Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 2

Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 EM I KNATTSPYRNU MORGUNBLAÐIÐ Ævintýralegur leikur í Charleroi Solskjær j orðinn pabbi NORÐMENN önduðu léttar þegar ljóst var að Ole Gunnar Solslyœr myndi geta leikið með þeim gegn Spánverjum á EM í gær. Á fimmtudaginn varð Sol- skjær pabbi - er honum og unnustu hans, Silje Lynmg- vær, fæddist lítill drengur. Norðmenn höfðu hafi; áhyggjur af því að hann kynni að missa af einhverjum > leikjum vegna væntanlegrar fæðingar. En bamið er komið 1 í heiminn og allt gekk vel þannig að hann er til í slag- inn. Solskjær var vakinn klukkan 3.20 aðfaranótt fimmtudagsins, ók í loftköst- : um til Brussel, fór í loftið í klukkan 7.20 til Manchester og klukkan 10.05 var sonur- ;; inn kominn í heiminn og Sol- skjær var viðstaddur eins og hann hafði ákveðið, sama þótt landsliðið hefði verið í miðjum leik. WmfBK FOLK ■ RAUL Gonzalezog Michel Salga- do gátu báðir leikið með Spánveij- um gegn Noregi í gær en tvísýnt var með þá báða fram á síðustu stundu. ■ STEFFEN Iversen skoraði í gær fyrsta mark Norðmanna gegn Spánverjum er hann skorði sigur- mark Norðmanna í fyrsta leik þeirra í C-riðli. Fyrir leikinn í gær höfðu þjóðimar mæst í þrígang á knattspymuvellinum og Noregi aldrei tekist að skora. Um leið var þetta íyrsta mark Noregs í loka- keppni EM, þar landslið þjóðarinnar er nú í fyrsta sinn með í keppninni. ■ SRECKO Katanec, þjálfari Sló- evníu, er fyrrverandi landsliðsmað- ur Júgóslavíu. Hann var samheiji Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Stuttg- art - þeir léku saman úrslitaleikina í UEFA-bikarkeppninni 1989, þegar liðið tapaði fyrir og Maradona sam- heijum hjá Napoli. Stuttgart tapaði í Napoli 2:1, gerði jafntefli í Stuttg- art, 3:3. ■ KATANEC, sem er aðeins 37 ára, fór frá Stuttgart til Sampdoría eftir aðeins eitt ár, þar sem hann lauk knattspymuferlinum 1994. Þess má geta að hann lék undir stjóm Vujad- in Boskov, þjálfara Júgóslaviu, hjá Sampdoría. Hann lék 31 leik með landsliði Júgóslavíu, fimm leiki með landsliði Slóveniu. mJOSEBA Etxeberria, leikmaður Spánar, fékk gult spjald á 17. mín- útu fyrir að brjóta á Andre Bergdol- mo. Það væri ekki frásögur færandi ef Bergdolmo hefði ekki fengið gult spjald 16 mínútum síðar fyrir brot á Etxeberria. ■ HOLLENSKI vamarmaðurinn Jaap Stam meiddist á nára á æfingu í gær og er óvíst hvort hann geti leikið með gegn Dönum á föstudag- inn. FRAMMISTAÐA Júgóslava gegn Slóvenum í fyrsta leik liðanna í EM í gær var með hreinum ólík- indum. Fyrsta klukkutímann gat liðið ekki neitt og Slóvenar réðu lögum og lofum, komust í 3:0 eftir 57 mínútur. Þá var Sinisa Mihajlovic rekinn af leikvelli og einum færri röknuðu Júgóslav- ar úr rotinu, jöfnuðu metin og voru nærri því að fara með sigur af hólmi. Jafntefli, 3:3, varð nið- urstaðan í bráðskemmtilegum leik sem fram fór í Charleroi í Belgíu. í hinum leik C-riðilsins lögðu Norðmenn Spánverja, 1:0, í Rotterdam í mun tilþrifa- minni leik þar sem Steffen Iver- sen skoraði eina markið. Hetja Júgóslava í leiknum var Savo Milosevic. Hann kom inn á völlinn sem varamaður á 52. mín- útu, eða rétt í þá mund sem Miran Pavlin skoraði annað mark Slóvena, og útlitið var allt annað en bjart hjá Júgóslövum. I fyrri hálfleik var eins og aðeins eitt lið væri á vellinum um tíma. Slóvenar, sem eru fámennasta þjóð sem hefur komist í lokakeppni EM, réðu ferðinni. Leikmenn Júgóslava voru heillum horfnir og léku ekki saman sem heild. Zlatko Zahovic skoraði fyrsta mark Slóvena á 23. mínútu og skömmu síðar fékk hann opið færi, einn gegn Ivica Kralj, markverði