Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ EM I KNATTSPYRNU MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 B 13 Vemdarengill á marklínu okkar Reuters Frönsku leikmennirnir Laurent Blanc, Marcel Desailly og Bixente Lizarazu veifa til áhorfenda eft- ir sigurinn á Dönum. ■ DIDIER Deschamps, fyrirliði Frakka, neitaði að ræða við frétta- menn eftir leikinn við Dani og fylgdi þar með eftir svipuðum viðbrögðum fyrir leik en hann vildi ekkert við þá tala á laugardaginn. Franskir fréttamenn svöruðu þá í sömu mynt og mættu ekki á fréttamannafund franska liðsins. * ' ■ THIERRY Henry skoraði sitt 6. mark í 16 landsleikjum fyrir Frakka og hann og Nicolas Anelka mynda nú án efa fljótasta fram- herjapar í Evrópu. Það er líka eitt hið yngsta því Henry er 22 ára og Anelka 21 árs. ■ FRAKKAR tefldu fram gegn Dönum sjö leikmönnum sem urðu heimsmeistarar fyrir tveimur ár- um. Með Henry og Anelka í fremstu víglínu virðast þeir enn sterkari en sóknarmennimir þóttu veikustu hlekkir liðsins á HM 1998. ■ RADOSLAVLatal, vamarmaður Tékka, fékk rauða spjaldið nokkru eftir að honum var skipt meiddum af leikvelli. Latal mótmælti víuV spyrnunni sem Hollendingar fengu og var rekinn af varamannabekkn- um. Hann verður í banni þegar Tékkar mæta Frökkum á föstudag. ■ PATRIK Berger lék ekki með Tékkum og verður heldur ekki með gegn Frökkum. Hann fékk tveggja leikja bann fyrir brottrekstur í lokaleik undankeppninnar. UPAVEL Nedved, leikmaður Tékka, var áminntur fyrir fram- komu sína en hann sparkaði boltan- um í átt að öryggisverði og síðan upp í stúku í reiði yfir að vera skipö afleikvelli. ■ NEDVED sagði fyrir leikinn að Tékkar yrðu að vara sig á dómaran- um, Pierluigi Collina. Engin furða, Collina hefur tvívegis rekið Nedved af velli í ítölsku knattspymunni, í bæði skiptin fyrir munnsöfnuð. ■ COLLINA var heldur betur gagnrýndur í tékkneskum blöðum eftir leikinn. Dagblaðið Blesk skart- aði risastórri fyrirsögn, „Hneyksli", í mánudagsútgáfu sinni. ■ PAVEL Smicek, markvörður Tékka, sagði að um augljóst sam- særi væri að ræða gagnvart veikari þjóðunum, þeim og Tyrkjjum. Dóm- aramir hefðu hjálpað ftölum og Hollendingum til að sigra með að gefa þeim vítaspymur. ■ FRANK de Boer, fyrirliði Hol- lendinga, sem skoraði úr vítaspym- unni í lokin, sagði að í lok hverrar æfingar tæki hver leikmaður liðsins tvær vítaspymui-. „Ég hef skorað úr öllum til þessa,“ sagði fyrirliðinn og hann kvaðst ennfremur hafa sof- ið illa nóttina eftir leikinn vegna slakrar frammistöðu liðsins. ■ MARC Overmars var ekki í byrj- unarliði Hollands þar sem Frank Rijkaard þjálfari taldi hann ekki vera í 100 prósent æfingu eftir meiðsli. Overmars kom þó inn á í seinni hálfleiknum. ■ JAAP Stam, varnarmaður Hol- lendinga, fékk slæman skurð unágp- augabrún og var saumaður á vara- mannabekknum. Rijkaard vonaðist til að geta sent hann inn á völlinn aftur en Stam reyndist of dasaður og sá ekki nægilega vel að aðgerð- inni lokinni. Stam sagðist þó vera viss um að geta spilað gegn Dan- mörku á föstudag. ■ FRAKKAR þykja sigurstrang- legastir á EM eftir sannfærandi