Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 5

Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 B 5 BÞRÓTTIR FOLK ■ RÚNARI Geir Gunnarssyni, úr Nesklúbbi, brá í brún þegar hann opnaði skottið á bfl sínum fyrir utan golfskála GS snemma á laugar- dagsmorguninn. Golfsettið hafði orðið eftir heima! ■ HANN fékk lánað sett hjá Sig- urði Hafsteinssyni golfkennara sínum sem aftur fékk lánað sett Harðar Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Golfsambandsins sem var með settið í skottinu. ■ RÚNAR Geir lék fyrsta hringinn með lánssettinu og lék á 83 högg- um, næsta hring lék hann á 77 höggum með sínu setti, en faðir hans brunaði með það úr Reykjavík til að strákur gæti leikið með því síðari hringinn á laugardaginn. Hringinn á sunnudaginn lék Rúnar Geir síðan á 82 höggum og notaði eigið sett til þess. ■ ANNAR kylfmgur gleymdi pútt- er sínum heima og varð að notast við önnur verkfæri í pokanum. Mest notaði hann trékylfu númer eitt og gekk bara ágætlega. Hann fékk pútterinn sinn eftir fyrstu níu holumar og byrjaði með stæl, setti niður 40 metra pútt á 12. holu. UÞEGAR einn ráshópurinn kom inn á síðari degi hafði einhver á orði að þessi hópur gæti farið að keppa á LEK-mótum, [mótum eldri kylf- inga] en þarna voru á ferðinni nafn- amir Björgvin Sigurbergsson og Þorsteinsson auk Sigurðar Sigurð- arsonar. Þeir félagar hafa allir orð- ið íslandsmeistarar og hafa verið í fremstu röð lengi. ■ ÖRN Ævar Hjartarson úr GS lék síðasta hringinn á 67 höggum, fimm höggum undir pari vallarins, en vallarmetið er 66 högg og það á Björgvin Sigurbergsson úr Keiii, sett í júlí 1998. Menn höfðu þó á orði að Örn Ævar hefði sett met á „götóttum" velli. ■ GUNNSTEINN Jónsson úr GSE var hástökkvari sunnudagsins en fyrir síðasta hring var hann í 46. sæti á 160 höggum. Síðasta hring- inn lék hann á 68 höggum og endaði í 9. sæti. Morgunblaðið/Óskar Sæm Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sigraði á öðru stigamótinu um helgina og er langefst í stigakeppni kvenna. Nú fer ég að æfa meira „EIGUM við ekki að segja það?“ sagði Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR spurð hvort hún ætlaði að hafa þetta svona í sumar, en hún hefur sigrað á báðum stiga- mótunum og er því efst að stig- um. Ragnhildur náði ein fárra í mót- inu að pútta vel. „Þegar ég var úti á Spáni við æfingar í vor breytti ég strokunni hjá mér og það virðist virka. Ég var orðin mjög stíf í öxl- unum, var alltaf að hugsa um að strjúka rétt, en náði því ekki vel. Ég er að strjúka rétt núna, þetta virkar að minnsta kosti vel. Ég einbeitti mér að því að horfa ekki á flatirnar, skoðaði bara línuna og púttaði eftir bestu vitund og það var fullt af pútt- um sem duttu,“ segir Ragnhildur. „Hebba [Herborg] var að spila mjög vel í dag og það var æðislegt að horfa á hana,“ segir Ragnhildur en spurð hvort hún hafi ekki gert eitthvað fleira en horfa á hana leika sagði hún: „Já, ég reyndi að hugsa um mig, en það er alltaf gaman að keppa þegar mótherjinn er að gera sitt besta, þá þarf maður að leggja allt sitt í leikinn. Við vorum jafnar eftir fyrri níu, þá var hún búin að ná mér. Ég átti í smá erfiðleikum með sveifluna á þessum hring og var að draga nokkra bolta og gera mér leikinn erfiðari. Ég sá að ég þurfti að taka á honum stóra mínum til að verða ekki skilin eftir og einhvern veginn tókst það, þó naumt hefði verið.“ Ragnhildur segist eiga von á skemmtilegu og jöfnu sumri. „Eftir þetta mót sé ég betur hvað ég þarf að leggja áherslu á við æfingar. Ég gerði smávægilegar breytingar á sveiflunni í vetur og þarf að festa þær í sessi. Bömin mín sjá stundum lítið af mömmu sinni og undanfarið hef ég verið að reyna að sinna móð- urhlutverkinu betur. Ég ætla þó að fara að setja meiri kraft í æfingarn- ar enda er þetta jú allt spurning um góða skipulagningu,“ segir Ragn- hildur og bætir við að hún geti fljót- lega tekið dætur sínar með sér á æf- ingar, en þær eru 6 og 8 ára og er sú yngri full ólolinmóð fari hún með á æfingar. Ert þú ekki hrædd við svona góða byrjun, að þú náir ekki að halda það út og verðir búin þegar kemur að Norðurlandamótinu og landsmót- inu? „Nei,“ svarar Ragnhildur ákveð- ið. „Hvert mót er sjálfstætt og ég lít á það sem nýtt og krefjandi við- fangsefni. Ég kem til leiks með öðru hugarfari en oft áður og hlakka til þess að fá að glíma við stelpurnar og vona að golfið eigi eftir að verða mikið betra hjá okkur öllum en það hefur verið áður.