Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsskjálftar ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 C 19^ Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins Almannavarn- ir reyndust vel á heildina litið Náðu ekki sambandi við alla strax vegna álags á símakerfí Almannavarnakerfið reyndist vel á heildina litið í kjölfar jarð- skjálftanna á laugar- dag, að mati Sólveigar Þorvaldsdóttur, fram- kvæmdastjóra Al- mannavarna ríkisins. „Almannavarnafólk bæði hjá Almanna- vömum ríkisins og hjá almannavömum í hér- aði brást skjótt við og kannaði hvað gerðist. Hins vegar vomm við geysilega heppin að því leyti að það urðu mjög fá slys á fólki, það er aðalatriðið,“ sagði hún. Aðspurð um viðbrögð Almanna- varna og hvernig hefði gengið að ná til allra sem hafa þurfti samband við, sagði Sólveig að ekki hefði tek- ist að ná sambandi við alla þá sem þörf var á strax. „Það var gríðar- legt álag á símakerfinu hjá okkur og það vom aðilar sem hefðu þurft að ná inn til okkar, en náðu ekki inn vegna álagsins. Við eram alltaf að biðja fólk um að hringja ekki nema að nauðsyn krefji, en það ger- ist samt að fólk hringir bara til þess að fá almennar upplýsingar,“ sagði hún. Aðspurð sagði Sólveig að það yrði til mikilla bóta ef komið yrði upp beinlínutengingu til allra þeirra sem ná þyrfti til úr stjómstöð Al- mannavarna ríkisins, en það kostaði peninga og Almannavamir hefðu ekki úr miklum fjármunum að spila. „Við eram með beina línu við suma vísindamenn og aðra mikil- væga aðila en við erum t.d. ekki með beina línu til almannavama í héraði, en það era 26 stjórnstöðvar í landinu, sem gott væri að hafa beinlínutengingu við,“ sagði Sól- veig. Hún var spurð hvaða úrbóta væri helst þörf í almanna- vömum í ljósi reynsl- unnar af atburðunum á laugardaginn og hvað mætti betur fara. „Það er ýmislegt sem má bæta í al- mannavarnakerfinu en ef ég sldl spurninguna þína þannig, hvort við höfum rekist á van- kanta á laugardaginn, sem við vissum ekki um fyrir, þá er það ekki neitt afgerandi, frekar fínpússning. Umræða um almanna- varnakerfið sem slíkt og þessa fimm manna stofnun sem heitir Al- mannavarnir ríkisins er svo allt önnur umræða. Það er ýmislegt sem bæta mætti, t.d. er stjómstöð- in okkar í 5 kílómetra fjarlægð frá skrifstofu okkar, sem er afskaplega óhentugt og það til dæmis olli okk- ur vandræðum við að koma gögnum um jarðskjálftann inn á heimasíðu okkar. Það var óheppni að svona skyldi standa á þegar jarðskjálftinn reið yfir en við höfum verið að skipta um heimasíðuhugbúnað en þetta hefði ekki verið vandamál ef við værum með alla okkar starfsemi á einum stað,“ segir hún. Almannavarnir treysta ekki á GSM-kerfið Hluti af GSM-kerfi Landssímans datt út um tíma og FM-sendingar Ríkisútvarpsins og útsendingar Ríkissjónvarpsins féllu niður á stóra svæði á Suðurlandi og í Vest- mannaeyjum eftir jarðskjálftann. Langbylgjusendingar RÚV vora hins vegar ótruflaðar og almenna símakerfið virkaði eðlilega allan tímann. Sólveig Þorvaldsdóttir Morgunblaðið/Jón Svavarsson Jósef Hólmjárn og Páll Halldórsson, sérfræðingar á jarðeðlissviði Veðurstof- unnar, skoða hér skjálftana stóru sem riðu yfir í Holtum, 9 km suður af Ár- nesi, með