Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 B 9
Vantaði herslumuninn
KEFLVÍKINGAR geta verið sáttari en Framarar við markalausa jafn-
teflið í leik liðanna á Laugardalsvellinum í fyrradag. Þeir misstu
reyndar af tækifæri til að ná KR-ingum að stigum á toppi deildarinn-
ar en halda sér í hópi efstu liða á meðan Framarar sitja fastir í óþægi-
legri nánd við fallsætin. Jafntefli var í heildina séð sanngjöm niður-
staða þó bæði lið hefðu fengið tækifæri til að innbyrða öll stigin.
Mér fannst við eiga að klára þenn-
an leik með sigri en okkur vant-
aði herslumuninn til að ljúka okkar
sóknum,“ sagði Páll Guðlaugsson,
þjálfari Keflvíkinga, við Morgunblaðið
eftir leikinn gegn Fram í fyrradag.
„Ég held að við höfum átt hættu-
legri færi í leiknum, þó þeir hafi reynd-
ar átt stangarskot, en við áttum að
skora í fyrri hálfleiknum. Okkur geng-
ur ekki nógu vel að koma boltanum í
netið, ég veit að liðið getur spilað bet-
ur, en nú kemur gott hlé í deildinni og
ég hef fulla trú á að við getum lagað
þessa hluti. Mótið er rétt að byrja og
við erum í þægilegri stöðu þó hún hefði
verið enn betri ef við hefðum klárað
Grindavíkurleikinn eins og við áttum
að gera. Það eru ungir strákar að
koma inn í liðið og breiddin er að auk-
ast. Eflaust kemur það einhverjum á
óvart að við séum í þessari stöðu í
deildinni en nú eigum við framundan
tvo hörkuleiki á heimavelli og þar er
mikilvægt að ná í stigin.
Engin ein lausn til á okkar
vandamálum
„Þetta eru alls ekki úrslit sem við er-
um sáttir við, enda fengum við fullt af
færum í seinni hálfleiknum til að vinna
þennan leik,“ sagði Steinar Þór Guð-
geirsson, fyrirliði Fram.
„Fyrri hálfleikurinn var daufur hjá
báðum liðum en í þeim seinni spiluðum
við mun betur framan af, áttum stang-
arskot og spiluðum oft vel. En þegar
ekkert gekk upp fór að koma óþolin-
mæði í leik okkar á ný og við misstum
tökin á leiknum. Við höfum á köflum
spilað vel það sem af er tímabilinu en
síðan dettur liðið niður þess á milli og
sjálfstraustið er ekki nægilega mikið.
Én við verðum að halda áfram, það er
ekki til nein ein lausn á okkar vanda-
málum. Staðan er einfaldlega sú að við
erum með 5 stig og á slæmum stað í
deildinni. Þetta er búið og gert og þýð-
ir ekki að svekkja sig á því, við verðum
að vinna okkur út úr þessu í næstu
leikjum," sagði Steinar.
Hjálmar Jónsson skallaði fram hjá
úr dauðafæri eftir sendingu Zor-
ans, Hjálmar átti síðan þrumuskot
sem Fjalar varði vel í horn og loks
björguðu Framarar á síðustu
stundu þegar hinn efnilegi Magnús
Þorsteinsson var kominn í gott
færi á markteig.
Leikurinn í heild endurspeglaði
stöðu Framara í deildinni. Þeir
sýndu á besta kafla sínum að þeir
eiga að geta sigrað hvaða lið sem
er þegar þeir þora að sækja og
spila boltanum. Þá komst Sigurvin
Olafsson loks inn í leikinn eftir að
hafa verið í svelti mestallan fyrri
hálfleikinn, dró sig betur inn á
miðjuna og varð miðpunkturinn í
spili Framara. Þeir þurfa að leita
leiða til að virkja hann á þann hátt
allan leiktímann og koma honum í _
sína óskastöðu, frjálsan fyrir aftan'
sóknarmennina. En meirihluta
leiksins voru Framarar staðir og
hikandi, með sex menn meira og
minna fasta í sínum varnarskyld-
um og óvirka þegar liðið reyndi að
sækja. Ekki hjálpaði til að varnar-
menn liðsins koma boltanum allt of
sjaldan vel frá sér og taugaveiklun-
in virðist of mikil til að þeir þori að
byggja upp spil. I heildina séð
vantar fyrst og fremst sjálfstraust
í liðið og það kemst ekki úr núver-
andi stöðu fyrr en ráðin er bót á
því.
