Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR14. JÚNÍ 2000 B 11
EM I KNATTSPYRNU
Bara viðvörun þeg-
ar England skoraði
Nuno Gomes (21) fagnar sigurmarki sínu gegn Engiendingum ásamt Dimas.
Reuters
PORTÚGALIR sýndu á mánu-
daginn að það er óhætt að taka
þá alvarlega í Evrópukeppninni.
Þeir áttu magnaðan leik gegn
Englendingum og unnu mjög
verðskuldað 3:2 eftir að hafa
lent 0:2 undir eftir aðeins 18
mínútna leik. Þeir standa þar
með best að vígi í A-riðlinum því
á undan gerðu Þýskaland og
Rúmenía 1:1 jafntefli í slakasta
leik keppninnar til þessa.
Evrópumeistarar Þjóðverja
þóttu ekki hefja meistaravörn-
ina á sannfærandi hátt.
Paul Scholes og Steve McMana-
man skoruðu fyrir Englend-
inga á 3. og 18. mínútu, bæði
mörkin eftir fyrirgjafir frá David
Beckham, og öruggur sigur þeirra
virtist í uppsiglingu. En glæsileg
mörk frá Luis Figo og Joao Pinto
jöfnuðu leikinn fyrir hlé og Nuno
Gomes skoraði sigurmarkið
snemma í síðari hálfleiknum. Eftir
það voru Portúgalir nær því að
bæta við mörkum en Englendingar
að jafna; hraði og útsjónarsemi
Luis Figo, Rui Costa og félaga var
meira en ensku leikmennirnir réðu
við. Þeir nýttu sér vel breidd vall-
arins og fóru hvað eftir annað illa
með þá ensku, sérstaklega Neville-
bræðurna í bakvarðastöðunum.
„Byrjunin var frábær hjá okkur
en Portúgalir komust inn í leikinn
með stórkostlegu marki. Við gerð-
um okkur seka um mistök sem
refsað er fyrir þegar leikið er gegn
svona sterkum mótherjum. Miðjan
skilaði ekki varnarhlutverki sínu
nægilega vel og það bitnaði á varn-
armönnunum. Þetta var frábær
knattspyrnuleikur en mjög erfiður,
hraðinn var mikill og Portúgalir
spiluðu virkilega vel. Þetta er mik-
ið áfall fyrir okkur, sem verður
erfitt að vinna okkur upp úr, en við
munum gera það,“ sagði Kevin
Keegan, þjálfari Englendinga.
„Það var bara viðvörun fyrir
okkur þegar Englendingar skor-
A-RIÐILL
Rúmenía - Þýskaland 1:1
Liege, Belgíu, 12. júní.
Viorel Moldovan 5. - Mehmet Scholl 27.
Áhorfendur: 25.000.
Þýskaland: 1-Oliver Kahn; 2-Markus
Babbel, 4-Thomas Linke (3-Marko Rehmer
46.), 6-Jens Novotny, 7-Mehmet Scholl, 8-
Thomas Hassler (14-Dietmar Hamann 73.),
10-Lothar Matthaus (18-Sebastian Deisler
77), 11-Paulo Rink, 16-Jens Jeremies, 17-
Christian Ziege, 20-01iver Bierhoff (fyrir-
liði).
Rúmenía: 12-Bogdan Stelea; 2-Dan Pet-
rescu (22-Cosmin Contra 69.), 3-Liviu
Ciobotariu, 4-Iulian Fibpescu, 5-Constan-
tin Galca, 6-Gheorghe Popescu, 8-Dorinel
Munteanu, 9-Viorel Moldovan (15-Ioan
Lupescu 85), 10-Gheorghe Hagi (fyrirliði)
(7-Adrian Mutu 73.), 11-Adrian Ilie, 13-
Cristian Chivu.
Markskot: 11:11. Hom: 4:8.
Portúgal - Engiand 3:2
Eindhoven, Hollandi, 12. júní.
Luis Figo 22., Joao Pinto 37., Nuno Gomes
59. - Paul Scholes 3., Steve McManaman 18.