nokkurra mínútna millibili á laugardaginn. Sólveig sagði að þótt GSM-kerfi Landssímans hafi dottið út í stuttan tíma ætti það ekki að koma á óvart þegar svona atburðir ættu sér stað og Almannavarnir hefðu aldrei treyst á GSM-kerfið. Skv. upplýsingum sem fengust hjá Ríkisútvarpinu féll sendir á Klifi út þegar rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, sem aftur leiddi til þess að nokkrir FM-sendar og sjónvarpssendingar á Suðurlandi duttu út í 30 til 60 mínútur. Sólveig sagðist telja að það hafi verið hárrétt ákvörðun lögreglu að loka fyrir umferð um brýr af örygg- isástæðum strax eftir að jarð- skjálftinn reið yfir en í ljós hafi komið að þær urðu ekki fyrir skemmdum og að skemmdir á þjóð- vegum vora minni háttar. „Lærdómurinn er sá að eftir svona stóra og mikla jarðskjálfta verða menn að aka varlega um vegi landsins. Það má alltaf búast við að það myndist sig eða kryppa á veg- um eða gijót hafi fallið á vegi, sem menn þurfa að gæta sín á,“ sagði hún. Nokkrir viðmælendur blaðsins hafa gagnrýnt að langur tími hafi liðið frá því að skjálftinn reið yfir þar til tilkynning um hann var birt í ríkisútvarpinu. Sólveig kvaðst, ekki geta tekið undir þetta. Hún var sjálf stödd í Hveragerði þegar þess- ir atburðir urðu. Hún segst hafa lagt strax af stað í bæinn og fengið upplýsingar um skjálftann í útvarp- inu þegar hún var komin upp á Hellisheiði. „Ég upplifði þetta bara eins og almenningur sem hlustar á útvarpið og ég fékk strax fréttir," sagði hún. „En að sjálfsögðu munum við í okkar rýni á eigin störf og annarra í tengslum við þennan jarðskjálfta skoða hvemig tókst til hjá útvarp- inu og sjónvarpinu og fara yfir þessi mál,“ sagði hún. „Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hvemig kerfið er skilgreint. Ég nefni sem dæmi Morgunblaðsvefinn, sem greindi frá hverjir sátu á fundi á laugardag- skvöldinu með dómsmálaráðherra. Þar era fyrst taldir upp allir þeir sem sitja í almannavamaráði (Landhelgisgæslan, Vegagerðin, Ríkislögreglustjóri, landlæknir og Landssíminn, auk sameiginlegs full- trúa frá björgunarsamtökum og Rauða krossinum), svo er ekki minnst á Almannavarnir ríkisins sem höfðu tvo fulltrúa. Þarna voru líka fulltrúar frá Veðurstofunni, Orkustofnun og Norrænu eldfjalla- stöðinni, sem era í vísindamanna- ráði. Mér finnst mjög algengt hjá blaðamönnum að þeir geri sér ekki grein íyrir muninum á Almanna- vömum ríkisins og almannavarna- ráði og hvað almannavamaráð er og bendi mönnum bara á að lesa lögin,“ segir Sólveig. Aðspurð sagði Sólveig að jarð-* vísindamenn væra nú að vinna úr sínum gögnum og myndu m.a. kanna hvort eitthvað hefði mátt gefa til kynna um yfirvofandi jarð- skjálfta, en það lægi engin niður- staða fyrir. Miklar skemmdir urðu á mann- virkjum, húsum og innanstokks- munum í skjálftanum og var Sól- veig spurð hvaða ályktanir menn drægju af því varðandi viðbúnað við enn stærri jarðskjálftum. „Mér skilst að við getum átt von á stærri jarðskjálftum á Islandi en þessum og það segir sig sjálft að í stærri jarðskjálfta er líklegt að af- leiðingarnar verði enn verri. Við megum því ekki sofna á verðinum og þurfum alltaf að vera vakandi fyrir þessu og gera þær varúðar- ráðstafanir