Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
Suðurlandsskjálftar
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 C 2á*
Þjóðhátfðarjarðskjálftinn vakti athygli víða um heim
Skjálftinn hefði valdið miklu
meira tjóni í öðrum löndum
FJÖLMIÐLAR úti um allan heim
fluttu fréttir af jarðskjálftanum
sem reið yfir Suðurland á laugar-
dag.
Fréttastofur Reuters, Associat-
ed Press og AFP og alþjóðlegir
fréttamiðlar á borð við sjónvarps-
stöðvar CNN og BBC greindu
samdægurs frá skjálftanum.
Styrkleiki skjálftans er í öllum
fréttaskeytunum sagður vera 6,5
eða 6,6 á Richters-kvarða, og eru
þær tölur ýmist hafðar eftir banda-
rísku jarðvísindastofnuninni U.S.
Geological Survey, eða
Jarðvísindastofnun Islands. í
skeyti AP er sagt að fyrstu mæl-
ingar jarðskjálftavaktarinnar á
Veðurstofu íslands hafi bent til að
skjálftinn væri um 5,7 á Richter.
Er tjón af völdum skjálftans
sagt nema milljónum Bandaríkja-
dala, aðallega á byggingum, vegum
og lögnum í grennd við upptök
hans.
Forboði eldsumbrota?
Margir blaða- og fréttamenn
voru staddir á íslandi á þjóðhátíð-
ardaginn, einkum frá Norðurlönd-
unum og Norður-Ameríku. Voru
margir hingað komnir til að fylgj-
ast með víkingaskipinu íslendingi
leggja upp í siglingu sína vestur
um haf.
í Jyllandsposten er haft eftir
danska eldfjallafræðingnum Henn-
ing Andersen að þessi nýjasta
jarðskjálftahrina á íslandi geti
mjög sennilega verið forboði meiri
eldvirkni í einu eða fleiri eldfjöllum
landsins. Segir í blaðinu að aðal-
skjálftinn á laugardag hafi verið
6,5 stig á Richter, og skjálfti af
þeim styrkleika hefði valdið marg-
falt meiri skaða í löndum eins og
Tyrklandi og Mexíkó - sennilega
kostað þúsundir mannslífa. Skýr-
ingin á því að engan sakaði - nema
konu sem fótbrotnaði í Vestmanna-
eyjum - er sögð vera annars vegar
að íslendingar hefðu undanfarin
100 ár eða svo verið sér meðvitandi
um hættuna og hagað húsbygging-
um og öðru eftir því. Auk þess
hefðu flestir verið utandyra vegna
17. júní-hátíðarhaldanna.
í norska blaðinu Dagbladet er til
viðbótar við frétt af skjálftanum
sjálfum og afleiðingum hans rifjuð
upp jarðskjálftavirkni síðustu ára-
tuga á Islandi, allt frá stóra Suður-
landsskjálftanum 1912.
í mörgum hinna erlendu miðla
er vitnað til orða Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra um að sú stað-
reynd, að skjálfti sem ekki var þó
sterkari en þetta skyldi valda svo
miklu tjóni sem raun bar vitni, gefi
Islendingum tilefni til að endur-
skoða viðbúnað sinn við slíkum
náttúruhamförum.
Héldu í
Skaftár-
hreppi að
Kötlugos
væri hafið
Hnausum. Morgunblaðið.
SKJÁLFTINN á þjóðhátíðar-
daginn var áberandi í Skaftár-
hreppi. Fundust tveir fyrstu
kippimir sem komu með
smámillibili. Þretta var óvenju
langvarandi.
Fyrst héldu menn að Kötlu-
gos væri hafið en svo var ekki.
Þrátt fyrir snjóþungan vetur
eru sigin greinileg austast í
öskjunni. Hafa sum jafnvel
stækkað í vetur. Sýnist þar vel
kynt undir. Nú hefur sú breyt-
ing á orðið að alllengi hefur
ekki fundist óþefur þegar ekið
er yfir Jökulsá á Sólheima-
sandi. Hefur þar orðið einhver
breyting undir jöklinum.
Jarðskjálftinn er
áminning til okkar
Selfossi. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Karl Björnsson, bæjarstjóri og formaður almannavarnanefndar Árborgar,
með upplýsingaspjald um vlðbrögð við skjálftum sem borið var í hvert hús í
vetur.
