Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ GOLF Omai öiygg ið upl mál ÓMAR Halldórsson úr Golfklúbbi Akurey rar og Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykja- víkur sigruðu á öðru stigamóti Golfsambandsins, sem haldið var um helgina á Hólmsvelli í Leiru. Ómar sigraði með tveimur höggum en Ragnhildur með einu og var þetta annar sigur hennar á jafn- mörgum stigamótum sumarsins en Ómar var að sigra í fyrsta sinn á stórmóti hérlendis. Morgunblaðið/Friðþjófur Ómar Halldórsson fagnar glæsilegu pútti á 15. braut. Akureyringurinn ungi sigraði á öðru str gamóti GSÍ. SkúliUnnar Sveinsson skrifar Omar lék fyrsta hringinn á 80 höggum og var ekki sérlega sáttur við það. Hann bætti sig um tíu högg á næsta hring og var því í næstsíð- asta rásriðli fyrir síð- asta hring, í 4.-6. sæti þremur höggum á eftir heimamanninum Helga Birki Þórissyni sem lék fyrstu tvo hringina á 147 höggum. Næstu tveir voru Davíð Jónsson úr GS og Ölafur Már Sigurðsson úr Keili á 148 höggum. Pétur Óskar Sigurðsson úr GO og Arni Páll Hansson úr GR voru með Ómari í síðasta riðli. Davíð heltist fljótlega úr lestinni en annar heimamaður, Örn Ævar Hjartarson, lék frábærlega síðasta hringinn og blandaði sér í baráttu efstu manna. Hann lék á 67 hðggum, endaði á 222 í heildina og varð í þriðja sæti. „Þetta var fínn hringur hjá mér og lagar aðeins hjá manni stöðuna, ekki veitti af," sagði Orn Æyar eftir að hafa lokið leik. Ómar hélt fengnum hlut og þegar Ólafur Már, sem var í öðru sæti, nálgaðist síðustu flötina var yóst að hann þurfti að vippa í til að jafna við Upptýtingar {atom6a02S2S TexttvarpiÚ 110-113 HÚV281,2B30í2»4 Ómar. Það tókst ekki og Akureyr- ingurinn gat andað léttar. Hann lék síðasta hringinn á 69 höggum og lauk leik á þremur yfir pari, 219 höggum. Annar sigur Ragnhildar Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sigraði í kvennaflokki, lék á 228 hóggum, einu höggi minna en Her- borg Arnarsdóttir úr GR sem varð í öðru sæti. Ragnhildur átti sex högg á Herborgu þegar þær hófu leik á sunnudagsmorguninn, en eftir fyrri níu holurnar hafði Herborgu tekist að jafna metin með frábærum leik. Ragnhildur gafst þó ekki upp, hélt ró sinni og náði að sigra með einu höggi. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, sem er nýkomin heim frá Bandaríkj- unum, náði sér ekki á strik og má segja að mjög skiljanlegar ástæður séu fyrir því. Það hlýtur að vera erf- itt að koma beint af völlum þar sem brautirnar eru betri en flatirnar í Leirunni. Karen Sævarsdóttir úr GS er einnig nýkomin heim frá Bandaríkj- unum, lék fyrsta hringinn illa, bætti sig um 13 högg á þeim næsta og hækkaði sig síðan um fjögur á þeim þriðja. Karen hefur lítið æft og sagði að ætlaði hún sér að blanda sér eitt- hvað í toppbaráttuna yrði hún að æfa eitthvað. 10. 06. 2000 Fjórfaldur 1. vinningur i nassfu viku ^rHKjt JókertiAur vikuniiiir '&EM 9 7 7 5 6 abawölur -i..P7..,,06.2QQ0 | VS)3) | 27) 32) 35) 1. vinningsinsí .