Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 16
Rúnar í þríðja sæti á heimslistanum Rúnar Alexandersson, fimleika- kappi úr Gerplu, bætti um helgina enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn en þá sigraði hann í æfing- um á bogahesti á heimsbikarmóti í Slóveníu. Með sigrinum skaust Rúnar upp í þriðja sætið á heims- lista alþjóða fimleikasambandsins yfir þá bestu á bogahesti. Mótið fór fram í Ljubljana í Slóv- eníu og keppti Rúnar á þremur áhöldum, bogahesti, tvíslá og svif- rá. í undankeppninni á bogahesti hlaut hann 9.675 stig fyrir æfingar sínar og var í fyrsta sæti en rétt á eftir kom Ungverjinn Zoltan Supola með 9.575 stig. Það var því ekkert annað að gera fyrir Rúnar en standa sig í úrslitum á laugar- daginn og það gerði hann, sýndi frábæra leikni á hestinum og hlaut 9.788 stig sem er hæsta einkunn sem hann hefur fengið á hestinum. Þetta dugði honum til sigurs og um leið hækkaði hann sig um sex sæti á heimslistanum, fór úr því níunda í þriðja. Spánverjinn Victor Cano skaust upp í annað sætið með 9.763 stig og Supola náði þriðja sætinu með 9.650 stig. Á tvíslánni gekk Rúnari einnig mjög vel þó ekki hafi hann sigrað. Hann var í öðru sæti eftir undan- keppnina með 9.525 stig og í úrslit- um á laugardaginn fékk hann 9.538 stig í einkunn fyrir æfingar sínar og endaði í fjórða sæti ásamt Andrei Kravtsov frá Austurríki. Keppnin var gríðarlega hörð og næstu menn fyrir ofan Rúnar voru þeir Hristian Ivanov frá Búlgaríu og Valeríj Per- eshkura frá Ukraínu, báðir með 9.588 stig. Sigurvegari var hins vegar Mitja Petkovsek frá Slóveníu með 9.800 stig. Rúnari gekk ekki eins vel á svifr- ánni þar sem hann varð í 17. sæti með 8.200 stig. Á heimsbikarmótum geta menn valið sér greinar og keppti Rúnar í þremur greinum eins og áður segir. I hverri grein voru á bilinu 14-20 keppendur. Næsta stórmót hjá Rúnari verða Ólympíuleikarnir í Sydney í Ástralíu, en þeir hefjast um miðjan september. minnkaði iTTTTHTffT?! LÆRISVEINAR Larry Birds í Indiana Pacers lögðu Los Angeles Lak- ers 100:91 í þriðja leik liðanna í baráttunni um NBA-meistaratitil- inn í körf uknattleik. Lakers vann fyrstu tvo leikina í Los Angeles en » er liðin mættust þriðja sinni í Indianapolis sigruðu heimamenn. Gestirnir léku án Kobe Bryant sem var meiddur. Það var að duga eða drepast fyrir okkur. Ef við hefðum lent 3-0 undir í rimmunni hefðum við ekki átt möguleika, en nú getur allt gerst," sagði Reggie Miller, sem fór á kostum og gerði 33 stig í þriðja leiknum. Hann og Jalen Rose voru allt í öllu og gerði sá síðarnefndi 21 stig. AIls 54 stig hjá þeim félögum. Það var vitað að ætlaði Pacers að standa í Lakers yrði Miller að leika vel, hann lék hræðilega í fyrsta leiknum og lítið skárr í þeim næsta, en á sunnu- daginn fann hann fjölina sína og þá gekk það eftir, en hann skoraði ekki stig í síðasta leikhlutanum og hefur ekki gert í þessum þremur leikjum. Hann hefur hins vegar hitt rosalega vel af vítalínunni og skorað úr öllum 20 vítaskotum sín- um. Hjá Lakers gerði Shaquille O'Neal 33 stig en leikaðferð Pacers gekk upp, nefnilega að brjóta á honum og fá hann á víta- línuna en þar hefur hann jafnan veriðslakur, nema í síðustu leikj- um. Á sunnudaginn hitti hann illa, eða eðlilega, af vítalínunni, setti <þrjú skot af 13 niður. Pacers var yfir allan tímann, náði mest 11 stiga forystu í fyrsta leikhluta, 15 í þeim næsta og 18 í þriðja hlutanum, en þrátt fyrir þetta og slaka hittni Shaqs á lín- unni munaði ekki miklu að Lakers tækist að sigra. Þegar 14 sekúnd- ur voru eftir munaði nefnilega að- eins þremur stigum. „Við fengum fín færi í lokin en tókst ekki að skora og því fór sem fór. Við lékum illa í vörninni og létum taka boltann allt of oft