Áhorfendur: 30.000.
Portiígal: 1-Vitor Baia (fyrirliði); 14-Abel
Xavier, 5-Femando Couto, 2-Jorge Costa,
13-Dimas; 7-Luis Figo, 4-Jose Vidigal, 10-
Rui Costa (16-Beto 85), 17-Paulo Bento, 8-
Joao Pinto (11-Sergio Conceicao 76); 21-
Nuno Gomes (19-Nuno Capucho 90).
England: 1-David Seaman; 2-Gary Neville,
4-Sol Campbell, 5-Tony Adams (6-Martin
Keown 82), 3-Philip Neville; 7-David Beck-
ham, 14-Paul Ince, 8-Paul Scholes, 11-
Steve McManaman (17-Dennis Wise 58); 9-
Alan Shearer (fyrirliði), 10-Michael Owen
(19-Emile Heskey 46).
Markskot: 14:7. Hom: 11:6
FJöldi leikja u J T Mörk Stig
Portúgal 1 1 0 0 3:2 3
Rúmenía 1 0 1 0 1:1 1
Þýskaland 1 0 1 0 1:1 1
England 1 0 0 1 2:3 0
uðu þessi mörk, sem bæði voru
mjög ódýr. Við réðum leiknum frá
fyrstu mínútu en menn verða að
gæta sín á því að þetta er bara
einn leikur, einn sigur. En ég er
ánægður með að við gátum snúið
blaðinu við og það sýnir að liðið er
tilbúið í slíkan slag, bæði andlega
og líkamlega," sagði Humberto
Coelho, þjálfari Portúgals.
Gátum ekki unnið
lélegasta liðið
Rúmenar fengu óskabyrjun
gegn Þjóðverjum þegar Viorel
Moldovan skoraði eftir aðeins
fimm mínútur. Mehmet Scholl
jafnaði fyrir Þjóðverja með glæsi-
legu skoti 20 mínútum síðar og þar
við sat. Rúmenar voru nær því að
tryggja sér sigurinn og Moldovan
fór illa að ráði sínu þegar hann
hitti ekki opið markið í dauðafæri
um miðjan síðari hálfleik.
„Úrslitin eru sanngjörn þegar
horft er á leikinn i heild. Það er vel
hægt að segja að við höfum spilað
illa og verið heppnir að fá eitt stig
en ég tel að við höfum á köflum
sýnt að við getum spilað vel og
skapað okkur færi. Það gekk ekki
allt eins og það átti að gera en það
er ekki auðvelt að jafna eftir að
hafa lent undir í fyrsta leik sínum
á stórmóti,“ sagði Erich Ribbeck,
þjálfari Þjóðverja.
„Við erum vonsviknir. Rúmenar
eru með lélegasta liðið í riðlinum
og við gátum ekki unnið þá, vorum
meira að segja heppnir að ná jafn-
tefli,“ sagði þýski varnarmaðurinn
Markus Babbel.
Gheorghe Hagi, fyrirliði Rúm-
ena, sagði að ein mistök hefðu
kostað sitt lið sigurinn. „Þetta
voru einu varnarmistök okkar all-
an leikinn og þau voru dýrkeypt.
Við fengum góð færi til að klára
leikinn en verðum að vera sáttir
við stig gegn Evrópumeisturun-
um,“ sagði Hagi.
„Við yfirspiluðum þýska liðið og
fórum illa með færin,“ sagði Viorel
Moldovan.
■ DAVID Beckham slapp við sekt
vegna atviks eftir leik Englands og
Portúgals. Hann gekk í átt að hópi
enskra áhorfenda og klappaði íyrir
þeim en þegar nokkrir úr hópnum
hrópuðu ókvæðisorð að honum
svaraði Beckham með kunnri
„kveðju", lyfti löngutöng á loft.
■ KEVIN Keegan, landsliðsþjálf-
ari Englands, var foxillur vegrfá'
orðbragðs áhorfenda í garð Beck-
hams og fleiri leikmanna eftir leik-
inn. „Beckham átti einn besta
landsleik sinn frá upphafi, yfirferð-
in á honum var ótrúleg. Hvorki
hann né aðrir eiga skilið að fá svona
svívirðingar,“ sagði Keegan.
