Alþýðublaðið - 12.01.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.01.1921, Blaðsíða 2
A'LÞ YÐUBLAÐIÐ i Æ.f|gi‘,eiO®lu blaðsias er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgöta. Sími 988. Aaglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í siðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dág, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega ,-r—--------....------—------■■■ honum. Hann hefði átt að sýna sig oftar með svipuðu andliti og fyrir framan kirkjuna á Hofi efiir andlát Örlygs. Annars má drepa á að brosvotturinn sem kemur á andlit Guðmundar (Ormars) þegar hann tekur sáttunum þarna fyrir utan kirkjuna, er aiveg dásamleg- ur. Tveir bræður Guðmundar eru meðal fremstu eða jafnvel allra fremstu fslensku íótboitahetjanna, en eftir að hafa séð þetta bros efast eg ekki um að stúlkurnar segi að Guðmundur sé þeirra fremstur, -— þær eru þá að minsta kosti orðnar alt öðruvísi en þegar eg þekti þær. Af öðrum íslenzkum leikendum má nefna Mörtu og Guðrúnu Ind- riðadætur, Stefán Runólfsson, Sig- urð Heiðdal rithöfund og fiú Stef- aníu. Mestan fögnuð meðal áhorf- endanna vakti frú Guðrún, eigandi rjómaverzlunarinnar í Tjarnargötu, sem sumir sögðu að hefði sæmt sér ágætlega sem sorgbitin göf- uglynd kona í kirkjunni á líoíi, Allmargir aðrir íslendingar léku en hér eru nefndir, en þar sem eg þekti þá ekki, get eg ekki nefnt þá. Þar sem eg hefi heyrt marga minnast á að „Gúnka 200“ hafi verið bezt, þykir mér rétt að nefna þetta nafn, þó ekki þekti eg þá á myndinni er ber það. Af dönsku leikurunum er rétt að minnast á Fr. Jacobsen sem lék Ötlyg gamla, Ingeborg Spangs- feldt sem lék Rúnu, Inge Sotnmer- feldt sem lék dösku frúna á Hofi, og Gunnar Sommerfeldt sem lék Ketil. Kaupmaðurinn, sem víst var ieikinn af dönkutn manni, var líka vel leikinn, en gerfið átti iila •j við um ísleczkan kaupmann; mun hafa átt við danskaa sveitakram- ara. Mynd þessa þarf hver einasti Reykvíkingur að sjá, hún er þess verð, þó skýringarnar sem henni fylgja séu allar á Dönsku og er það meira en óviðkunnanlegt. Áhorfandi. Um daginn 09 Teginn. Sjómannafélagið heidur árshá- tíð sína í kvöld og annað kvöld kl. 8XA í Iðnó, er þar um alveg óvenju góða skemtun að ræða og má gera ráð fyrir að aðsókn verði meiri en húsrúm leyfir enda munu margir óska að þeir gætu nohð réttinda félagsmanna, aðgöngumið- ar verða afhentir í Iðnó frá kl. 12 til 7 báða dagana. Að svo mikln leyti. „Við höf- um fylstu samúð með viðleitn'nni við það að lyfta þeim upp, sem örðugt eiga afstöðu í lífinu — að svo miklu leyti sem sk viðleitni stefnir ekki að þaí að draga úr framleiðslunni“ (letuíbreyting hér), segir Einar Kvaran f bíóræðu sinni. Með öðrum orðum, menn- irnir á peningalistanum, amast ekki við því, þó einhver reyni að hjálpa bágstöddum félaga sínum, ef það kemur ekki í bága við hagsmuni þeirra. Verkamaðuriun á sem sé að taka við hallanum af axarsköft- um spekúlantanna 1 Honum á að blæða, ef iila tekst til I „Eg fyrst<e er kjörorð peningamannanna sem styðja Jón Þorláksson! Vili nokk- ur maður setn kaup sitt á að sækja undir aðra, styðja sllka menn? Aðalfnndur Ðagsbrúnar verð ur á morgun á venjulegum stað og tíma. fcrerfc sig að minni manni. Þeir sem þekkja vel Jón Þorláks- son, bjuggust sízt af öllu við því að hann mundi gera svo lítið úr sér, að hann — íslands ákveðn- asti andbanningur — færi að „spila sig“ sem bannmann. Auð- sjáanlega er nokkur geigur í Jóni eftir bylturnar þrjár hér ( Reykja- vík og þá I Arnessýslu, úr þvf hann treystir ekki betur Kveidúlfs- gullinu til þess að koma sér inn í þingið en þetta — álítur nauð- synlegt að villa á sér heimildir. En hver hefði haldið það um Jón Þorláksson að hann vildi gera svona lítið úr sér. Veðrið í morgun. Stöð Loftvog m. m. Vindur Loft Hitastig Átt Magn Rv. 7546 s 1 0 -t-IO 2 Vm. 7524 NA 5 4 0,3 Stm 7547 logn 0 3 H- 8,4 ísf 75« 5 logn 0 2 8.5 Ak 7563 s 1 1 -^-13.5 Gst 7576 logn 0 4 5>4 Rh. 7566 NV 3 8 -r- 9 2 Sf. 7555 N 2 6 -f- 84 Þ F 7502 NNA 3 6 •+■ 3 5 Magn vindsins í tölum frá o—12 þýðir: logn, andvari, kul, gola, kaldi, stinnings gola, stinnings kaldi, snarpur vindur, hvassviðri, rok- stormur, fárviðri. — Lott í tölum frá 0—8 þýðir: Heiðskýrt, Iétt- skýjað, hálfhefðskýrt, skýjað, al- skýjað, regn, snjór, móða, þoka. þýðir frost, Loftvægislægð fyrir sunnan land. Loftvog stöðug Hæg norðlæg átt. Útlit íyrir svipað veður. Kjósendafund heldur D listinn (Doddalistinn) í kvöid kl. 81/* í Bárunni. Ofan í sigl Moggi étur ófan í sig í dag, það sem átti að vera hól um Ólaf Thors í gær. Ekki vantar stöðuglyndið og staðfestuna í heibúðunum þeirn 1 Góður afli er nú í Vestmanna- eyjum; einnig er farið að veiðast þegar á sjó gefur í Sandgerði. Leomálið var í dag fyrir hæsta rétti og var aðsókn áheyrenda svo miki), nð margir urðu frá að hverfa, enda er húsrúm altof lftið, þegar um stórmál er að ræða. Sagí er að stuðningsmenn Þórð- arlistans séu að „hugs um“ að gefa út „kosningablað® til þess að agitera fyrir lista sínura.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.