Það var betri heildarsvipur yfir
Keflavíkurliðinu en í síðasta leik,
gegn Stjömunni, og það var trúr
verðugra sem lið í efri hluta deild-
arinnar. Það vantaði hins vegar
meiri brodd í sóknarmennina sem
unnu vel til baka og voru ágætlega
virkir en náðu ekki að vinna úr
góðum stöðum sem buðust, sér-
staklega eftir undirbúning og send-
ingar Zorans Daníels, sem er einn
„heitasti" miðjumaður deildarinnar
um þessar mundir. Vörnin er til-
tölulega örugg, Gunnleifur steig
ekki feilspor að baki hennar og Li-
am ÓSullivan er mjög öflugur í
stöðu miðvarðar þó hann tefli
stundum á tæpasta vað í harðfylgnjr-
sinni. Keflvíkingar eru þó enn fulí
köflóttir til að virka sannfærandi
sem kandídatar í toppsslaginn -
staða þeirra er hins vegar góð eftir
fyrsta þriðjung mótsins og reynist
nýi Englendingurinn, Paul Shep-
herd, sá hlekkur sem vonast er eft-
ir á miðjuna eru þeir til alls vísir
þegar líður á sumarið.
Morgunblaðið/Kristinn
væðamikili á miðjunni þegar hann lék sinn 268. leik í efstu deild. Hér er
ins í Keflavíkurliðinu, Haraldur Guðmundsson og Ragnar Steinarsson,
neð ásamt Framaranum Val Fannari Gísiasyni.
ni og lagni á
3 leikjametið
ist vera að koma fram. Það eru 5-6
lið sem virðast geta barist í efri
hiutanum en annars er þetta fljótt
að breytast og Framarar geta kom-
ist í þennan hóp með 2-3 sigur-
leikjum í röð. Eg er ágætlega sáttur
við okkar stöðu í dag en okkur svíð-
ur eftir tvo leiki - gegn Grindavík
hentum við frá okkur tveimur stig-
um sem væru dýrmæt í dag, og
skellurinn í Eyjum var slæmur. En
maður krækir ekki í stigin sem eru
farin, það verður að horfa fram á
veginn og ná í þau sem í boði eru,“
sagði Gunnar Oddsson.
Keflavík fær Englending
PAUL Shepherd, 22 ára enskur
knattspyrnumaður, kom til liðs
við Keflvíkinga í gær. Hann
verður til reynslu hjá þeim á
næstunni en fer vafah'tið beint í
byrjunarliðið, sem miðjumaður
við hlið Gunnars Oddssonar.
Shepherd er uppalinn hjá
Leeds og lék einn heilan leik með
liðinu í úrvalsdeildinni, gegn Ar-
senal í október 1996. Hann var
síðan lánaður til Ayr í Skotlandi
og 1. deildarliðs Tranmere, og
síðasta vetur gekk hann til liðs
við Ayr eftir að hafa verið ieyst-
ur frá samningi súium við Leeds.
„Þetta á að vera sterkur leik-
maður, miðað við þær umsagnir
sem við höfum fengið, og að öllu
óbreyttu leikur hann með okkur
út túnabilið," sagði Rúnar Am-
arson, formaður knattspymu-
deildar Keflavíkur, við Morgun-
blaðið.
Keflvíkingar
sáttari við stigið
Víðir
Sigurðsson
skrífar
Keflvíkingar réðu að mestu
ferðinni í fyrri hálfleiknum.