STRAX og skjálftinn fannst kom al-
mannavamanefnd Árborgar og ná-
grennis saman en nefndin nær yfir
Árborg, Flóa, Grímsnes og Skeið.
Karl Bjömsson, bæjarstjóri Árborg-
ar og formaður nefndarinnar, sagði
að vegna þess hversu skjálftinn var
stór hefði það verið eitt fyrsta verk
nefndarinnar að loka Ölfusárbrú og
Þjórsárbrú og fá verkfræðinga til að
skoða þær. Hann sagði að nefndin
hefði verið í góðu sambandi við björg-
unarsveitir á svæðinu og sýslumaður
hefði sett sig í samband við aðrar al-
mannavamanefndir í sýslunni.
Fljótlega hefði komið í ljós að ekki
hefði verið um verulegt tjón að ræða á
svæði nefndarinnar og að aðaláhrifa-
svæðið hefði verið í Rangárvallasýslu,
mest á Hellu. Við skoðun á brúnum
hefði komið í Ijós að þær hefðu ekki
orðið fyrir neinum skakkafóllum.
Karl sagði dreifikerfi fjölmiðla hafa
bmgðist og greinilegt að styrkja
þyrfti það. Þá hefði komið í ljós að það
væra fáir með langbylgju eða hefðu
ekki áttað sig á því að stilla á hana til
að fá nýjustu fréttir. GSM-kerfi
Landssímans hefði dottið út en kerfi
hjá Tal hefði haldist inni.
Nefndin kom strax á framfæri upp-
lýsingum til almennings um viðbúnað
vegna skjálftans, s.s. notkun á síma
og ábendingum um að fylgjast með
fréttum. Karl sagði að fljótlega hefðu
borist upplýsingar frá Ragnari Sig-
björnssyni hjá Aflfræðistofu Háskól-
ans um að mannvirki hefðu staðist
áraun jarðskjálftans mjög vel.
„Starfsemi jarðskjálftamiðstöðvar
Aflfræðistofu HÍ hér á Selfossi er
mjög þýðingarmikil varðandi upplýs-
ingagjöf um styrldngu húsa við end-
urbyggingu eða almennt viðhald.
Þangað getur fólk leitað um ráðgjöf,“
sagði Karl og ennfremur að við end-
urbyggingu Ráðhúss Árborgar á Sel-
fossi hefði húsið verið styrkt eftir fyr-
irmælum frá jarðskjálftamiðstöðinni.
I húsinu era skynjarar sem sýna að
eftir styrkinguna er húsið mun betur í
stakk búið að taka á móti skjálftum.
Kvíði í fólki
„Maður finnur fyrir því að það er
kvíði í fólki en einnig augljóst að fólk
vill bregðast við stöðunni og undirbúa
sig sem best,“ sagði Karl og að greini-
legt væri að ekki hefði gripið um sig
nein ofsahræðsla þótt auðvitað þætti
fólki þessi upplifun óþægileg. „En
þetta er áminning til okkar sem hér
búum að gæta vel að því sem er í
kringum okkur, lausamunum og
fleira. Samfélagið hér er meira og
minna í sjálfskoðun varðandi skjálfta,
á leikskólunum hefui' nú þegar verið
fundað um skjálftana og viðbrögð við
þeim og þar og í skólunum hefur
reglulega verið farið yfir viðbrögð
með nemendum. Þá verður fundur í
dag með starfsfólki Ráðhússins. Þá
höfum við reglulega komið á framfæri
upplýsingum um jarðskjálfta og við-
brögð við þeim og ég trúi því að meri-
hluti íbúanna sé búinn að fara yfír
skjálftasíðumar í símaskránni/1 sagði
Karl Bjömsson, bæjarstjóri Árborg-
ar. Hann benti einnig á að nauðsyn-
legt væri að forsvarsmenn fyrirtækja
færa yfir áherslur vegna jarðskjálfta
tii að undirbúa starfsfólk sitt.