sem mögulegar era,“ sagði Sólveig. Fleiri skjálftar hugsanlegir á næstu dögum eða vikum Almannavamaráð kom saman kl. 14 á sunnudag til að fara yfir upp- lýsingar og gögn frá almannavama- nefndum, lögreglu og vísindamönn- um og fleiri aðilum um jarð- skjálftann og það tjón sem skjálftinn olli. Almannavarnaráð sendi út tiÞ^ kynningu til almennings í kjölfar fundarins þar sem vakin er sérstök athygli á að það væri mat vísinda- manna að hugsanlegt væri að skjálftar, minni eða allt að því jafn- stórir og skjálftinn á laugardag, gætu orðið á næstu dögum eða vik- um vestar á Suðurlandi þ.e. á svæði allt vestur að Bláfjöllum og Kleifar- vatni. „Þótt um þetta sé ekki unnt að spá með neinni vissu er almenning- ur á öllu þessu svæði hvattur til a^ hafa varann á. Ef tjón yrði af slík- um jarðhræringum yrði það einkum vegna hrans eða falls lausra muna. Fólk er hvatt til að huga að lausum munum sem fallið gætu og valdið tjóni ef skjálfti brestur á. í jarð- skjálftalandi eins og við búum í ættu landsmenn ávallt að hafa þetta í huga. Núna er fólk á Suðvesturlandi, allt vestur um Stór-Reykjavíkur- svæðið, einnig hvatt til að hafa var- ann á. I þessu sambandi eru for- stöðumenn fyrirtækja og stofnana sérstaklega áminntir um að huga að húsakynnum, tækjabúnaði og vinnuaðstöðu starfsmanna,“ sagði í tilkynningu almannavarnaráðs. Sjö milljarðar eru nú í sjóði Viðlagatryggingar Islands Tjón á húsum og bruna- tryggt innbú verdur bætt JÓN Ingi Einarsson, stjórnarfor- maður Viðlagatryggingar íslands, segir að hún muni ráða vel við það tjón sem orðið hefur af völdum jarðskjálftans á Suðurlandi, enda séu í sjóði um sjö milljarðar króna. Sjálfsábyrgð þeirra sem orðið hafa fyrir tjóni er 5%, en að lág- marki 51.600 krónur. Viðlaga- trygging bætir aðeins beint eigna- tjón. Viðlagatrygging er lögbundin náttúruhamfaratrygging sem bæt- ir m.a. allt beint tjón sem verður á tryggðum eignum af völdum jarð- skjálfta. Viðlagatrygging fylgir brunatryggingu húseigna, sem er lögbundin skyldutrygging eins og viðlagatrygging. Viðlagatrygging nær einnig til lausafjár (s.s. innan- stokksmuna) ef það er tryggt gegn brana hvort heldur sem er með sérstakri lausafjártryggingu eða samsettri lausafjártryggingu, sem inniheldur bætur af völdum elds- voða og flokkast undir eignatrygg- ingar. Síminn hringir án afláts Síminn hefur hringt án afláts frá því í morgun hjá Ásgeiri Ásgeirs- syni, staðgengli framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar. Tryggingafé- lögin, sýslumenn og Almannavarn- ir taka þó einnig við tilkynningum um tjón, en mat og greiðsla bóta vegna jarðskjálftans er að öllu leyti í höndum Viðlagatryggingar. Jón Ingi segir að flestar tjónatil- kynningar hafi borist frá svæðinu í grennd við upptök skjálftans, en þó hafi fólk jafnvel hringt frá höfuð- borgarsvæðinu. „Aðalmatsmaður okkar og einn verkfræðingur að auki fóru austur í morgun og þeir eru að líta á tjónið. Sjálft matið fer þó fram síðar,“ segir Jón Ingi. Vátryggingafélögin höfðu strax í gærmorgun samband við Viðlaga- tryggingu íslands þar sem ákveðið var hvernig standa ætti að mót- töku tilkynninga um tjón vegna jarðskjálftans og var sú vinnuregla ákveðin að vátryggingafélögin