Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Fylkir jafnaði einum færri EINUM leikmanni færri sýndu Fylkismenn mikla þrautseigju gegn værukærum KR-ingum og tókst að jafna áður en yfir lauk. Tryggðu þeir sér þannig annað stigið úr viðureign liðanna í Árbænum á laug- ardaginn, 1:1. Leikurinn bar þess merki að Fylkismenn urðu að leika einum leikmanni færri frá 27. mínútu er Sævari Þór Gíslasyni var vikið af leikvelli er hann lenti í klafsi við Einar Þór Daníelsson. Leikmenn Fylkis léku af skynsemi, létu ekki etja sér út í neina vit- leysu og þótt KR-ingar hefðu stöðulega yfirburði höfðu þeir ekki rænu á að færa sér þá í nyt. Attum að fá þrjú stig „VIÐ stjórnuðum leiknum allan timann en Fylkismenn skoruðu úr eina markskotinu sem hitti mark okkar allan leikinn," sagði Pétur Pétursson, þjálfari KR. „Það var vissulega nokkuð sárt að tapa tveimur stigum í leik þar sem við vorum miklu betri." Voru þið ekki orðnir fullværu- kærir f síðari hálfleik? „Mér fannst við stjórna leiknum frá upphafi til enda. Við fengum þijú til fjögur góð færi sem því miður nýttust ekki. Sanngjarnast væri að við fengjum öll stigin úr þessum leik.“ Pétur segpr að enginn vafi leiki á að brottrekstur Sævars Þórs Gísla- sonar, hafi verið fyllilega réttmæt- ur. „Sævar gaf Einari Þór oln- bogaskot þannig að það fossblæddi úr Einari á eftir. Rauða spjaldið var því alveg réttur dómur, það hefði varla farið að blæða úr Ein- ari upp úr þurru,“ sagði Pétur. ■ GUNNAR Oddsson fékk vænan blómvönd frá Keflvíkingum fyrir leikinn gegn Fram, í tilefni þess að hann sló leikjametið í efstu deild. ■ HÓLMBERT Friðjónsson var heiðursgestur Fram og heilsaði upp á leikmenn liðanna. Hólmbert þjálfaði Keflavík 1969-1970, 1977 og 1985-1986, auk nokkurra leikja 1989, og Fram 1979-1981. Hann gerði Keflvíkinga að Islan- dsmeisturum 1969 og Framara að bikarmeisturum 1979 og 1980. ■ GUÐMUNDUR Steinarsson hjá Keflavík, markahæsti leikmaður úrvalsdeildar, fór meiddur af velli snemma í seinni hálfleiknum gegn Fram. Guðmundur meiddist og fór af velli, kom aftur inn á en var greinilega ekki í standi og var skipt út af skömmu síðar. ■ ANDRI Sigþórsson lék ekki með KR gegn Fylki. Andri tognaði á lærvöðva gegn Breiðabliki í síð- ustu viku og hafði ekki jafnað sig. Hann sagðist síður reikna með því að leika með félögum sínum í bik- arkeppninni í kvöld gegn Þrótti Neskaupstað eystra en verða klár í slaginn þegar KR mætir Grinda- vík á heimavelli í næstu umferð efstu deildar karla. Leikurinn í Árbænum hófst nokk- uð fjörlega og greinilegt var að heimamenn komu fullir sjálfstrausts í leikinn og staðráðn- /var ir í að vinna. Herslu- Benediktsson muninn vantaði hins skrifar vegar til að brjóta upp agaða og reynda vamarmenn KR. Á19. mínútu stakk Gylfi Einars- son sér inn fyrir vörn KR á eftir sendingu frá Sverri Sverrisyni, en Kristján Finnbogason kom út og hirti knöttinn andartaki á undan Gylfa. Skömmu áður hafði Gylfi átt skot utan vítateigs sem fór rétt yfir mark KR. KR-ingar sóttu heldur í sig veðrið í blíðunni á Árbæjarvelli er á leið, en Fylkismenn voru ekki af baki dottnir og beittu skyndisóknum þannig að KR-ingar urðu að hafa varann á. Mikil breyting varð hins vegar á leiknum þegar Sævari Þór var vísað réttilega af velli. Leikmenn KR náðu betri tökum á leiknum um leið og Fylkismenn urðu að sýna meiri vark- árni en áður. Haukur