Júgóslava, sem varði skotið einstak- lega vel. Ekki virtist Júgóslövum hafa tek- ist að vakna í leikhléi því áfram voru þeir úti á þekju. Slóvenar bættu öðru marki sínu við á 52. mínútu og því þriðja fimm mínútum síðar. Var þar að verki fyrmefndur Zahovic sem einnig lagði upp annað markið. Á 60. mínútu fékk Sinisa Mihajlovic að líta rauða spjaldið eftir að hann hrinti einum leikmanna Slóvena sem var ekki sáttur við framgöngu eins samherja Mihajlovic. Með brottrekstrinum beit Mihajlovic höfuðið af skömminni því hann hreinlega gaf Slóvenum þriðja markið er hann gaf boltann á hreint fáránlegan hátt í fætur marka- hróksins Zahovic. Þegar hér var komið sögu töldu menn að Júgóslövum væri öllum lokið, en annað kom á daginn. Loks þegar þeir voru lausir við Mihajlovic fóru þeir að leika eins og þeir sem valdið hafa, einum leikmanni færri. Á sex mínútna kafla skoruðu Júgó- slavar í þrígang og jöfnuðu metin og voru nærri því að bæta við. Slóven- ar áttu einnig sín tækifæri en án árangurs, en þeir sóttust þarna eftir því að vinna Júglóslava fyrsta sinni. Stoltur af mínum mönnum „Reynsluleysi kostaði okkur sig- urinn,“ sagði Srecko Kastanec, þjálfari Slóveníu, í leikslok. Hann sagðist sáttur þegar öllu væri á botninn hvolft en vissulega hefði hans lið verðskuldað sigur. „Á móti eins góðu liði og Júgóslavía er má aldrei gefa eftir, jafnvel þótt það sé aðeins skipað tíu leikmönnum. Ég get hins vegar ekki annað en tekið hatt minn ofan fyrir mínu liði, það lék vel í 70 mínútur og ég vona að okkur takist að mæta með sama hugarfari til leiks næst.“ Fyrsti sigur Norðmanna Leikur Spánverja olli miklum vonbrigðum, en fyrirfram voru þeir af mörgum taldir vera með eitt skemmtilegasta lið keppninnar og líklegt til afreka. Spánverjar hafa hins vegar oft átt erfitt uppdráttar í stórmótum og ef marka má þennan leik gæti svo einnig orðið nú. Norðmenn léku eins og vænta mátti. Þeir fóru sér í engu óðslega og leikmenn þekktu greinilega sín takmörk. Barátta hefur lengi verið aðal norska liðsins og á því varð engin breyting nú. Markið sem skildi þjóðii-nar að í leikslok kom á 65. mínútu. Thomas Myhre, markvörður Noregs, spyrnti langt frá marki sínu. Knött- urinn barst yfir á vítateig Spánverja þar sem Steffen Iversen var óvald- aður og stökk hærra en Francisco Molina, markvörður Spánverja, sem kom út í skógarferð. Iversen sneiddi boltann yfir Molina í fjærhornið án þess að nokkur spænsku leikmann- ana fengi vörnum við komið. Ekki varð markið til þess að vekja spænsku leikmennina, ef eitt- hvað var dofnaði frekar yfir þeim og var sem þeir hefðu verið slegnir út af laginu. „Allir nema við reiknuðum með því að Spánverjar myndu bera sigur úr býtum,“ sagði Nils Johan Semb, landsliðsþjálfari Norðmanna, í leikslok. „Við vorum hins vegar all- an tímann vissir um að við ættum möguleika á sigri,“ bætti Semb við og sagði að Iversen hefði áður skor- að líkt mark. Norðmenn eru nú fyrsta sinni með í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu og er óhætt að segja að byrjun þeirra sé góð, en hinir full- trúar Norðurlandanna, Svíar og Danir, bitu í það súra epli að tapa fyrstu viðureignum sínum í mótinu að þessu sinni. Um leið er þetta fyrsti sigur Norðmanna á Spánverj- um, en fyrir leikinn í gær höfðu þjóðirnar mæst þrisvar, einu sinni hafði orðið jafntefli en tvisvar höfðu Spánverjar haft betur. Iversen var með báða fæturna á jörðinni í leikslok og varaði við bjartsýni. „Það eru enn tveir leikir eftir í riðlakeppninni og við verðum að halda rétt á spilunum. En við er- um með gott lið og andinn innan þess er jákvæður," sagði Iversen. Má ekki láta hugfallast