Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ EM I KNATTSPYRNU FOLK MPAOLO Maldini, fyririiði ítala, setti leikjamet á laugardaginn er hann lék sinn 28. landsleik í Evrópukeppninni. Enginn ítali hefur leikið eins marga leiki á EM. Fyrsti leikur hans í EM var gegn Þjóðverjum 1988. mGlACINTO Facchettí, varnar- maður Inter, átti gamla metið, en hann lék 27 EM leiki á árunum -^964-1976 og var fyrirliði er ftalir urðu Evrópumeistarar 1968. ¦ INTER tilkynnti um helgina að tyrkneski sóknarmaðurinn Hakan Sukur ætlaði að skrifa undir samn- ing við liðið 2. júlí. Sukur lék fimm leiki með Tórínó 1995 en fékk heim- þrá og fór heim. Hann hefur að und- anförnu verið orðaður við AC Milan og Juventus. ¦ REAL Sociedad tilkynnti einnig um helgina að félagið hefði gert þriggja ára samning við tyrkneska sóknarmanninn Arif Erdem frá Galatasaray. ¦ LÖGREGLANí belgíska bænum Genk varð að skerast í leikinn þeg- ar ítalía og Tyrkland léku í Arn- -fiem, 100 kílómetra frá Genk. mFJÖLDI manns hafði safnast saman á vellinum til að horfa á leik- inn á stórum skjá og þegar víta- spyrnan var dæmd laust nokkrum Tyrkjum og Itölum, sem eru fjöl- mennir í Genk, saman og varð að kalla til lögreglu. ítalir munu hafa átt upptökin að slagsmálunum. mOKAN Buruk varð fyrstur Tyrkja til að skora í úrslitakeppni EM, en Tyrkir gerðu ekkert mark í síðustu úrslitakeppni. ¦ ROLAND Nilsson, bakvörðurinn •isænski, var tekinn út af í leikhléi gegn Belgum vegna þess að hann fékk vægan heilahristing, að því er talið var. I ljós kom að það var heift- arlegt mígrenikast. ¦ NILSSON var á sjúkrahúsi um nóttina en var mættur á æfingu á mánudag. Par meiddist hann og verður hann ekki með gegn Tyrkj- um á morgun. Ekki heldur Patrik Andersson fyrirliði en hann verður í leikbanni. ¦ SÆATSIOR fjölmiðlar sögðu sigur Belga sanngjarnan og óttast að lið- ið tapi öllum þremur leikjunum í riðlinum eins og í HM 1990. Þá tap- aði Svíþjóð öllum þremur leikjun- um 2:1 og það gæti endurtekið sig. ^mSÆNSKIR feðgar voru rændir skömmu fyrir leik Belga og Svía. Móthaldarar gafu þeim aðra miða en lögreglan fylgdist grannt með ljóshærðum sænskum áhorfendum og í hópi þeirra sáu þeir tvo dökk- hærða menn. Við eftirgrennslan kom í ljós að þar voru þjófarnir komnir og fengu feðgarnir því allt sitt aftur. ¦ FÍLIP de Wilde, markvörður Belga, var ánægður með sigurinn enda fékk hann á sig mikið klaufa- mark, sem kostaði liðið þó ekki stig. Hann leit til himins í leikslok og þakkaði skaparanum fyrir öll stigin. mBART Goor, sem gerði fyrsta mark mótsins, tileinkaði Robert, i^eggja vikna syni sínum, það. Spurður hvort Robert hefði séð markið sagði Goor: „Nei, hann steinsvaf, en ég á það á myndbandi og sýni honum það seinna!" ¦ ÍTÖLSKU landsliðsmennirnir munu í dag leggja blómsveig fram- an við stúkuna \ þjóðarleikvangi Belga þar sem 31 ítali lést fyrir úr- slitaleik Juventus og Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða árið 1985. ítalir mæta Belgum á vellin- um í kvöld; leikvangurinn hét áður Heysel en er nú kenndur við Baldv- in heitinn, fyrrum Belgíukonung. fet BELGAR mæta fullir sjálf- strausts til leiks gegn ítölum^ í kvöld. Þeir hafa ekki tapað fyrir ít- ölum í 23 ár og unnu síðasta leik þjóðanna, vináttuleik í nóvember, 3:1. Árið 1972 slógu Belgar þá út í 8-liða úrslitum keppninnar og árið 1980 gerðu þjóðirnar jafntefli í Róm, sem kom í veg fyrir að ítalir Jfckju til úrslita í keppninni það árið. Svíinn Kennet Andersson fær vel útilátið kjaftshögg f rá Filip de Wilde, markverði Belga. Reuters Belgar áttu í erffið- leikum með Svía