sigur sinn á Dönum. Veðbankar meta líkur þeirra 3:1 en Hollend- ingar, sem léku illa gegn Tékkum, em dottnir niður í annað sætið með hlutfallið 11:3. Síðan koma Spáb- verjar með 11:2 og ítalir með 13:2. mRUUD GuIIit, HoUendingurinn hárprúði, sagði um helgina að hann hefði áhuga á að taka að sér knatt- spyrnustjóm eða þjálfun á ný. Gull- it hefur verið í fríi síðan hann hætti störfum hjá Newcastle síðasta haust en segir að Evrópukeppnir hafi kveikt áhuga sinn á ný. fL FRAKKAR og Hollendingar unnu sína leiki í fyrstu umferð D- riðilsins á sunnudaginn eins og reiknað hafði verið með. Ólíkt höfðust þessar þjóðir þó að; Frakkar lögðu Dani á nokkuð sannfærandi hátt, 3:0, á meðan Hollendingar voru stálheppnir gegn Tékkum og skoruðu sigur- mark sitt úr umdeildri víta- spyrnu á síðustu stundu. Holland - Tékkland 1:0 Amsterdam, Hollandi, 11. júní. Frank de Boer 89. víti. Áhorfendur: 50.833. Holland: 1-Edwin van der Sar; 2-Michael Reiziger, 3-Jaap Stam (13-Bert Konterman 73.), 4-Frank de Boer, 12-Giovanni van Bronckhorst; 5-Boudwíjn Zenden (11-Marc Overmars 78.), 6-Clarence Seedorf (16- Ronald de Boer 57.), 7-Phillip Cocu, 8-Edg- ar Davids; 9-Patrick Kluivert, 10-Dennis Bergkamp. Tékkland: 1-Pavel Smicek; 2-Tomas Repka, 3-Radoslav Latal (13-Radek Bejbl 70.), 19-Karel Rada, 21-Petr Gabriel; 4-Pa- vel Nedved (12-Vratislav Lokvenc 90.), 7- Jiri Nemec, 8-Karel Poborsky, 11-Tomas Rosicky; 10-Jan Koller, 17-Vladimir Smicer (9-Pavel Kuka 83.) Markskot: 11:10. Hom: 9:4. Frank de Boer, fyrirliði Hollend- inga, tryggði þeim 1:0 sigur á Tékkum með marki úr vítaspymu á síðustu stundu eftir að brotið var á bróður hans, Ronald de Boer. Tékkar voru afar óhressir með þann dóm, Jiri Nemec virtist reyndar toga í peysu Ronalds sem féll með miklum tilþrifum í markteignum. „Þetta var brot, hann togaði í mig, en ég viður- kenni að hafa gert mikið úr byltunni," sagði Ronald de Boer eftir leikinn. Hollendingar réðu ferðinni gegn varnarsinnuðum Tékkum í fyrri hálf- leik en í þeim síðari var nánast um stórsókn Tékka að ræða allan tím- ann. Pavel Nedved átti skot í innan- verða stöngina og risinn Jan Koller skallaði í þverslána á hollenska mark- inu. „Þetta er afar sárt tap og mjög óréttlátt, og vítaspyman var hreint hneyksli. Nokkrir minna manna há- grétu í búningsklefanum eftir leik- inn, þeir telja sig hlunnfarna en ég hef fulla trú á því að þeir nýti sér það með enn meiri ákveðni í næsta leik. Dómgæslan var ótrúleg, dómarai'nir reyndu meira að segja að stjóma inn- áskiptingunum okkar,“ sagði Jozef Chovanec, þjálfari Tékka. Frank Rijkaard, þjálfari Hollend- inga, sagðist sannfærður um að vemdarengill hefði staðið á marklínu sinna manna í leiknum. „Við vomm mjög heppnir og erum hæstánægðir með stigin þrjú. Öll lið þurfa heppni, ég vona að sá hluti sé að baki hjá okk- ur og við getum farið að spila okkar D-RIÐILL Frakkland - Danmörk 3:0 Brugge, Belgíu, 11. júní. Laurent Blanc 16., Thierry Henry 64., Sylvain Wiltord 90. Áhorfendur: 29.000. Frakkland: 16-Fabien Barthez; 15-Lilian Thuram, 8-Marcel Desailly, 5-Laurent Blanc, 3-BLxente