Ingi Guðnason fékk tvö prýðileg marktækifæri til þess að koma gestunum á bragðið en tókst ekki að skora. I fyrra skiptið var það Sverrir Sverrisson sem komst fyrir boltann á markteigs- horni áður en skot Hauks hitti mark- ið og í síðara skipti varði Kjartan Sturluson vel í opnu færi. Sjö mínútum fyrir hálfleik átti sér stað umdeilt atvik er Theódór Óskarsson komst inn fyrir vörn KR vinstra megin með Sigurð Örn Jóns- son á eftir sér. Við vítateigshomið kom Kristján markvörður KR á móti og kom boltanum út af en hindraði Theódór um leið. Kristján slapp hins vegar athugasemdalaust frá atvik- inu. Allan síðari hálfleik hafði KR stöðulega yfirburði á vellinum en nýtti sér þá harla lítið og fá færi litu dagsins ljós í blíðunni. Einar Þór kom KR yfir með laglegu marki á 58. mínútu eftir frábæran undirbúning Sigþórs Júlíussonar. Eftir það var harla lítið um að vera á leikvellinum lengst af. KR-ingar léku á tíðum bolt- anum laglega sín á milli en út úr því kom ekkert og um tíma var leikurinn óttalega bragðlaus. Leit einna helst út fyrir að meistaramir ætluðu að halda fengum hlut. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra einu marki yfir. Fylkismenn börðust af fullum þunga og vora staðráðnir í að jafna metin. Bjarni Jóhannsson nýtti allar skipt- ingar sem honum var heimilt að nota og reyndi þannig að fríska upp á lið sitt. Það bar árangur og fimm mínút- um fyrir leikslok jöfnuðu heima- menn. Seigla Fylkisliðsins og baráttuandi endurspeglaðist í þessum leik. Menn gáfust aldrei upp þótt á móti blési og undirstrikaði það að árangur liðsins fram til þessa er engin tilviljun. KR-ingar fengu að súpa seyðið af því að ætla sér að halda fengnum hlut. Leikmenn og ekki síst þjálf- arinn hljóta að draga einhvem lær- dóm af þessum leik. Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Öm Jónsson, KR, sækir hér að Fylkismanninum Sævari Þór Gíslasyni, sem fékk að sjá rauða spjaldið í leiknum. Óviljaverk Eg tók nokkra áhættu með inn- áskiptingum undir lokin en það var ekki um annað að ræða síðasta stundarfjórðunginn því við höfðum engu að tapa eins og stað- an var,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis, eftir jafnteflið við KR. „Mér fannst vanta upp á ógn- unina fram á við og því varð að hressa upp á leikinn og það bar árangur áður en yfir lauk.“ Bjarni sagði það hafa verið afar ósanngjarnt hefði KR hirt öll stig- in þrjú. „Vissulega getum við prís- að okkur sæla með að fá eitt stig úr leiknum. Við vomm einum leik- manni færri í rúman klukkutíma en fengum okkar færi.“ Bjarni var afar óhress með brottrekstur Sævars Þórs Gísla- sonar á 27. mínútu. „Ég tel að Sævar hafi þarna unnið algjört óviljaverk. Sævar var einfaldlega að koma sér á fætur á ný og saósjálfrátt hreyfast handleggirn- ir. Ég er viss um að Einar Þór Daníelsson sé einnig þeirra skoð- unar að þetta hafi verið óviljaverk. Menn verða einnig að velta því fyr- ir sér hvort það sé einhver sann- girni í því að reka menn út af sem eru að losa sig við andstæðinginn sem viljandi hangir á þeim. Einar Þór var í þessu tilfelli tví- mælalaust að hindra hraðaupp- hlaup okkar. Reyndar fékk Einar gult spjald fyrir sinn þátt og það er framför frá því að líkt atvik átti sér stað í leik gegn IA, þá slapp KR-ingurinn við gult spjald þrátt fyrir að hann héldi í Skagamann- inn.