Steypan gekk í bylgjum
eins og tyggigúmmí
MILDI þykir að enginn skyldi hafa
slasast í sundlauginni á Hellu þegar
skjálftinn reið yfír á þjóðhátíðar-
daginn. Vatn gekk með miklum lát-
um upp úr lauginni, einn féll ofan í
hana og aðrir tveir ofan í vaðlaug
rétt hjá. Vatnsborðið lækkaði mik-
ið, en laugin er óskemmd og var
opnuð að nýju í gærkvöldi.
Þorhallur Svavarsson, uinsjónar-
maður íþróttahúss og sundlaugar á
Hellu, segir stórmildi að ekki hafí
farið verr. Fjölmargir gestir hafí
verið samankomnir við laugina
vegna hátiðarhalda, en sem betur
fer hafi fólk náð að bjarga sér frá
því að detta ofan í laugina. „Ég
hefði ekki boðið í að sjá fleiri detta
ofan í laugina," sagði Þórhallur.
Hann lýsir skjálftanum þannig að
steypan hafí gengið í bylgjum, „eins
og tyggigúmmí“, og hver hafí í
raun átt fótum sínum íjör að launa.
„Það er í raun ótrúlegt að sund-
laugin hafi ekkert skemmst. Við
fórum yfir hana og tækin og allt
virðist í lagi.“
Þrasabraut
minnti á
BÓNDINN í Vindási í Holt-
um, Bragi Guðmundsson,
segir að þjóðsagan um
sprunguna Þrasabraut sem
liggur frá Heklu niður í
Flóa, hafi minnt hressilega á
sig er skjálftinn reið yfir um
kaffíleytið á þjóðhátíðardegi
Islendinga. Þar sem sprung-
an á að liggja yfir nýjan veg
sveitunga í fiskeldisstöð þar
í sveit hefur hún sett mark
sitt í veginn og sjást hennar
aukinheldur vel merki í
landslaginu / kring.
Bragi býr ásamt konu
sinni Margréti Gísladóttur
og dótturinni Kristinu Birnu
í Vindási, hálfrar aldar
gömlu býli í Holtum og þau
urðu eins og margir fleiri
fýrir búsifjum af völdum
skjálftans.
Þannig eru verulegar
skemmdir í veggjum íbúðar-
húss þeirra auk þess sem
margt innanstokksmuna er
skemmt ellegar ónýtt.
Þá er ekki séð fyrir afleið-
ingar jarðhræringanna á
hitaveitu Vindáss og
nærliggjandi bæja, en hún
varð óvirk við skjálftann og
verða skemmdir á henni
metnar næstu daga.
Morgunblaðið/Þorkell
Bragi Guðmundsson í Vindási við sprungur í
nýjum vegi af völdum Þrasabrautar -
sprungu milli Hellu og Róa.
Stefán Jökull Jakobsson,
landvörður í Þórsmörk
Grjóthrun og
rykmekkir frá
Eyjafjallajökli
„HÚSIÐ í Langadal í Þórsmörk
skalf svo mikið og nötraði að við
héldum að það væri að hrynja í sund-
ur og þegar við drifum okkur út á
grasflöt datt okkur fyrst í hug að
Katla væri byrjuð að gjósa eða Eyja-
íjallajökull," segir Stefán Jökull Jak-
obsson, landvörður í Þórsmörk, þeg-
ar hann er spurður um aðstæður í
Þórsmörk þegar skjálftinn reið yfir á
laugardag.
„Þegar við litum til Eyjafjallajök-
uls sáum við mjög mikið grjóthran
úr Innsta haus, frá sama stað og mik-
ið berghran varð árið 1967, og sáum
reyndar hvar grjótspýjurnar hrandu
niður úr öllum jöklinum og rykmekk-
ina stíga upp frá þeim.“ Stefán bætir
því við að einnig hafi sést í rykkófið
frá grjóthruni úr Teigstungum inn
við Mýrdalsjökul. Þá hrundi grjót úr
Valahnjúk sem er beint fyrir ofan
skálann í Langadal og sömuleiðis úr
öllum brekkum þar í kring. Enginn
var þó í teljandi hættu í ÞórsmörKf*
að mati Stefáns, en um 20 manns
voru í Langadal þegar skjálftinn reið
yfir. „Útlendingar urðu mjög skelk-
aðir vegna skjálftans en þeir róuðust
mjög fljótlega eftir að við voram búin
að tala við þá og segja þeim hvað
væri að gerast."