Jose Antonio Camacho, landsliðs- þjálfari Spánverja, sagði ekki nokkra ástæðu til að leggja árar í bát þrátt fyrir tapið. Lið hans ætti enn góða möguleika á að komast áfram, aðalatriðið væri að menn hengdu ekki haus, heldur hertu upp hugann. „Ég er viss um að við komumst upp úr riðlakeppninni," sagði mið- vallarleikmaðurinn Alfonso. „Við verðum að halda ró okkar og hafa trú á því sem við erum að gera hér í Hollandi," bætti hann við. Norðmaðurinn Steffen Iver- sen réttir upp hendur og fagnar sigurmarki sínu gegn Spánverjum sem er jafn- framt fyrsta markið sem Norðmenn skora í landsleik gegn Spáni. Eirik Bakke og Andre Bergdolmo taka þátt í fögnuði hans. C-RIÐILL Spánn - Noregur 0:1 Rotterdam, Hollandi, 13. júní. - Steffen Iversen 65. Áhorfendur: 45.000. Spánn: 22-Francisco Molina; 2-Michel Salgado, 3-Agustin Aranzabal, 4-Pep Guardiola, 6-Femando Hierro (fyrirliði), 8- Fran (16-Gaizka Mendieta 72.), 10-Raul, 17-Joseba Etxeberria (Alfonso 72.), 18- Paco, 20-Ismael Urzaiz, 21-Juan Carlos Valeron (7-Ivan Helguera 80.) Noregur: 1-Thomas Myhre; 2-Andre Berg- dolmo, 3-Bjom Otto Bragstad, 4-Henning Berg (fyrirliði,16-Dan Eggen 59.), 7-Erik Mykland, 9-Tore Andre Flo (17-John Car- ew 70.), 11-Bent Skammelsmd, 14-Vegard Heggem, 18-Steffen Iversen (21-Vidar Riseth 90.), 19-Eirik Bakke, 20-Ole Gunnar Solskjær Markskot: 14:5. Hora: 5:2. Júgóslavía - Slóvenía 3:3 Charleroi, Belgíu, 13. júní. Savo Milosevic 67., 73., Ljubinko Drulovic 70. - Zlatko Zahovic 23., 57., Miran Pavlin 52. Rautt spjald: Sinisa Mihajlovic (Júgó- siavíu) 60. Júgóslavfa: 22-Ivica Kralj, 2-Ivan Didc, 4- Slavisa Jokanovic, 5-Miroslav Djukic, 6- Dejan Stankovic (10-Dragan Stojkovic 36.), 7-Vladimir Jugovic, 8-Predrag Mijatovic (fyrirliði, 20-Mateja Kezman 82.), 11-Sinisa Mihajlovie, 17-Ljubinko Dmlovic, 18- Darko Kovacevic (9-Savo Milosevic 52.), 21- Albert Nadj. Slávenfa: 12-Mladen Dabanovic, 3-Zeljko Milinovic, 4-Darko Milanic (fyrirliði), 5- Marinko Galic, 7-DjOni Novak, 8-Ceh Ales, 9- Saso Udovic (18-Milenko Acimovic 64.), 10- Zlatko Zahovic, U-Miran Pavlin (21- Zoran Pavlovic 73.), 13-Mladen Rudonja, 19-Amir Karic (20-Milan Osterc 78.). Markskot: 12:14. Hora: 6:5. Staðan: Noregur.....................11 0 0 1:0 3 Slóvenía....................1 0 1 03:3 1 Júgóslavía..................1 0 1 0 3:3 1 Spánn.......................1 0 01 0:1 0 Næstu leikir: Sunnudagur 18. júní: Slóvenía - Spánn, Júgóslavía - Noregur. Miðvikudagur 21. júní: Júgóslavía - Spánn, Slóvenía - Noregur. Svíar vilja tvo dómara TOMMY Söderberg, annar þjálf- ari Svía, viðraði þær hugmyndir um helgina að best væri að koma á tveggja dómara kerfi í knattspymunni. Þá sæi hvor dómari um sig um annan vallar- helminginn. „Ég hef hugsað mikið um þetta og meðal annars hvort nota ætti myndband en ég held að með því að tveir dómarar skiptu vcllinum á milli sín ættu þeir auðveldara með að standa sig vel í starfí,“ segir Söder- berg. Umræðan kemur í kjöfiar þess að Belginn Emile Mpenza skor- aði sigurmarkið gegn Svíum og notaði höndina til að laga bolt- ann fyrir sér án þess að dómar- inn yrði þess var. Söderberg segir vangaveltur sinar ekki sprottnar af þessu atviki, hann hafi lengi hugsað um þetta. „Lcikurinn verður stöðugt hraðari án þess að miklar breyt- ingar hafi orðið hjá dómumm sem eiga stöðugt erfiðara með að fylgjast með öllu þyí sem fram fer á vellinum. Ég vil frek- ar fá tvo dómara en myndavélar þar sem dómarinn getur skoðað atburði strax og tekið ákvörðun í kjölfar þess. Það er hætt við að slík tækni myndi breyta leiknum mjög mikið - of mikið.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.