FYRSTI leikur Evrópumótsins í knattspyrnu var leikur Belga og Svía í B-riðli og lauk honum eð 2:1 sigri heimamanna. Hinn leikurinn í riðlinum var milli ítala og Tyrkja. Lyktaði þeirri viðureign einnig með 2:1 sigri og það voru ítalir sem fögnuðu stigunum þremur. Það má segja að mótið hafi byrjað óvenju hressilega því leikirnir hafa verið skemmtilegir og fjöldi marktækifæra hefur sést. Svíar byrjuðu miklu betur gegn Belgum en það var ekki nóg. „Það var frábært að skora rétt fyrir leikhlé og svo kom annað á fyrstu mínútu síðari hálfleiks þannig að við gerðum þessi mörk á mjög góðum tíma," sagði Belginn Bart Goor, sem gerði fyrsta mark keppninnar. Em- ile Mpenza gerði annað markið eftir 38 sekúndna leik í síðari hálfleik og virtist sem hann notaði höndina til að leggja boltann fyrir sig, en ekkert var dæmt. „Við áttum í miklum erfiðleikum með Svía og Kennet Andersson gerði okkur lífið leitt hvað eftir ann- að," sagði Goor. Hann kom nokkuð við sögu því fyrirliði Svía, Patrik Andersson, var rekinn af velli á 81. mínútu eftir að hafa brotið á honum og fengið við það annað gula spjald sitt í leiknum. Svíar minnkuðu muninn er Johan Mjallby skoraði á 54. mínútu eftir mistök Filip de Wilde markvarðar Belgíu. „Philippe Leonard gaf bolt- ann til baka til mín og hann hoppaði aðeins þannig að ég ætlaði að ná valdi á honum. Ég veit ekki hvað gerðist, kannski var völlurinn þurr, en boltinn stoppaði á vellinum og ég datt um hann. Það var eins og heim- urinn væri að farast. Ég hafði leikið vel fram að þessu en svona atvik brýtur mann gjörsamlega niður. Sem betur fer náði ég að verja vel tvívegis eftir þetta þannig að líðan mín lagaðist heldur," sagði de Wilde. Lorenzo Staelens, varnarmaður Belga, sagði að liðið hefði átt í mikl- um erfiðleikum framan af leik. „Eg réði ekkert við Kennet Andersson en svo skiptum við og Joos Valgaeren tók hann og eftir það gekk þetta bet- ur hjá okkur," saðgi Staelens. Lars Lagerbæck, annar þjálfara Svía, var vonsvikinn með að tapa. „Það er alltaf slæmt að tapa, ekki síst fyrsta leik í svona móti. Eg er samt bjartsýnn á að við munum kom- ast áfram, strákarnir verða daufir í nokkurn tíma en hafa þegar lofað sjálfum sér því að mæta grimmari til leiks á fimmtudaginn þegar við mæt- um Tyrkjum. Varnarleikur okkar var ekki nógu góður, venjulega byggjum við sókn- ina alveg frá vörninni en gerðum það ekki að þessu sinni. Belgar léku vel og sóttu hratt á okkur eftir að við höfðum byrjað miklu betur," sagði Lagerbæck. Robert Waseige, þjálfari Belga, var hins vegar himinlifandi. „Ég held það komi engum á óvart að ég skuli vera ánægður með sigurinn. Það er hins vegar alveg ljóst að við fórum ekki alveg eftir uppskriftinni til að ná í þessi þrjú stig. Við lékum ekki mjög vel, en náðum samt að sigra og það er ég ánægður með," sagði þjálfarinn. Vafasðm vítaspyrna réð úrslitum Leikur ítala og Tyrkja var mjög opinn og skemmtilegur. Antonio Conte kom ítölum yfir á 52. mínútu með bakfallsspyrnu af markteigslínu og Okan Buruk jafnaði á 61. mínútu fyrir Tyrld. Á 70. mínútu dæmdi skoski dómarinn Hugh Dallas mjög vafasama vítaspyrnu þegar Filippo Inzaghi féll inni í vítateignum í bar- áttu við Ogun Temizkenoglu, fyrir- liða Tyrkja. Inzaghi skoraði af ör- yggi úr vítaspyrnunni. Tyrkir létu ítali svo sannarlega hafa fyrir hlutunum og ljóst að þeir geta vel komist áfram úr riðlinum ef þeir leika eins og þeir gerðu á laug- ardaginn. ítalir byrjuðu raunar með miklum látum og fengu meðal annars sjö hornspyrnur fyrstu 14 mínúturnar. „Af varamannabekknum fannst mér þetta ekki vera