af okkur. Miller og Rose voru frá- bærir og við réðum ekkert við þá," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers eftir leikinn. Liðin mætast að nýju í kvöld og fimmti leikurinn verður á föstu- daginn og báðir verða þeir í Indi- anapolis. Það lið sem fyrr sigrar í fjórum leikjum verður meistari. Sjötti og sjöundi leikurinn, ef til þeirra kemur, verða hins vegar í Los Angeles. Kobe Bryant meiddist snemma í öðrum leiknum og var ekkert með í þeim þriðja, en hann verður væntanlega tilbúinn í fjórða leik- inn í kvöld. „Þegar annar lykil- manna okkar meiddist leituðum við allt of mikið til hins. Shaq er góður leikmaður en við leituðum allt of mikið að honum og gerðum mikið af mistökum við það þannig að þeir náðu boltanum og fengu hraðaupphlaup," sagði Robert Horry hjá Lakers. Flestir bjuggust við að Lakers myndi rúlla yfir Pacers, sem er í úrslitum í fyrsta sinn. En þrátt fyrir að flestir telji Lakers með besta liðið þá virðist það geta Amar farínn til viðræðna við Lok- eren ARNAR Grétarsson fór í morgun til Belgíu til við- ræðna við forráðamenn Lokeren sem hafa mikinn hug á að fá hann í sínar raðir fyrir næsta tímabil. Arnar er sem kunnugt er Iaus undan samningi sín- um við AEK í Grikklandi og eins og fram kom í Morgunblaðinu á dögun- um leggur Willy Verhoost, framkvæmdasljóri Loker- en, áherslu á að samið verði við hann. „Ég fer út með opnum huga til að líta á aðstæður og skoða það sem í boði er. Það gæti verið góður kostur að fara til Loker- en, ekki síst þar sem þar eru fyrir tveir íslenskir icikmenn," sagði Arnar við Morgunblaðið í gær. Arnar kannast við sig hjá Lokeren því hann fékk tilboð frá félaginu þegar hann var 17 ára gamall og dvaldi þar í viku við æfingar. Hann valdi þann kost að ganga til liðs við Glasgow Rang- ers í staðinn. FOLK ¦ PETER Taylor var á mánudag ráðinn knattspyrnustjóri Leicest- er í staðinn fyrir Martin O'Neill sem er tekinn við Glasgow Celt- ic. Taylor leiddi Gillingham upp í ensku 1. deildina í vor. mALF INGE Haaland, norski miðjumaðurinn, var um helgina seldur frá Leeds til Manchester City fyrir tæpar 300 milljónir króna. ¦ BRESCIA og Atalanta tryggðu sér um helgina sæti í efstu deild- inni á Italíu en áður voru Vicenza og Napoli komin upp. Sampdoria sat eftir með sárt ennið í 5. sætinu þrátt fyrir sigur í lokaleik sínum, stigi á eftir þremur liðanna sem fóru upp. ¦ NIALL Quinn tryggði írum 2:1 sigur á Suður-Afrfku á alþjóð- legu móti í New Jersey í Banda- ríkjunum á sunnudaginn. Þetta var 20. mark Quinns fyrir írland og hann jafnaði með því tíu ára gamalt markamet Franks Staple- tons. AP Reggie Mlller, bakvðrður Indlana, hvetur áhorfendur til dáða í þriðja leik liðsins við LA Lakers. hikstað eins og raunin varð í und- anúrslitunum. Leikmenn Pacers voru himinlifandi með að vinna fyrsta sigur liðsins í úrslitarimmu og sögðu sumir að þeir hefðu fundið þetta á sér fyrir leikinn. „Ég fann sigurtilfinninguna koma inn í húsið fyrir leikinn og það var notalegt. Við verðum að finna þessa strauma fyrir næsta leik líka," sagði Mark Jackson hjá Pacers. Kristinn í hvfld „EG hef ekki verið að spá í að skipta yfir í annað lið. Líkleg- ast er að ég taki mér hvfld það sem eftir er sumars og skoði svo málin í haust," sagði Kristinn Guðbrandsson knatt- spyrnumaður úr Keflavík í samtali við Morgunblaðið í gær en eins og fram hefur komið er Kristinn hættur að leika með Keflavíkurliðinu. „Ég hef átt við bakmeiðsl að stríða undanfarin ár og það er ekki vitlaust að nota I ímaiui og styrkja það núna þegar maður er kominn í frí. Þessi meiðsl hafa ekki komið í veg fyrir að ég hafi getað spilað en þjálfarinn hefur verið á öðru máli," sagði Kristinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.