Alþýðublaðið - 12.01.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.01.1921, Blaðsíða 3
 ALÞÝ©UBLA©í£» 3 6ummisólar og kælar beztir og óðýrastlr kjá ^vauubergskrzlrum. €rlemð simskeytl Khöfn, 12. jan. Frönskn þingbosníngnrnar. Símfregn frá París hermir, að afturhaldsmenn hafi tapað 4 sæt um við kosningarnar til Senatsins, radikalir 9, vinstri lýðveldissinnar unnið 8 og lýðveldissinnaðir jafn- aðarmenn 5. Pjóðrerjar óþægir. Símað frá Bremen, að þjóðar- atkvæðagreiðsla hafi samþykt, að halda við borgaraliði gagnbylt ingarmanna, þrátt fyrir það, þó bandamenn skipi hið gagnstæða. Hohenzollarnir. Hollenzki stjórnarformaðurinn hefir Iýst yfir því, að hollenzku stjórninni mundi vera þægð að því, ef Hohenzollarnir [Vilhjálmur keisari] vildu hverfa úr landi. 6ull! 6nll! Árni: Hvað er iíkt og ólíkt með tveim sfðustu mönnum á pen- ingalistanum? Bjarni: Það veit ég ekki, raér finst mennirnir mjög ólíkir. Árni: Jú það sem Iíkt er með þeim er það, að þeir hafa báðir gefið út gull. Einar gaf út „Gull“ eftir kosningar hér um árið en Óli Thors gefur út gul! núna jyrir kosningarnar. Einar bjó sjálfur til það „Gull“ sem harm gaf út, en Óli fékk það hjá pabba sínum. Élenlar jréltir. Ósignr Makhnós, Makhnó, hinn suðurrússneski bændaforingi, sem um tíma barð- ist með her sínum með bolsivík- um gegn Wrangel, snerist á móti þeim i Iok októbermánaðar, en hefir nú beðið algerðan ósigur. Aðalliði hana var tvístrað, en bolsivíkar náðu öilu stórskotsliði hans. Erú Manos konu Alexander Grikkjakonungs, er dó af apabiti, hafa nú verið úrskurðaðar eigur Alexanders, 2 milj. drakma, auk mikilla skart gripa. Frú Manos er ekki af kon- ungaættum og var því ekki drotn- ing. Hún er um tvítugt. Sjálfstæði Armenín. Svo sem kunnugt er, er Ar- menía nú orðin verkalýðsveldi (sovjetrepublik). Reuters frétta- stofa tilkynti um miðjan fyrra mánuð, að Rússland (bolsivíkar) hefði viðurkent sjálfstæði Armeniu og tekið að sér að sjá rnn að ekki yrði brotið hlutleysi hennar. Pýzk börn. Á fyrirlestri sem haldinn var fyrir blaðamönnum í Berlín í nóv embermánuði var upplýst að 800 þúsuad manna (níu sinnum fleiri en fbúar Islands) hefðu dáið í Þýzkalandi af afleiðingum sultar, er átti rót síns að rekja til hafn bannsins, en 4 miljónum færri börn hafa fæðst í Þýzkalandi en verið hefði, ef ekkert stríð hefði orðið. Matarleysið í Þýzkalandi hefir ekkert batnað frá því stríðið hætti, og er það sérstaklega hræðilegt vegna barnanna, og leggjast einkum fjórir sjúkdómar þucgt á þau, en það er blóðleysi, kirtlaveiki, tæring og beinkröm. Árið 1919 dóu nær helmingi fleiri úr' tæringu í Þýzkalandi en árið fyrir strfðið. 10°/o ágóða fá hluthafar félágs- ins sem á Tivoli, af hlutabréfum sínum síðastliðið ár. Elsti lækuir í Danmörku Her- man Magnus etatsráð í Hobro lézt í miðjum desember 97 ára gam- all. lerlðuðuii er blað jafnaðarmanna, gefian út á Akureyri. Kemur út vikulega f nokkru stærra broti en „Vísir“. Ritstjóri er Halldór Friöjónsson V erkamaðnriun er bezt ritaður allra norðlenzkra blaða, og er ágætt fréttablað. Aliir NorÖlendingar, víðsvegar um landið, kaupa hann. Verkamenn kaupið ykkar biöð! Gerist áskrifendur frá nýjári á yijgreilsU jtlþkl. Starfsstulkur vantar að Yífilsstöðum nú þegar. Uppl. hjá yfirhjúkr- unarkonunni. Sími ÍOI. Aiþbl. kosfar ð kr. á mánuði. K aupið Alþýðubl aðið! F'seöi fæst á kr. 125. Afgr. v. á. er ódýrasta, íjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. £anp- ið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Silfurbúinn lirs.d.a,r» penni htfir tapast fyrir nokkru. Skilist gegn fundarlaunum á afgr. blaðsina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.