__y ^_y ^_S varNorcgur I BÓNUSTÖLUR Oó\ ar\ A,l,afá * Morgunblaðið/Friðþjófur Herborg Arnarsdóttir úr GR lék mjög vel og endaði í öðru sæti, hðggi á eftir sigurvegaranum. Breyttar æf- ingar að skila arangn ÓMAR Halldórsson frá Akureyri byrjaði ekki vel í fyrsta hring, sló tvo bolta í sjóinn á Bergvíkinni og lék holuna á 7 höggum, en hún er par þrír. „Ég var ekki búinn að stilla mig inn á flatirnar og var auk þess að gera allt of mörg mistök," sagði Ómar ánægður með seinni tvo hringina sem hann lék á 70 og 69 höggum. !Cg hef verið að æfa eftir nýrri dagskrá, bæði eftir þeirri sem ég fékk úti í vetur og svo líka lík- amlegar æfingar, en ég er að vinna með Janusi Guðlaugssyni og það virðist vera að skila sér. Það þarf greinilega að fara í fleira en golfið sjálft. Eg er mjög ánægður með hvernig þetta spilaðist hjá mér, sér- staklega síðari 27 holurnar." Ómar frétti af því eftir fyrri níu hjá sér á sunnudaginn að Örn Ævar Hjartarson hefði leikið mjög vel. „Því var hvíslað að mér að Örn Ævar væri á fimm undir eftir ellefu holur og það þýddi að við vorum jafnir. Þá var ekkert annað að gera en taka sig betur á og fá nokkur pútt í og það gekk eftir. Ég fékk fugl á næstu þremur holum og það gaf mér aukið sjálfstraust." Nú heyrast miklar óánægjuraddir með ílatirnar hér, ert þú sammála þeim? „Það þýðir ekkert að svekkja sig á flötunum. Við spilum öll sama völlinn og ef einn getur púttað þá ættu aðrir að geta það. Það er auðvitað leiðin- legt að þurfa að leika á svona flötum og það sleppur enginn skaðlaus út úr viðureignunum við þær. Maður varð bara að vera jákvæður og gæta sín á að svekkja sig ekki þó boltinn færi aðra leið en honum var ætlað í vippi eða pútti. Þá var bara að brosa og hugsa með sér að þetta komi næst og reyna að vinna sem best úr því," sagði Ómar. Mjög sátt við spilamennskuna Herborg Arnarsdóttir úr GR varð í öðru sæti á stigamótinu í Leirunni, lék á einu höggi fleira en Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR. Herborg lék best allra síðasta daginn, kom inn á 74 höggum, tveimur yfir pari, eftir að hafa verið tveimur undir pari eftir fyrri níu. „Ég er mjög ánægð með hvernig ég lék í mótinu. Ég hef aldrei slegið eins vel, púttin eru að koma og hausinn er í lagi þannig að ég er ánægð," sagði Herborg í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa lokið leik. En það vantar ennþá eitthvað pínulítið, er það ekki? „Juuú," segir Herborg með semingi og bætir síðan við: „Ég veit samt ekki alveg hvað þetta pínu er, en ég stefni bara að því að halda áfram að æfa vel og ég er sannfærð um að ég er á réttri leið og ætla að vera á toppnum á réttum tíma. Það vita all- ir hvaða tími það er," segir hún og er að vísa til landsmótsins, sem að þessu sinni verður á Akur- eyri. Herborg lék mjög jafnt, var á 75 fyrsta hring- inn, fór síðan upp í 80 síðari hringinn á laugardag- inn en kom inn á 74 á sunnudaginn. „Fyrsti hring- urinn var mjög góður hjá mér, þrjá yfir pari og notaði 36 pútt og ekkert hægt að gera í því. Annan hringinn byrjaði ég á tveimur yfir á fyrstu og á Bergvíkinni [sem er 3. hola vallarins, par 3] fékk ég sex og svo aftur tvo yfir á einni holu til viðbótar. Þarna er ég sjö yfir á þremur holum og enda á átta yfir. Síðasti hringurinn var einnig mjög góður. Ég var tvo undir pari eftir fyrri níu og þá vorum við orðnar jafnar, en ég var ákveðin þegar ég mætti í síðasta hringinn að stríða henni aðeins þó svo mun- urinn væri sex högg. Ég er mjög sátt við hvernig ég spilaði þó maður hefði auðvitað viljað vinna, til þess fer maður í mótin," sagði Herborg sem hefur aldrei slegið eins vel og hún gerir þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.