Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 81

Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 81
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG BRIDS llmsjón (iuómuiiilur Páll Arnarson HRÓLFUR Hjaltason og sögupersóna Mollos, The Hideous Hog, bera sömu upphafsstafi. Margt fleira eiga þeir vafalaust sameig- inlegt, en í einu grundvall- aratriði eru þeir þó gagn- ólíkir. Það sannaði Hrólfur í þessu spili frá marg- nefndri landsliðsæfingu í liðinni viku: Austur gefur; enginn á hættu. Norður * RDG1096 v AK * 76 * A109 Vestur Austur ♦5 *2 »1072 »G94 ♦ÁDG1093 »852 *G86 *K75432 Suður *Á8743 »D8653 ♦ K4 +D The Hideous Hog (Gölt- urinn grimmi) hefur það meginmarkmið í lífinu að láta makker sinn aldrei yf- irtaka samninginn: „I öll- um bænum, makker; láttu mig um að spila spilin. Ég get fullvissað þig um að það er í þína eigin þágu.“ Þetta er þekkt tilvitnun og lýsir vel innræti Galtarins. En því er þessi formáli viðhafður hér, að í spilinu að ofan sýndi Hrólfur ótrúlega útsjónarsemi sem öll miðaði að því að komast hjá því að verða sagnhafi. Og allt í þágu parsins. Bróðir hans, Oddur Hjaltason, vakti í suður á tveggja laufa fjöldjöfli, sem gat innihaldið ýmsar veikar hendur og þar á meðal hálitina. Hrólfur var með sleggjuna í norður og beitti ímyndunaraflinu til hins ýtrasta. í andstöð- unni voru Þorlákur Jóns- son og Matthías Þorvalds- son: Vestur Norður Austur Suður Matthias Hrólfur Þorlákur Oddur - _ Pass 2 lauf Pass 2grönd Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Dobl Pass Pass 4 hjörtu Pass 5tíglar Pass 5spaðar Pass 6spaðar Allirpass Sagnir þarf að skýi-a: Til að byrja með opnar Oddur á veikri skiptingarsögn, sem getur verið byggð á tígli, hálitum, eða spaða og laufi. Hrólfur spyr með tveimur gröndum og fær upp hálitina. Hann hefði nú getað samþykkt spað- ann og krafið með því að segja þrjá spaða, en sá fyr- ir sér tígulhættuna og lagði því lykkju á leið sína - hann tók undir hjartað með fjögurra laufa fyiir- stöðusögn. Oddur sýndi þá fyrirstöðu í tígli og nú doblaði Matthías til út- spils. Hrólfur passaði og Oddur neitaði fyrstu fyrir- stöðu með því að hrökklast í samþykktan tromplit (en Oddur vissi ekki betur en spila ætti hjarta). Hrólfur hafði sjálfur neitað fyrir- stöðu í tígli með passi við doblinu og kom því öllum við borðið á óvart með fimm tígla sögninni. En einhvem veginn varð að halda sögnum gangandi og nú loks meldaði Oddur spaðann. Og þá lyfti Hrólf- ur hróðugur í slemmu. Svo sem sjá má byggist allt á því að suður sé sagn- hafi, svo Hrólfur uppskar verðskuldað fyrir fram- sýnina. Árnað heilla QA ÁRA afmæli. Nk. uU þriðjudag 30. maí er níræð Rannveig Jó- hannesdóttir, Dvalar- heimilinu Höfða, Akra- nesi. Rannveig tekur á móti gestum í húsi Verka- lýðsfélags Akraness, Kirkjubraut 40 Akranesi, laugardaginn 27. maí kl. 15:30-18:00. fT A ÁRA afmæli. í gær O U fimmtudaginn 25. maí varð fimmtugur Bene- dikt Rúnar Steingríms- son, húsasmíðameistari. Af því tilefni munu Bene- dikt og eiginkona hans, Kolbrún Sigurðardóttir, taka á móti ættingjum og vinum í dag, föstudaginn 26. maí, kl. 20 á efstu hæð í vestari turninum í versl- unarmiðstöðinni Firði. A A ÁRA afmæli. í dag, 41V/ föstudaginn 26. maí, er fertug Emilía Ágiistsdóttir, stórkaup- maður í Engjablóm, Mið- húsum 2, Reykjavík. Eig- inmaður hennar er Yuzuru Ogino, fisktæknir. Ljósmyndastofan Rut BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. apríl sl. í Háteigs- kirkju af sr. Gunnain Matt- híassyni íris Björk Haf- steinsdóttir og Vilhjálmur Andri Einarsson. Raddir framtíöar Hvað er vatn? Vatn er notaö í krana - meö góöa bragöiö. Þaö er hægt aö vaska upp meö því. Búa til rafmagn - láta eitthvert efni snúa einhverju. Vatn ferniö- ur bratta brekku til aö fara út í sjó - býr til foss. Ólafur Brynjar, Garðaborg. LJOÐABROT VORHVÖT Þú vorgyðja, svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjunum breiðum til ísalands fannþöktu fjallanna heim að fossum og dimmbláum heiðum. Ég sé, hvar í skýjum þú brunar á braut. Ó, ber þú mitt ljóð heim í ættjarðar skaut. Og kveð þar fyr gumum í gróandi dal við gullskæra hörpunnar strengi um þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal með fögnuði leiða’ yfir vengi. Þá vaxa meiðir, þar vísir er nú. - Svo verður, ef þjóðin er sjálfri sér trú. Nú vakna þú, ísland, við vonsælan glaum af vorbylgjum tímans á djúpi. Byrg eyrun ei lengur fyr aldanna straum, en afléttu deyfðanna hjúpi, og drag þér af augum hvert dapurlegt ský, sem dylur þér heiminn og fremdarljós ný. Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog, sem vötn þín með straumunum þungu, sem himins þíns bragandi norðljósalog og ljóðin á skáldanna tungu, og aldrei, aldrei bindi þig bönd nema bláfjötur ægis við klettótta strönd. Steingrímur Thorsteinsson. STJÖRJVU SPÁ eftir Pranees Drake Pér er mikið í mun að gera jafnan þaðsem sanngjamt er og þess vegna er gjarnan til þín litið með forystu. Hrútur (21. mars -19. apríl) Eitthvað óvænt hendir þig í dag og það er bara að vera viðbúinn og njóta þess sem dagurinn gefur. Leyfðu öðr- um að njóta velgengni þinnar með þér. Naut (20. apríl - 20. maí) Sumir leita til þín með mál sín í fullri alvöru, en svo eru þeir, sem eru bara að tékka á skoð- unum þínum. Taktu þér tíma til að skilja þarna í milli. Tvíburar . f (21. maí - 20. júní) AA Það er alltaf gott að staldra við öðru hvoru og fara í gegn um stöðu mála; hvernig manni líkar lífið og tilveran og hvað það er sem við sækj- umst eftir. Krdbbi ^ (21. júní-22. júlí) Taktu það ekki næm þér, þótt einhverjir bregðist ilia við þegar þú vilt eiga við þá samvinnu. Finndu þér bara aðra leið til að ljúka málinu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Reyndu ekki að halda of fast í hlutina. Sumt er okkur ætlað að eiga um sinn en annað bara um stundarsakir. Þolin- mæði er lykilorð dagsins. Meyja jj. (23. ágúst - 22. sept.) (ClL Allt er fyrirfram ákveðið en í framkvæmdinni virðist ekk- ert vera öruggt svo það er öll- um hollast að búa sig undir misjafnt veraldargengi. Vog m (23.sept.-22.okt.) Nú verður sköpunarþráin að fá útrás í máli eða myndum. Leyfðu baminu í þér að ráða ferðinni og þá muntu eiga glaðar stundir og góða daga. Sporðdreki ^ (23. okt. - 21. nóv.) MTC Það er óvarlegt að brydda upp á viðkvæmum málum í dag en ef þér finnst þú endi- lega þurfa að gera það skaltu búast við hörðum viðbrögðum frá þínum nánustu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) flk) Nú er rétti tíminn til þess að þú komir hugmyndum þínum á framfæri við starfsfélaga þínaogyfirmenn. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) Þú þarft að endurskoða dag- skrá þína því þú hefur hrúgað of mörgum verkefnum á dag- inn. Veldu úr þau sem mest liggur á og frestaðu hinum. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Leyfðu þeim sem þér þykir vænt um að njóta með þér hugmyndaflugs og innsæis þíns. Það treystir vináttu- böndin og gefur ykkur fjár- sjóð sem enginn annar á hlut- deildí. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert allur á iði því það er svo margt að gerjast í kollin- um á þér að þú veist ekki hvar þú átt að byrja. Gefðu þér tíma til þess að fara í gegnum hlutina í ró og næði. Stjömuspána á að lesa sem dægradröl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 81 KAMASAN . önglor tr I fluguhnýtingar veiði Útskriftargjafir Trúlofunarhringar Lækjargata 34c - Hafnarfirði Sími 565 4453 GULLSMIDJAN fffuMmMkir JUNI ■ i ,í ■■ SölutjölcP Sölubúöir Álblöórur fyrir helíum. Rellur, fánar og blöðrur meó ísl. fánanum. Venjulegar blöórur og margt fleira í tilefni útihátíða. E.G. Olafsson mmm Arnarbakka 2, Rvík, sími 567 0799 Hjól og línur Tilboðsverð King: Kr. 118.600 Queen: Kr. 87.000 Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Ein mesta selda heilsudýna í heiminum Full búð af nvíum vörum Buxur, bolir, blússur, vesti Sundbolir frá 3.990 < ^Austuroe//, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. GoodHousekeepmg Rekkjan Skipholti 35 • Sími: 588-1955
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.