Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 D 3 DAGLEGT LIF Futurie alþjóðleg f atahönnunarsýni ng # Futurice a'lþjóðleg fatahönnunarsýning að einbeita sér að einum hlut í einu. Mér finnst grundvöllurinn fyrir því að hanna á karlmenn vera til staðar. Þeir eru margir hverjir spenntir fyrir því að geta klæðst einhverju sérstöku. Karlmenn virðast vera meðvitaðari um tískuna en þeir voru," segir hún. Síðustu þrjá mánuði hefur Ragna unnið af fullum krafti við fatalínu sína fyrir Futurice. Sköpunargleðin fær þó ekki aðeins útrás í fatahönn- un hjá Rögnu því hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir skömmu. „Það voru eiginlega tvær meðgöngur í gangi; barnið og sýningin," segir hún. Rögnu finnst vera ríkjandi mis- skilningur varðandi starf fatahönn- uða. „Eg lendi oft í því að vera kölluð saumakona. Það er kannski ekki skrýtið í ljósi þess að maður þarf að gera allt einn á einhverju stigi máls- ins; ekki síst í byrjun. Auðvitað er best að vinna þegar maður hefur einhvern með sér, bæði klæðskera og saumakonu." í hlutverki verkstjóra Ragna er með eigin vinnustofu en eins og áður sagði koma margir að framleiðslunni. „Ég er með stelpur sem búa til snið fyrir mig og aðrar sem sauma. Svo er ég líka að þjálfa upp stelpur til að gera efni fyrir mig. Þá teikna ég upg mynstrin og þær vinna út frá því. Ég er þarna meira í hlutverki verkstjóra. Ef ætlunin er að ná að afkasta einhverju þá verður að gera þetta svona." Að sögn Rögnu er mikið að gerast í fatahönnun á íslandi. „Það er mjög gaman hve það er mikil gróska núna í fatahönnun hérlendis. Mér finnst mjög skemmtilegt að vera að taka þátt í henni. Almenningur er orðinn mun opnari fyrir faginu en áður og finnst nú íslensk hönnun mjög spennandi. Nokkrir fatahönnuðir eru að lifa af þessu. Viðhorfið hefur breyst mikið frá því að ég fór út í nám fyrir átta árum. Þá voru mjög fáir starfandi fatahönnuðir hér," segir hún. A Futurice sýnir Ragna rúmlega tuttugu alklæðnaði sem saman- standa af um fjörutíu flíkum. „Sam- hliða þessu hef ég verið að selja föt eftir pöntun í Kirsuberjatrénu á Vesturgötunni og það er mikið að gera í því núna. Fötin fyrir Futurice verða samt mjög ólík þeim. Þetta verður algerlega ný lína enda er Futurice alveg sér verkefni," segir hún. Rögnu finnst mjög spennandi að taka þátt í Futurice. „Aldrei áður hefur verið neitt af þessu tagi hérna. Að minnsta kosti ekki þar sem svona margir hönnuðir eru að sýna á sama tíma. Líka er gaman að því að það er verið að reyna að koma okkur á framfæri erlendis," segir hún. Áhrifamiklu tískuritstjórarnir sem ætla að mæta á Futurice ná samt sem áður ekki að slá Rögnu út af laginu. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað það hefur að segja. Þeir eru að sjá einhverja þúsund fatahönnuði á ári og við erum hluti af því. Auðvitað er þetta mjög spennandi en maður veit ekki hvað kemur út úr þessu. Þetta getur verið svo langt ferli eftir að þeir sjá. mann," segir Ragna. I hönnun sinni hefur Ragna ávallt að leiðarljósi að fötin séu hentug. „Eg ímynda mér alltaf að ég gæti verið í þeim. Ég vil ekki að þau séu einhverjir skúlptúrar. Ég vil að fötin mín séu kvenleg og klæðileg," segir hún að lokum. ég vil fara úr einu í annað eftir því hvað kemur til mín. Ég mála líka á tré og les þá í viðinn, læt mynd- irnar og munstrið koma sjálft til mín og skýri það svo með lit- um. Stundum geri ég lfka lampa, blóma- vasa, kertastjaka og annað slíkt. Eins hef ég gert steinakarla og silkiblóm. Ég geri það sem