Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 16
'16 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
Suðurlandsskjálftar
MORGUNBLAÐIÐ
Stóri jaróskjálftinn átti upptök undir Kaldárholti. Hægra megin á myndinni, vid ána, er borhola hitaveitu Rangæinga.
Jarðskorpan á Suðurlandi er öll á iði eftir þjóðhátíðarskjálftann
Gert ráð fyrir öflug-
um skj álftum vestar
Jarðskorpan á Suöurlandi eröll á iöi vegna
eftirskjálfta stóra þjóöhátíöarskjálftans sem
varö í vestanverðri Rangárvallasýslu. Vís-
indamenn eiga von á fleiri stórum skjálftum,
vestar á Suöurlandi, en gera þó heldur ráö
^ fyrirað þeirveröi aflminni en sáfyrsti.
LANDSKJÁLFTINN sem varð á
Suðurlandi á þjóðhátíðardaginn
átti upptök sín í Holtum. Hann er
talinn hafa verið 6,5 á Richter. Páll
Einarsson, prófessor í jarðeðlis-
fræði við Háskóla íslands, telur að
skjálftinn hafi orðið á sama mis-
genginu og olli upphafi landskjálft-
anna 1784 en þeir eru taldir
stærstu jarðskjálftar sem gengið
hafa yfir landið á sögulegum tíma.
Síðan á þjóðhátíðardaginn hefur
» orðið vart við fjölda minni skjálfta
um allt Suðurland og Reykjanes og
telja vísindamenn að gera megi ráð
fyrir stórum skjálftum í framhald-
inu, þó væntanlega ekki eins stór-
um og þeim fyrsta.
Jarðskjálftinn varð klukkan
15.40 á þjóðhátíðardaginn. Upptök
hans eru talin vera í Holtum í vest-
anverðri Rangárvallasýslu og segir
Páll Halldórsson, jarðeðlisfræðing-
ur hjá Veðurstofu íslands, að upp-
tökin liggi um Kaldárholt. Mæli-
kerfi Veðurstofunnar gaf upp að
stærð skjálftans væri á bilinu 5,5
til 6 og gaf Veðurstofan það út í
upphafi. Síðar um daginn bárust
Morgunblaðinu fréttir af þýskum
jarðskjálftavef og frá Jarðvísinda-
stofnun Bandaríkjanna þess efnis
að skjálftinn hefði mælst 6,6 stig
og staðfesti Veðurstofan þær mæl-
ingar um kvöldið. Fram kom í til-
kynningu frá Veðurstofunni að
jarðskjálftinn væri samsettur úr
tveimur skjálftum, tveimur mínút-
um á eftir fyrsta skjálftanum hefði
komið annar, 5,3 að stærð, og átt
upptök 8,5 km austur af Þjórsár-
brú.
Páll Halldórsson segir að skjálft-
amir hafi birst á tækjum Veður-
stofunnar sem þrír kippir, 5,5-6 að
stærð. Hann segir að fyrstu út-
reikningar Veðurstofunnar á stærð
skjálftans hafi út af fyrir sig verið
réttir, miðað við aðferðina sem not-
uð var. Hins vegar væra margar
aðferðir notaðar við að meta stærð
skjálfta. Talið væri henta betur að
mæla stóra skjálfta út frá yfir-
borðshreyfingum enda gæfi sú að-
ferð betri samanburð við eldri
skjálfta. Stöðvar í nágrenni
skjálftasvæðanna væru ekki stillt-
ar inn á það, að meta skjálfta sem
væru yfir 6 á Riehter en það gætu
stöðvar gert sem væru langt í
burtu eins og reyndin hefði orðið
að þessu sinni. Hann nefndi að
stærð stórra skjálfta væri einnig
mæld með vægisaðferð, þar sem
reiknað væri út hversu stórt svæði
færðist til og hversu mikið. Sú að-
ferð hefði gefið svipaða niðurstöðu
og mat á yfirborðsbylgjum.