tækju á móti tilkynningum um tjón frá viðskiptavinum sínum og þau gæfu Viðlagatryggingu upp vá- tryggingarverðmæti viðkomandi eigna sem eru tryggðar. Viðlaga- trygging mun hins vegar annast mat á skemmdum og uppgjör a tjóni, skv. upplýsingum Eggerts Á. Sveraissonar, framkvæmdastjóra einstaklingstrygginga hjá Vá- tryggingafélagi íslands. Vátrygg- ingafélögunum fóru strax í gær- morgun að berast tilkynningar um tjón sem varð í jarðskjálftunum á laugardaginn. Engar tölur hafa enn verið tekn- ar saman um fjölda tjónatilkynn- inga eða um umfang tjónsins. Jón Ingi segir þó að ljóst sé að gler- verksmiðja Samverks á Hellu hafi orðið fyrir mestum skaða, en íbúð- areigendur og gjafavöruverslun á sama stað hafi einnig orðið illa úti. Hann vill ekki áætla heildartjónið, en segir að oft virðist það í fyrstu vera meira heldur en síðar kemur í ljós. Tjón vegna rekstrarstöðvunar fyrirtækja ekki bætt Viðlagatrygging íslands var stofnuð fyrir 25 árum, og tók þá við hlutverki Viðlagasjóðs. Ólíkt sjóðnum bætir Viðlagatrygging að- eins beint eignatjón. „Obeinan kostnað, til dæmis þann sem hlýst af því að þurfa að útvega annað húsnæði meðan verið er að lagfæra eða endurbyggja hús, bætir Við- lagatrygging ekki,“ segir Jón Ingi. Fyrir liggur að svonefnt óbeint tjón, svo sem rekstrarstöðvun sem fyrirtæki verða fyrir vegna nátt- úrahamfaranna, er hvorki bætt af Viðlagatryggingu né vátryggingar- félögum, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá tryggingarlög- fræðingi í gær. Tekjulind Viðlagatryggingar er ákveðið álag sem lagt er á bruna- tryggingar. Jón Ingi segir að lengst af hafi lítið þurft að greiða úr sjóðnum, en erfiðustu ár hans vora 1995 og 1996, í kjölfar snjó- flóðanna á Vestfjörðum og flóðsins á Skeiðarársandi. Mest var greitt út árið 1995, eða um 850 milljónir króna, og um 400 milljónir árið 1996. „Það er komin talsvert mikil reynsla, bæði eftir snjóflóðin og fyrri jarðskjálfta, á að meta tjón af þessu tagi,“ segir Jón Ingi. „Fyrstu dagana eftir hamfarirnar er lítill friður til að sinna matinu, en eftir að við komumst af stað mun ekki taka langan tíma að ljúka flestum málunum og greiða út bæt- urnar.“ Kemur lítið inn á borð vátryggingaféiaganna „Þetta kemur lítið inn á borð hjá vátryggingafélögunum að öðru leyti en því að við reynum að veita viðskiptavinum eins góða þjónustu og við mögulega getum og tökum við tilkynningum um tjón,“ sagði Eggert Á. Sverrisson. ,jl.llar húseignir eru tryggðar lögbundinni branatryggingu. Ið>"< gjald til viðlagatryggingar er hluti af iðgjaldi lögbundinnar bruna- tryggingar. Þar af leiðandi ættu allar húseignir að vera tryggðar. Ef innanstokksmunir era tryggðir með heimilistryggingu, sem felur í sér brunatryggingu þá falla þeir líka undir ákvæði viðlagatrygging- ar. Tjón sem verður vegna náttúru- hamfara á borð við jarðskjálfta er því ekki bætt með frjálsum trygg- ingum heldur þeim tryggingum sem tengjast viðlagatryggingu,“ sagði hann. Vátryggingarupphæð viðlaga- tryggingar er sú sama og viðkom- andi branatryggingar en trygging- arskilmálar era aðrir. Iðgjald af viðlagatryggingu er 0,25 %c af vátryggingarupphæð. I--

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.