknefjar höfðu um vélað, en Kristján aftur á móti hallur undir hrynblús. Báðir eru þeir liprir laga- smiðir, þó Magnús hafi vinninginn í afköstum og laglínum, því fáir standa honum á sporði í þeirri iðju að semja grípandi og eftirminnilegar laglínur. Á vortónleikum í Salnum á föstu- dag léku þeir Magnús og Kristján fyrir fullu húsi áheyrenda lög úr safni sínu; lög sem þeir hafa samið hvor í sínu lagi og nokkur lög sem þeir hafa samið saman. Sér til að- stoðar höfðu jjeir frábæra hljóð- færaleikara, Ásgeir Óskarsson á slagverk og Þóri Baldursson sem lék á orgel og harmonikku eftir því sem við átti. Framan af tónleikunum voru þeir Magnús og Kristján tveir einir á sviðinu og náðu svo vel saman að un- un var á að hlýða, hljómuðu sem einn maður með fjórar hendur. Þeir hafa þann háttinn á að hver syngur sitt lag og gerði sitt til að gera tón- leikana skemmtilegri, því ekki er bara að þeir séu ólíkir lagasmiðir og hljóðfæraleikarar, heldur eru þeir líka mjög ólíkir söngvarar. Ævin- lega er gaman að heyra Magnús Ei- ríksson syngja, sérstaklega gæddi hann gamla slagara nýju lífi með til- finningaríkum söng. Hann hefur ekki fagra rödd, en það er langt um liðið síðan menn áttuðu sig á því að það er ekki röddin sem gerir söngv- ara góða, heldur það sem í henni felst. Heyr til að mjmda Jesús Krist- ur og ég, sem Magnús söng frábær- lega. Kristján hefur aftur á móti góða rödd og djúpa tilfinningu og þegar honum tekst best upp vikna harðn- aðir karlmenn við einmanaleika og sorgina sem honum er svo lagið að túlka, til að mynda í I Think of Ang- els og Grand Hotel. Treginn hjá Magnúsi er aftur á móti góðlátlegri, Ijúfsárari, eins og heyra má í hans memento mori: Omissandi fólk, sem hann söng einkar vel. Kristján Kristjánsson kom inn í íslenskt tónlistarlíf af miklum krafti með lagið og skífuna Lucky One fyr- ir mörgum árum. Hann hefur flutt það lag oft í gegnum tíðina og gerði enn á sviðinu í Salnum. Á sínum tíma var lagið birtingarmynd mok- ins ungs manns sem telur sig hafa höndlað heiminn. Fyrir nokkrum ár- um flutti Kristján lagið eins og hann vildi gera það að áhrínsorðum, frek- ar en það væri satt, en í seinni tíð og á föstudagskvöld mátti heyra að söguhetjan er örugg með sig, laus við allt yfirlæti og hefur áttað sig á hversu heppin hún er í raun og veru. Eins og getið er lögðu þeir Ásgeir Óskarsson og Þórir Baldursson þeim Magnúsi og Kristjáni lið og fóru á kostum báðir. Sérstaklega var Þórir öflugur á orgelið og stal sen- unni hvað eftir annað. Hann fór einnig liprum höndum um harmon- íkuna, til að mynda í tejano-krydd- uðu Kóngur einn dag og Óbyggðirn- ar kalla sem hefði getað verið samið í E1 Paso. Þeir félagar spiluðu í fulla tvo tíma og gott betur, tuttugu og fimm lög, en áheyrendur voru fráleitt bún- ir að fá nóg og heimtuðu uppklapp sem þeir fengu, tvisvar reyndar, og gaman að heyra útgáfuna á sígildum slagara Petes Chatmans, Everyday I Have the Blues, í blálokin. I upphafi tónleikanna heyrði ég sessunaut minn spyrja félaga sinn hvor þeirra félaga væri betri og vondandi hefur hann verið búinn að finna svarið undir lokin: Báðir. Árni Matthíasson SlMINN-GSM ’ÆIIR PtH FRAMTlRlNJ Skjóttu- á -úrsWtin i Þú getur skotið á úrslit leikjanna (hverri umferð. Vikulega verða dregnir út símar frá Símanum-GSM ásamt GSM Frelsi og miðum á leikina í Landssímadeildinni. (lokaumferðinni verður svo dreginn út óvæntur og glæsilegur vinningur. BoHaspjall f íi^mbl.is Á Landsslmadeildarvef mbl.is hefur verið sett upp Boltaspjall mbl.is. Á þeim vettvangi geta fótboltaáhugamenn rætt um knattspyrnu, hvort sem þeir vilja ræða frammistöðu einstakra liða, spá 1 spilin með framvindu mótsins eða velta fyrir sér umdeildum eða óvæntum atvikum í leikjum. Landssímadeildin er hafin og þú getur fylgst með hasarnum í allt sumar á mbl.is. Fylgstu með skemmtilegum nýjungum á Fótboltavef mbl.is! LANDSSÍMADEILDIN mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.