“ Bjarni segir að sínir menn hafi ætlað að vinna öll stigin þrjú sem í boði voru, með það var lagt upp. „Það þýðir ekkert annað í þessari baráttu en leika til sigur í öllum leikjum. Uppskeran var eitt stig og við eram ennþá taplausir, en höf- um gert heldur mörg jafntefli. Við erum nokkuð sáttir við okkar stöðu og vonandi náum við að þjappa okkur enn betur saman og leika enn betri knattspyrnu það sem eft- ir lifir leiktíðarinnar," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis. Fylkir KR Leikskipulag: 4-5-1 Kjartan Sturluson m Helgi Valur Danielsson JR Ómar Valdimarsson m Þórhaliur Jóhannsson mm Gunnar Þ. Pétursson m Sævar Þór Gíslason Kristinn Tómasson (Sturla Guílaugsson 61.) Sverrir Sverrisson mm Hrafnkell Helgason (Finnur Kolbeinsson 74.) Theódór Óskarsson p íslandsmótið i knattspyrnu, Landssímadeild karla, 6. umf. Fylkisvöllur laugardaginn 10. júní 2000 Aðstæður: Lyngt og sólríkt, 12 gráðu hiti. Völlurinn ágætur.. Áhorfendur: Um 1.800. Dómari: Jóhannes Valgeirsson, KA, 3. Aðstoðardómarar: Haukur Ingi Jónsson og Gunnar Gylfason. Skot á mark: 7 -13 Leikskipulag: 4-4-2 Krlstján Finnbogason m Sigurður Örn Jónsson m Þormóður Egilsson m David Wlnnie Bjarni Þorsteinsson m Sigþór Júlíusson m Þórhallur Hinriksson m Sigursteinn Gíslason m Einar Þór Daníelsson m HaukurIngl Guðnason (Gunnar Einarsson 79.) Guðmundur Benediktsson JR Hornspyrnur: 3-3 JlI Rangstöður: 1-4 (Sigurður Karlsson 77.) Gylfi Einarsson 0:1 (58.) Sigþór Júlíusson vann boltann á eigin vallarhelmingi, óð upp völinn og að vítateig Fylkis þar sem hann sendi inn á vítateiginn hvar Einar Þór Daníelsson kom á spretti og skaut rakleitt í mark Fylkis með vinstri fæti. 1:1 (85.) Löng sending barst í átt að vörn Fylkis, knötturinn fóryfir Þormóð Egilsson við vítateigslínu og barst til Sigurðar Arnar Jónssonar og Sturlu Guðlaugssonar, en hrökk frá þeim og fyrir fætur Gylfa Einarssonar sem var dauðafrír rétt utan markteigs. Gylfi skaut boltanum hiklaust í markið án þess að Kristján Finnbogason fengi vörnum við komið.___________________________________________________ Gul spjöld: Einar Þór Daníelsson, KR, (27.) - fyrir peysutog. 1 ‘ I Rauð spjöld: Sævar Þór Gíslason, Fylki, (27.) - fyrir að gefa andstæðingiN^g*/ olbogaskot. Gunnar Oddsson var að vanda atk’ hann á fleygiferð en samherjar h< fylgjast n Heppi bakvií GUNNAR Oddsson, fyrirliði Kefi- víkinga, sló leikjametið í efstu deildinni í knattspyrnu í fyrradag. Hann lék sinn 268. leik í deildinni þegar Iið hans mætti Fram en fyrir leikinn deildu þeir metinu hann og Sigurður Björgvinsson, fyrrum sam- heiji hans sem leikmaður og þjálf- ari. _ „Ég hef svo sem ekki hugsað of mikið um þetta leikjamet en það er gaman að hafa náð þessu og hafa tekið þátt í öllum þessum Ieikjum," sagði Gunnar við Morgunblaðið eft- ir leikinn. Hann hefur jafnframt leikið 178 Ieiki í röð í deildinni, síð- an í júlí 1990, og hefur hvorki meiðst né lent í leikbanni á þessum tíu árum. „Ég hef verið heppinn með að sleppa við meiðsli en ég tel að það sé ekki beint heppni að fá ekki mik- ið af gulum spjöldum. Galdurinn er að spila fast en ekki gróft, þetta er kannski frekar spurning um lagni,“ sagði Gunnar. Kefivíkingar eru í ágætri stöðu, tveimur stigum á eftir efsta liði þegar þriðjungi mótsins er lokið. „Spekingarnir spáðu því fyrir mótið að það yrði jafnt, og það virð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.