Niðurstaða Veðurstofunnar er
6,5 og samkvæmt því hefur þjóðhá-
tíðarskjálftinn verið talsvert af-
iminni en síðustu Suðurlands-
skjálftar. Þannig er skjálftinn 1784
áætlaður 7,5 stig á Richterskvarða
og landskjálftarnir 1896 eru áætl-
aðir 7-7,5. Síðasti jarðskjálftinn,
árið 1912, var um 7 stig.
Forboða leitað
Veðurstofan og Raunvísinda-
stofnun Háskólans hafa unnið mik-
ið að rannsóknum á jarðskjálfta-
svæðunum á Suðurlandi. Vitað er
að einhverjir jarðskjálftar voru í
Holtum fyrir stóra skjálftann en
Páll Halldórsson segir að ekkert
óvenjulegt hafi verið á ferðinni, að
minnsta kosti hafi menn ekki áttað
sig á neinum forboðum þess sem á
eftir kom. Vandinn væri að fylgjast
með forboðum þegar menn vissu
ekki eftir hverju þeir væru að leita.
Páll Einarsson tekur í sama
streng. Báðir segja þeir að nú verði
farið ýtarlega yfir öll gögn um ferl-
ið áður en skjálftinn kom og leitað
með logandi ljósi að því hvort þar
finnist einhverjir forboðar sem
gætu nýst til að vara við sambæri-
legum atburðum, meðal annars
fleiri hugsanlegum stórskjálftum á
Suðurlandi á næstunni. Meðal ann-
ars er fylgst með því hvernig smá-
skjálftarnir raða sér til að reyna að
átta sig á spennunni í jarðskorp-
unni. Markmiðið er klárt en Páll
Morgunblaðið/HaUdór Kolbeins
Halldórsson viðurkennir að ekki sé
sennilegt að það takist að spá fyrir
um hvenær næsti stóri skjálfti
verði, frekar væru líkur til þess að
hægt yrði að áætla hvar hans væri
helst von.
Spáin rættist
Páll Einarsson fjallaði um jarð-
skjálftaspár í grein sem birtist í
Náttúrufræðingnum árið 1985 og
spáði sjálfur: „Meira en 80% líkur
eru til þess að á næstu 25 árum
gangi meiri háttar jarðskjálftar yf-
ir Suðurlandsundirlendi. Jarð-
skjálftarnir hefjast líklega á aust-
urhluta skjálftasvæðisins með kipp
að stærð 6,3-7,5, en á næstu dög-
um, mánuðum eða árum færist
skjálftavirknin vestur á bóginn, um
Skeið, Grímsnes, Flóa eða Ólfus.“
Allt sem enn er komið fram
bendir til þess að þessi spá sé að
rætast fullkomlega. Páll segir að
jarðskjálftaspáin hafi miðast við að
upphafsskjálftinn tengdist mis-
genginu sem varð til við upphaf
Suðurlandsskjáifta árið 1784 en
það eru líklega almestu skjálftar
sem komið hafa síðan land byggð-
ist.
Víða á Suðurlandi eru sjáanlegar
á yfirborðinu sprungur frá eldri
Suðurlandsskjálftum og hefur Páll
verið að rannsaka og kortleggja
þær. Sprungurnar raða sér í aflöng
kerfi sem yfirleitt stefna norður og
suður, þvert á flekamótin sem
valda spennunni. Sprungurnar
gefa væntanlega til kynna legu
misgengisins sem skjálftanum olli.
Páll Einarsson segir að miklar lík-
ur séu á því að jarðskjálftinn nú sé
í sama misgenginu og stóri skjálft-
inn 1784 en tekur fram að eftir sé
að staðfesta það endanlega með
rannsóknum.
Áður en lengra er haldið er rétt
að gera grein fyrir ástæðum jarð-
skjálftanna í stuttu máli. Spenna
hleðst upp af því yfir Suðurland