■ LUIS FIGO var valinn maður
leiksins þegar Portúgal sigraði
England. Flestir fjölmiðlar voru þó
á því að Rui Costa, félagi hans, hafi
verið besti maður vallarins í Eind-
hoven.
■ ROBERT Waseige, þjálfari
Belga, var í hópi þeirra sem lofuðu
frammistöðu Portúgala. „Þeir léku
fallega knattspymu en ég var mest
hissa á því að þeir skyldu haflS3
nægilegan líkamlegan styrk. Það
reyndist þeim mun auðveldara að
spUa gegn Englendingum en ég
bjóst við,“ sagði Waseige.
■ ENGLENDINGAR urðu síðast
fyrir því fyrir 30 árum að tapa 2:3
eftir að hafa komist 2:0 yfir. Það
var gegn Vestur-Þjóðverjum í átta
liða úrslitum heimsmeistarakeppn-
innar í Mexikó árið 1970.
■ ENGLENDINGAR eru þegar
farnir að rifja upp ófarirnar í
Evrópukeppninni árið 1988 þegar
þeir töpuðu öllum þremur leikjuin
sínum í riðlakeppninni.
■ STEVE McManaman, sem skor-
aði síðara mark Englauds, meiddist
á hné þegar hann lenti í návígi við
Rui Costa. Tvísýnt er um hvort
hann spUi gegn Þjóðverjum á laug-
ardaginn.
■ TONY Adams leikur ekki meira
með enska liðinu í riðlakeppninni
vegna meiðsla í kálfa en Adams
þurfti að fara af velli vegna meiðsl-
anna í seinni hálfleiknum gegn
Portúgölum.
■ THOMAS Hássler lék sinn 100.
landsleik fyrir Þýskaland á mánu-
daginn. Lothar Mattliaus lék sinn
148. leik og bætti heimsmet sitt.
■ ULF Kirsten meiddist í baki síb
æfingu með Þjóðveijum á sunnu-
daginn og gat ekki leikið með gegn
Rúmenum. Carsten Jancker varð
líka fyrir meiðslum og það var því
Paulo Rink sem var í fremstu víg-
línu með Oliver Bierhoff.
■ FRANZ Beckenbauer, forseti
Bayern Munchen og fyrirliði Vest-
ur-Þjóðveija um árabU, gagnrýndi
Erich Ribbeck, þjálfara þýska liðs-
ins, fyrir að nota menn sem væru
ekki heilir eftir meiðsli. Becken-
bauer sagði að hvorki Lothar Matt-
haus né Jens Jeremies hefðu átt að
spila gegn Rúmenum, það væri of
dýru verði keypt að vera með
meidda menn í lykilstöðum.
■ GHEORGHE Popescu, sem
sinn 98. landsleik fyrir Rúmena
gegn Þjóðveijum, framlengdi
samning sinn við Galatasaray í
Tyrklandi tU þriggja ára um helg-
ina.
■ EMERICH Jenei, þjálfari Rúm-
ena, sagði að lið sitt hefði ekki efni
á að fara illa með dauðafærin eins
og það gerði á móti Þýskalandi.
„Við eigum möguleika á að ná langt
í þessari keppni en til þess þurfum
við að nýta færin betur,“ sagði Jen-
ei.
■ ALLIR rúmensku leikmennirnir
eru heilir og tilbúnir í næsta stege
sem er gegn hinu fríska liði Portú-
gala á laugardaginn.
■ ENSKIR pítsustaðir virtust
græða á ósigri Englendinga gegn
Portúgal. I hvert skipti sem Portú-
galir skoruðu í leiknum urðu síma-
línur pítsustaðanna rauðglóandi,
markamínútumar voru sölutoppar
kvöldsins. <
Reuters
Mehmet Scholl (7) skorar glæsimark gegn Rúmeníu án þess að Galca, markvörðurinn Bogdan
Stelea eða Gheorghe Popescu komis vömum við.