Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Loks Skaga mark EFTIR þrjá markalausa leiki í röð náðu Skagamenn loks að skora mark þegar þeir unnu nauman sigur á Stjömunni í Garðabæ. Mark varamannsins Hjartar Hjartarsonar átta mínútum fyrir leikslok skildi liðin að og með sigrinum eru Akurnesingar komnir í efri hluta deildarinnar en nýliðar Stjörnunnar sitja sem fyrr á botninum, eru aðeins með eitt stig og hafa einungis náð að skora eitt mark í fýrstu sex umferðunum. Sigurinn hefði allt eins getað endað hjá Garð- bæingum. Þeir voru síst lakari aðilinn og fengu nokkur góð f æri á að skora en lukkan var ekki á þeirra bandi f rekar en í fyrri leikjum. Akumesingar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik og þrívegis á fyrsta hálftíma leiksins skall hurð ^¦¦¦¦¦B nærri hælum við Guðmundur Stjörnumarkið. Uni Hilmarsson Arge komst næst skrifar þyf ag gkora þegar hann átti skalla í stöngina eftir góða fyrirgjöf Sturlaugs Haralds- sonar. Stjörnumenn voru með lið sitt frekar aftarlega á vellinum og leikaðferð þeirra gekk út á að sækja hratt á Skagaliðið. ,, Heimamenn náðu nokkrum mjög hættulegum skyndisóknum á flata vörn Skagamanna og undir lok hálfleiksins voru þeir klaufar að skora ekki. Asgeir Ásgeirsson komst einn gegn Ólafi Gunnars- syni markverði á 41. mínútu en Ól- afur sá við Ásgeiri með góðu út- hlaupi. Frákastinu náðu heimamenn en Akurnesingar náðu að bægja hættunni frá á síðustu stundu. I síðari hálfleik var meira jafn- ræði með liðunum úti á vellinum. Skagamenn voru þó áfram heldur með frumkvæðið en sóknir Stjörnumanna voru aftur á móti hættulegri. Uni Arge ógnaði g játjörnumarkinu tvívegis snemma í ^iíðari hálfleik. Fyrst átti hann þrumuskot sem markvörður Stjörnunnar varði vel og síðan skallaði hann fram hjá úr mjög góðu færi. Þá munaði minnstu að FOLK ¦ UNIArge kom inn í lið Akurnes- " *nga að nýju eftir meiðsli en hann meiddist á öxl í 1. umferðinni gegn Leiftri. ¦ KÁjRÍ Steinn Reynisson, miðju- maður ÍA, lék sinn 100. leik í efstu deild í leik ÍA og Stjörnunnar. 82 þessara leikja eru fyrir ÍA en 18 fyrir Leiftur. ¦ BALDUR Bjarnason lék sinn fyrsta leik á Islandsmótinu síðan sumarið 1996 þegar hann kom inn á í liði Sfjörnunnar í síðari hálfleik gegn ÍA á laugardaginn. Þá lék Birgir Sigfússon sinn fyrsta leik .->jrieð Garðabæjarliðinu á þessu sumri en hann lék með KR-ingum í fyrra. ¦ SKA GAMENNunim 7. sigur sinn í röð gegn Sfjörnunni í efstu deild. Fyrsta árið sem liðin áttust við gerðu liðin jafntefli í fyrri leiknum en Sf jarnan vann þann síðari. Eftir það hafa Skagamenn ávallt farið með sigur af hólmi. Jóhannes Harðarson skoraði en skot hans, sem hafði viðkomu varnarmanni, skoppaði í stöngina. Stjörnumenn fengu líka sín færi. Ólafur Gunnarsson markvörður ÍA gerði vel að verja skot Bobans Ristic á 50. mínútu og sömuleiðis skalla frá Valdimari Kristóferssyni á 76.mínútu. Heimamenn vildu svo fá vítaspyrnu á 77. mínútu þegar Ristic féll við í vítateignum en Gylfi Orrason dómari sá ekkert at- hugavert og lét leikinn halda áfram. Það stefndi því allt í markalaust jafntefli, sem hefðu í raun verið sanngjörn úrslit, þegar varamaðurinn Hjörtur Hjartarson tryggði gestunum stigin þrjú með laglegu skallamarki, marki sem stuðningsmenn ÍA voru búnir að bíða eftir í margar, margar mínút- ur. Stjörnumenn hafa ekki haft heppnina með sér á þessu íslands- móti. Þeir hafa oft á tíðum náð að spila ágætlega úti á vellinum en slagkraft hefur skort í sóknarleik- inn. Leikurinn gegn ÍA var engin undantekning og sem fyrr háir markaleysi liðinu og skortur á sjálfstraustL Vladimir Sandulovic og Ragnar Árnason voru sterkir í miðvarðarstöðunum og Birgir Sig- fússon átti góða endurkomu í bak- varðarstöðuna. Valdimar Krist- ófersson gerði marga góða hluti á miðjunni og sömuleiðis Veigar Páll Gunnarsson sem kom frískur inn á í seinni hálfleik. Stjörnuliðið hefur verið að spila ágætan varnarleik en sóknarleik- urinn er vandamál sem Goran Kristófer Micic þjálfari Garðabæj- arliðsins