Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
jr " " 1 1 ............
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Loks
Skaga
mark
EFTIR þrjá markalausa leiki í röð náðu Skagamenn loks að skora
mark þegar þeir unnu nauman sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Mark
varamannsins Hjartar Hjartarsonar átta mínútum fyrir leikslok
skildi liðin að og með sigrinum eru Akurnesingar komnir í efri hluta
deildarinnar en nýliðar Stjörnunnar sitja sem fyrr á botninum, eru
aðeins með eitt stig og hafa einungis náð að skora eitt mark í fyrstu
sex umferðunum. Sigurinn hefði allt eins getað endað hjá Garð-
bæingum. Þeir voru síst lakari aðilinn og fengu nokkur góð færi á
að skora en lukkan var ekki á þeirra bandi frekar en i fyrri leikjum.
Akurnesingar höfðu undirtökin í
fyrri hálfleik og þrívegis á
fyrsta hálftíma leiksins skall hurð
^■■■1 nærri hælum við
Guðmundur Stjörnumarkið. Uni
HHmarsson Arge komst næst
skrifar því að skora þegar
hann átti skalla í stöngina eftir
góða fyrirgjöf Sturlaugs Haralds-
sonar. Stjörnumenn voru með lið
sitt frekar aftarlega á vellinum og
leikaðferð þeirra gekk út á að
sækja hratt á Skagaliðið.
Heimamenn náðu nokkrum mjög
hættulegum skyndisóknum á flata
vörn Skagamanna og undir lok
hálfleiksins voru þeir klaufar að
skora ekki. Asgeir Asgeirsson
komst einn gegn Ólafl Gunnars-
syni markverði á 41. mínútu en Ól-
afur sá við Ásgeiri með góðu út-
hlaupi. Frákastinu náðu
heimamenn en Akurnesingar náðu
að bægja hættunni frá á síðustu
stundu.
í síðari hálfleik var meira jafn-
ræði með liðunum úti á vellinum.
Skagamenn voru þó áfram heldur
með frumkvæðið en sóknir
Stjörnumanna voru aftur á móti
hættulegri. Uni Arge ógnaði
j. ,Stjörnumarkinu tvívegis snemma í
^ kíðari hálfleik. Fyrst átti hann
þrumuskot sem markvörður
Stjörnunnar varði vel og síðan
skallaði hann fram hjá úr mjög
góðu færi. Þá munaði minnstu að
FOLK
H UNI Arge kom inn í lið Akurnes-
Inga að nýju eftir meiðsli en hann
meiddist á öxl í 1. umferðinni gegn
Leiftri.
■ KÁRI Steinn Reynisson, miðju-
maður ÍA, lék sinn 100. leik í efstu
deild í leik ÍA og Stjörnunnar. 82
þessara leikja eru fyrir ÍA en 18
fyrir Leiftur.
■ BALDUR Bjarnason lék sinn
fyrsta leik á Islandsmótinu síðan
sumarið 1996 þegar hann kom inn á
í liði Stjömunnar í síðari hálfleik
gegn ÍA á laugardaginn. Þá lék
Birgir Sigfússon sinn fyrsta leik
-411 eð Garðabæjarliðinu á þessu
sumri en hann lék með KR-ingum í
fyrra.
■ SKAGAMENN unnu 7. sigur sinn
í röð gegn Stjörnunni í efstu deild.
Fyrsta árið sem liðin áttust við
gerðu liðin jafntefli í fyrri leiknum
en Stjaman vann þann síðari. Eftir
það hafa Skagamenn ávallt farið
með sigur af hólmi.
Jóhannes Harðarson skoraði en
skot hans, sem hafði viðkomu í
varnarmanni, skoppaði í stöngina.
Stjörnumenn fengu líka sín færi.
Ólafur Gunnarsson markvörður ÍA
gerði vel að verja skot Bobans
Ristic á 50. mínútu og sömuleiðis
skalla frá Valdimari Kristóferssyni
á 76.mínútu. Heimamenn vildu svo
fá vítaspyrnu á 77. mínútu þegar
Ristic féll við í vítateignum en
Gylfi Orrason dómari sá ekkert at-
hugavert og lét leikinn halda
áfram. Það stefndi því allt í
markalaust jafntefli, sem hefðu í
raun verið sanngjörn úrslit, þegar
varamaðurinn Hjörtur Hjartarson
tryggði gestunum stigin þrjú með
laglegu skallamarki, marki sem
stuðningsmenn IA voru búnir að
bíða eftir í margar, margar mínút-
ur.
Stjörnumenn hafa ekki haft
heppnina með sér á þessu íslands-
móti. Þeir hafa oft á tíðum náð að
spila ágætlega úti á vellinum en
slagkraft hefur skort í sóknarleik-
inn. Leikurinn gegn ÍA var engin
undantekning og sem fyrr háir
markaleysi liðinu og skortur á
sjálfstrausti. Vladimir Sandulovic
og Ragnar Arnason voru sterkir í
miðvarðarstöðunum og Birgir Sig-
fússon átti góða endurkomu í bak-
varðarstöðuna. Valdimar Krist-
ófersson gerði marga góða hluti á
miðjunni og sömuleiðis Veigar Páll
Gunnarsson sem kom frískur inn á
í seinni hálfleik.
Stjörnuliðið hefur verið að spila
ágætan varnarleik en sóknarleik-
urinn er vandamál sem Goran
Kristófer Micic þjálfari Garðabæj-
arliðsins þarf að hressa upp á ef
Stjörnumönnum á að takast að
halda sæti sínu í deildinni.