mér dettur í hug hverju sinni." Nóttin er besti vinnutiminn Myndirnar hennar hafa sumar dulrænt yfirbragð og annars heims verur eru þar oft á sveimi. Andliti bregður fyrir í bárum eða skýjum. Förumaður fortíðar er 30 ára gömul mynd úr steinum. Til að fá mulning í bakgrunninn setti Ingibjörg steina í gúmmístíg- vél og barði á með hamri. „Þetta kemur bara svona til mín. Það er nánast sama hvað ég geri í höndunum, það opnast al- gerlega fyrir mér þegar ég fer að vinna við það. En nóttin er minn tími, þetta hefur allt legið léttastfyr- ir mér á þeim tíma sólar- hringsins, þá er eins og allt opnist betur fyrir mér. Ég bíð eftir henni og fer þá af stað. Blómavasi með hlýraroði sem Ingibjörg strekkti yfir flöskuna og batt saman með stráum. Einhverra hluta vegna er dagurinn ekki minn heimur. Gömul vinkona mín sagði að það væri ekki miMll vandi að skýra þetta, ég hefði bara verið fædd í Austurlönd- um í öðru lífi. Þess vegna snýst þetta við hjá mér hér á norðurhjara. En í dag hef ég minna þrek í að vaka og kem því ekki eins miklu í verkogégvildi." Garðurinn ágætis útrás Ingibjörg grípur lfka í handavinnu og heklar mikið. En hún fær einn- ig útrás fyrir sköpunar- gáfuna í garðinum sem umlykur húsið, stór og fallegur. „Þó hef ég aldrei getað gert hann eins og ég hafði hugsað mér. Ég var búin að plan- leggja hann út í ystu æsar og mér datt aldrei í hug að láta einhvern óviðkom- andi skipuleggja hann fyrir mig. Þó svo að dóttir mín og tengdasonur sem hér búa, hafi hjálpað mér mikið, þá er garð- urinn miklu einfaldari en ég hafði hugsað mér, því það er svo mikil vinna að byggja upp garð eins og listaverk." Ingibjörg er fædd og uppalin á Dynjanda við Arnarfjörð í hópi tíu systkina. „Foreldrar mínir voru bæði bráðlagin og gátu gert hvað sem var. Pabbi dútlaði við amboð og listfengi mömmu kom fram í handavinnunni, en hún var auk þess mjög söngelsk og hafði sérlega sterka og fallega rödd. Ég ætlaði að læra að syngja þegar ég yrði stór og verða fræg eins og María Markan. En það var með það eins og annað á þessu sviði, mér var bara strítt á því. Við systkinin höfðum öll þessa þörf fyrir útrás. Eg leitaði í þann farveg að búa eitthvað til úr því sem varð á vegi mínum en hin fundu sér aðrar leiðir. Ég fékk til að mynda ekki þá náðargáfu sem tvö elstu systkini mín fengu, en þau voru af- skaplega góðir hagyrðingar." Eins og algengt var á þeim tíma, var mikið lesið upphátt á bernsku- heimili Ingibjargar. íslendingasögur og Noregskonungasögur glumdu í eyrum á kvöldvökunum. „ímyndunaraflið komst af stað hjá okkur krökkunum, við lifðum okkur alveg inn í þennan heim. Þetta var allt raunverulegt fyrir okkur og við trúðum þessu öllu." Fyrstaog eina sýningin i Vík Þegar Ingibjörg var áttræð hélt hún sína einu og fyrstu sýningu á Hótelinu í Vfk í Mýrdal. Kolbrún hót- elhaldari, frænka hennar, vildi endi- lega fá hana til að setja upp verkin sín í tilefni opnunar hótelsins. „Það var mjög gaman og ég fékk góð viðbrögð og seldi nokkur verk og Kolbrún hélt líka einhverju eftir." Ingibjörg heldur ótrauð áfram á listasviðinu enda þörfin sterk. „Ég finn hvernig þörfin kemur yfir mig og það er ekkert annað hægt en hlýða henni. Ég hef oft óskað þess að ég væri tvítug í dag því hugarfarið er allt annað og aðstæður aðrar." M| ^ 1 MAiL 1 RfcPAlH NAIL VITAL Sterkar neglur á 2-3 vikum. Útsölustaðir: Lyf og heilsa - Apótek og helstu snyitivöruverslanir Dreifingaraðili: Cosmic ehf,, sími 588 6525

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.