Þeir voru öruggari í öllum aðgerð-
um en Framararnir,
sem skorti greini-
lega allt sjálfstraust
til að halda boltan-
um og byggja upp.
En Suðurnesjamönnunum gekk illa
að skapa sér afgerandi marktæki-
færi þrátt fyrir að Zoran Daníel
Ljubicic ætti hvað eftir annað
hættulegar rispur á miðjunni og
mataði félaga sína með góðum
sendingum. Besta færið fékk Gest-
ur Gylfason á 23. mínútu þegar
hann var einn gegn Fjalari mark-
verði Fram eftir sendingu Þórarins
Kristjánssonar frá hægri en Gest-
ur var full lengi að athafna sig og
Fjalar kom vel út á móti og varði
skot hans í horn. Zoran Daníel átti
síðan gott skot af 20 metra færi
sem Fjalar varði.
Framarar vöknuðu loks til lífsins
á síðustu 10 mínútum hálfleiksins
og voru tvívegis nálægt því að
skora í lok hans. Ronny B. Peter-
sen átti hörkuskalla rétt fram hjá
og Sigurvin Ólafsson óð inn í víta-
teiginn vinstra megin og þrumaði
boltanum í hliðarnetið.
Guðmundur Torfason hefur ef-
laust brýnt raustina í búningsklefa
Fram í leikhléinu því Safamýrar-
piltar voru nær óþekkjanlegir að
því loknu. Þeir tóku leikinn nánast
í sínar hendur og á 20 mínútna
kafla sköpuðu þeir sér fimm ágæt
færi. Það hættulegasta átti Peter-
sen eftir hornspyrnu Sigurvins, en
Daninn náði þá skoti rétt utan
markteigs í stöngina og út. A þess-
um kafla sýndu Framarar hvað býr
í liðinu og þeir hefðu ekki þurft
mikla heppni til að ná forystunni.
En þegar ekkert gekk dvínaði
sjálfstraustið á ný og Keflvíkingar
tóku aftur völdin. Þeir áttu leikinn
síðasta korterið og pressuðu stíft.
Fram
Keflavík ©
Leikskipulag: 4-4-2
Fjalar Þorgeirsson Jd
Ágúst Gylfason____________
Ásgeir Halldórsson
Valur F. Gíslason _____m
Baldur Knútsson___________
Hilmar Björnsson_______
Steinar Guðgeirsson
Ingvar Ólason
(Eggert Stefánsson 84.)
Sigurvin Óiafsson
Þorbjörn A. Sveinsson
Landssímadeildin í knatt-
spyrnu, efsta deild, 6. umf.
Laugardalsvöllur
mánudaginn 12. júní 2000
Aðstæður:
NNA gola, 10 stiga hiti, sól
lengi, rigning í lokin. Völlur
ósléttur á köflum.
Áhorfendur: 638.
Dómari:
Garðar Örn Hinriksson,
Þrótti R., 3.
Aðstoðardómarar:
Sigurður Þór Þórsson og
Eyjólfur M. Kristinsson
Leikskipulag: 4-4-2
Gunnleifur Gunnleifsson JB
Ragnar Steinarsson
Garðar Newman
Liam O’Sullivan
3»
Kristján H. Jóhannsson
Zoran D. Ljubicic 3»3»
Gunnar Oddsson_________||l
Haraldur Guðmundsson
(Magnús Þorsteinsson 84.)
Gestur Gylfason
Guðmundur Steinarsson
(Kristófer Sigurgeirsson 84.) Skotámark: 12-15 (Hjálmar Jónsson 55.)
Ronny B. Petersen JM Hornspyrnur: 10-10 Þórarinn Kristjánsson
Rangstöður:
(Kristján Brooks 67.)
Gul spjöld: Hilmar Björnsson (37.), Fram, fyrir mótmæli.
Rauð spjöld: Enginn.