Skagamenn eru að glíma við
sama draug og undanfarin ár.
Þeim gengur illa að skora mörk og
meðan svo er verður erfitt fyrir þá
gulklæddu að vera með í barátt-
unni um Islandsmeistaratitilinn.
Enginn efast um að Skagaliðið er
vel mannað og er öflugt varnarlið
en til þessa hefur sóknarleikur
liðsins verið hálf máttlítill. Gunn-
laugur Jónsson var firnasterkur í
öftustu línu og hinn ungi Andri
Karvelsson átti góða spretti í ba-
kvarðarstöðunni, sem og Sturlaug-
ur. Þetta voru bestu leikmenn IA
ásamt Ólafi Gunnarssyni mark-
verði sem var mjög öruggur í öll-
um sínum aðgerðum. Miðjuspilið
gekk ekki sem skyldi og oftar en
ekki voru miðjumennirnir fyrst og
fremst að hugsa um varnarleikinn
í stað þess að sækja fram og
styðja við bakið á sókninni.Skaga-
menn hafa alla burði til að blanda
sér alvarlega í slaginn um titilinn
en það verður ekki fyrr en þeir ná
að skerpa sóknarspil sitt verulega
og gera bragarbót á markaleysinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Uni Arge lék á ný með Skagamönnum. Hér á Arge (t.h.) í höggi við Ragnar Árnason.
Sjálfstraustið
kemur hjá okkur
„ VIÐ bjuggumst alveg við því að
sumarið yrði okkur erfítt. Það er
hins vegar stutt í önnur lið og um
leið og við náum að vinna leik er-
um við komnir inn í pakkann. Við
þurfum að fá sjálfstraust í liðið og
ég er sannfærður um að það komi
með fyrsta sigrinum. Þetta hefur
verið þannig hjá okkur í sumar að
við höfum átt síst minna í leikjun-
um en okkur hefur verið refsað
fyrir að nýta ekki færin. Skagalið-
ið er mjög öflugt lið. Það spilar vel
í vörn og er hættulegt í föstum
leikatriðum og ekki skemmir fyrir
þeim að hafa reynslumikla menn í
liðinu. Það vantar hins vegar ein-
hveija sprengju inn í lið ÍA til að
tæta aðeins upp í liði and-
stæðinganna,“ sagði Ragnar
Ámason, vamarmaðurinn sterki
hjá Stjörnumönnum, í samtali við-
Morgunblaðið eftir leikinn.
„Við fengum færi til að skora
fleiri mörk en vomm í raun
heppnir að okkur skyldi ekki vera
refsað fyrir að nýta þau ekki. Við
lékum ekkert sérstaklega vel en
markið kom og við náðum 1 þrjú
dýrmæt stig og eram þremur stig-
um frá toppnum. Okkur hefur
gengið erfiðiega að skora en von-
andi fer þetta að rúlla nú þegar
við höfum fengið alla okkar sókn-
armenn til baka eftir meiðsli. Mér
fínnst Stjörnuliðið baráttuglatt lið
sem er hættulegt fram á við. í lið-
inu em leikmenn sem geta skapað
og vörn þeirra er sterk. Hlutimir
hafa ekki dottið með þeim en mér
fínnst þetta vera ferskasta Stjörn-
uliðið sem ég hef séð í deildinni,“
sagði Gunnlaugur Jónsson, hinn
öflugi miðvörður Skagamana.
£ Stjarnan
Leikskipulag: 4-4-2
Zoran Stojadinov »
Islandsmótið í knattspyrnu
Landssímadeildin, 6. umf.
Blrgir Sigfússon
(Bemharður M. Guðmundss, 76.þ
Stjörnuvöllur
laugardaginnlO. júní 2000
Vladimir Sandulovic
m
Friðrik Ómarsson
irsson
Aðstæður:
Hægur vindur, skýjað og
13 stiga hiti
Völlurinn góður
Áhorfendur: 450
Dómari:
Gylfi Orrason,
Fram, 4.
Aðstoðardómarar:
Ólafur Ragnarsson
Eyjólfur Finsson
Leikskipulag: 4-4-2
Ólafur Gunnarsson $11JH
Sturlaugur Haraldsson m
(Grétar Steinsson 69.)___
Alexander Högnason_______
Gunnlaugur Jónsson
Andri Karvelsson m
Kári Steinn Reynisson
Sigurður Jónsson
Jóhannes Harðarson
(Pálmi Haraldsson 77.)
Haraldur Hinriksson
Skot á mark: 11-13 Hálfdán Gíslason
Hornspyrnur: 5-10 (Hjörtur Hjartarson 66.)
Rúnar P. Sigmundsson
(Veigar P. Gunnarss. 46.) JB
Zoran Stocic
Valdimar Kristéfersson _m
Garðar Jéhannsson_________
(Baldur Bjarnason 65.)
Boban Ristic______________
0:1 (83.) Hjörtur Hjartarson sneiddi knöttinn með kollinum í bláhornið eftir
sendingu Haraldar Hinrikssonar frá vintri kanti.
Gul spjöld: Gunnlaugur Jónsson, ÍA, (44.) fyrir brot,
Veigar P. Gunnarsson, Stjörnunni, (46.), fyrir brot
Sigurður Jónsson, ÍA, (68.) fyrir brot.
Rauð spjöld: Enginn
Rangstöður:
Uni Arge
M