Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 14
14 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Sudurlandsskjálftar MORGUNBLAÐIÐ Suðurland hefur oft beðið mikið afhroð í landskjálftum Talið að bæir hafí fallið 17 sinnum á Rangárvöllum Sagan sýnir að skjálftar á Suðurlandi koma gjarnan saman margirí runu. Slíkar skjálftarun- ur viröast ganga yfir einu sinni til tvisvar á öld og geta staðið í nokkra daga og allt upp í fáein ár. Oft byrjar runa með tiltölulega miklum skjálfta austarlega á svæðinu, en síðan verða minni skjálftar vestar. Fyrr á öldum varð verulegt manntjón í land- skjálftunum en á síð- ustu öldum hefur það verið lítið, ótrúlega lítió, miöað við lýsingar á hamförunum. ENGINN hluti landsins hefur orðið fyrir jafnmörgum og hörðum land- skjálftum, sem sögur fara af, og und- irlendi Suðurlands. Á öllum öldum hafa þeir gert miMð tjón á húsum, mönnum og fénaði og svo mun enn verða, segja jarðeðlisfræðingamir Sveinbjöm Bjömsson og Páll Einars- son í jarðskjálftakafla ritsins Náttúm íslands (1985). Nú á dögum em hús þó til muna traustari en áður, og því getum við vænst þess að líkur á manntjóni séu minni, segir í ritgerðinni en þar segir - einnig: Hins vegar er það nokkurt áhyggjuefni, að með breyttum at- vinnuháttum hefur víða byggst upp þéttbýli á landskjálftasvæðum og hætta á eignatjóni er að líkindum meiri en fyrr á öldum. Skjálftarunur geta varað fáein ár Skjálftar á Suðurlandi koma gjam- an margir saman í ranu. Slíkar skjálftarunur virðast ganga yfir einu sinni til tvisvar á öld, og geta staðið í nokkra daga og allt upp í fáein ár. Oft byrjar runa með tiltölulega miklum skjálfta austarlega á svæðinu, en síð- an verða minni skjálftar vestar. Þessi færsla á skjálftavirkni er til dæmis greinileg á skjálftaranunum 1732-34, 1784 og 1896. Suðurland hefur oft beðið mikið af- hroð í landskjálftum. Það era einkum tvö svæði, sem oftast hafa orðið illa úti. Annað er Ölfus, Grímsnes og vestanverður Flói. Hitt er Land og Rangárvellir. Öraggt er, telja Svein- bjöm Bjömsson og Páll Einarsson, að í Ölftjsi hafa bæir hrunið í jarð- skjálftum fjórtán sinnum á átta öld- um og líklegt að það hafi gerst nítján sinnum. Síðan um 1700 hafa sex jarð- skjálftar þar haft áhrif sem nemur VIII stigum eða meira. Svipað er að segja um Rangárvelli. Þar hafa bæir öragglega fallið tólf sinnum á átta öldum, og þó líklega sautján sinnum, og þar hafa að minnsta kosti fimm skjálftar síðan um 1700 haft áhrif sem metin era VIII stig. Elstu ritaðar heimildir eru fáorðar um jarðskjálfta. í nokkram ritum er Þjóðmiry'asafnið/LjÓ8myndasafn Sigfúsar Eymundssonar Þúsundir húsa hrundu í Suðurlandsskjálftanum 1896. Á þessari mynd sem tekin er á Gljúfurholti í Ölfusi eftir skjálftana sjást mæðgurnar Margrét Jónína Hinriksdóttir og Ingibjörg Bessadóttir. Myndin er kölluð fyrsta íslenska fréttaljósmyndin, tekin af Daníel Daníelssyni starfsmanni Sigfúsar Eymundssonar. þó stuttlega minnst á skjálfta, meðal annars að 1164 hafi orðið landskjálfti í Grímsnesi og nítján menn látist. Fyrr á öldum því verulegt manntjón af völdum jarðskjálfta. Á verðlauna- vefnum, Náttúrahamfarir & mannlíf (www.islandia.is/hamfarir) sem nem- endur Menntaskólans við Simd gerðu 1996 er birtur annáll Suðurlands- skjálfta og er listinn sem fylgir þess- ari grein unninn upp úr honum. Á list- anum sést að tiltölulega fáir hafa látist í Suðurlandsskjálftum síðustu alda, í raun ótrúlega fáir miðað við lýsingar á hamforanum. Rétt er að geta þess að tekið er fram í skýring- um við annálinn að heimildir um skjálftana allt til 17. aldar eru taldar femur óljósar og óáreiðanlegar og ekki ólíklegt að einhverja skjálfta vanti í heimildir. Mestu skjálftar sem komið hafa Skjálftamir árið 1784 era lfldega mestu skjálftar sem komið hafa síðan land byggðist. Eftirfarandi frásögn er byggð á jarðskjálftakaflanum úr Náttúra íslands. Fyrsti skjálftinn kom 14. ágúst, síðari hluta dags, og er stærðin áætluð 7,5 stig á Richters- kvarða. Upptök hans vora nálægt Vörðufelli á Skeiðum. Þessi skjálfti Þjóðminjasafnið/Ljósmyndasafn Sigfúsar Eymundssonar Þótt þekjur og stafnar hafi verið uppistandandi á bænum Arnarbæli eftir jarðskjálftana 1896 voru allir veggir hrund- ir svo ekki varð hægt að komast um bæinn. Sjá má hvernig veggirnir milli bæjardyra, baðstofu og skemmu hafa kastast fram á hlaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.