Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR14. JÚNÍ 2000 B 3 HANDKNATTLEIKUR Sýndu hvað í þeim bjó Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Stefánsson skoraði tólf mörk í seinni leiknum gegn Makedónfu. Hér er hann að skora eitt þeirra á sérkennilegan hátt - kom á ferðinni, rétti fram handlegginn og vippaði knett- inum yf ir markvörð Makedóníu. „ÞAÐ er mikill léttir að þessir leikir séu að baki og í raun kom munurinn á liðunum í síðari leiknum mér á óvart," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir síðari sigurleik- inn á Makedóníu, 38:22, í Kaplakrika á sunnudaginn, sem tryggði íslendingum keppnisrétt á HM f Frakklartdi í janúar. ¦Jrósulegar gekk í fyrri leiknum Ivar Benediktsson skrifar því eftir að íslenska liðið hafði náð átta marka forskoti, 18:10, datt allur botn úr leik þess og Makdóníu- menn minnkuðu muninn í eitt mark, 26:25, áður en yfir lauk. Það var því nokkur spenna fyrir síðari leikinn. „Ég fann það strax og ég hitti strákana á sunnudaginn að það var allt annar hugur í þeim en daginn áð- ur. Þeir voru staðráðnir í að taka sig saman í andlitinu og sýna Makedón- íumönnum að þeir ættu ekkert erindi gegn okkur. Mínir menn voru afar óanægðir með sig eftir fyrri leikinn, þeir hefðu ekki gert nógu vel. Það var kveikjan að því að við komum mjög einbeittir til leiks með þeim af- leiðingum að við tókum öll völd á vell- inum strax í upphafi. Lykillinn að þessu góða forskoti var varnarleikur- inn sem var mjög góður. Sóknarleik- urinn var einnig mun betri en í fyrri leiknum, að minnsta kosti lengst af." Þorbjörn sagði að hraði og yfir- bragð síðari leiksins hafi verið allt annað og betra en í þeim fyrri. Þá SOKNARNYTING Fyrri leikur í undankeppni HM Leikinn í Kaplakrika 10. júni Makedónía Mörk Sóknir % Mörk Soknir % 9 22 41 F.h 14 23 61 16 24 67 S.h 12 24 50 25 46 54 Alls 26 47 55 10 Langskot 10 6 Gegnumbrot 2 0 Hraðaupphlaup 3 5 Horn 4 4 Lina 3 0 Víti 4 SOKNARNYTING Síðari leikur í undankeppni HM Leikinn í Kaplakrika 11. júní (sland Mörk Sóknir % Makedónía Mörk Sóknir % 15 25 60 F.h 10 24 42 23 28 82 S.h 12 29 41 38 53 72 Alls 22 53 42 11 Langskot 12 2 Gegnumbrot 2 12 7 Hraðaupphlaup 1 Horn 1 4 Lína 2 2 Víti 4 hafi íslenska liðið einnig verið búið undir það að Makedóníumenn tækju tvo leikmenn úr umferð í síðari leikn- um, líkt og gerðist í þeim fyrri. „Það eru vissir veikleikar í okkar spili þegar tveir menn eru teknir úr umferð hjá okkur og við vorum ekki undir það búnir. Fyrir síðari leikinn settum við undir þann leka. Eins var Ijóst að ef við létum boltann ganga hraðar í sókninni, þegar hún er full- skipuð, þá opnaðist vörn Makedóníu fljótlega og það varð raunin. Við fengum fjölda marktækifæra, bæði af línu og eins með því að leysa inn á línuna." I síðari leiknum brotnuðu Mak- edóníumenn fljótlega í leiknum enda náði ísland átta marka forskoti snemma, 11:3, eftir 15 mínútna leik. „Það hafði mikið að segja að byrja strax af fullum krafti og hleypa and- stæðingnum aldrei inn í leikinn, þannig vissum við að þeir myndu brotna og það varð einnig raunin. Það hefði verið stórhættulegt hafa hafa leikinn í járnum, þá hefðu Mak- edóníumenn verið til alls vísir." Stefnt að átta leikjum í Þýskalandi ÞORBJORN Jensson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, segir að undirbúningur landsliðsins fyrir heimsmeistarakeppnina f Frakklandi í janúar hefjist nú þegar og í reynd hafi hann þegar lagt ákveðnar línur í þeim efnum. Meðal annars væri verið að vinna í því að hóa landsliðinu saman í sept- ember í Þýskalandi. Þar væri stefnt að því að leika ekki færri en átta æfingaleik við í félagslið þar í landi, en þau verða meira og minna við æf- ingar síðari hluta mánaðarins og í fyrri hluta október því þýska landsliðið verður við keppni á Ólympíuleikunum. Því mun deildakeppnin liggja niðri. „Ég er farinn að vinna í þessu og er bjartsýnn á að það gangi upp," sagði Þorbjörn. „Síðan er möguleiki á lands- leikjum í október áður en þýska deildin hefst að nýju. Eftir það verður vart hægt að kalla landsliðið saman fyrr en snemma í janúar að hinn formlegi undirbúningur fyrir HM hefst, en mótið hefst síðari hluta janúar." Þorbjörn sagði reikna fast- lega með því að fjögurra landa undirbúningsmót yrði hér á landi í janúar. „Við eigum hönk upp í bakið á Frökkum og Svíum og ég reikna með þeim. Hver fjdrða þjdðin verð- ur veit ég ekki enn. Frakkar hafa þegar látið vita að þeir geti komið, en ég hef ekki viljað ganga frá því fyrr en ljóst væri hvort við kæmumst á HM," sagði Þorbjörn Jens- son. Þjóðinrnar sem keppa á HM UM helgina skýrðist hvaða Evrópuþjóðir verða meðal kepp- enda á heimsmeistaramótinu í Frakklandi um mánaðamótin jan- úar og febrúar á næsta ári. Evrópa á tólf sæti í mótinu og gæti fengið það 13. ef Tékkar leggja Ástrali í aukaleikjum um laust sæti í mót- inu. Frakkar hafa raðað þjóðunum í styrkleikaflokka og þeir eru þannig að í 1. styrkleikaflokki eru Svíar; Rússar, Spánverjar og Frakkar. I þeim næsta eru Slóvenar, Króatar, Egyptar og Argentínumenn. í 3. styrkleikaflokki eru Portúgalir, Norðmenn, Þjóðverjar og Júgóslav- ar. Með íslendingum í fjórða styrk- leikaflokki eru Alsír, Túnis og sú þjóð í Asíu sem verður efst í úr- tökumótinu þar í álfu vegna HM. í 5. styrkleikaflokki eru Kúba, Mar- okkó, Úkraína og Asía 2 og í 6. og síðasta flokki eru Brasilía, Asía 3, Bandaríkin og Tékkland/Astralía. Dregið verður í riðla á HM í Bercy-höllinni í París um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.