þarf að hressa upp á ef Stjörnumönnum á að takast að halda sæti sínu í deildinni. Skagamenn eru að glíma við sama draug og undanfarin ár. Þeim gengur illa að skora mörk og meðan svo er verður erfitt fyrir þá gulklæddu að vera með í barátt- unni um íslandsmeistaratitilinn. Enginn efast um að Skagaliðið er vel mannað og er öflugt varnarlið en til þessa hefur sóknarleikur liðsins verið hálf máttlítill. Gunn- laugur Jónsson var firnasterkur í öftustu línu og hinn ungi Andri Karvelsson átti góða spretti í ba- kvarðarstöðunni, sem og Sturlaug- ur. Þetta voru bestu leikmenn IA ásamt Ólafi Gunnarssyni mark- verði sem var mjög öruggur í öll- um sínum aðgerðum. Miðjuspilið gekk ekki sem skyldi og oftar en ekki voru miðjumennirnir fyrst og fremst að hugsa um varnarleikinn í stað þess að sækja fram og styðja við bakið á sókninni.Skaga- menn hafa alla burði til að blanda sér alvarlega í slaginn um titilinn en það verður ekki fyrr en þeir ná að skerpa sóknarspil sitt verulega og gera bragarbót á markaleysinu. Morgunblaðið/Kristinn Uní Arge lék á ný með Skagamönnum. Hér á Arge (t.h.) í höggi við Ragnar Árnason. Sjálfstraustið kemur hjá okkur „ VIÐ bjuggumst alveg við því að sumarið yrði okkur erfitt. Það er hins vegar stutt í' önnur lið og um leið og við náum að vinna leik er- um við komnir inn í pakkann. Við þurfum að fá sjálfstraust í liðið og ég er sannfærður um að það komi með fyrsta sigrinum. Þetta hefur verið þannig hjá okkur í sumar að við höfum átt síst minna í leikjun- <l Stjarnan 0:1 IACI Leikskipulag: 4-4-2 Zoran Stojadinov m Birgir Sigfússon JH (Bemharður M. Guðmundss, 76.)~ islandsmótið f knattspyrnu Landssimadeildin, 6. umf. Stjörnuvöllur laugardaginn 10. júní 2000 Vladimir Sandulovic m Ragnar Árnason Friðrik Ómarsson Rúnar P. Slgmundsson______ (Veigar P. Gunnarss. 46.) |H Zoran Stoclc_____________ Valdimar Kristéfersson JR Garðar Jóhannsson________ (Baldur Bjarnason 65.) Boban Ristic Aðstæður: Hægur vindur, skýjað og 13 síigahiti Völlurinn góður Áhorfendur: 450 Dómari: Gylfi Orrason, Fram, 4. Aðstoðardómarar: Ólafur Ragnarsson Eyjólfur Finsson Skot á mark: 11-13 Hornspyrnur: 5-10 Rangstöður: 3-2 Leikskipulag: 4-4-2 Ólafur Gunnarsson 9MM Sturlaugur Haraldsson JJS) (Grétar Steinsson 69.)______ Alexander Högnason Gunnlaugur J6nsson |B Andri Karvelsson fH Kári Steinn Reynisson Sigurður Jónsson Jóhannes Harðarson (Pálmi Haraldsson 77.)______ Haraldur Hinriksson fH Hálfdán Gislason__________ (Hjörtur Hjartarson 66.) Uni Arge 3» 0:1 (83.) Hjörtur Hjartarson sneiddi knöttinn með kollinum í bláhornið eftir sendingu Haraldar Hinrikssonar frá vintri kanti. Gul spjóld: Gunnlaugur Jónsson, ÍA, (44.) fyrir brot, Veigar P. Gunnarsson, Stjörnunni, (46.), fyrir brot Sigurður Jónsson, ÍA, (68.) fyrir brot. Rauð spjöld: Enginn um en okkur hefur verið refsað fyrir að nýta ekki færin. Skagalið- ið er mjög öflugt lið. Það spilar vel í vörn og er hættulegt í föstum leikatriðum og ekki skemmir fyrir þeim að hafa reynslumikla menn í liðinu. Það vantar hins vegar ein- hverja sprengju inn í lið ÍA til að tæta aðeins upp í liði and- stæðinganna," sagði Ragnar Arnason, varnarmaðurinn sterki hjá S<jörnumönnuni, í samtali við- Morgunblaðið eftir leikinn. „ Við fengum færi til að skora fleiri mörk en vorum í' raun heppnir að okkur skyldi ekki vera refsað fyrir að nýta þau ekki. Við lékiiiii ekkert sérstaklega vel en markið kom og við náðum í þrjú dýrmæt stig og erum þremur stig- um frá toppnum. Okkur hefur gengið erfiðlega að skora en von- andi fer þetta að rúlla nú þegar við höfum fengið alla okkar sökn- armenn til baka eftir meiðsli. Mér finnst Stjörnuliðið baráttuglatt lið sem er hættulegt fram á við. í lið- inu eru leikmenn sem geta skapað og vörn þeirra er sterk. Hlutirnir hafa ekki dottið með þeiin en mér finnst þetta vera ferskasta Stjörn- uliðið sem ég hef séð í deildinni," sagði Gunnlaugur Jónsson, liiiin öflugi miðvörður Skagamana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.