Alþýðublaðið - 12.01.1921, Síða 1

Alþýðublaðið - 12.01.1921, Síða 1
Alþýðublaðið Gefið út aJ Alþýðtiflokknum, 1921 Jtfeira nm skðmtnnina. Landsstjórnin hefir nú gert for- stöðumann seðlaúthlutunarinnar, hr. Matthíás Ólafsson fyrverandi alþingismann, út af örkinni til þess að afsaka landsstjórnina, og telja mönnum trú um að hún hafi lítið slakað til enn. Hefir Matthías ritað grein 1 Mgbl., sem heltir .Bakararnir og seðlarnir". Er þar sagt að ekki hafi verið slakað til á hinni ólög- legu reglugerð um hveiti og syk- urúthlutun, nema hvað 4 mánaða skamturinn hafi verið færður nið- ur í 3 mánaða skamt, og að bök- urum hafi verið leyft að selja hart brauð án seðia. Kökur hafi aldrei verið aetlast til að yrðu seldar gegn seðlum, Hefði það þegar í upphafi verið ætlun stjórn- arinnar, eins og Matthías heldur fram, að láta selja kökur án seðla, þá mætti sannarlega segja að stjórnin væri sjálfri sér samkvæm. Hún hefir auðvitað gengið út frá því, að það væru einkum þeir efnaðri, sem keyptu kökur, og það væri f fullu samræmi við það að auglýsa skömtunina með 2 mánaða fyrirvara, eins og stjórnin gerði, og láta aimennu brauðteg- undirnar, svo sem sigtibrauð, frans- brauð og súrbrauð, vera „á seðl- um“, en láta þær tegundirnar sem fremur eru óþarfar vera frjálsar I En svo sem kunnugt er þá var þetta upprunalega ekki meining stjórnarinnar enda er það að vera sjáifri sér samkvæm ekki sterka hlið hennar og að þetta er svona nú, stafar af því, að landstjórnin varð að láta undan bökurunum Og lofa þeim að baka úr eins miklu hveiti og þeir vildu, og brúka eins mikið af sykri til kökugerðar eins og þeir vildu. Og orsökin til þess að seðlunum er haldið við sigtibrauð og súr- brauð, er eingöngu af því að sfjórnin vill sýnasí. Vill láta líta út elns og hún hafi ekki látið Miðvikudaginn 12 janúar. undan, þó það sé vitanlega hreint og beint hlcegilegt að hafa söl- una frjáisa á snúðum, vfnarbrauð- um, bollum, smjörkökum, jólakök- um, sandkökum, sódakökum, Jtert um og smákökum, en skamta úr hnefa þær brauðtegundirnar sem eingöngu er matur, svo sem er um sigtibrauð, fransbrauð og súr- brauð. Hvað Iengi Iandsstjórnin ætlar að reyna að halda skömtunar- nafninu er óvíst, en það er líka óvfst hvað Reykvfkiugar þola þessa vitlausu og ólöglegu ráð- stöfun stjórnarinnar, enda heyrast margir menn nefna það að menn eigi að taka sig saman um að senda stjórninni aftur alia seðlana og er ekki ósennilegt að það verði niðurstaðan. Jón Þorláksson ban nmálaráðherral A sunnudaginn var, var dýrasti salur bæjarins — Nýja bio — leigður fyrir Kveldúlfsgull og mönnum boðið þangað skriflega, þar eð álitið var óhugsandi að menn nentu að koma og heyra jórtrað upp fossamálið, nema menn væru sérstaklega hvattir til þess. A þessum fundi stóð upp Sveinn Jónsson tapetsali, og mun hafa ætlað að halda rokna ræðu til meðmæla peningalistanum. En hvort sem hann hefir orðið sleg- inn af sinni samvizku, er hann hafði heyrt frambjóðendurna tala, eða af hverju sem það nú var, þá fipaðist honum algerlega, svo lítið kom upp úr honum af viti. Þó mátti skilja á honum, að honum þótti Jón Magnússon algerlega ónaögulegur sem ráðherra, þó hann mintist ekki á hann, þvi hann sagði, að ef hann hefði átt að skipa stjórn, þá mundi hann 8 tölubl. hafa valið þá þrjá menn f hana, sem væru á A listanum. En það er, svo sem kunnugt er, hinn ný- bakaði bannmaður, Jón Þorláks- son, rithöfundurinn Einar Kvaran og peningadrengurinn ólaíur Thors Sveinn sagðist viija breyta nöfn- unum á ráðherrunum og kalla einn þeirra bannmálaráðherra. Já, bannmálaráðherral Það væri ekki ljótt nafn á Jón Þorláksson! R. Saga jjorgarœttarinnar. Fyrrihluti Borgarættarinnar var sýndur Nýja Bíó f fyrsta sinn á laugardagskvöldið. Kvikmynd þessi sem er búín til eftir sögum Gunnara Gunnars- sonar um Borgarættina, fer að mestu fram á íslandi, og var tekin hér f fyrrasumar, að mestu leyti með íslenzkum leikurum. Þó ýmislegt sé í mynd þessari sem er hlægilegt frá fslenzku sjónarmiði, t. d. að sjávarhamar- inn, sem sfra Ketill steypir sér út af, er stapinn í Almannagjá, og að útsýnið frá Reykhoiti (Borg) er fjallasýnin frá Þingvöllum, þá eru þetta þó smámunir Myndin sem heild (þessi hluti hennar) er ein- hver ásjálegasta myndin sem sýnd hefir verið hér f Reykjavfk sök- um náttúruíegurðar, en einnig vegna leiksins, og standa íslenzku Ieikararnir að engu leyti að baki þeim útlenzku. Guðmundur Thorsteinsson list- málari leikur eitt aðalhlutverkið, Ormar Örlygsson og leikur það prýðilega. Á fyrstu myndunum, þar sem hann er á rjúpnaveiðum i fjallinu uppaf Borg (myndin tekin í A'mannagjá) hreyfir hann sig of hratt, en slfkt er auðvitað smávægilegt. Leikur Guðmundar hefði þó verið ennþá betri ef hin meðfædda góðmenzka hans hefði ekki eins oft skinið á andlitinu á

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.