“ Megn óánægja með framkvæmdina |egn óánægja var meðal fjöl- margra kylfinga sem þátt tóku í öðru stigamóti Golfsambandsins um mmpg helgina. Mótið var Eftir haldið á Hólmsvelli í Skúla Unnar Leiru og það verður Sveinsson að segjast eins og er að óánægja keppenda er vel skiljan- leg og í raun fyrir neðan allar hellur að halda stigamót þeirra bestu á vell- inum eins og hann var á sig kominn. Flathnar voru gjörsamlega ónot- hæfar enda voru fjölmargir keppend- ur sem léku aðeins nokkrar holur á æfingadögunum, nenntu ekki að spila meira vegna þess hvernig flat- hnar voru. Málið er að þær voru gat- aðar hálfum mánuði fyrh mót, og síð- an viðraði illa þannig að flathnar tóku lítið við sér fyrr en alha síðustu dagana. Götin á flötunum voru einnig óvenjulega stór og greinilegt vai- að götunarvélin reif upp úr sárinu þann- ig að þegar menn vippuðu inná flat- imar vissu þeh aldrei hvert boltinn fór, það fór allt efth því hvemig hann lenti í gati. Púttin vora einnig mjög skrautleg, boltinn hoppaði mikið og gat síðan þegar hann lenti hoppað til hægri, vinstri, upp, fram eða jafnvel til baka. Svona flatir á auðvitað ekki að bjóða á móti þar sem bestu kylf- ingar landsins era að reyna með sér og í raun engum kylfingum. Maður hefur oft leikið á flötum sem hafa verið gataðar, en þetta var einum of mikið. Ætli Golfsambandið að láta taka sig og mótaröð sína alvarlega verður það að taka á málum sem þessu. Raunar var íhugað að skipta um völl en það gekk ekki upp. En menn frá GSI tóku völlinn út á mánudag- inn, fimm dögum áður en mótið átti að fara fram. Auðvitað sáu þeh hvernig flathnar vora og það var far- ið í að reyna að færa mótið, en það var of seint. Það þarf að taka vellina út talsvert fyrr þannig að það sé hægt að gera eitthvað, standist vænt- anlegur keppnisvöllur ekki þær kröf- ur sem gerðar eru til hans. Annað er það sem GSÍ verður að taka til athugunar og það er fjöldi þeirra sem taka þátt í stigamótunum. I Leirunni vora 88 keppendur í karlaflokki og 12 í kvennaflokki eða alls 100 keppendur. Það er of mikið, en líklega tekst ekki að breyta reglu- gerð um stigamót fyrr en á næsta þingi. I stigamótum era bestu kylfingar landsins að reyna með sér og það era leiknar 36 holur fyrri daginn og síðan 18 þann síðari. Fyrri dagurinn er um margt svipaður og á Norðurlanda- mótum og öðram mótum þar sem landsliðið kepph og þvi tilvalið að nota þá sem æfingu fyrh slík mót. En þegar líða sjö klukkustundh á milli þess að menn fara úr í fyrri hring og þar til þeh leggja í hann á ný í þann síðari þá er ekki hægt að líta á það sem æfingu. Það þarf að finna leið út úr þessum vanda því það er auðvitað akkur klúbbanna sem halda stigamótin að fá sem flesta því það kostar 3.000 krónur að vera með og GS hefur því fengið 300.000 krónur í þátttökugjald um helgina. Auk þess má gera ráð fyrir að allir keppendur borði í golf- skálanum þannig að það er efth nokkru að slægjast hvað varðar fjölda þátttakenda. En það sjónar- mið má ekki ráða þegar hugmyndin með mótaröðinni er meðal annars að bestu spilarar landsins fái einhveija æfingu. ® TOYOTA Opin Kerfi Karlar 1. Þorsteinn Hallgrímsson Af i A - IIIUI GR ,IU 142 stig 2. Örn Ævar Hjartarson GS 136 stig 3. Ólafur Már Sigurðsson GK 133 stig 4-5 Björgvin Sigurbergsson GK 129 stig Pétur Óskar Sigurðsson GO 129 stig Konur 1. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 144 stig 2. Herborg Arnarsdóttir GR 132 stig 3. Nína Björk Geirsdóttir GKJ 103 stig 4. Kolbrún Sól Ingólfsdóttir GK 96 stig 5. Katrín Dögg Hilmarsdóttir GKj 92 stig Opið kl. 10 - 18, fimmtudaga kl. 10 - 22, laugardaga kl. 10 - 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.