Lizarazu; 17-Emmanuel Petit, 7-Didier Deschamps (fyrirliði), 10- Zinedine Zidane, 6-Youri Djorkaeff (4- Patrick Vieira 58.); 12-Thierry Henry, 9- Nicolas Anelka (13-Sylvain Wiltord 81.) Danmörk: 1-Peter Schmeichel fyrirliði); 2- Michael Schjönberg, 3-Rene Enriksen, 5- Jan Heintze, 12-Sören Colding; 7-Allan Nielsen, 15-Stig Töfting (20-Thomas Gra- vesen 72.), 19-Morten Bisgaard (10-Martin Jörgensen 72.), 8-Jesper Grönkjær, 9-Jon Dahl Tomasson (21-Mikkel Beck 79.), 11- Ebbe Sand. Markskot: 13:7. Horn 5:9. Reuters Tékkinn Tomas Repka stekkur yfir hollenska miðherjann Patrick Kluivert til að skalla knöttinn. fótbolta,“ sagði Rijkaard. Frakkar sluppu reyndar með skrekkinn á upphafsmínútunum gegn Dönum þegar Jon Dahl Tomasson og Ebbe Sand nýttu ekki upplögð færi. En eft- ir að Laurent Blanc skoraði fyrir heimsmeistarana í kjölfarið vora þeir með imdirtökin og Thierry Henry og Sylvain Wiltord bættu við mörkum. Roger Lemerre, þjálfari Frakka, var að vonum sáttur við sína menn. „Það er ekki hægt annað en að vera ánægður með 3:0 sigur á Dönum. Þeir hefðu þó verðskuldað betri úr- slit, þeir ollu okkur miklum vandræð- um framan af leik. En heimsmeistar- ar hafa jafnan sérstaklega mikla löngun til að sýna sig og sanna," sagði Lemerre. Bo Johansson, þjálfari Dana, var ekki hress með færin sem fóra for- görðum í byrjun leiks. „Við lögðum okkur alla fram og upphaf leiksins var okkar besti kafli. Við reyndum líka að auka hraðann í seinni hálfleik- num en Frakkar vora skynsamir og beittu skyndisóknum á okkur. Það var einmitt þannig sem ég hélt að við ættum mesta möguleika gegn þeim, með því að nota skyndisóknir. Við gerðum það sem við gátum og voram ákveðnir í að sækja í stað þess að leggjast í vöm. En Frakkar spiluðu vel og það er ekki hægt annað en að dást að leikmanni á borð við Zinedine Zidane,“ sagði Johansson. Peter Schmeichel, fyrirliði og markvörður Dana, sagði að úrslitin endurspegluðu ekki getumuninn á liðunum. „Þeir náðu að skora og eftir það gátu þeir beitt skyndisóknum, en um það snýst knattspyman í dag. Það er erfitt að lenda marki undir við þær kringumstæður,“ sagði Schmeichel. „Barthez vakti okkur með því að verja tvisvar á fyrstu 10 mínútunum. Eftir það voram við betur stemmdir og vissum að við gætum skorað hve- nær sem er. Þetta var svo skemmti- legur leikur að ég vildi ekki að hann væri flautaður af. Við hlupum og sótt- um boltann til að taka innköstin þó við væram með forystuna í leiknum," sagði Zidane, sem var frábær á miðj- unni hjá Frökkum. Tyrkir sektaðir E VRÓPSKA knattspymusambandið hefur sektað tyrkneska knattspymusambandið um rúmar400.000 krónur vegna óláta tyrkneskra áhorfenda. Stuðningsmenn Tyrkja vom óánægðir þegar skoski dómarinn dæmdi vítaspymu á Tyrki og létu hana í ljós með því að henda fiöskum, kveikjumm og öðm lauslegu inn á völlinn. Þetta ætlar UEFA ekki að Iíða og sektaði tyrkneska sambandið. Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Frakkland 1 1 0 0 3:0 3 Holland 1 1 0 0 1:0 3 Tékkland 1 0 0 1 0:1 0 Danmörk 1 0 0 1 0:3 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.