vítaspyrna, en Sergen Yalcin segir að þetta hafi verið víti. Ég er ekki í aðstöðu til að segja mikið, mér fannst tveir dómar hafa mikil áhrif á leikinn, en ég gæti haft rangt fyrir mér," sagði Mustafa Denizlis, þjálfari Tyrkja, eftir leik- inn. „Eitt stig úr þessum leik hefði gefið okkur góða von um að komast áfram úr riðlinum, en til þess held ég að lið þurfi sex stig," sagði þjálf- arinn. „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur, sérstaklega þegar við höfum í huga að þetta var fyrsti leikurinn í mótinu," sagði Dino Zoff, þjálfari ít- ala. „Ég held svei mér þá að þetta sé einn besti leikur liðsins síðan ég tók við því. Við skutum tvívegis í stöng, gerðum mark sem dæmt var af vegna rangstöðu og ég er bara mjög ánægður með leikinn og sigurinn," sagði Zoff. Spurður um vítaspyrnuna sagði hann það ekki sinn stíl að ræða um dómara leiksins. „Hann dæmdi víti þannig að hann hefur sjálfsagt talið að um víti væri að ræða," sagði Zoff. Mikið var rætt um vítaspyrnu- dóminn og sitt sýndist hverjum, jafn- vel samherjar voru ekki sammála. „Eftir að hafa séð atvikið á mynd- bandi þá er tjóst að hann lokaði leið minni að boltanum og ég gat ekki lát- ið mig hverfa. Sem betur fer flautaði dómarinn, en oft er ekkert dæmt," sagði Inzaghi um vítið. Paolo Maldini, fyrirliði ítala, sagð- ist hins vegar hafa verið undrandi en ánægður þegar hann sá að dómarinn benti á vítapunktinn. „Þetta kom mér á óvart því dómarinn hafði varla notað flautuna í leiknum. En við verskulduðum að sigra," sagði Mald- ini. Inzaghi sagði að það hefði ýmis- legt flogið í gegnum hugann á meðan hann bjó sig undir vítaspyrnuna. „Maður verður að útiloka hávaðann í áhorfendum og ég ákvað að skjóta eins fast og ég gat vegna þess að markvörðurinn vissi nokkurn veginn hvar ég ætlaði að skjóta," sagði Inzaghi. B-RIÐILL Belgfa - Svíþjóð 2:1 Brussel, Belgíu, 10. júní. Bart Goor 43., Emile Mpenza 46. - Johan Mjállby 54. Rautt spjald: Patrik Andersson (Svlþjóð) 81. Áhorfendur: 50.000. Belgía: 1-Filip De Wilde; 2-Eric Deflandre , 4-Lorenzo Staelens (fyrirliði), 3-Joos Valgaeren, 17-Philippe Leonard (18-Nico Van Kerckhoven 72.); 11-Gert Verheyen (15-Jacky Peeters 88.), 7-Marc Wilmots, 6- Yves Vanderhaeghe, 8-Bart Goor; 10- Branko Strupar (16-Luc Nilis 69.), 9-Emile Mpenza. Svíþjóð: 1-Magnus Hedman; 2-Roland Nilsson (5-Teddy Lucic 46.), 3-Patrik And- ersson (fyrirliði), 4-Joachim Björklund, 14- Olof Mellberg; 11-Niclas Alexandersson, 15-Daniel Andersson (18-Yskel Osman- ovski 70.), 17-Johan Mjállby, 9-Fredrik Ljungberg; 19-Kennet Andersson, 10-Jör- gen Pettersson (20-Henrik Larsson 50.) Markskot: 13:9. Horn: 3:8. ítalía - Tyrkland 2:1 Arnhem, Hollandi, 11. júní. Antonio Conte 52., Filippo Inzaghi 70. víti. - Okan Buruk 61. Áhorfendur: 28.000. ítah'a: 12-Francesco Toldo; 5-Fabio Cannavaro, 3-Paolo Maldini (fyrirliði), 13- Alessandro Nesta; 18-Stefano Fiore (10-Al- essandro Del Piero 75.), 17- Gianluca Zambrotta, 11-Gianluca Pessotto (15-Marc Iuliano 63.), 4-Demetrio Albertini, 8-Antonio Conte; 9-Filippo Inzaghi, 20- Francesco Totti (7-Angelo Di Livio 83.) Tyrkland: 1-Rustu Recber; 5-Alpay Ozal- an, 3-Ogun Temizkanoglu (fyrirliði), 4-Fat- ih Akyel; 10-Sergen Yalcin (6-Arif Erdem 81.), 7-Okan Buruk (16-Ergun Penbe 89.), 2-Tayfur Havutcu, 19-Abdullah Ercan, 11- Tayfun Korkut; 22-Umit Davala (8-Tugay Kerimoglu 76), 9-Hakan Sukur. Markskot: 19:10. Horn: 8:7. F|öldl lelkja U J T Mörk stlg Belgta 1 10 0 2:1 3 Italfa 1 10 0 2:1 3 Svíþjóö 1 0 0 1 1:2 O Tyrhland 1 OOl 1:2 O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.